Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 43 UMRÆÐAN „ÞAÐ er mál kirkjunnar,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra við blaðamenn aðspurður hvort kirkjan ætti að leyfa samkyn- hneigðum pörum að ganga í hjóna- band. Íslenskt samfélag mun fylgj- ast vel með því hvernig kirkjan bregst við þessum orðum Halldórs. Það er eitt af grundvallarmann- réttindum að fá að ganga í hjónaband en samtímis snýst málið einnig um trúarlegar kennisetningar kirkj- unnar. Það hefur hing- að til verið viðhorf kirkjunnar að Guð hafi stofnað til hjónabands- ins og það eigi að vera milli karls og konu. En einmitt hér skul- um við staldra aðeins við. Fyr- irbærið „hjónaband“ var nefnilega samfélagsleg venja löngu áður en kristin trú og menning kom til sög- unnar. Form hjónabands hefur einnig verið mjög mismunandi eftir menningarheimum og t.d. eru bæði einkvæni og fjölkvæni þekkt. Þegar við í kirkjunni biðjum í hjónavígslu og höfum eftirfarandi orð eftir: ,,… Guð hefur skapað karl og konu og ákvað þau til hjúskapar … varðveita og blessa þessi brúð- hjón,“ þýðir það að við, sem kristið fólk, erum að þiggja náð og blessun Guðs í hjónabandinu, umfram gildi hennar sem samfélagslegrar stofn- unar. Við játum takmörk okkar sem einstaklinga og þökkum Guði fyrir að leiða okkur í hjóna- band. Við trúum að hjónabandið muni lyfta tilveru okkar upp á æðri stig. En spurn- ingin sem kirkjunni er nú ætlað að svara er sú hvort kynja- samsetning í hjóna- bandi eigi áfram að skipta máli. Eins og við vitum vel endar um helm- ingur hjónabanda með skilnaði í samfélagi okkar. Eftir skilnað virðist fólk skiptast í tvennt, annaðhvort leitar það að nýjum maka eða sættir sig við að lifa án maka. Ég er sjálfur einn af þeim sem hafa upplifað skilnað. Ég gekk í hjónaband og þáði blessun Guðs en gat ekki haldið mín eigin loforð. Ég hugsa oft um ófullkomleika sjálfs míns og dýrmæti þess að geta átt lífsförunaut. Ég hika við að segja við fólk að það eigi bara að vera ánægt með að lifa eitt, þótt oft sé maður neyddur til þess, þar sem mér finnst það að nokkru leyti vera tengt þeirri kennd fólks að telja sig vera sjálfu sér nægt, s.s. að útiloka náð Guðs og aðstoð (ég á þó ekki við að fólk skuli halda í hjónabönd hvernig sem þau standa). Þegar ég lít á þá staðreynd hve auðveldlega við getum eytt náð Guðs í tómi, jafnvel við sem fáum hana með blessun, finnst mér ókristilegt að fólk sem óskar eftir því skuli ekki geta fengið hjóna- vígslu kirkjunnar, aðeins vegna þess að það er af sama kyni. Guð segir: ,,Ég vil gjöra honum með- hjálp við hans hæfi“ og ég legg mína trú á þá náð Guðs sem er í samræmi við heildarboðskap Bibl- íunnar en ekki á kynjasamsetn- inguna í hjónabandi sem slíka, sem ég tel vera bundna við ákveðinn menningarheim. Kennisetning kristninnar er alls ekki óbreytanleg, það sýnir sagan okkur. Málið snýst frekar um það hver hefur hugrekki til þess stíga fram og hvenær til þess að leiða breytingarnar þar í samræmi við aukinn skilning okkar og þekkingu á manneskjunni og réttindum henn- ar. Kirkjuleg vígsla samkynhneigðra Toshiki Toma fjallar um hjónabönd samkynhneigðra ’Kennisetning kristn-innar er alls ekki óbreytanleg, það sýnir sagan okkur.