Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 53

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 53
unnar að Uppsalavegi 22 og sumarhús þeirra að Læk í Aðaldal stóð öllum opið, það var samkomu- staður vina og stórfjölskyldunnar. Þau hjónin voru ætíð höfðingjar heim að sækja. Frá þeim fóru allir mettir til andans og efnisins. Þrátt fyrir annríki athafnamanns- ins Sigurðar gaf hann sér alltaf tíma til að sinna kalli Einars á Ein- arsstöðum um að sinna samskiptum um að veita líkn og lækna þrautir. Í bænahaldinu komu eðliskostir og þrautseigja hans í ljós sem svo margir vilja þakka fyrir. Um leið og ég þakka vini mínum Sigurði samfylgdina sendum við að- standendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Minning hans er ljós er lýsir áfram. Blessuð sé minning Sigurðar Valdimars Olgeirssonar. Stefán Stefánsson, Þórhalla Laufey Guðmundsdóttir. Laugardaginn 15. október and- aðist Sigurður V. Olgeirsson eftir erfið veikindi. Siggi Valli var sjó- maður af lífi og sál og var korn- ungur orðinn skipstjóri á bátum sem hann átti í félagi við Olla afa og bræður sína. Siggi var aflaskipstjóri og sama var hvort stundaðar voru veiðar á Skjálfanda, á rækju úti fyr- ir Norðurlandi, á síld austan við land eða á netaveiðum á Breiðafirði. Skipstjóri var Siggi á Nirði ÞH, Kristbjörgu ÞH og Geira Péturs ÞH en fjölmörg skip í eigu Korra hf. báru þessi nöfn. Þegar skipin voru endurnýjuð var það „sá stóri“, eins og bræðurnir kölluðu Sigga í gamni, sem hafði sitt í gegn enda ákvörðunum Sigga ekki haggað. Skip Sigga Valla voru alltaf eins og nýkomin úr slipp enda var Siggi mikill snyrtipinni og í jólastoppum fékk ég oft vinnu hjá Bjössa bróður hans við að mála millidekk og lest- ar. Þá var mér gjarnan beitt með pensilinn á þrengstu staði skipsins, sennilega út af vaxtarlagi mínu. Skipstjórinn kom auðvitað margar ferðir á dag niður í bát til að athuga hvernig gengi og alltaf hló hann eða glotti þegar hann sá mig hálffastan við að reyna að mála smá bletti inni á milli tækjanna á millidekkinu. Ég vissi hins vegar að ef ég ekki vand- aði mig yrði ég sendur aftur í verkið undir eins, en Siggi var einn mesti nákvæmnismaður sem ég hef kynnst en þó líka sanngjarn. Heim- ili Sigga og Auðar að Uppsalavegi var í alla staði glæsilegt og það kom fyrir að þar voru haldnar miklar veislur þar sem borð svignuðu und- an kræsingum, enda var frændi minn mikill matmaður. Siggi Valli mátti helst ekkert aumt sjá hjá sínu fólki og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa. Einnig var hann styrkt- araðili hjá mörgum félagasamtökum hér á Húsavík. Fyrir einum 20 ár- um eyddu þeir bræður Siggi og pabbi nokkrum sumarfrídögum saman með fjölskyldum sínum og var ákveðið að taka rúnt um Reykjanes og nágrenni. Siggi var farastjóri og var keyrt á hverja ein- ustu bryggju sem við fundum og bátar skoðaðir, svo var spáð og spekúlerað. Okkur pabba fannst þetta mjög gaman en kvenfólkinu í hópnum var nú heldur farið að leið- ast. Þó Siggi hafi verið mestan part ævi sinnar úti á sjó átti hann sín áhugamál og voru andleg málefni honum oft hugleikin ásamt því að hann var mikill fjölskyldumaður og barnakarl. Vertu guði falinn og inni- legt þakklæti fyrir allt gott okkur til handa. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Laugarbrekku 13 n.h., Róbert Ragnar Skarphéðinsson. Elsku bróðir, nú hefur þú fengið hvíldina eftir langa og stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm sem hafði sigur að lokum. Það er nú hálft ann- að ár síðan þú fékkst úrskurð um að þú værir helsjúkur og ættir stutt eftir, þau tíðindi komu eins og þruma úr heiðskíru lofti í viðbót við aðra erfiðleika sem þú varst þá að ganga í gegnum. Við þær fréttir varð maður harmi sleginn og dofinn og fannst það ekki réttlátt af almættinu að leggja þetta á þig og fjölskyldu þína á eftir öðru, en við þær aðstæður sýndir þú, með stuðningi Auðar þinnar, mikinn styrk og æðruleysi og maður fann í nálægð þinni hvað þú lagðir mikið á þig við að miðla öðrum af trú þinni og yfirvegun. Þann tíma sem þú hefur átt í þessari baráttu hefur maður óafvit- andi reynt að eiga með þér fleiri stundir en árin þar á undan, þegar við töldum tímann næstum óend- anlegan og aðrir hlutir hefðu for- gang, þær stundir og samræður við ykkur hjónin hafa gefið mér mikið og allt aðra sýn á lífið og tilveruna. Siggi Valli eins og hann var alltaf nefndur var frumburður foreldra okkar í Skálabrekku, og það hefur ekki alltaf verið létt verk á þeim tíma að vera leiðtoginn í þessum stóra strákaskara sem var eins og heilt fótboltalið. Þó að ég sé nokkr- um árum yngri en þú og af þeim sökum ekki einn af leikfélögum þín- um í æsku var ég mjög meðvitaður um stóra bróður og varðst þú mér alla tíð traust og góð fyrirmynd. Þú fórst fljótt í æsku að vinna fyrir þér eins og þá var títt í barn- mörgum fjölskyldum, og er það fyrsta minningin mín um þig þegar þú kemur úr sveitinni á Höskulds- stöðum eftir sumardvöl og mér finnst mikið til koma um stóra bróð- ur. Síðar varð það hlutskipti mitt að taka við starfi þínu í sveitinni eftir að þú hafðir verið þar í níu sumur, og ósjaldan var minnt á hvernig Siggi bróðir hefði unnið verkin og hafði maður þá oft verðugt mark- mið að reyna að gera eins vel. Að loknu skyldunámi á Húsavík fórst þú á sjóinn og varst ákveðinn í að gera sjómennsku að ævistarfi, þú varst fyrst á síldveiðum á sumrin og fórst síðan suður á vetrarvertíð eins og það var kallað. En þú áttir þér háleit markmið til sjós og vildir verða þinn eigin herra, og aðeins 18 ára gamall stofnaðir þú til útgerðar með pabba og Hreiðari bróður er þið keyptuð fyrsta bátinn og þú hófst ævistarfið sem skipstjóri. Síð- ar eignuðust þið útgerðarfélagið Korra hf. og stóð farsælt samstarf ykkar feðga í um 35 ár, og stunduðu þið bæði fiskveiðar og fiskvinnslu og eignuðust mörg fiskiskip á tíma- bilinu, er flest báru nöfnin Krist- björg ÞH og Geiri Péturs ÞH og einkennisnúmer sem enduðu á töl- unni 44. Þú varst alla tíð gætinn skipstjóri, fiskinn og með góða áhöfn, en umfram allt farsæll og skilaðir skipi og áhöfn heilli í höfn. Síðustu árin, eða þar til þú varst orðinn veikur, varst þú sjálfur í landi og stýrðir togaraútgerð með ungum sonum þínum þremur sem fetuðu í fótspor þín og öfluðu sér skipstjórnarréttinda og gerðust stjórnendur um borð í skipinu. Starf þitt var ekki bara vinna heldur einnig þitt helsta áhugamál, en í frítímanum og ætíð lagðir þú mikla alúð í að rækta og hlúa að fjölskyldunni sem var þér hugleikin. Sú ræktun bar góða uppskeru og þú varst góður eiginmaður, faðir, afi og langafi. Það sást best á því að fjöl- skyldan öll, vann með þér að út- gerðinni, er mikið saman og barna- börnin hafa ætíð sótt mikið heim til afa og ömmu á Uppsalaveginn. Þá byggðu þið Auður fyrir nokkrum árum, ykkur sumarparadís við læk- inn fram í Aðaldal, sumarhús í skjóli þeirra heiðurshjóna Helgu og Gísla í Lækjarhvammi. Það var gaman að heimsækja Sigga og Auði í sumarbústaðinn, þar sem fjöl- skyldan öll átti sér afdrep og þar naut ræktunarmaðurinn Siggi Valli sín við að hlúa að gróðri, bústaðn- um, njóta náttúrunnar og planta trjám. Siggi Valli var alla tíð reglumað- ur, dagfarsprúður og