Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 41

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 41 UMRÆÐAN Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Dr. Oddur Vilhelmsson, dósent í líftækni, 37 „Ég las alfræðibækur þegar aðrir lásu Andrés Önd. Það var eitthvað við vísindin sem heillaði mig alveg frá fyrstu tíð,“ segir Oddur Vilhelmsson. „Ég tókmér samt þriggja ára hlé frá námi eftir stúdents- próf og starfaði sem kjötskurðarmaður. Þótt ég vissi að vísindin myndu verða mín leið var ég ekki alveg viss um það hvaða braut ég ætti að velja. Byrjaði bæði í eðlisfræði og bókmenntum við HÍ en tók svo stefnuna á matvælafræði – og fann mig þar.“ Oddur varði doktorsritgerð umörverufræðimatvæla við Pennsylvania StateUniversity í Bandaríkjunum og er nú dósent í líftækni við auðlindadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur stundað rannsóknir á sviði sameindalíffræði bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum og vinnur nú að rannsóknum sem nýtast munu í fiskeldi. „Það eru forréttindi að fá að vinna við að leysa gátur og komast að einhverju sem enginn annar veit. Svona starf býður líka upp á samstarf við erlenda vísindamenn – og það er heillandi þegar alþjóðlegur andi svífur yfir vötnum.“ Oddur segist hafa lært það í Bandaríkjunum að nýta frítímann vel, þar séu fáir frídagar og eins gott að vera vel skipulagður. „Ég hef gaman af starfinu mínu, svo mikið er víst. En ég geri margt fleira og fjallgöngur eru þar efstar á lista.“ Sjá nánar um rannsóknir Odds á vefnum www.visindi2005.is [örverur og gátur] P R [p je e rr ] Vísindi – minn vettvangur ENN hefur Rík- isskattstjóri birt tölur um ráðstöfunartekjur landsmanna. Síðan 1993 hefur ójöfnuður stöðugt aukist og nú er svo komið að sá helmingur hjóna á Ís- landi sem hærri laun- in hefur, hefur 130% hærri laun en lægri helmingurinn. Árið 1993 var munurinn 80%. Launamunur er mældur með svoköll- uðu Gini hlutfalli, en því hærra sem það er, því meiri er launa- munurinn. Nú er svo komið að launamunur á Íslandi er 31, mun meiri en á öllum Norðurlöndunum, meiri en í Belgíu, Hollandi, Aust- urríki, Þýskalandi og Japan. Boðaðar skatta- lækkanir ríkisstjórn- arinnar munu líkleg- ast enn auka á launamuninn og verð- ur hann ef til vill svipaður og í Banda- ríkjunum að þeim loknum en þar er hann 40. Viljum við samfélag eins og Bandaríkin? Samfélag þar sem sum ríkin eyða meira í rekstur fangelsa en í bæði framhaldsskóla og háskóla? Þar sem ungbarnadauði er mestur meðal vestrænna þjóða? Þar sem börn frá tekjumeiri heim- ilum eru sex sinnum líklegri til að ljúka háskólanámi en þau frá þeim tekjulægri? Þar sem 40% nýrra húsa í Kali- forníu eru innan múra og þar sem hlutfall fátæktar er mest meðal vestrænna þjóða? Vilja Íslendingar kannski frekar samfélag eins og það norska? Þar sem lífsgæðin eru best að mati Sameinuðu þjóðanna og þar sem fátæktin er með því minnsta sem gerist í heiminum? Launamunur er einnig dýr. Hann leiðir til lægri hagvaxtar og eru t.d. vaxtarlönd Suðaustur-Asíu með lægri launamun en vestrænar þjóðir. Einnig er launamunur almennt lítill meðal velmegandi þjóða og eru aðeins 3 þjóðir af þeim 30 sem búa við bestu lífsgæðin í heim- inum með svipaðan eða meiri launamun en Bandaríkin. Mestur er launamunurinn í Afr- íku þar sem lífskjörin eru lægst. Merkilegast er að um þessar spurningar er ekkert rætt. Þrátt fyrir að hafa viljandi valdið bylt- ingu í launamun með breytingu á skattkerfi, gjafakvóta og einka- væðingu til vildarvina, hefur rík- isstjórnin ekki sótt neitt umboð til þess frá þjóðinni. Reyndar hefur byltingunni verið haldið leyndri að mestu leyti og greiningar á launamun hafa ekki verið birtar síðan Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Launamunur Guðmundur Örn Jónsson fjallar um launamun ’Þrátt fyrir aðhafa viljandi valdið byltingu í launamun með breytingu á skattkerfi, gjafakvóta og einkavæðingu til vildarvina, hefur ríkisstjórnin ekki sótt neitt umboð til þess frá þjóðinni. ‘ Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur. Launamunur á Íslandi, í Noregi og Bandaríkjunum (ráðstöfunartekjur hjóna). ÉG LAS í Morgunblaðinu í gær grein eftir Hall Hallsson, fyrrver- andi blaðamann. Þar segir hann: „Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, skýrði mér frá því á útmánuðum 2003, þegar bollu- dagshvellurinn ómaði um þjóðfé- lagið, að ritstjórn Fréttablaðsins hefði haft bókun Baugs undir höndum í sex mánuði áður en hún var birt.