Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 38

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 38
38 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STEFNT AÐ VINSTRISTJÓRN Eftir landsfund Samfylkingar-innar í vor var ljóst að sáflokkur stefndi að því að mynda hér hreinræktaða vinstri- stjórn, þá fyrstu í sögunni, með sam- starfi við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Ræða Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns síðarnefnda flokks- ins, sem hann hélt við setningu lands- fundar VG í gær, sýnir svo ekki verður um villzt að sá flokkur er reiðubúinn til þess samstarfs. „Markmiðið er, og verður að vera, að fella ríkisstjórnina, koma Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum líka út úr Stjórnar- ráðinu. Ekkert dekur við Framsókn heldur, því hafi nú einhver flokkur einhvern tímann í samanlagðri ís- lenskri stjórnmálasögunni haft mikla þörf fyrir hvíld og langa endurhæf- ingu, þá er það Framsóknarflokkur- inn,“ sagði Steingrímur í ræðu sinni. Steingrímur hefur að vísu áhyggjur af því að Samfylkingin sé ekki nógu vinstrisinnuð. En þær áhyggjur kunna að vera óþarfar. Samfylkingin er ennþá hálfvolg í t.d. stuðningi við hugmyndir um að auka valfrelsi fólks um almannaþjónustu og nota einka- framtakið til að nýta betur skattpen- inga almennings og bæta velferðar- þjónustuna. Og í utanríkismálum er Samfylkingin augljóslega miklu nær stefnu Vinstri grænna en núverandi stjórnarflokka. Vinstri grænir gætu væntanlega í stjórnarsamstarfi haft hemil á „hægri“ tilhneigingum Sam- fylkingarinnar. Ætla má að stjórn þessara tveggja flokka myndi gera gangskör að því að gera Ísland varnarlaust og draga landið út úr friðargæzluverkefnum, sem unnin eru í samstarfi við banda- lagsríki okkar í NATO í t.d. Írak og Afganistan. Hún myndi ekki standa fyrir skattalækkunum, ekki leita nýrra lausna í velferðarkerfinu, ekki halda áfram einkavæðingu ríkisfyrir- tækja eða opna hagkerfið frekar fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Steingrímur J. Sigfússon gat í ræðu sinni talið upp ýmis góð mál, sem flokkur hans hefur barizt fyrir. Þar á meðal eru umhverfis- og jafnréttis- mál, barátta gegn kynferðisofbeldi, að gera leikskólann gjaldfrjálsan og fleira. En á heildina litið er Vinstri- hreyfingin – grænt framboð gamal- dags vinstriflokkur. Hún hafnar kost- um einkaframtaksins, en telur opinberan rekstur leysa flestan vanda. Flokkurinn er miklu upptekn- ari af því hvernig eigi að skipta kök- unni en af því hvernig megi stækka kökuna þannig að allir fái meira. Það var til dæmis alveg augljóst af ræðu formannsins í gær að það hefur farið framhjá VG hvernig hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs til lengri tíma litið með því að lækka skatthlutföll og ein- falda skattkerfið, þótt reynslan, bæði hér á landi og víða annars staðar, sýni fram á það. Steingrímur J. Sigfússon ræddi talsvert um hringamyndun í ræðu sinni í gær. Í því máli hafa Morgun- blaðið og VG átt samleið að talsverðu leyti, að vísu á ólíkum forsendum. Morgunblaðið hefur talið sjálfsagt að einkavæða ríkisfyrirtæki, auka sam- keppni, opna hagkerfið og gefa fjár- magnsflutninga frjálsa og draga úr höftum og reglusetningum sem íþyngja daglegum rekstri fyrirtækja. Þessi þróun hefur skilað stóraukinni verðmætasköpun og orðið þjóðinni til mikilla hagsbóta. Blaðið hefur hins vegar talið að til þess að varðveita ár- angur þessa stóraukna frjálsræðis og tryggja heilbrigða samkeppni, yrði að tryggja að enginn einn eða örfáir að- ilar næðu tökum á stórum hluta efna- hagslífsins. VG hefði hins vegar gjarnan viljað losna við frjálsræðisþróunina. „Við höfum lagst gegn einkavæðingu, m.a. af þeim ástæðum að fyrir lá að af henni leiddi einkavædd einokun eða fá- keppni. Þannig að það stendur ekki upp á okkur,“ sagði Steingrímur í ræðu sinni í gær. Hann bætti