Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Laugavegi 63 (Vitastígsmegin),sími 551 2040. Silkitré og silkiblóm Rýmum fyrir jólavörunni 20% afsláttur af öllum vörum í 7 daga Innitré útitré haustgreinar erikur pottablóm gjafavara leirker og fl eira Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. ( Afgr.gjöld á flugvöllum. ) Höfum allar stærðir bíla, 5 - 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum - frá 2ja manna og uppí 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni. Pantið núna fyrir árið 2006 og greiðið staðfestingar- gjald eftir áramót. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Fylkir.is ferðaskrifstofa sími 456-3745 Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum sem ekki nýtur styrkja frá opinberum aðilum. Bílaleigubílar. Sumarhús í DANMÖRKU ÞAÐ getur verið erfitt að standa í miðri London og ákveða hvar eigi að borða. Það er allt morandi í veit- ingastöðum en hverjir af þeim eru góðir og hverjir ekki? Margir staðir gera út á ferðamenn svo þjón- ustustigið og maturinn er kannski ekki alltaf með því besta. Annað vandamál er svo að ákveða hvað eigi að borða þ.e. kínverskt, japanskt, grískt, indverskt, ítalskt eða eitthvað annað. Svo kemur þriðja vandamálið og það er hvað maturinn má kosta? Ódýrt og bragðgott Kínahverfið í Soho er troðið af austurlenskum veitingastöðum en þeir gera út á ferðamenn. Það borgar sig ekki að borða í Kínagötunni sem slíkri heldur fara niður fyrir hana í Lisle Street. Þar eru veitingarstaðir sem Kínverjar sjálfir mæla með, eins og t.d. Golden Dynasty eða Joy King Lau í Leicester Street sem eru báðir tiltölulega ódýrir staðir. Ef matseld frá Indlandi og Bangla- desh er í uppáhaldi þá er Brick Lane hjá Liverpool Street-stöðinni besta gatan til að fara í. Þetta er Bangladesh-hverfi Lond- on og best er að mæta bara á staðinn og láta henda sér einhvers staðar inn þar sem menn standa fyrir utan flesta staði með alls lags tilboð um ódýran mat, afslátt eða frítt vínglas. Fólk getur einnig komið með sitt eigið vín og þarf því ekki að kaupa vín af matseðlinum. Einstaklega skemmtilegt hverfi og ódýrt að fara út að borða, matur með víni kostar iðulega um 1.100 krónur á manninn. Eitthvað nýtt Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst tækifæri á að fara í báts- ferð um Thames og borða við róm- antískt undirspil. Bateaux-báturinn siglir með gesti um Thames meðan þeir njóta þess að slaka á og borða – maturinn er ágætur en það er nú kannski frekar stemningin sem verið er að sækjast eftir. Ferðin með mat og drykk kostar um 7.500 til 11.500 krónur. Það þarf að bóka borð og þetta er veitingastaður þar sem stundvísi borgar sig. Ef útsýni skiptir gestina máli þá er sniðugt að prófa Rhodes Twenty Four sem er í hæstu byggingunni í viðskiptahverfinu City. Rhodes Twenty Four er rómaður fyrir að vera með fínan mat en það er nátt- úrulega útsýnið sem hann selur út á. Matseldin flokkast undir nútíma evr- ópska og er meðalverðið um 4.500 krónur á manninn. Eþíópískur veitingastaður Langi fólk að prófa öðruvísi mat og ef það er til í að ferðast í norðanverða London þá er frábær upplifun að fara á Lalibela sem er eþíópískur veit- ingastaður í 10 mínútna fjarlægð frá Kentish Town neðanjarðarstöðinni. Það er skemmtilegast að fá að sitja í lágsætum á meðan borðað er og að sjálfsögðu prófa að borða matinn með höndunum og vefja honum þá inn í súrt brauð. Sem sagt framandi matur og skemmtileg stemning. Verð með víni er um 3.000 krónur á mann. Nútímaleg hönnun En hvað með að létta í buddunni og fara á eftirminnilegan stað? Þá er Asia de Cuba rétti staðurinn. Asia de Cuba er inni í St Martin’s Lane-hótelinu og hönnunin er sér- stök. Þegar komið er inn þá blasir við manni nútímahönnun. Veitingastað- urinn sjálfur er fallega innréttaður með súlum þar sem hanga uppi ljósmyndir af fólki í nú- tímalegum stíl. Boðið er upp á blöndu af suð- ur-amerískri og kín- verskri matseld. Flott- ur staður og meðalverðið er um 6.000 krónur á mann. Réttirnir eru vel úti- látnir því margir þeirra eru hugsaðir sem réttir til að deila. Rómantíkin svífur yfir vötnum Maggiores á Kings Street sem er hjá Leic- ester square er þekktastur fyrir að vera einn af rómantískustu veit- ingastöðunum í London. Maggiores er klassískur og rómantískur staður þar sem hægt er að sitja við snark- andi arineld sem er einhvern veginn yndislegt án þess að vera klisjukennt. Maturinn er frá Miðjarðarhafinu með ítölskum brag, bragðgóð vín og dásamleg stemning. Verðið á mann er um 5.000 krónur fyrir þriggja rétta máltíð með víni. Pottþéttur staður sem flestir koma aftur og aftur á. Hvað sem tilefnið er, buddan leyfir eða bragðlaukarnir heimta þá er eitt víst að enginn ætti að þurfa að vera svangur í London. Þetta er bara spurning um að velja og hafna.  LONDON | Aragrúi frábærra veitingahúsa í borginni Indverskt, eþíópískt eða ítalskt? Ef matseld frá Indlandi og Bangladesh er í uppáhaldi þá er Brick Lane besta gatan. Breskur matur er ekki beint þekktur fyrir að vera besti maturinn í heiminum en Laila Sæunn Pétursdóttir segir að Bretar kunni að meta góðan mat og því sé úr mörgu að velja.  Nánari upplýsingar um Bateaux London veitingastaðinn er hægt að nálgast á http://www.bateauxlondon.com.  Til að panta borð á Rhodes Twenty Four og biðja um góðan stað er hægt að hringja í síma 0044 207 877 7703.  Best er að hringja í 0044 207 284 0600 til að panta borð á Kentish Town.  Asia de Cuba er mjög vinsæll veitingastaður svo nauðsynlegt er að panta með góðum fyrirvara – í síma 0044 207 300 5588.  Það er nauðsynlegt að panta borð á Maggiores og helst biðja um að vera ekki of nálægt dyrunum ef farið er á köldu vetrarkvöldi. Borðapantanir eru í síma 0044 207 379 9696. Lalibela er frábær eþíópískur veitingastaður. Höfundur er búsettur í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.