traustur, tran- aði sér ekki fram, en hafði ákveðnar skoðanir og ef hann ætlaði sér eitt- hvað fylgdi hann því fast eftir. Hann var einstaklega hjartahlýr með sterka réttlætiskennd og mátti hvergi aumt vita og átti marga góða vini. Á seinni árum hafði hann mikinn áhuga á andlegum málefnum og var næmur á því sviði og skynjaði hluti sem jafnvel fáum öðrum er gefið. Ég veit að fólk leitaði til hans á erf- iðum stundum s.s. veikindum og hann miðlaði aðstoð eftir mætti sem fólk trúði að skilað hefði áþreifan- legum árangri. Elsku Siggi, þú varst þeim eiginleikum gæddur að þú skynjaðir þegar fólk átti í erf- iðleikum og varst jafnan tilbúinn að aðstoða ef aðstæður leyfðu, það þekki ég vel af eigin reynslu sem ég mun seint geta fullþakkað og aldrei gleymt. Um þessa hluti vildir þú ekki að haft væri hátt um. Nú er komið að leiðarlokum, síð- ustu vikurnar hafa verið erfiðar og þú þurft að þola mikið, en aldrei heyrði maður þig kvarta. Þrátt fyrir sársaukann og veikindin síðustu dagana á sjúkrahúsinu sýndir þú ótrúlegt þrek og þrautseigju, og við hvert tækifæri sem gafst hældir þú starfsfólkinu sem hjúkraði þér og þakkaðir þeim frábæra umönnun. Það var aðdáunarvert að sjá sam- heldni fjölskyldunnar í veikindum Sigga, dugnað og ótrúlegt þrek Auðar sem aldrei vék af vaktinni allan þennan tíma. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann þegar komið er að kveðjustund, all- ar góðu minningarnar, en fyrst og fremst þakklæti fyrir samfylgdina. Ég veit að þú varst tilbúinn, og nú ertu kominn á annað tilverustig þar sem vel hefur verið tekið á móti þér og ert laus við verkina. Við Pálína kveðjum þig með virð- ingu og þökk og munum ávallt geyma minninguna um góðan bróð- ur í hjörtum okkar. Elsku Auður, við biðjum góðan Guð að blessa þig og afkomendur ykkar og aðstandendur alla í sorg- inni, og sendum ykkur öllum inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi Sigurð Valdimar Ol- geirsson og minningarnar um hann. Egill Olgeirsson. Frændi minn og vinur Sigurður Valdimar Olgeirsson er allur. Þrátt fyrir að það væri fyrirséð og síðasti tíminn mjög erfiður, þá kom kallið óvænt og setti mann úr jafnvægi. Við Sigurður vorum bræðrasynir og áttum það sameiginlegt að vera elstu börn foreldra okkar, hann elstur l0 bræðra og ég elstur 7 systkina. Það var alltaf mikil og ein- læg vinátta milli feðra okkar, þeirra Olla og Alla, eins og þeir voru alltaf kallaðir og þar af leiðandi sterk fjöl- skyldubönd og mikill samgangur. Það skapaðist því snemma mikill samgangur og vinátta milli okkar Sigurðar. Við vorum t.d. sendir í sveit á sama tíma, Sigurður í Hös- kuldsstaði til Olgeirs frænda okkar og ég í Fagranes til þeirra Jónasar og Þuríðar, það er ekki langt á milli þessara bæja og fengum við því stundum að heimsækja hvor annan. Á uppvaxtarárum okkar þegar Húsavík var að breytast úr þorpi í kaupstað var samfélagið á margan hátt allt annað en það er í dag, það þurfti vissulega að hafa mikið fyrir hlutunum en um leið var frelsið mikið meira. Þessi umgjörð sam- félagsins mótaði okkur krakkana. Sigurður lauk hefðbundinni skólagöngu á Húsavík, en 15 ára gamall árið 1957 byrjaði hann til sjós frá Húsavík á vélbátnum Sæ- borgu með þeim Karli og Ólafi Að- alsteinssonum, hann stundaði sjó- mennsku á ýmsum bátum næstu árin, bæði vetrarvertíðar frá Sand- gerði og Húsavík og sumarsíldveið- ar. Hinn 1. mars árið 1961 stofnar Sigurður til útgerðar ásamt Olgeiri föður sínum og Hreiðari bróður sín- um og frá sama tíma hefst skipstjóraferill Sigurðar. Þeir feðg- ar kaupa 10 tonna mótorbát Njörð ÞH 44 og gera hann