‘ Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda. MIKIÐ hefur verið fjallað í fréttum undanfarið um lélega af- komu kríu og sjófugla hér við land og annars staðar. Varp hafi misfarist og er fæðuskorti kennt um. Ekki sé lengur að finna sand- síli, sem sé aðalfæða þessara fugla. Ekki er nóg með að varp hafi misfarist heldur eru lundapysj- ur óvenju rýrar og vanburða og full- orðnir fuglar horaðir. Svipaðar fréttir hafa borist frá Noregi, sjófuglar á Vest- urströndinni drepast úr hor, og ástandið virðist hið sama í löndunum í kringum Norð- ursjó. Sandsílaveiðar hafa verið bannaðar við Norðursjó en þar hefur verið lægð í sandsílastofn- inum óvenju lengi, eða ein 3 ár. Veiðunum hefur verið kennt um, eins og alltaf þegar eitthvað fer úrskeiðis. Norskur sérfræðingur sem rætt var við kenndi um ofveiði á sand- síli og kolmunna. Athyglisvert, því fuglar lifa ekki á kolmunna. Hér heima leggja menn til að loðnu- veiðar verði bannaðar, en ekki hjálpar það sandsílinu. Í viðtali við Morg- unblaðið 25. sept- ember sagði sérfræð- ingur á Hafró „að það hefði enginn skoðað þetta ástand og á meðan væri aðeins um getgátur að ræða“. Ekki mikils að vænta af þeim bæ Íslenskir fiskimenn hafa meiri skilning á þessu máli en Haf- steinn Guðmundsson í Flatey sagði árið 2004 í viðtali við Brimfaxa, tímarit Landssambands smábáta- eigenda, um fiskinn í Breiðafirði : ,,Hér áður fyrr þóttu mikil höpp þegar fiskigöngur komu inn í fjörðinn. Nú má segja að það sé næst því versta sem getur komið fyrir. Hér er fjörðurinn fullur upp að öllum nesjum. … það er nánast það versta sem komið getur fyrir því þorskurinn er búinn að klára allt æti. Sandsíli hefur ekki komið frá botninum upp í yfirborðið síð- astliðin sex ár, þar sem það myndaði torfur sem fuglinn sótti í.“ Ástand fiskistofna Meðalþyngd þorsks eftir aldri við Ísland er sú slakasta sem mælst hefur, en það er órækt merki um hungur og fæðuskort. Talið er að sjaldan hafi verið meiri ýsa við landið og út- breiðslan víðari en þekkst hefur. Algengt er að þó þorskur á ákveðnu svæði sé horaður getur ýsa á sama svæði verið í ágætum holdum. Ástæðan er sú að þegar þorskur og ýsa hafa í sameiningu klárað fæðuna ofan við botninn þá getur ýsan sótt fæðu, skeljar og sandsíli, t.d., niður í botninn. Þetta sést m.a. á því að oftast er magainnihald ýsu svart af drullu. Færeyjar Við Færeyjar sveiflast þorsk- veiðar mjög mikið og hratt, vænt- anlega vegna samsvarandi sveiflna í stofnstærð þorsks. Sjófuglar sveiflast í sama takti og þorskafl- inn, þegar aflinn er lítill er af- koma fuglanna slæm og öfugt. Sveiflur í stofnstærð þorsks má skýra með því að þorskurinn sé leikstjórnandinn, þegar honum fjölgar gengur hann nærri fæðu sinni, m.a. sandsíli, fugli fækkar og þorskurinn sjálfur fer að hor- ast. Hann fer að éta bræður sína, eða deyr úr hungri. Stofninn minnkar hratt og sandsílið fær frið. Fuglinn fer aftur að fá æti og varp og viðkoma eykst. Samtímis verður til meira æti handa þorski, nýliðun eykst og honum fer aftur að fjölga og atburðarásin end- urtekur sig. Þetta eru ekki flókin fræði ef menn á annað borð vilja skilja þau. Norðursjór Ég fór í rannsóknaleiðangur á snurvoðarbáti í Norðursjó vorið 2003. Þá var í Norðursjó krökkt af ýsu af metárganginum frá 1999 og þótt hún væri 4 ára gömul var hún aðeins um 30 cm að stærð, horuð og kynþroska. Jafnstór þorskur var horaður, afétinn af ýsunni. Þá var sandsíli mjög farið að minnka og sílaveiðum kennt um. Þessi ýsa úr 99-árganginum er enn ríkjandi í Norðursjó, orðin 38 cm að með- altali, aðrir árgangar