Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 69
Hafnarhúsið 20.00 Lights on the Highway 20.40 Viking Giant Show 21.20 Rass 22.00 Jeff Who? 22.40 Union of Knives (UK) 23.30 The Zutons Þjóðleikhúskjallarinn 22.30 Helgi Valur 23.10 Idir 23.50 Lára 00.30 The Rushes (UK) 01.10 Ampop 01.50 Úlpa 02.30 Þórir/My Summer as a Salvation Soldier Pravda 21.00 Nortón 22.00 Beatmakin Troopa 23.00 Steve Sampling 00.00 Tonik Mastermind presents 01.00 Iceland Swing Or. 02.00 Oculus Dormans 03.00 DJ Thor 04.00 DJ Aldís 05.00 DJ Steinar A Gaukur á Stöng 20.00 Lada Sport 20.40 Solid IV 21.20 Hoffman 22.00 Vonbrigði 22.45 Vinyl 23.30 Jan Mayen 00.15 Ensími 01.00 The (International Noise Conspiracy) (SE) NASA 20.00 Hairdoctor 20.45 Dr. Mister & Mr. Hand- some 21.30 Worm is Green 22.15 Bang Gang 23.00 Zoot Woman (UK) 00.00 Clap Your Hands Say Yeah (US) 01.00 Ratatat (US) 02.00 Gus Gus Grand Rokk 20.00 Tommygun 20.40 Perfect Disorder 21.20 Nevolution 22.00 Noise 22.40 Æla 23.20 Nine Elevens 00.00 Future Future 00.40 200 (FO) 01.30 Bootlegs MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 69 Annað Airwaves kvöld varþægilegra en það fyrsta aðnú gat maður komist inn á staði, enda bættust við Þjóðleik- húskjallarinn og Listasafn Reykja- víkur sem dreifði aðsókninni á fleiri staði. Einhverjir voru þó enn óánægðir yfir að geta ekki séð það sem þeir helst vildu, en það á að vera löngu lært að eina leiðin til að vera öruggur um að sjá tiltekna uppákomu er að vera búinn að koma sér fyrir með góðum fyrirvara. Svo er það eðli hátíða eins og Airwaves, af ef maður kemst ekki inn á einum stað þá er bara að skunda á þann næsta og láta eitthvað koma sér á óvart – það er nú einu sinni það besta við slíkar hátíðir. Af skemmtilegum uppákomum þetta kvöld má nefna að ung söng- kona, Bryndís Jakobsdóttir, debú- teraði, tróð upp í fyrsta sinn op- inberlega, og það með stæl – sjö manna hljómsveit fremstu hljóð- færaleikara og tvær bakradda- söngkonur. Bryndís er líka mikið efni, reyndar eitt mesta söng- konuefni sem ég hef séð árum sam- an, með frábæra rödd. Hún á eðli- lega nokkuð í land í túlkun og sviðsframkomu, en kemst langt á því hvað hún hefur heillandi lát- lausa framkomu. Músíkin fannst mér afturámóti ekki skemmtileg, fönkuð soðgrýla. Bryndís söng í Nasa, var fyrst á svið snemma kvölds en fékk þó fína mætingu. Dýrðin var næst á svið á Nasa, fjörugt og skemmtilegt twee- popp. Bob Volume, sem státar með- al annars af íslenskum trymbli, var aftur á móti hvorki fjörugt né skemmtilegt. Söngur og hljóðfæra- leikur í fínu lagi en músíkin óttalegt drasl – ég hrökklaðist út eftir nokk- ur lög.    Það var meira gaman á Gauknumþar sem ég náði í rassgatið á Intact. Skemmtilegt efni þó ekki hafi allt virkað á sviðinu, enda er það víst í mótun. Bent & 7berg voru líka skemmtilegir, sérstaklega fannst mér sjávarlagið gott. Skond- ið að þeir voru báðir að spila þetta kvöld bræðurnir 7berg og Eberg, sá síðarnefndi í Þjóðleikhúskjall- aranum. Sjórinn var líka þema í Nasa þeg- ar Daníel Ágúst sté á svið. Undir myndskeiði af brimi á stóru tjaldi knúðu knéfiðlur laglínuna áfram eins og aðfall á grýttri strönd. Ein- hverjir kveinkuðu sér yfir því að undirleikur var á bandi, en þegar Daníel byrjaði að syngja þögnuðu þær raddir – hann getur borið uppi hvað sem er. Mjög forvitnilegt efni. TMC voru á Gauknum, skemmti- legir með lifandi undirleik. Hljóm- sveitin stóð sig líka vel, sérstaklega fannst mér hrynparið traust, en gít- arleikarinn átti líka spretti þótt hans hlutverk væri eðlilega ekki eins áberandi. Nú þurfa þeir félagar bara að tóna sig aðeins niður í rapp- inu, skapa meiri frávik í dýnamík, og þá er komin ein besta rappsveit landsins.    Færði mig yfir í ListasafnReykjavíkur að sjá sellórokks- veitina New Radio en hefði betur sleppt því – óttalega leiðinlegt þótt það væri vel spilað. Það var aftur á móti mikið fjör hjá þeim Danna De- lúx Dóra DNA á Gauknum, hiphop- partí dauðans. Þeir hefðu kannski mátt sleppa innganginum þar sem þeir minntust genginna rappara amrískra eða reynt að vinna hann betur, en eftir það var bara stuð, stuð, stuð, fyrst með Bæjarins bestu og svo bara þeir tveir. Lokaorðið á Gauknum áttu svo The Perceptionists. Eftir fulllangan inngangskafla DJ Fakts One birtust þeir á sviðinu, fyrst Akrobatik og svo Mr. Lif og fóru hreinlega á kost- um. Kronik lifi! Upp og ofan á Airwaves ’Bryndís er líka mikiðefni, reyndar eitt mesta söngkonuefni sem ég hef séð árum saman, með frábæra rödd.