við: „ Og það er reyndar kostulegt líka að til dæmis Morgun- blaðið talar iðulega eins og aðal vandamálið við að koma lögum yfir, eða böndum á, auðhringana, sem „hér eigi ekki að gína yfir öllu“, eins og það var orðað í Reykjavíkurbréfi sunnu- daginn síðasta, og var eins og talað út úr mínu hjarta. Mogginn talar stund- um eins og aðal vandamálið sé stjórn- arandstaðan. […] Sérstaklega er það Samfylkingin sem er skömmuð mikið í þessu sambandi í Mogganum. Það kann vel að vera að Samfylk- ingin sé eitthvað mjúk í hnjáliðunum [...] í þessum efnum, en það skiptir bara bókstaflega engu máli, það skipt- ir engu máli. Stjórnarflokkarnir hafa haft alla möguleika til að grípa til að- gerða, ef hugur fylgdi máli, ef þetta væri eitthvað meira en í nösunum á þeim,“ Það er rangtúlkun hjá Steingrími J. Sigfússyni að Morgunblaðið telji Sam- fylkinguna aðalvandamálið í þessu efni. Þvert á móti hefur blaðið margoft skorað á núverandi stjórnarflokka að taka sig saman í andlitinu og setja lög- gjöf, sem dugar til að koma böndum á fyrirtækjasamsteypurnar. Það breytir ekki því að blaðið hefur furðað sig á afstöðu Samfylkingarinn- ar í málinu. Og í einum þætti þessa máls, sem snýr að samþjöppun eign- arhalds á fjölmiðlum, skiptir afstaða Samfylkingarinnar augljóslega máli. Mikilvægt er að sú löggjöf, sem sett verður um eignarhald á fjölmiðlum, dugi til að vinda ofan af núverandi stöðu á fjölmiðlamarkaðnum, sem yrði ekki liðin í neinu öðru vestrænu lýð- ræðisríki. Og jafnframt er mikilvægt að um þá löggjöf ríki mjög víðtæk samstaða á Alþingi, því að dæmin sanna að annars er gamall flokksbróð- ir Steingríms J. Sigfússonar, Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, reiðubúinn að beita valdi sínu til að synja ákvörðunum hins þjóðkjörna Al- þingis um samþykki. Einmitt vegna þess hvað Samfylk- ingin er lasin í hnjánum í þessu máli, skiptir afstaða Vinstri grænna hins vegar máli. Steingrímur J. Sigfússon segist tilbúinn að setja „skynsamlegar leikreglur og gera ráðstafanir til að sporna við óhóflegri samþjöppun á sviði fjölmiðlunar“. Hann er mun upp- réttari í málinu en formaður Samfylk- ingarinnar. Meðal annarra orða; hvernig ætlar Steingrímur J. Sigfússon að koma fram stefnu sinni í auðhringamálinu í vinstristjórnarsamstarfinu við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur? Þegar ekið er inn Fljótsdal,framhjá Skriðuklaustri, Vé-garði og Valþjófsstað koma um-fangsmiklar búðir Fosskrafts fljótlega í ljós. Sá verktakahópur tók að sér gerð stöðvarhúss virkjunarinnar og meðfylgjandi mannvirkja eins og spennu- salar, fallganga, lokuhúss, frárennslis- ganga og þjónustubyggingar. Síðasttalda mannvirkið, auk tengivirkis, er hið eina sem er ofanjarðar í dalnum, að því und- anskildu að hluti frárennslisganga er of- anjarðar í formi skurðar sem liggur út að Jökulsá í Fljótsdal. Fosskraftshópinn skipa Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Pihl & Sön og þýska fyrirtækið Hochtief. Áætlaður kostnaður verksins er um 185 milljónir evra, eða um 13 milljarðar króna á núvirði. Gunnar Þ. Guðmundsson, verkefnis- stjóri í eftirliti með framkvæmdunum í Fljótsdal, er með góða yfirsýn á verkið og tók hann á móti Morgunblaðsmönnum. Um svipað leyti tók starfsfélagi hans á móti öðrum hópi, sem kominn var til að skoða mannvirkin en fjölmargir gestir hafa fengið leiðsögn um svæðið frá því að framkvæmdir hófust. Leiðin lá einn kílómetra inn í Valþjófs- staðarfjall um aðkomugöng en fyrir tæpu ári lauk öllum greftri í fjallinu. Það var enginn smáræðisgröftur, eða um 325 þús- und rúmmetrar, þar á meðal voru grafin og sprengd göng upp á alls rúma fjóra kílómetra. Var þessi verkþáttur nokkuð á undan áætlun. Síðan þá hafa starfsmenn Fosskrafts og undirverktaka unnið við steypuvinnu í spennasal og stöðvarhúsi, þar sem sex túrbínum virkjunarinnar verður komið fyrir. Samhliða því fer