ýsu hafa ekki fengið að komast á legg, þorskurinn lélegur og sandsílið ku horfið. Enn er sandsílaveiðum kennt um. Miklar takmarkanir eru á ýsu- veiðum, vegna meintrar ofveiði og breski flotinn er nánast orðinn ónýtur, skipum sem stunda veiðar á botnfiski hefur fækkað um 70% á 4 árum. Skipin voru rifin í Dan- mörku og er það reyndar eina „iðngreinin“ tengd fiskveiðum, sem blómstrar þar í landi. Engum dettur í hug að tengja sandsíla- skortinn við át ýsunnar, þótt ýsan sé sérfræðingur í sandsílaáti, étur hrognin og tekur sílið meðan það er niðri í sandinum fyrstu vik- urnar eftir klak. Þótt horfellir hafi orðið hjá svartfugli fyrir norðan land snemma árs 2002 (www.fiski.com/ svartfugl) hefur Hafró enn ekki hafið rannsóknir sem skýrt gætu málið, t.d. á fæðutengslum fugla og fiska. Eðlilegasta lausnin á þessum sandsílaskorti og fugladauða er að mínu mati sú að stórauka þorsk- og ýsuveiðar, nokkuð sem myndi gefa af sér miklar tekjur. Ólíklegt er að Hafró fallist á slíka lausn, enda punga þeir út 70 milljónum króna í matvælaaðstoð – til að kaupa loðnu handa hungr- uðum þorski í Arnarfirði. Sandsílið, sjófuglinn og fiskurinn Jón Kristjánsson fjallar um stofnstærð fisks ’Eðlilegasta lausnin áþessum sandsílaskorti og fugladauða er að mínu mati sú að stórauka þorsk- og ýsuveiðar...‘ Jón Kristjánsson Höfundur er sjálfstætt starfandi fiskifræðingur. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HÉR eru 24 ástæður fyrir því að ég ætla að ganga út klukkan 14.08 hinn 24. október: 1. Konur á Íslandi hafa einungis 64,15% af tekjum karla. 2. Einungis þriðjungur alþing- ismanna er konur. 3. Örfáar konur eru í stjórnum fjármálafyrirtækja á Íslandi. 4. Mæður bera almennt meiri ábyrgð á börnum og heim- ilishaldi en feður. 5. Konur fá síður stjórnunarstöður en karlar. 6. Ég geng út fyrir hönd þeirra kvenna sem ekki þora eða geta barist fyrir rétti sínum. 7. Það að konur fá oftast forræði yfir börnunum við skilnað send- ir körlum röng skilaboð. 8. Umgengnisréttur feðra er ekki alltaf virtur á Íslandi í dag og sumir feður virða hann ekki. 9. Heimilisofbeldi viðgengst enn í dag. 10. Ef kona stjórnar af röggsemi er hún sögð frek. 11. Ef karl stjórnar af röggsemi er hann sagður ákveðinn 12. Vændi, sem aukavinna, er lög- legt á Íslandi í dag. 13. Örfáar konur eru forstjórar í stórfyrirtækjum á Íslandi í dag. 14. Krafa samfélagsins um að kon- ur skuli vera sætar og mjóar getur valdið lífshættulegri át- röskun. 15. Umönnunar- og kennslustörf eru illa metin til fjár. 16. Konur fá verri starfslokasamn- inga en karlar. 17. Margar fyrirmyndir barna okk- ar úr sjónvarpi vinna gegn jafn- rétti. 18. Íslenska þjóðkirkjan fræðir okkur um Guð sem karl en ekki sem konu. 19. Konur í dag virðast sumar ekki meta sig til eins hárra launa og karlmenn. 20. Sumir halda að slagsíðan verði ekki leiðrétt án þess að beita karlmenn misrétti. 21. Kona hefur aldrei verðið for- sætisráðherra á Íslandi. 22. Konur af erlendum uppruna verða fyrir misrétti á Íslandi í dag. 23. Sumir halda að misréttið sé al- farið konum sjálfum að kenna. 24. Ég treysti mér ekki til að bíða eftir því að þetta lagist af sjálfu sér. Áfram stelpur! Mömmur, ömmur, dætur, frænkur og vinkonur. Sjáumst á mánudaginn! MATTHILDUR HELGADÓTTIR, Fjarðarstræti 38, Ísafirði.0 Áfram stelpur Frá Matthildi Á. Helgadóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.