Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Eydís Guð-mundsdóttir fæddist í Borgarnesi 17. febrúar 1951. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 17. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur V. Sigurðs- son, bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, f. á Smiðjuhóls- veggjum, Álftanes- hreppi á Mýrum, 30. desember 1912, d. 3. mars 1984, og Ingvarína S.V. Einarsdóttir hús- móðir, f. í Merki í Grindavík 15. september 1917, d. 20. nóvember 1972. Systkini Eydísar eru Erla Guðrún, f. 18. mars 1945, gift Boga Petersen, f. 15. október 1945, þau eiga tvö börn og eru búsett í Dan- mörku, og Þorgeir, f. 9. febrúar 1949, kvæntur Rebekku Benjamíns- dóttur, f. 4. júlí 1950, þau eiga fimm börn og eru búsett í Reykjavík. Eydís giftist 18. nóvember 1972 Þorsteini G. Benjamínssyni húsa- smið, f. á Ystu-Görðum í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu 7. janúar 1949. Foreldrar hans eru Benjamín Markús- son, f. 18. ágúst 1906, d. 19. desember 1993, og Arndís Þorsteins- dóttir, f. 30. desem- ber 1918. Börn þeirra Eydísar og Þorsteins eru Guð- mundur Valgeir húsasmiður í Reykja- vík, f. 20. janúar 1975, Inga Dögg, bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 4. ágúst 1979, unnusti Kjartan Ásþórsson tölvunarfræðingur, f. 16. september 1977, og Arnar Þór, nemi í Borg- arnesi, f. 20. maí 1986. Eydís ólst upp hjá foreldrum sín- um á Þórólfsgötu 8 í Borgarnesi. Eydís og Þorsteinn hófu búskap á Þórðargötu 24 í Borgarnesi og bjuggu þar mestan sinn búskap en fluttu sl. sumar á Kveldúlfsgötu 14 þar í bæ. Með húsmóðurstörfum vann hún um árabil í verslunum Kaupfélags Borgfirðinga, í Geira- bakaríi og seinustu árin í Sundmið- stöðinni í Borgarnesi. Útför Eydísar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (G.J.) Mig langar í fáum orðum að minnast frænku minnar, hennar Dísu í Borgarnesi. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum saman frá því ég man fyrst eftir mér. Það var alltaf svo gott að koma við hjá Dísu og Steina á leiðinni norður og fá sér kaffibolla áður en lengra væri haldið og eins þegar við fórum suður aftur. Það var aldrei nein lognmolla í kringum okkur þegar við hittumst, þú varst alltaf skelli- hlæjandi eða skælbrosandi, ég man aldrei eftir þér alvörugefinni. Við fórum saman til Dublin fyrir 12 ár- um síðan, Unna, Dísa og ég. Við vorum örmagna á kvöldin eftir allt búðarrápið. Við hlógum ekkert lítið að því þegar við settumst þrjár inn í leigubíl á leið á hótelið, og það sást ekki í okkur fyrir pokum, að karlgreyið sem keyrði okkur hélt að það væru engar búðir á Íslandi. Þú og Steini voruð alltaf svo dugleg að koma suður og þá komst þú við hjá Jóku frænku og voru gerðar ófáar tilraunir með liti, strípur og klippingar. Það voru for- réttindi að fá þig alla leið frá Borg- arnesi og geta sagst eiga kúnna sem kæmi til mín alla þessa leið. Guð geymi þig, elsku besta frænka mín. Ég votta Steina, Gumma, Arnari, Ingu Dögg og Kjartani mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín frænka í Keflavík, Jóhanna. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Ástkær vinkona mín og frænka er fallin frá, alltof fljótt. Dísa var mikill gleðigjafi, fékk alla til að brosa með sér og líða vel í návist sinni. Hún var vel liðin af vinum og vinnufélögum sínum, enda sinnti hún störfum sínum af mikilli trúmennsku. Hún ólst upp á góðu heimili með foreldrum sínum og systkinum, þar var mjög gestkvæmt og mikil gest- risni ríkjandi. Ung giftist hún Steina sínum og börnin urðu 3. Ekki var þó lífið alltaf dans á rós- um, því hún missti móður sína allt- of fljótt og Steini lenti í alvarlegu slysi. En þau glímdu saman við alla erfiðleika og á milli þeirra var mik- il vinátta og kærleikur. Dísa var mikil húsmóðir og hlúði vel að heimili sínu og fjölskyldu. Þau höfðu gaman af að ferðast og áttum við fjölskylda mín með þeim margar ógleymanlegar stundir. Í veikindum Dísu stóð Steini allt- af sem klettur við hlið hennar og ættingjar og vinir reyndu að létta undir með þeim. Vinkona Dísu, Sigríður Þóris- dóttir, sýndi henni einstaka hjálp- semi og vináttu sem var engu lík. Hafi hún hjartans þakkir fyrir það. