Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 74 9 1 0/ 20 05 Þau eru komin í áhöfn hjá Icelandair, Íþróttaálfurinn, Glanni glæpur, Solla stirða og allir hinir í Latabæ. Varsjá. AFP. | Mjög hefur dregið sam- an með frambjóðendunum tveimur sem takast á um embætti forseta Póllands. Síðari umferð forsetakosn- inganna fer fram á sunnudag og er fylgi frambjóðendanna nú mjög svip- að, ef marka má skoðanakannanir. Í síðari umferðinni leiða saman hesta sína þeir Donald Tusk og Lech Kaczynski. Sá fyrrnefndi telst frjáls- lyndur en Kaczynski er íhaldsmaður. Kannanir hafa fram til þessa gefið til kynna að Tusk fari með sigur af hólmi. En ef marka má þær nýjustu getur hann engan veginn leyft sér að fyllast sigurvissu. Samkvæmt könn- un sem fyrirtækin PBS og OBOP birtu í gær fær Tusk 52% atkvæða en Kaczynski 48%. En samkvæmt könnun sem þriðja fyrirtækið, PGB, birti í gær fær Kaczynski rétt rúm- lega 50% atkvæða. Er þetta í fyrsta skipti sem fylgi hans mælist meira en keppinautarins. Þess ber á hinn bóginn að geta að forskotið er afar naumt og innan skekkjumarka. Tusk fékk 36,33% atkvæðanna í fyrstu umferðinni sem fram fór fyrir hálfum mánuði. Kaczynski fékk þá 33,1% en tólf menn buðu sig fram í fyrri umferðinni. Í könnunum sem gerðar voru eftir hana reyndist Tusk hafa verulegt forskot á Kaczynski, um 12 prósentustig. Mismunandi áherslur Tusk, sem er 48 ára, tilheyrir Borgaravettvangi, flokki sem telst frjálslyndur og stendur vörð um hagsmuni viðskiptalífsins. Kacz- ynski, sem er 56 ára og núverandi borgarstjóri Varsjár, er frambjóð- andi Laga og réttar, flokks íhalds- manna. Fylgi við hann er mest á landsbyggðinni og í minni bæjum þar sem krafan um öflugt velferð- arkerfi hljómar einna hæst. Tusk er á hinn bóginn vinsæll í stærri borg- um og á meðal hinna yngri og tekju- hærri. Spennandi kosningar í Póllandi AP Spjöld með myndum af frambjóðendunum tveimur, Kaczynski og Tusk, sem takast á í síðari umferð forsetakosn- inganna á morgun, er víða að sjá en sáralítill munur virðist vera á fylgi þeirra samkvæmt síðustu könnunum. ANDERS Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, hefur hvatt þá múslíma, sem telja sig mis- rétti beitta, að leita til dómstóla. Kemur það fram í svari hans við bréfi 11 múslímskra sendiherra, sem segja, að íslam og múslímar séu reglulega níddir í dönskum fjölmiðl- um. Upphaf málsins er, að dagblaðið Jyllands-Posten spurði hvernig Mú- hameð spámaður hefði hugsanlega litið út og birti síðan teikningar 12 manna af hugsanlegu útliti hans. Hratt það af stað mótmælum gegn blaðinu meðal múslíma í Danmörku og undir þau tóku síðan sendiherr- arnir í bréfi til Rasmussens. Í svari sínu segir forsætisráð- herrann, að tjáningarfrelsið sé sjálf- ur grundvöllur dansks lýðræðis. „Ramminn um tjáningarfrelsið er rúmur og ríkisstjórnin reynir ekki að hafa áhrif á fjölmiðlana. Í dönskum lögum er bannað að niðra fólki vegna trúarbragða þess eða litarháttar en telji einhverjir, að á þeim hafi verið brotið, ber þeim að leita til dómstól- anna,“ sagði Rasmussen. Múslímar leiti til dómstóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.