Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 59 EINS og jafnan á haustin hélt Taflfélag Reykjavíkur nýverið meistaramót félagsins sem nefnist Haustmót. Sú regla gildir á móti þessu að í sterkasta flokknum, A- flokki, fær sá félagsmaður meistara- mótstitilinn sem flesta vinninga fær. Að þessu sinni varð keppnin í A- flokki mjög jöfn. Hinn 17 ára Guð- mundur Kjartansson (2230) náði fljótt forystunni á mótinu og framan af hélt hann henni einn og óstuddur. Í áttundu og næstsíðustu umferð lagði hann Ingvar Þ. Jóhannesson (2291) að velli og hafði hann þá sex vinninga fyrir lokaumferðina. Helstu keppinautar hans um efsta sætið, Bergsteinn Einarsson (2235) og Snorri G. Bergsson, unnu einnig sín- ar skákir í 8. umferð og var staða efstu manna þá sú að Guðmundur var einn efstur en Bergsteinn kom á hæla hans með hálfum vinningi minna og áttu þeir félagar úr TR að etja kappi saman í síðustu umferð. Staða Haukamannsins Snorra var að því leyti vænlegri en Bergsteins að hann átti enn eftir að tefla frestaða skák við Kristján Eðvarðsson (2237) og með sigri í þeirri skák gæti hann náð Guðmundi að vinningum fyrir lokaumferðina. Að öðrum skákum ólöstuðum má segja að skák Snorra og Kristjáns hafi verið sú besta á mótinu. Hvítt: Snorri G. Bergsson (2259) Svart: Kristján Eðvarðsson (2237) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Be7 7. He1 d6 8. c3 O-O 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. d5!? Upp er komið Zaitzev-afbrigðið í spænska leiknum og tekur hvítur þá athyglisverðu ákvörðun að loka strax miðborðinu. Snorri fetar hér slóð margra kunnra skákmanna, m.a. Sergeys Dolmatovs og Hann- esar Hlífars. 12...Re7 13. Rf1 h6 14. R3h2!? c6 15. Rg4 Rxg4 16. hxg4 cxd5 17. exd5 Þessi staða hefur komið upp nokkrum sinnum áður, m.a. í skák- um Sigurbjörns Björnssonar. Stór- meistarinn Ivan Morovic lék 17...Dd7 árið 2002 gegn Lenier Dom- inguez og svaraði þá 18. Rg3 með 18...a5. Svartur afræður í þessari skák að hefja aðgerðir á kóngsvæng fremur en drottningarvæng. 17...Rg6 18. Rg3 18... Df6? Þessi leikur virðist hafa lítinn sem engan tilgang og veitir hvítum færi á að koma riddaranum á miðborðið með leikvinningi. Fyrrnefndur Sig- urbjörn lék í einni skák 18...Bc8 en sá leikur er ekki sannfærandi held- ur. Hugsanlega er gáfulegra að leika 18...Be7 og stefna svo að uppskiptum svartreita biskupanna. Einnig væri mögulegt að leika Rg6-Rf8-Rd7 þó að það væri vissulega hægfara áætl- un. 19. Re4 Dh4 20. f3 Bc8 21. g3 De7 22. a4 bxa4 23. Bxa4 Hd8 24. b4! Dc7 25. Dd3 Hb8 26. Bd2 Re7 27. Kg2 f5 28. gxf5 Bxf5 Hvítur hefur teflt rökrétt og hæg- fara í samræmi við eðli stöðunnar. Með f7-f5 framrás svarts liðkaðist aðeins fyrir menn svarts en á hinn bóginn veiktist kóngsstaða hans, sérstaklega ef b1-h7 skálínan myndi opnast fyrir hvítan. Næsti leikur hvíts undirbýr slíkt. 29. Bc2! Ha8 30. Ha5 Athyglisverður leikur sem girðir fyrir að svartur leiki a6-a5 og tryggir jafnframt betri völdun d5-peðsins. Næsti leikur svarts veikir svörtu kóngsstöðuna of mikið til þess að svartur geti hamlað hvítu sóknina. 30...g6 31. g4! Bc8 32. Hh1 Bb7 33. Bxh6 Bxh6 34. Hxh6 Kg7 Hvítur hefur unnið peð en næsti leikur hans undirstrikar máttleysi svörtu stöðunnar. Sjá stöðumynd 3. 35. Rg5! Kxh6 36. Re6 Þessi leikur er ekki slakur en tölvuheili hefur bent á að 36. f4! exf4 37. Re6 hefði hraðað endalokum svörtu stöðunnar. 36... Dd7 37. Dd1 Kh7 38. Dh1+ Kg8 39. Dh6 Rxd5 Hér hefði verið skárra að reyna 39... Rf5 þar sem eftir 40. Dxg6+ Dg7 má hvítur ekki taka drottn- inguna með riddara vegna riddara- gaffalsins á h4. Hvítur hefði sjálfsagt ekki fallið í þessa gildru heldur hefði leikið 41. Dxf5 og þá væri hann með pálmann í höndunum. 