Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG settist niður og skipulagði ferða- tilhögun. Flug, bílaleigubíll og gist- ing var pantað á Netinu og ekki reyndist gistingin dýr þegar upp var staðið. Að meðaltali kostaði hver nótt – tveggja manna herbergi með morgunverðarhlaðborði á góðu hót- eli – 5.000 krónur fyrir hjónin. Lagt var af stað í ágústlok og tók ferðin tíu daga og allt stóðst eins og stafur á bók. Flogið var til München og ekið sem leið liggur upp í Ziller-dalinn til Mayrhofen í Austurrísku ölpunum, þar sem gist var í tvær nætur hjá Elísabetu Kröll, í einu af fallegu gistihúsum bæjarins. Haft var á orði að Íslendingarnir hefðu komið með góða veðrið því dagana á undan rigndi heil ósköp, en um leið og rennt var í hlað stytti upp með sól- skini sem hélst þar til haldið var heim á leið. Þau eru þrettán í göngu-hópnum, sem hittist þrisv-ar í viku, á þriðjudags- ogfimmtudagskvöldum og á sunnudagsmorgnum til að ganga saman. „Við köllum okkur Labba- kúta,“ segir Hanna María Baldvins- dóttir, ein úr hópnum. „Við komum hvert úr sinni áttinni og höfðum flest gengið með öðrum hópum þeg- ar við byrjuðum á þessu fyrir þrem- ur árum. Þetta er mjög hress og skemmtilegur hópur.“ Það var í einni slíkri gönguferð í júní síðastliðnum, sem upp kom hugmynd um gönguferð um Tre- mosine-héraðið og þjóðgarð við Gardavatn á Ítalíu. Einn úr hópn- um, sem þekkir vel til svæðisins, „Við tókum skíðakláf frá aðalgötu Mayrhofen og fórum upp í 1.700 metra hæð á Penken og síðan var gengið í 2.100 metra hæð um afar skemmtilegt svæði,“ segir Hanna. „Þarna eru ótal gönguleiðir og greinilega mikið um innfædda á göngu þegar við vorum á ferðinni. Þetta er rosalega hress hópur sem alltaf er til í spaug og þegar við tók- um kláfinn upp fjallið kom í ljós að tvö okkar eru sérlega lofthrædd og leið ekki vel en til að dreifa hug- anum var farið að syngja og farið í leik eins og „… hver vill vera ag- úrka, ég vil vera hreðka …,“ sem vakti mikla kátínu með þeim afleið- ingum að kláfurinn fór virkilega að sveiflast til en þau gleymdu sér samt og þar með var tilganginum náð. Svipurinn á samferðafólkinu sem ekkert skildi í íslensku var hins vegar óborganlegur.“ Frá Mayrhofen var stefnan tekin á Limone við Gardavatn og þaðan upp til Bassanega, sem er einn af átján smábæjum sem eru í hinu fagra Tremosine-héraði. Gist var fimm nætur á Hotel Garni Maxi, litlu vinalegu hóteli, með sundlaug, í herbergjum með svölum og fallegu útsýni yfir Gardavatnið. „Við vöknuðum alltaf snemma á morgnana, mættum í morgunmat upp úr klukkan átta og lögðum af stað um níu í dagsgöngu um Tre- mosine-héraðið, en þar eru ótal gönguleiðir sem kallaðar eru „Nord- ic Walking Park“. Gönguleiðirnar eru mis erfiðar og mis langar, ýmist í dölum eða eftir fjallshryggjum, sem fara hæst í tvö þúsund metra. Þetta er afar fjöl- breytt svæði og stórt og býður upp á marga möguleika, hátt í fjörutíu gönguleiðir. Sumir voru að ganga eins og við en aðrir hjóluðu. Leið- irnar eru allar vel merktar og ekk- ert erfitt að rata,“ segir Hanna. „Eftir að hafa borðað eitt kvöldið á sérlega skemmtilegum veit- ingastað, sem heitir Agritur Val d’Egoi, og er í skógivöxnum Bondo- dalnum, þar sem eingöngu var boðið upp á náttúrulegt fæði, miðuðum við gönguleiðirnar við að koma þar við og fá okkur hressingu að göngu lok- inni og var okkur boðið upp á gott borð utandyra. Fararstjórinn og skipuleggjand- inn fann staðinn á Netinu áður en við lögðum af stað að heiman og pantaði borð eitt kvöldið án þess að hafa hugmynd um út í hvað hann var að draga okkur. Við ókum eftir sveitavegi út í myrkrið og óvissuna, þar til við duttum allt í einu niður á staðinn sem stendur nokkuð af- skekkt. Seinna fréttum við að þetta er vel þekktur veitingastaður í hér- aðinu og verðlaunaður fyrir sérlega góðan mat. Staðurinn var einstakur og verðlag hlægilega lágt.“ Að jafnaði gengu Labbakútarnir um fjóra tíma á dag sem er hæfilegt, að mati Hönnu. „Við vorum jú í fríi,“ segir hún. „Það er nauðsynlegt á svona gönguferðum að velja sér hót- el sem hefur upp á sundlaug að bjóða, eins og við gerðum. Við gát- um náð úr okkur harðsperrum eftir göngu dagsins og náðum að hvílast á bekkjum í sólinni.“  FERÐALÖG | Labbakútarnir fóru í skemmtilegar gönguferðir um Alpana og við Gardavatn =  >    >> ?           =@ =  =   A  >>   >>   >>    BB B                        NO/     ,> $O Ljósmynd/Sigmundur Ó. Steinarsson Hluti af Labbakútunum er hér á toppi Monte Bestone sem er í 917 m hæð fyrir ofan bæinn Limone. Guðbjörn Þór Ævarsson, Sveinsína, Guðlaug, Hanna María, Lára, María og Ágúst Ingi Jónsson eru með Gardavatnið í baksýn. Það var ævintýri að heimsækja sveitaveitingastaðinn Agritur Val d’Egoi í Bondo-dalnum. Löfðurnar, Hanna María Baldvinsdóttir, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Sveinsína Ágústsdóttir, María Haraldsdóttir og Lára I. Ólafsdóttir, fá sér hressingu í Limone eftir erfiði dagsins í döl- unum fyrir ofan bæinn. www.gaestehaus-elisabeth.at Sími: 43 (0)5285/63301-0 Fax: 43 (0)5285/63301-10 www.hotelmaxi.it Sími: 0365/917181 Fax: 036/917171 www.agriturvaldegoi.com Sími/fax: 39 0365 918320 „Hver vill vera agúrka? …“ Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.