Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Reykjanesbær | „Jú, maður hefur brennt sig svolítið á þessu nokkrum sinnum, en maður herðist bara við það,“ segir Böðvar Guðmundsson, eldsmiður og víkingur, en hann er þar ekki að tala neitt líkingamál. Böðvar er að skara steinkol og við- arflísar að brennheitum loga sem hann notar til að mýkja málma þá sem hann mótar í smíðum sínum á bak við öldurhúsið Paddy’s í Reykjanesbæ, þar sem hann hefur haft handverk sitt til sýnis und- anfarið ár. Böðvar, sem er afar laghentur, hefur alltaf haft mikinn áhuga á handverki og sérstaklega eldsmíði, en langafi hans var eldsmiður. Hann hefur lengi haft handverk sem tóm- stundagaman og m.a. grafið í tré og höggvið í steina. Þó hóf hann ekki nám sitt í eldsmíðum fyrr en hann kynntist Bandaríkjamanni sem bjó á herstöð varnarliðsins, en kona hans var í hernum. „Hann var mikill vík- ingur og eldsmiður og sýndi m.a. listir sínar hér í bæ á Ljósanótt,“ segir Böðvar, en það var í gegnum hinn eldhuga Bandaríkjamann sem dyr bæði eldsmíði og ásatrúar opn- uðust fyrir Böðvari, sem nú er virk- ur félagi í Ásatrúarfélaginu. „Hann kenndi mér hvernig þetta væri og dró mig inn í þessa víkingaveröld sem maður er að uppgötva smátt og smátt að er miklu stærri en við Ís- lendingar gerum okkur grein fyrir. Það er mikil víkingavakning að eiga sér stað um allan heim. Það er bæði þrusugóður félagsskapur og svo er auðvitað ákveðin siðfræði í þessu líka. Flestir halda mjög mikið upp á Hávamálin, svo við tengjumst í gegnum víkingasiðfræðina og þá hugsjón að endurvekja og varðveita þetta handverk.“ Nilfisk blæs í eldinn Í stað fýsibelgs notar Böðvar for- láta gamla Nilfisk ryksugu til að blása í eldinn og hita hann þannig upp í hæfilegt hitastig til að bræða málmana. „Þetta virkar alveg prýði- lega,“ segir Böðvar, sem hefur notað hina einföldu tækni til að búa til fjölda áhugaverðra gripi undanfarin ár og úr ótrúlegasta hráefni. Meðal annars má sjá forláta hníf sem hann smíðaði úr ryðgaðri og gamalli lyft- arakeðju. Það sést ekki að gripurinn hafi einhvern tíma verið úrelt brota- járn. Aðspurður hver sjarminn sé við eldsmíðina segir Böðvar kankvís í bragði: „Hvað hún virðist vera flók- in, en þetta er í raun jafn auðvelt og að leira, þótt það taki dálítið lengri tíma. Til dæmis tók hnífurinn heilan vinnudag. Manni verður líka aldrei kalt á maganum, en þegar vindurinn næðir verður manni þeim mun kald- ara á bakinu.“ Böðvar kveðst ekki efast um þá vangaveltu blaðamanns að eldsmiðir hafi því þá tilhneigingu að verða dálítið loðnir á bakinu. Sker rúnir í sokkin skip Böðvar er í þann mund að flytja vinnustofu sína yfir í listamiðstöðina HF við hliðina á Svarta Pakkhúsinu, en þar er annar handverksmaður sem heggur í tré. Þá eru myndlist- armenn með aðstöðu í Svarta Pakk- húsinu. „Vonandi verður þetta að skemmtilegri lista- og handverks- smiðju,“ segir Böðvar. Handverk Böðvars hefur verið til sýnis á síðustu þremur Víkinga- hátíðum í Hafnarfirði. Hann segist aðallega smíða það sem hann langi til, en stundum taki hann við pönt- unum. „Það er viss annmarki að vera bara með hamar og steðja, svo maður getur ekki gert hvað sem er, en það er hægt að komast ansi ná- lægt því ef fólk er með góða hug- mynd um hvað það vill láta smíða,“ segir Böðvar, sem grefur einnig rúnir í tré, málma og steina. „Nú gref ég aðallega í sokkin skip, en ég hef tekið þetta af bryggjunni, en sjómenn kasta upp á bryggju því sem þeir eru að taka upp af hafs- botni með veiðarfærunum.“ Böðvar sýnir blaðamanni nokkrar rúnir sem eru skornar í ameríska hvíteik, sem er ekki lengur hvít, heldur dökk- brún. Um háls Böðvars hangir lítill Þórshamar úr silfri með miðgarðs- orminn hringandi sig um skeftið. Þá eru tvær rúnir, Bjarkarrún og Gjöf skornar saman í eina aftan í hann. Þar er skammstöfunin á nafninu Böðvar Guðmundsson. Böðvar hefur á meðan viðtalið á sér stað hitað járnstöng duglega og er í óða önn að smíða sér ketkrók fyrir jólin, til að hífa hangilærið úr pottinum. „Það er betra en að vera með tvo króka og missa eitthvað úr höndunum og sletta soðinu út um allt,“ segir Böðv- ar. Stallhringur úr gulli er eitt af þeim verkefnum sem Böðvar dreymir um að takast á við, en slíkir hringireru notaðir við blót og at- hafnir hjá Ásatrúarmönnum. Hjón halda m.a. í hann þegar verið er að gefa þau saman. Hann er u.