“ Þetta er ekki rétt hjá Halli og það vitum við báðir. Við töluðum einu sinni saman á þessum tíma. Hallur fór mikinn í rangindum um Fréttablaðið. Ég tók einu sinni upp símann og hringdi í Hall og spurði: „Hallur, hver borgar þér fyrir ósómann sem frá þér kemur?“ Hallur svaraði engu, heldur skellti á. Þetta er okkar eina samtal í mörg ár. Síðar fréttist að Hallur starfaði þá hjá fyrrverandi útgefendum DV og skrifaði um Fréttablaðið reglu- lega í Morgunblaðið og talaði í út- varp Sögu. Fjölmiðlar þessa lands mega fagna því að maður sem leggur ekki meiri metnað í skrif sín en Hallur skuli hafa fundið sér annað starf. Sigurjón M. Egilsson Hallur og minnið Höfundur er fréttaritstjóri Fréttablaðsins. ÉG VERÐ alltaf mjög fegin og þakklát þegar ég er að ferðast í er- lendum stórborgum og kem að korti með svona rauðum punkti „you are here“. Það er svo gott að vita hvar maður er, hvert maður er að fara og hvernig maður kemst þangað. Sér- staklega skiptir miklu máli að sam- göngukerfið sé einfalt og skiljanlegt þar sem maður þekkir ekki til. Það er frábært að geta fengið kort í hend- urnar í ókunnri borg og bara hoppað upp í næsta strætó, spor- vagn eða neðanjarð- arlest. Greitt með þessum erlendu pen- ingum sem maður þekkir ekkert alltof vel og fengið til baka, sest upp í og „kling“ „you are now at ...“ Maður fær alltaf að vita á hvaða stoppistöð mað- ur er, annað hvort eða bæði rödd sem segir til og ljósaskilti í vagn- inum. Og vitanlega eru alltaf allar stoppi- stöðvar merktar. Ég vildi ekki vera ferðamaður í Reykja- vík ef ég þyrfti að vera upp á almennings- samgöngur komin. Það er svo einfalt mál að ferðamenn þora almennt ekki að notfæra sér strætó. Þegar þeir fá upplýsingar um að þeir þurfi að vera með tilbúna skiptimynt, þar sem ekki sé hægt að fá til baka, og að þeir þurfi að taka vagn á þessari götu og fara út á hinni (yfirleitt götunöfn sem erlendir ferðamenn eiga mjög erfitt með að bera fram og lesa) þá eru þá kemur ávallt spurningin – hvað heitir stoppistöðin? Nei hún heitir ekki neitt, þetta er bara þriðja stoppistöðin í þessari götu! Ekki einu sinni skiptistöðvarnar okkar eru merktar; Hlemmur, það eiga bara allir að vita að Hlemmur er Hlemmur og Lækjartorg er Lækj- artorg. Á leiðarkortunum sem eru á almennum stoppistöðvum kemur hvergi fram hvað kostar í strætó eða hvar þú ert. Þú átt bara að vita að þú ert í 2ja mínútna ökufæri frá Hlemmi. Reykjavík – ratleikur ! Er- lendir ferðamenn í Reykjavík kjósa flestir frekar að ganga. Enda er meirihluti fólksins sem gengur um götur bæjarins ferðamenn. Eitt er þó til fyr- irmyndar hjá Strætó og það er vefurinn þeirra. Ég nota hann alltaf (sem er ekki oft) þegar ég nota strætó. Alveg frábært bara að slá inn staðinn sem maður er á og vill fara til og tíma- tafla með leiðarlýsingu og korti fylgir. Þessi þjónusta er þó aðeins í boði fyrir þá sem góðir eru í íslenskri tungu og nýtist því ekki ferða- mönnum og nýbúum, en nýbúar eru einmitt stór hluti af notendum strætó. Fólkið sem frekar kýs að skrapa saman hverri krónu sem mögulegt er og senda til að hjálpa ætt- ingjum í heimalandi sínu í stað þess að eyða þeim í bílalán og rándýrt bensín. Ég skora á ráðamenn að endur- skoða hugmyndir Inga Gunnars Jó- hannssonar sem hann kynnti í Morg- unblaðinu þann 23. sept. s.l. Almennilegt kort og merking stoppi- stöðva, hvort sem er með nafni eða númeri er grundvallaratriði til að fólk þori og vilji nota strætó. Hvar er ég? Þórdís Hrönn Pálsdóttir fjallar um almenningssamgöngur Þórdís Pálsdóttir ’Ég vildi ekkivera ferðamað- ur í Reykjavík ef ég þyrfti að vera upp á almennings- samgöngur komin.‘ Höfundur er hótelrekstrarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.