Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ var komið myrkur þegar ég kom til Akureyrar og ekki farið að birta þegar ég fór. Skammdegið með öllum sínum þunga er lagst yfir byggðirnar í norðri. Í leikhúsinu við Hafnarstræti vaknar hins vegar brúðguminn Bjarni á hrollbjörtum morgni brúð- kaupsdags síns eftir steggjapartí kvöldið áður með dúndrandi timb- urmenn. Hann er á hótelherbergi, nánar tiltekið í brúðhjónasvítunni, og við hlið hans er nakin kona. En það er ekki – æ,æ – konan Rakel sem hann ætlar að giftast eftir nokkra klukkutíma, – hún er hins vegar væntanleg á hverju augna- bliki. Trausti, svaramaður hans og vinur – ó,ó – kemur til hjálpar til að bjarga Bjarna út úr klemmunni og þeir fá herbergisþernuna Nönnu sér til liðsinnis. Úr þessari sítúasjón spinnur enski gamanleikja- og farsahöfundurinn Robin Hawdon á hefðbundinn og- kunnuglegan hátt vef endalausra uppákoma, misskilnings og ruglings sem úr sprettur fyndinn texti. Örn Árnason þýddi textann og heyrðist mér honum hafa farist það vel úr hendi. Magnús Geir Þórðarson setur upp í einfaldri (en einfaldleikinn ýkt- ur) bleikri og gulri leikmynd Frosta Friðrikssonar, sviðinu skipt milli tveggja herbergja, fernar nauðsyn- legar dyr fyrir leikendur til að hverfa og birtast óvænt. Sýningin er hröð og þétt eins og farsinn krefst, tæmingar góðar, áreynslulaust skila brandararnir sér. Ef ástæða er til að fetta fingur út í eitthvað í vinnu leik- stjórans með leikurunum ungu þá hefði mátt vinna ástarsöguna betur út og persónusköpun kvennanna tveggja, Rakelar, Estherar Taliu Casey, og Nínu, Álfrúnar Örnólfs- dóttur, hefði mátt vera skýrari. Hlutverk brúðarinnar Rakelar er ekki stórt og framan af hélt ég að Esther Talia ætlaði ekki að rétta úr sér á sviðinu. En lokakaflanum, upp- götvuninni, undruninni, reiðinni, skilaði hún með miklum bravúr og vona ég að það sé upphafið að því að hún fari að trúa betur á glæsileika sinn og hæfileika. Álfrún hefði líka getað gert sig meira gildandi sem saklausa stúlkan sem stóreygð eins og óviljandi lendir uppi í rúmi hjá Bjarna en vinnur annars ákaflega vel. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur traustan, þungan og ekki allt- of skýran svaramanninn og fer vel með textann en þarf að þjálfa betur hreyfingar. Stjörnur kvöldsins eru hins vegar Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki Bjarna og Maríanna Clara Lúthersdóttir í hlutverki þjón- ustustúlkunnar Nönnu. Guðjón Dav- íð þeytist um sviðið með stóru lát- bragði eins og hann af fullkomnu hjálparleysi bókstaflega vindist inn í allan lygavefinn og atburðarásina. Maríanna Clara leikur jarðbundna, uppástönduga herbergisþernu og vefur áhorfendum um fingur sér. Það er gaman að fylgjast með hvað þessi leikkona er að springa hratt út jafnt á sviði gamans sem alvöru. Þráinn Karlsson dregur upp kostu- lega smámynd af föður brúðarinnar, og er auðvitað trúverðugur sem hag- leiksmaður í höndunum þótt persón- an í upprunalega textanum sé móðir. Í myrkri skammdegisins er jafnan gott að sitja með hópi manns og hlæja. Það var svo sannarlega gert á frumsýningu Fullkomins brúðkaups og þarf ekki mikinn spámann til að segja fyrir um það að Norðlendingar muni streyma á þessa sýningu. Æ, æ, ó, ó og aha, ha LEIKLIST Leikfélag Akureyrar Höfundur: Robin Hawdon. Þýðandi: Örn Árnason. Leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Frosti Friðriksson. Lýsing Björn Berg- steinn Guðmundsson. Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Talia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þráinn Karlsson. Leikfélag Akureyrar fimmtudaginn 20. október kl. 20. Fullkomið brúðkaup Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjörnur kvöldsins eru Guðjón Davíð Karlsson í hlutverki Bjarna og Marí- anna Clara Lúthersdóttir í hlutverki þjónustustúlkunnar Nönnu. María Kristjánsdóttir ANDRÉ Bachmann er iðinn við kolann þessa dagana. Tónlistar- dagskrá hans á Kaffi Óperu nýtur töluverðra vinsælda en þar skemmtir hann ásamt Birgi J. Birgissyni: „Við ætluðum í upphafi aðeins að vera tvær helgar, en höf- um verið allar helgar og verðum alveg fram að áramótum,“ segir André og bætir glettinn við að nú hafi bæst við hann enn eitt við- urnefnið: Óperusöngvarinn, en þegar hefur André fengið ýmsa virðulega titla á borð við Kon- ungur kokkteiltónanna og Gleði- gjafinn. Þeir André og Birgir hafa skemmt á föstudögum og laug- ardögum frá 21 til 23 og lengur ef stemning er fyrir, en nú er fram undan jólatíð og því útlit fyrir að sungið verði og spilað einnig á fimmtudögum og sunnudögum ef margar pantanir berast. „Við flytj- um smelli manna á borð við Louis Armstrong, Frank Sinatra og Dean Martin og einnig nokkur lög eftir Magga Eiríks. Þegar nær dregur jólahátíðinni förum við yfir í jóla- lög og bætast þá við „A White Christmas“ og fleiri sérvalin lög sem slegið hafa í gegn.“ Jólaballið undirbúið André hefur einnig verið ólatur að skemmta á jólaböllum en í nærri tvo áratugi hefur hann skipulagt á eigin spýtur jólaball fyrir fatlaða: „Þetta er hátíð til- einkuð leikhópnum Perlunni, eins konar „Perlujól“. Í hvert skipti hef ég fengið með mér hóp tónlistar- manna og skemmtikrafta sem hafa viljað leggja lið fötluðum,“ segir André. Enn er að komast mynd á dagskrána en André getur þó upp- ljóstrað að „Nylon heimtuðu að koma aftur, unglingahljómsveitin Hásin spilar, Laddi verður líka og Rúni Júl hefur alltaf getað komið.“ Happdrætti Háskólans og Nói Sír- íus styðja framtakið auk þess sem listamennirnir gefa vinnu sína. „Það er ekki hægt að halda við- burði af þessu tagi nema maður fái með sér svona gott fólk – og á það mikið þakklæti skilið. Það er helj- arinnar mikil vinna á bak við svona jólaball sem fólk gerir sér oft ekki grein fyrir.“ Morgunblaðið/ÞÖK André Bachmann hefur í mörgu að snúast. „Óperusöngvari“ og jólabarn ÍSLENSKI dansflokkurinn flutti þrjú verk í Baltoppen í Kaup- mannahöfn á fimmtudagskvöld; Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson, Critic’s choice? eftir Peter Anderson og Pocket Ocean eftir portúgalska danshöfundinn Rui Horta. Að sögn Ásu Richardsdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, var mikil ánægja bæði í hópi dansara og áhorfenda með sýninguna. „Það gekk rosalega vel, troðfullt hús og húmorískt verk. Hin tvö eru hins vegar dramatískari og það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum á meðan þau voru flutt,“ segir Ása og bætir við að það sé afar sér- stakur viðburður að tvö íslensk dansverk séu frumsýnd erlendis. Salurinn í Baltoppen, sem er í út- jaðri Kaupmannahafnar, tekur 450 manns og segir Ása hann hafa ver- ið afar hentugan. „Flokkurinn er mjög ánægður með útkomuna,“ sagði hún að síðustu. mikil stemning,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Hún segist hafa rætt við bæði áhorfendur og gagnrýnendur að lokinni sýningunni, og þar hafi allt verið á sama veg – mikil hrifning með sýninguna og frammistöðu flokksins. Aðspurð hvort eitt verk hafi vak- ið athygli umfram annað, nefnir hún Critic’s choice?, verk Peters Anderson. „Það var mikið hlegið og verkið vakti sterk viðbrögð, enda Morgunblaðið/ÞÖK Úr Wonderland eftir Jóhann Frey Björgvinsson. Dans | Velgengni hjá Íslenska dansflokknum Troðfullt hús Já, ég þori,get og vil!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.