Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 33

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 33
en kennslustofur í unglingadeild almennt. Í annarri stofunni er uppröðun og skipulagi breytt eftir þörfum og viðfangsefnum hverju sinni en í hinni eru vinnukrókar, lesbásar og tölvuver. Áhersla er lögð á hlýlegt og örvandi um- hverfi, kennslan er ein- staklingsmiðuð en nemend- unum er einnig kennt í smáum hópum. Breytt viðhorf Námsmat innan BBB bygg- ist í grunninn á sömu reglum og í skólanum, þ.e. að jóla- og vor- próf gilda 50% á móti kenn- araeinkunn. Nemendur í BBB taka sömu jóla- og vorpróf og aðr- ir nemendur í unglingadeildinni en kennaraeinkunn nemenda í BBB er hins vegar byggð upp á fleiri og smærri einingum en hinna. Að sögn Auðar var þetta gert strax í upphafi þar sem mjög rík áhersla var lögð á að nemendur ynnu við mjög skýrt afmörkuð viðfangsefni og hefðu þá tækifæri til að vinna fleiri og smærri sigra. Að sögn bæði Þorsteins og Auðar er óhætt að segja að þró- unarstarfið hafi haft góð áhrif á skólastarfið í heild. Lagt hefur verið formlegt mat á fjölmarga þætti þróunarstarfsins frá upp- hafi, kennarar skólans hafa margir fylgst vel með því hvað verið er að gera í BBB og nokkrir hafa reynt svipuð vinnubrögð. „Viðhorf for- eldra er mjög jákvætt og viðhorf annarra nemenda skýrist best á því að í dag er það eftirsóttur kostur að fá pláss í þessari sér- tæku þjónustu við nemendur ung- lingadeildar Árbæjarskóla,“ segir Auður. NEMENDUR með sértæka náms- örðugleika í unglingadeild Árbæj- arskóla hafa undanfarin þrjú ár tekið þátt í skólaþróunarverkefni sem byggist á breyttu skipulagi til að stuðla að betri líðan og bættum námsárangri. Þetta nýlega náms- úrræði, sem gengur undir nafninu BBB og stendur fyrir Breytt skipulag – Bætt nám – Betri líðan, er þó í stöðugri endurskoðun og þróun. Að sögn Þorsteins Sæbergs skólastjóra hefur tekist vel til og hefur bæði líðan nemenda og mæl- anlegur námsárangur batnað. Auður Pálsdóttir deildarstjóri, sem fer fyrir teymi þeirra er tengjast starfi BBB, segir einnig að sterk viðhorfsbreyting hafi orð- ið hjá nemendum, foreldrum og kennurum, bjartsýni og áræðni nemendanna hefur eflst og örygg- istilfinning þeirra aukist. Smærri og fleiri sigrar hafa aukið kapp nemenda og vinnuúthald. Megináhersla á aukna vellíðan Í upphafi voru ýmsar hug- myndir uppi um hvernig væri hægt að nálgast nemendur í BBB. Fjöl- margt hefur verið reynt í skólum hér- lendis og erlendis og á grunni hugmynda víðs- vegar að var ákveðið að móta og þróa í Árbæj- arskóla nýtt námsúrræði fyrir unglinga með sértæka námsörðugleika. Meg- ináherslan var strax í upp- hafi á að auka vellíðan nem- endanna í skólanum sem er grunnforsenda þess að nám fari fram, en einnig að bæta náms- árangur og skólasókn. „Þetta hef- ur tekist mjög vel og er vafalítið samverkan fjölmargra þátta,“ seg- ir Auður. Að hennar sögn ber þó helst að nefna skýrt afmarkaðan ramma í námi, nokkuð verndað umhverfi innan skólans og mjög sterk tengsl milli heimilis og skóla. Önnur markmið verkefn- isins voru m.a. að hver og einn fengi markvissari kennslu við hæfi, auka sveigjanleika í kennsl- unni, auka metnað, áhuga og færni nemenda í samvinnunámi, styrkja sjálfsmynd og félagslega færni þeirra og að nemendur átt- uðu sig betur á gildi og nauðsyn góðrar grunnmenntunar. Neikvætt viðhorf til gamla kerfisins Áður en BBB var sett á lagg- irnar var nemendum unglinga- deildar raðað í bekki eftir náms- frammistöðu (hægferð, miðferð og hraðferð) og neikvætt viðhorf skapaðist gagnvart hægferðunum bæði hjá nemendum og for- ráðamönnum. Að sögn Þor- steins var of lítið um ein- staklingsmiðað nám innan hægferðar og agavandamál sköpuðust. Það reyndist því nauðsynlegt að breyta fyr- irkomulaginu og skólinn sótti um styrk til að þróa og móta skipulag um óhefðbundið fyr- irkomulag kennslu í unglinga- deild og á þeirri vinnu byggist starfið í BBB. BBB-hópurinn er saman í um tuttugu kennslustundum á viku í kjarnagreinunum fjórum, íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Að auki eru samtals níu stundir á viku til einstaklingskennslu. Að öðru leyti stunda BBB-nemend- urnir nám í öðrum greinum eftir sama skipulagi og aðrir nemendur unglingadeildar. Tvær kennslu- stofur eru notaðar undir starfið og er uppröðun og skipulag þeirra með nokkuð óhefðbundnari hætti  MENNTUN|Árbæjarskóli tekur þátt í skólaþróunarverkefni fyrir börn með sértæka námsörðugleika Fleiri og smærri sigrar Morgunblaðið/Golli Teymið sem tengist starfi BBB í Árbæjarskóla, Skarphéðinn Garðarsson, Auður Pálsdóttir, Örn Ævar Hjartarson og Pétur Böðvarsson. Sterk við- horfsbreyting hefur orðið hjá nemendum, foreldrum og kennurum, bjart- sýni og áræði nemendanna hefur eflst og öryggistilfinning þeirra aukist. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 33 DAGLEGT LÍF | HEILSA WWW.NOWFOODS.COM Góð heilsa gulli betri Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.