40. Dxg6+ Kh8 41. Ha1! Svartur getur nú ekki varist hót- uninni Ha1-h1+ með góðu móti. 41...Rf4+ 42. Rxf4 Bxf3+ 43. Kxf3 Dc6+ 44. Be4 Dxc3+ 45. Rd3 Hf8+ 46. Kg3 og svartur gafst upp. Þessi góði sigur Snorra þýddi að hann og Guðmundur voru jafnir og efstir með sex vinninga fyrir loka- umferðina en Bergsteinn kom í hum- átt á eftir með 5½ vinning. Snorri tefldi ekki á tvær hættur í lokaum- ferðinni og gerði stutt jafntefli við Ingvar Þór Jóhannesson á meðan Guðmundur og Bergsteinn börðust af kappi. Guðmundur fórnaði snemma manni en þurfti eigi að síður að verjast í framhaldinu. Taflið var unnið á Bergstein en með mikilli bar- áttu Guðmundar tókst honum að þyrla upp nógu miklu moldviðri til að jafntefli yrði niðurstaðan. Guðmund- ur og Snorri urðu því efstir á mótinu og varð Snorri hlutskarpari á stigum en Guðmundur varð Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Lokastaða A-flokksins varð þessi: 1.-2. Snorri G. Bergsson (2259) og Guðmundur Kjartansson (2230) 6½ vinningur af 9 mögulegum. 3.-4. Bergsteinn Einarsson (2235) og Dagur Arngrímsson (2294) 6 v. 5. Ingvar Þ. Jóhannesson (2291) 4½ v. 6. Davíð Kjartansson (2283) 4 v. 7.-9. Kristján Eðvarðsson (2237), Heimir Ásgeirsson (2118), Björn Þorsteinsson (2178) 3½ v. 10. Jóhann H. Ragnarsson (2186) 1 v. Í B-flokki mótsins hafði Hrannar Baldursson (2182) mikla yfirburði en hann leyfði eingöngu eitt jafntefli en hinn ungi og efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson (1926) náði örugglega öðru sætinu. Lokastaða flokksins varð þessi: 1. Hrannar Baldursson (2182) 8½ vinningur af 9 mögulegum. 2. Hjörvar Steinn Grétarsson (1926) 6½ v. 3. Eiríkur Björnsson (2038) 5½ v. 4.-5. Sverrir Sigurðsson (2001) og Sverrir Örn Björnsson (2054) 5 v. 6.-7. Þórir Benediktsson (1935) og Ólafur Gísli Jónsson (1932) 4 v. 8. Kristján Örn Elíasson (2027) 3 v. 9. Sigurður H. Jónsson (1896) 2 v. 10. Bjarni Sæmundsson (1845) 1½ v. Í C-flokki mótsins tóku 27 skák- menn þátt og var keppnin um efsta sætið jöfn og hörð. Framan af stóð Vilhjálmur Pálmason vel að vígi en hann gaf eftir á lokasprettinum og þurfti að gera sér fjórða sætið að góðu á meðan Einar S. Guðmunds- son (1685) sigldi fram úr öðrum keppinautum sínum. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1. Einar S. Guðmundsson (1685) 7 vinningar af 9 mögulegum. 2.-3. Atli Freyr Kristjánsson (1825) og Svanberg Már Pálsson (1605) 6½ v. 4. Vilhjálmur Pálmason (1470) 6 v. 5.-9. Aron Óskarsson (1740), Dagur Andri Friðgeirsson, Sigurlaug Friðþjófsdóttir (1615), Snorri Snorrason (1600) og Gylfi Davíðsson (1560) 5½ v. Hægt er að nálgast flestar skákir mótsins á Netinu og nánari upplýs- ingar um það er að finna á heimasíðu TR, www.skaknet.is, sem og á vef- síðunni www.skak.is. Snorri vann en Guðmundur varð meistari SKÁK Taflfélag Reykjavíkur HAUSTMÓT TR 25. september – 19. október 2005 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Stöðumynd 3. Vetrarhátí› á Skólavör›ust ígnum V e r s l a n i r o p n a r k l . 1 1 - 1 8 í dag fyrsta vetrardag guide2 reyk jav ík Skólavör›ustíg 5 • 551 1161 • www.ofeigur.is Skólavör›ustíg 8• 552 4499 15% afs lát tur af peysum og t ref lum fyr i r vetur inn ÁLFAKÚLUR Gefa flér óendanlega valmöguleika í a› setja samann flinn eigin skartgrip Ófeigur gullsmi›ja Skólavör›ustíg 5 • 551 1161 • www.ofeigur.is Hildur Bolladóttir kjólameistari Athyglisver›ur kvennfatna›ur úr silki le›ri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.