‘ AF LISTUM Árni Matthíasson Morgunblaðið/Árni Sæberg Daníel Ágúst í aðfallinu á Nasa. arnim@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjarna er fædd – Bryndís Jakobsdóttir á Nasa. BRESKA tríóið Zoot Woman hlakkar til að koma til Íslands til að spila á Iceland Airwaves, þó svo að hljómsveitin Babyshambles spili ekki með í þetta sinn. Söngvarinn og lagasmiðurinn John Blake var miður sín þegar blaðamaður upplýsti hann um að hljómsveitin yrði ekki með í ár en tók þó fljótt gleði sína á ný og sagðist afar spenntur fyrir væntanlegri Íslands- heimsókn. Lífaldur Zoot Woman spannar áratug en þeir hafa spilað saman í núverandi mynd í bráðum sex ár. Núverandi mynd telur auk Blakes bróð- ur hans Adam og Stuart Price. „Eftir að við gerðum „It́s Automatic“ má segja að við höfum slegið réttan tón og höfum haldið áfram á sömu braut síðan,“ segði Blake meðal annars í samtali við Morgunblaðið. Þeir þrímenningar hafa verið á stanslausri tónleikaferð um heiminn frá því að síðasta plata félaganna, samnefnd hljómsveitinni, kom út á síðasta ári. „Tónleikarnir okkar á Íslandi eru eiginlega endapunkturinn á þessu ferðalagi. Við erum annars á fullu að semja nýtt efni og vonumst til að gefa það út sem fyrst,“ segir Blake. Hann segist aðspurður finna fyrir því í aukn- um mæli á tónleikaferðalögum að áhorfendur kannist við lögin þeirra. „Já, það er mjög gam- an að spila á stöðum í fyrsta sinn og finna fyrir því að fólk þekki tónlistina okkar. Það er góð tilfinning því maður veit aldrei fyrirfram hverju maður á að búast við. Ég vona bara að Airwaves tónleikarnir eigi eftir að ganga eins vel,“ segir Blake. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í tónlistinni? „Mín uppáhalds hljómsveit er Depeche Mode sem mér finnst frábær. Ég hef líka alltaf verið hrifinn af David Bowie. Fyrirmyndir eru þó eitthvað sem maður getur samsvarað sér og mér finnst hljómsveitin Placebo vera að gera hluti sem mér finnst mjög áhugaverðir. Ég get vel samsvarað tónlistinni þeirra við það sem við erum að gera. Þó það séu margar góðar fyr- irmyndir verður maður þó alltaf að muna eftir sínum sérkennum sem hljómsveit. Zoot Woman hefur sinn eigin hljóm og við verðum að vera trúir honum,“ segir hann. Hvítu jakkafötunum lagt Zoot Woman leika fyrir Íslendinga í kvöld á Nasa. Blake segist ekki hafa heyrt um Airwa- ves hátíðina fyrr en þeim var boðið að koma en segist síðan hafa kynnt sér dagskrána vel. „Þó Babyshambles spili ekki verður fullt af fleiri áhugaverðum hljómsveitum á dagskrá,“ segir Blake og bætir við að hann hafi heyrt að Bláa lónið sé staður sem vert sé að heimsækja. „Við stoppum bara því miður svo stutt, rétt rúman sólarhring. Ég vona þó að við náum að gera sem mest á þeim tíma.“ En hverju mega áhorfendur búast við af Zoot Woman í kvöld? „Fyrir þá sem þekkja tónlistina okkar verður gaman að sjá lögin okkar í hrárri og rokkaðri búning en venjulega en tónleikarnir okkar verða oft meira eins og rokksýning,“ seig Blake en segir þá félaga ekki koma til með að klæðast hvítum jakkafötum sem voru þeirra einkenni fram af. „Við verðum í staðinn í grásilfruðum fötum sem eru ansi flott.“ Hann segir jafnframt að tónleikagestir fái að heyra eitthvað af nýju efni frá sveitinni. „Já, ætli við leikum ekki um þrjú ný lög. Mér finnst alltaf skemmtilegast að leika nýju lögin þar sem við erum búnir að spila þau gömlu svo oft,“ segir Blake. „Mér finnst þó ekki að hljóm- sveitir eigi að spila eingöngu nýtt efni á tón- leikum þar sem áhorfendur verða að geta kann- ast við eitthvað af lögunum. Fyrir mér eru tónleikar skemmtun fyrir áhorfendur og maður verður að leggja sig allan fram til að ná því besta fram þeirra vegna.“ Tónlist | Hljómsveitin Zoot Woman leikur á Iceland Airwaves Skemmtun fyrir áhorfendur Lífaldur Zoot Woman spannar áratug en sex ár í núverandi mynd. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Tónleikar Zoot Woman verða á Nasa í kvöld kl. 23. www.zootwoman.com Dagskráin í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.