út til haustsins 1963 að þeir kaupa mótorbátinn Ægi frá Sandgerði sem var 22 tonna bátur. Þeir gáfu bátnum nafnið Kristbjörg ÞH 44, og var það nafn síðan á mörgum bátum þeirra feðga. Árið 1969 kaupa þeir Útgerð- arfélagið Korra hf. í Ólafsvík og frá þeim tíma var útgerðin rekin í nafni Korra hf. Árið 1980 kaupa þeir 140 tonna stálbát úr Hafnarfirði sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344 og gerðu hann út ásamt Kristbjörgu. Árið 1986 byggir félagið Fiskverk- unarhús á Húsavík og hefur vinnslu á saltfiski og skreið, en þá er þriðji bróðirinn Jón Olgeirsson kominn í eigendahópinn. Á þessum árum voru umsvifin mikil og um tíma gerðu þeir út þrjá báta og verkuðu afla í landi. Í nóvember árið 1994 stofnar Sig- urður ásamt fjölskyldu sinni Út- gerðarfélagið Geira Péturs ehf. og kaupir félagið Geira Péturs ásamt aflaheimildum af Korra hf. og árið 1997 kaupir Geiri Péturs ehf. síðan allar eigur Korra hf. og hættu þá faðir Sigurðar og bræður útgerð. Sigurður stofnar síðan ásamt Gunn- laugi Karli Hreinssyni GPG fisk- verkun í fiskverkunarhúsi Korra og áttu þeir fiskverkunina til helminga, en árið 2000 selur Sigurður hlut sinn í fiskverkuninni, en gerir Geira Péturs ÞH út til ársloka 2003. Síð- ustu árin voru synir Sigurðar að mestu teknir við skipstjórn, þannig var Olgeir aðalskipstjóri frá árinu 1994 og Hermann stýrimaður og af- leysingaskipstjóri frá árinu 1997. Sigurður fór þó sem afleysingaskip- stjóri allt til ársins 1998 og var hann því farsæll og fengsæll skipstjóri í 37 ár. Með starfsemi sinni sem skip- stjóri og útgerðarmaður í nær 4 áratugi hefur Sigurður átt stóran þátt í að gera Húsavík að betra samfélagi, auk þess að vera um- svifamikill í atvinnurekstri og skapa þannig umsvif og tekjur í samfélag- inu, þá hefur Sigurður gegnum árin látið mikið af hendi rakna til stuðn- ings frjálsum félagasamtökum í okkar bæjarfélagi. Árið 1964 kvæntist Sigurður Auði Þórunni Hermannsdóttur frá Húsa- vík og eignuðust þau 4 börn, sem nú eru öll búsett á Húsavík með fjöl- skyldur. Sigurður stóð því ekki einn í lífsbaráttunni, því við hlið hans stóð ávallt hin trausta eiginkona og börn þeirra. Svo traust voru bönd þeirra hjóna að sjaldan var annað nefnt, heldur bæði er þeirra var getið. Eftir að Sigurður veiktist af hinum illvíga sjúkdómi fyrir einu og hálfu ári hefur Auður annast hann af mikilli alúð og umhyggju og varla vikið frá sínum manni. Ég vil að lokum þakka Sigurði frænda mínum og vini fyrir langa og góða samfylgd. Elsku Auður, við Þórhalla og fjölskylda okkar send- um þér, börnunum ykkar, Olla og Rögnu, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarni Aðalgeirsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 53 MINNINGAR Þá er fallin frá ein lífsglaðasta og jákvæðasta kona sem við höfum þekkt. Lilja átti ekki börn en barn- góð var hún svo af bar og naut okk- ar fjölskylda þess. Hún var fjöl- skylduvinur af bestu gerð. Lilja hafði gaman af að ferðast, bæði inn- anlands og utanlands. Oft minntist hún á afmælisferðina til Færeyja sem við fórum saman í þegar hún var 85 ára. Þá var mikið hlegið. Hana hafði alla tíð dreymt um að fara þangað, hafði hún sagt mér. Henni fannst Færeyingarnir sem komu með skútunum í gamla daga til Flateyrar svo kátir og lífsglaðir og urðu þeir margir góðir vinir hennar. Þegar við svo tókum leigu- bíl frá flugstöðinni í Færeyjum til Þórshafnar þá var hún heldur betur hissa þegar bílstjórinn spurði: „Er þetta ekki Lilja frá Flateyri?