fram uppsetning vél- og rafbúnaðar af hendi VA-Tech frá Þýskalandi. Alls vinna nú hátt í 200 manns á svæðinu, ef allir verk- takar eru meðtaldir, þar af um 95 Íslend- ingar. Meðtaldir eru einnig starfsmenn Keflavíkurverktaka, sem eru að byggja tengivirkið í Fljótsdal fyrir Landsnet, VA- Tech og DSD Stahlbau frá Þýskalandi. Mikil steypuvinna Þegar inn í gríðarstórt stöðvarhúsið var komið, sem er um 30 metra hátt, 126 metra langt og 14 metra breitt, stóð yfir steypuvinna við fyrstu vélina og járnalögn og uppsláttur utan um aðrar. Hver steypubíllinn tók við af öðrum og starfs- mennirnir unntu sér vart hvíldar. Til þessa hafa farið um 30 þúsund rúmmetrar af steypu í mannvirkin en áætlað magn í heildarverkinu er um 50 þúsund rúm- metrar, sem er álíka mikil steypa og fór í alla Vatnsfellsvirkjun, svo dæmi sé tekið. Þarna er engin þörf á vaktavinnu, menn vinna frá klukkan sjö að morgni til sjö á kvöldin og á handtökum þeirra mátti sjá að þar fóru vanir starfsmenn. Vinnu- brögðin voru fumlaus og andrúmsloftið ótrúlega rólegt. Engan leka í göngum var að sjá, enda bergið sagt gott á þessum slóðum í fjallinu. Búið er að setja niður fimm snigla af sex og ofan á þrjá þeirra er komin steypt plata. Alls verða hæðirnar í húsinu fjórar, ef sniglarnir í botninum, sem taka við vatninu, eru taldir með. Stálfóðrun á eftir áætlun Stálfóðrun fallganganna tveggja, sem koma lóðrétt úr aðrennslisgöngum niður í stöðvarhúsið, hvor um sig um 420 metra löng, hefur verið nokkuð í fréttum und- anfarið vegna gjaldþrots Slippstöðvarinn- ar á Akureyri. Slippstöðin tók að sér verk- ið sem undirverktaki DSD Stahlbau. Að sögn Gunnars er sú vinna að hefjast á ný og munu að öllum lík- indum flestir þeir starfsmenn, sem voru hjá Slippstöð- inni, fá vinnu aftur. Gunnar sagði þetta eina verkþáttinn í fjallinu sem væri á eftir áætlun. Hann sagðist telja að hátt í 70% bygg- ingarvirkja, þ.e. gröftur og steypu- vinna, væru að baki, þegar allt væri talið. Þegar búið er að koma öllum sniglum fyrir og steypa ofan á þá sagðist Gunnar telja að fljótlega upp úr áramótum hæfist uppsetning annars vél- og rafbúnaðar og næsta vor væri komið að sjálfum rafölum vélanna. Fyrstu vélina á svo að gangsetja í apríl 2007 og hinar koll af kolli fram á haust það ár. Áður en við yfirgáfum virkjunarsvæðið, og haldið var niður á Egilsstaði, bauð Gunnar okkur í kvöldverð í mötuneytinu þar sem kokkurinn hafði reitt fram næt- ursaltaðan fisk með hamsatólg, kart- öflum, rúgbrauði og smjöri. Í erfiðisvinnu þurfa fílefldir starfsmenn kraftmikinn mat, öðruvísi verður Kárahnjúkavirkjun ekki gangsett samkvæmt áætlun. Snemmbúinn vetur Á einum degi náðist ekki að komast yfir allt virkjunarsvæðið, enda er það víð- feðmt, en fleiri verktakar eru að störfum en Impregilo og Fosskraft. Meðal þeirra eru Arnarfell, sem er að vinna við Ufs- arveitu, og Suðurverk, sem reisir Sauð- árdalsstíflu og Desjarárstíflu, hliðarstífl- ur sitt hvorum megin við Kárahnjúka- stíflu. Báðir v veginn á áætlun strik í reiknin ekki síst stíflug gerð hjá Arnarf Ufsarveita, s nefndri Jökulsá arlóni í Jökulsá að bora og spr göng í norðurá risabornum TB arfell nýjan 26 k slitlagi frá Kár austur að Keld son, einn eigend á svæðinu, se kuldakastið haf inn hafi komið ó Nú eru rífleg arfelli, allt Ísle þegar mest var unarlega slopp starfsmenn. Í o fengið með því,“ Arnarfellsme metra í göngun Starfsmenn Su Morgun 4 * 2 4/-!    .) - #?) - $- K.K . &  *-  > ,; $ < 0:-   Flest annað en göngin á áætlun Þegar aðrar virkjunarframkvæmdir en hjá Imp- regilo eru skoðaðar við Kárahnjúka kemur í ljós að langflestir verkþættir eru á áætlun. Björn Jóhann Björnsson og Steinunn Ásmundsdóttir ljúka frá- sögn af yfirferð sinni um svæðið í máli og myndum. Gunnar Þ. Guðmundsson Tveir starfsmenn Fosskrafts koma fyrir hluta af einni vélas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.