þ.b. 20 cm í þvermál og því engin smásmíði og ekki lítið af gulli sem færi í þá smíð. „Í Grágás er nákvæm forskrift að því hvernig stallhringur á að vera, en hann á að vera úr skíra- gulli,“ segir Böðvar. „Ásatrúar- félagið á auðvitað ekki slíkan hring, en það væri mjög þjóðlegt ef þeir gætu eignast slíkan og vel við hæfi.“ Eldsmiður að víkingasið vinnur í opinni vinnustofu í Reykjanesbæ „Verður aldrei kalt á maganum“ Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Elds er þörf Böðvar Guðmundsson, eldsmiður og víkingur, virðir fyrir sér glóandi járnteininn sem brátt verður ketkrókur. Heitur leir Meitillinn klýfur hægt og rólega deigt járnið sem leir væri, en það þarf að hita það í sí- fellu til að það haldist mjúkt. Uppruni og endastöð Hér má sjá hníf sem er enn í smíðum og lyft- arakeðjuna sem hann eitt sinn var. SUÐURNES LANDIÐ Hvammstangi | Sláturhús og kjöt- vinnsla Kaupfélags Vestur-Hún- vetninga (KVH) á Hvammstanga hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til vinnslu á lífrænum hráefnum. Vottunin felur í sér að KVH getur tekið við lífrænu sauðfé til slátrunar, unnið úr því ýmsar kjötvörur og sér- merkt þær fyrir lífræna matvöru- markaðinn. Með því er rofið meira en tveggja ára tímabil frá því að bændur í lífrænni sauðfjárrækt gátu síðast selt afurðir sínar sem lífrænar. Með vottun Túns er staðfest að KVH uppfyllir alþjóðlegar kröfur um aðgreiningu lífrænna hráefna á öllum stigum slátrunar, úrvinnslu, geymslu og pökkunar, um uppruna og rekjanleika hinna lífrænu af- urða, um efnanotkun og hreinlæti og um skráningu og merkingar. Valgerður Kristjánsdóttir, kaup- félagsstjóri KVH, segist telja vott- unina bæta ímynd fyrirtækisins til muna, en það hafi söluleyfi til Evr- ópu og Bandaríkjanna. Því geti vottunin opnað fleiri möguleika, hugsanlega á hágæðamörkuðum. „Rúnar í Yggdrasil er að athuga með sölu hér á Íslandi og hefur tekið að sér að sjá um hana, og ég á von á því að þetta renni út,“ seg- ir Valgerður. „Vonir standa til að Hagkaup verði með lífrænt lamba- kjöt á boðstólum, en það er ekki fullvíst enn.“ Hvati fyrir aðra bændur Lífrænt lambakjöt er upprunnið úr lífrænni sauðfjárrækt sem nú er stunduð á fimm stöðum á land- inu: á Brekkulæk í Miðfirði, á Mælifellsá í Skagafirði, í Árdal í Kelduhverfi, í Þórisholti í Mýrdal og í Skaftholti í Gnúpverjahreppi. Bændur á þessum vottuðu bæjum ala sauðfé sitt eingöngu á lífrænu fóðri og beita því á vottað gras- lendi eða villta fjallhaga. Lyfja- notkun er innan þröngra marka og hugað er sérstaklega að velferð sauðfjárins á fóðrunar- og fengi- tíma á vetrum. þ.e. nægu húsrými, undirburði og útivist. Reiknað er með að sláturhús KVH taki einungis við hluta þess lífrænt ræktaða lambfjár sem slátrað verður í landinu á þessu hausti, en með vottun hússins skapast hins vegar færi á að und- irbúa að ári söfnun þess lambfjár sem þá verður fáanlegt til slátr- unar frá hinum ýmsu bæjum. Að sögn Valgerðar gæti vottun KVH einnig orðið öðrum sauðfjárbænd- um hvati til að hefja lífræna aðlög- un. „Íslenska kjötið er náttúrulega vistvænt, en aðalmunurinn er sá að það má ekki nota tilbúinn áburð á þau tún sem notuð eru í fóður fyrir skepnurnar. Bændurnir sem eru með lífræna ræktun nota bara húsdýraáburð,“ segir Valgerður. „Það má segja að af því að við bú- um á Íslandi séu bændur mistil- búnir að taka þá áhættu að sleppa tilbúnum áburði, vegna þess að hann hefur svo mikil áhrif á sprettuna.“ Eftirspurn eftir lífrænum mat- vælum vex jafnt og þétt, eins og sjá má af því að tugir dagvöru- verslana bjóða ferska og unna líf- ræna vöru allt árið um kring. Nú eru á þriðja hundrað vörutegundir framleiddar hér á landi með líf- rænum aðferðum, og fjölgar þeim ár frá ári. Lífrænar afurðir hafa þá sér- stöðu á markaði að allur ferill þeirra, frá ræktun bóndans til pökkunar í neytendaumbúðir, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vott- unarstofu sem fylgist með því að uppruni og meðferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur um lífræna framleiðslu. Sláturhús Kaupfélags V-Húnvetninga á Hvammstanga vottað til vinnslu á lífrænum hráefnum Morgunblaðið/Kristján Sauðfjárrækt Ætli þessar fallegu gimbrar séu lífrænt ræktaðar? Nýir möguleikar opnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.