“ Urðu þarna miklir fagnaðarfundir, gam- all færeyskur vinur strax í upphafi ferðar. Við fjölskyldan erum glöð og þakklát fyrir að hafa verið í návist hennar um síðustu jól og áramót fyrir vestan. Nú í ágúst síðastliðn- um sóttum við Lilju á Sjúkrahúsið á Ísafirði og fórum með hana til Flat- eyrar. Heimsóttum við vinkonur hennar á Sólborg, þær Ingu Gunn- arsdóttur og Maríu Magnúsdóttur. Síðan lá leiðin niður á Vallargötu að húsinu hennar og var það í fyrsta skiptið sem ég sá hana gráta þegar hún sagði: „Loksins þegar ég var búin að láta laga húsið mitt að inn- an og allt orðið fínt og flott að utan, þá þurfti ég að fara.“ Elsku Lilja. Kallið er komið. Þótt við höfum átt LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Lilja Guðmunds-dóttir fæddist í Hafnarfirði 4. októ- ber 1915. Hún and- aðist 17. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Guð- mundssonar skó- smiðs frá Vöðlum í Mosvallarhreppi í Önundarfirði og Guðrúnar Þórunnar Jónsdóttur húsmóð- ur frá Litlu-Tungu í Vestur-Húnavatns- sýslu. Alsystkini hennar eru Sig- urlaugur, f. 1911, d. 1988, og Ingi- leif, f. 1913. Sammæðra voru Magnús og Sigríður Guðbjörg Jónsbörn, bæði látin. Sex ára fluttist Lilja til Flateyr- ar í Önundarfirði með foreldrum sínum. Þar bjó hún alla sína tíð. 1938 hóf hún vinnu í Hraðfrysti- húsinu á Flateyri og vann þar all- an sinn starfsaldur eða í 51 ár. Útför Lilju verður gerð frá Flateyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. von á þessu þá fyllt- umst við fjölskyldan hryggð. Síðustu vikur voru þér erfiðar. Þú gast hlustað þegar ég hringdi en varst alveg hætt að geta svarað. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin kæra vinkona og þökkum við fjölskyldan þér samveruna í gegnum árin. Hvíl þú í friði. Jóna Guðrún Haraldsdóttir. Elsku Lilja, mín fyrsta minning um þig er þegar ég var lítil stelpa að leika mér í garðinum heima og sá þig ganga framhjá, á leið í vinn- una þína í frystihúsið. Lágvaxin kona með silfurgrátt hár, í galla- buxum og stuttum jakka, þannig man ég þig úr bernsku minni. Þú varst alltaf hress og brostir með stríðnisglampa í augunum. Húmorinn þinn var góður og alltaf var stutt í gleðina og grínið hjá þér, hvort heldur þú umgekkst unga fólkið eða það sem eldra var. Af samstarfsfólki þínu og yfirmönnum frystihússins öðlaðist þú óumræði- lega mikla virðingu og varst að lok- um heiðruð af stjórnendum þess fyrir áratuga hollustu og góð störf þar, eftir starfsferil sem allir vildu geta státað af en fáir ná. Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt, sem var drengur og þú vissir að faðir hans heitir Ragnar, þá vild- ir þú að ég skýrði hann Ómar ,,bara svo við Flateyringar ættum einn Ómar Ragnarsson“ sagðir þú og hlóst með þínum dillandi hlátri. Þér hefur hefur alltaf þótt gaman af því að vera innan um margt fólk og þess vegna varstu glöð þegar Björn Ingi og Jóna systir sóttu þig á aðfangadag til að þú gætir haldið jólin hátíðleg með okkar fjölskyld- um og svo aftur um áramótin. Það var gott og gaman að hafa þig með okkur á þeim hátíðardögum. Harka þín var ómæld þó háöldr- uð værir orðin, eins og birtist í því þegar veður voru sem verst úti og fáir á ferli, mátti samt alltaf búast við að sjá þig, mín kæra Lilja, á leið í sparisjóðinn eða til Ingu Gunnars í kaffisopa og spjall. Veðrið aftraði þér í engu, þú varst harðdugleg kona og góð. Öllum sem þekktu þig, þótti vænt um þig; það er undur- samlegt að fá að kveðja samborg- ara sína og samfélag með slíkum hætti. Ég veit að nú hefur bæst góður liðsauki í englahópinn og bið ég þig um að vefja aðra engla sem þú ert hjá. Megir þú hvíla í friði. Gróa G. Haraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.