Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 15

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 15 ÚR VERINU                         / " #   2   % . %& '(     4 4  # ( "5 " #  (6 #  5   # ! "  ! " # # "   ! 7 " ! #  & '(   . & '(  8"5 9: &9)# 2/ 9' ; < . === AFLAMARK sem nam 270.173 tonnum var flutt milli óskyldra aðila á síðasta fiskveiðiári. Verðmæti þessa aflamarks var um 8,8 millj- arðar króna. Þetta er 15.000 tonnum minna magn en fiskveiðiárið þar á undan, en verðmætin eru meiri þar sem leiguverðið hefur hækkað. Mest af þessum flutningi er loðna, 64.770 tonn, sem er reyndar veru- legar samdráttur frá árinu áður. Alls voru flutt 61.315 tonn af þorski með þessum hætti milli skipa og báta og er verðmæti þeirra um 5,7 milljarðar króna. Athygli vekur að leiguverð er miklu hærra í aflamarkskerfinu en krókakerfinu. Er verðmunurinn reyndar allt frá því að vera óveruleg- ur upp í 250%. Í þorski er verðmun- urinn 58%, þar sem það er 122,33 krónur í aflamarkskerfinu en 77,62 í krókaaflamarkinu. Mestur er verð- munurinn í steinbítnum, 250%, þar sem verðið er 40,17 krónur í afla- markinu en 11,45 í krókaaflamark- inu. Mikil aukning var á fiskveiðiárinu á flutningi aflaheimilda innan króka- aflamarkskerfisins. Hann jókst úr 20.277 tonnum í 30.835 eða um ríf- lega 50%. Mest var aukningin í leigu á þorski, 66%, enda er hann uppi- staðan í aflaheimildum bátanna. Skýringin á þessari aukningu felst í því að sóknardagakerfið var lagt nið- ur og fengu margir það litlar heim- ildir að það borgaði sig varla að gera út. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að skýringin á hinum mikla mun á verði á kvótaleigu liggi í því að í krókaaflamarkskerfinu séu veiðiheimildir takmarkaðar við veið- ar á línu og handfæri. Það takmarki nýtingarmöguleikana verulega. Þetta endurspegli á engan hátt mun á afkomu útgerðar eftir kerfum. Örn segist ekki hafa á reiðum höndum skýringu á því af hverju svo mikil aflahlutdeild hefur verið flutt frá Vestfjöðrum í krókaaflamarkinu. Það sé hins vegar ljóst að afnám sóknardagakerfisins hafi leitt til mikils flutnings á aflahlutdeild, en það hefði að hans mati átt að dreifast jafnar yfir landið.                                     !" "!#              $"%&'#       (%$')                  *          !"     ! " !!" ! !#$ ##! !!#$  '% ' %#% "% " %"  %$ $% ! %$ ! % !"!%$ (%"(&'                  *         "!#         %((      &$&                  *      +     !" !#! #  $ !# !  $"# %& # ! % !% !$% !%" $%! $%! $%# )%'#                 *      +    "!#                                               Leigðu kvóta fyrir 8,8 milljarða Leiguverð í króka- aflamarki mun lægra en í aflamarki SÍLDARVINNSLAN í Neskaupstað hf. er nú að hefja byggingu á nýrri frystigeymslu fyrir sjávarafurðir. Verður fyrsta skóflustungan að bygg- ingunni tekin í dag. Geymslan verður 6.230 fermetrar að stærð auk tækni- klefa og tengibyggingar við eldri geymslu. Kostnaður er 400 til 500 milljónir króna. Fyrir um fjórum árum reisti SVN nýja frystigeymslu við fiskiðjuverið við höfnina og rúmar hún 8.000 til 10.000 tonn. Sú nýja mun rúma um 14.000 bretti eða á bilinu 14.000 til 18.000 tonn. Hún verður byggð vestan við eldri geymsluna og vegna bygg- ingarinnar þarf að færa veginn út á flugvöll, en auk þess nær geymslan aðeins inn á fótboltavöllinn. Hefur bæjarstjórn samþykkt þær skipulags- breytingar sem nauðsynlegar eru vegna byggingarinnar. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri SVN, segir að vissulega sé þetta mikið átak á tímum hins háa gengis íslensku krónunnar, en það þýði ekkert að vera með einhvern barlóm út af því. Það skili engu. „Við höfum markaðssett þjónustu okkar á þessu sviði og með nýju geymslunni erum við einfaldlega að auka þjónustuna. Það er alveg ljóst að þörfin er fyrir hendi með sívaxandi frystingu á uppsjávarfiski úti á sjó og nú fer kolmunninn að bætast þar við, því vonandi næst sátt um nýtingu hans,“ segir Björgólfur. Byggingin er nú að hefjast en geymslan á að vera tilbúin til notkun- ar að hluta til fyrsta febrúar á næsta ári og að öllu leyti þann 15. sama mán- aðar, en þá er frysting á loðnu að komast í fullan gang. Það eru Íslensk- ir aðalverktakar sem reisa frysti- geymsluna. SVN byggir nýja frystigeymslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.