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænunum mínum, en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja og alltaf við verðum að muna, að guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Elsku Dísa, takk fyrir að fá að eiga samleið með þér. Guð styrki Steina, Arnar, Gumma, Ingu Dögg og Kjartan. Þín frænka Gunnþórunn. Dísa svilkona mín er fallin frá, langt fyrir aldur fram. Dísa var mjög svo glöð og alltaf var gaman að hitta hana og þá var hlegið mik- ið. Við töluðum oft lengi, lengi í síma, þá sagði hún, verðum við ekki að fara að hætta og hló en við þurftum að tala meira svo það gleymdist. Það er erfitt að hugsa til þess að hitta hana ekki aftur og hafa gaman yfir kaffibolla. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Steini og fjölskylda, ég votta ykkur mína hinstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði, elsku Dísa. Ingibjörg Gústafs. Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. (Hannes Pétursson.) Tíminn er svo sannarlega fugl sem flýgur hratt og leikur sér að skynfærum manna um leið og hann sannar afstæði sitt. Þannig hefur það ekki enn náð mínum skynfær- um að hún Dísa mín sé okkur horf- in hér úr þessari jarðvist, og að við fáum ekki að heyra hennar dillandi hlátur og bjarta bros né njóta hennar óbrigðulu bjartsýni lengur. Þegar mér bárust fyrst fregnir af veikindum Dísu fannst mér það allsendis óhugsandi að manneskja eins og hún gæti yfirhöfuð veikst, jafn full af lífi og lífsgleði sem hún var. Því var það svo að þegar ég skömmu síðar heimsótti Dísu upp í Borgarnes þá brá mér óneitanlega, því svo illa hafði þessi grimmi sjúk- dómur leikið mína gömlu góðu vin- konu að hún gat varla talað og enn síðar missti hún allan mátt úr kroppnum sínum. Það voru þó aug- un sem ekki brugðust, í þeim mátti enn greina þennan dásamlega stríðnisglampa og gleði sem jafnan bjó inni fyrir. Það eru þessir augnageislar sem ylja mér mest nú. Við þessi leiðarlok nærist hugur minn mest á minningum um hana Dísu frá því við vorum unglings- stelpur og heimurinn lá að fótum okkar. Þegar ég, sveitastelpan, kom í skóla í Borgarnesi þá var ekki ónýtt að eiga vinkonu eins og Dísu að. Við vinkonurnar ásamt Erlu frænku minni og Ásu Helgu vorum oft nefndar í sömu andránni og varla gerðum við nokkurn skap- aðan hlut án þess að allar tækju þátt í því saman. Við fórum saman á fyrsta sveitaballið, eignuðumst kærasta um svipað leyti og giftum okkur meira að segja líka á sama árabili. Þau voru glæsileg og flott, Dísa og Steini, þegar þau giftu sig. Við stofnuðum líka fyrsta og eina „fyrirtækið“ sem ég hef rekið um dagana, þá 15 ára gamlar, á tímum atvinnuleysis unglinga, og „rákum“ bónstöð í tvo sumarmánuði þegar enga sumarvinnu var að hafa. Dísa var þá sjálfkjörinn fjármálastjóri fyrirtækisins, því hún var þekkt fyrir útsjónarsemi í fjármálum og gat látið aurana sína endast mun lengur en við eyðsluseggirnir gát- um. Þá þegar komu í ljós þeir eig- inleikar Dísu að með bjartsýni og skynsemi eru flestir erfiðleikar yf- irstíganlegir þótt hún hafi nú orðið að lúta í lægra haldi. Þótt við Dísa fjarlægðumst land- fræðilega þegar árin liðu þá fjar- lægðumst við aldrei á annan hátt. Þrátt fyrir búferlaflutninga – jafn- vel milli landa – barneignir, hjóna- bönd og mismunandi áhugamál þá var Dísa alltaf kyrr á sínum stað í mínum huga og þótt stundum liði ár á milli okkar funda þá var alltaf eins og ég hefði hitt hana í gær. Þá var tíminn líka nýttur til hins ýtr- asta og orðin ekki spöruð þegar sagt var frá lífsviðburðunum hjá báðum, bæði í sorg og gleði. Við Dísa ferðumst ekki lengur saman því hún þurfti að fara aðeins fyrr úr lífsvagninum en við hin sem höldum áfram um stund. Samferð- inni með henni Dísu er ég hins veg- ar óendanlega þakklát og geymi sögurnar hennar, bros og hlátur, hlýju og tryggð, meðan vit mitt endist. Ég og fjölskyldan mín vott- um honum Steina og mannvænlegu og fallegu börnunum þeirra, systk- inum og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Falleg minning um góða og heilsteypta konu mun milda sorgina. Gróa Finnsdóttir. Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur vinnufélagana í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að kveðja góðan vinnufélaga sem þurfti að kveðja allt of fljótt. Eftir erfið veikindi síðustu mánuði hefur Dísa okkar fengið hvíldina. Hver hefði trúað því að við ætt- um eftir að skrifa minningargrein um Dísu okkar svo fljótt? En eng- inn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér, það er nokkuð ljóst. Áð- ur en hún veiktist var hún manna hraustust og missti aldrei dag úr vinnu. Það var sko engin lognmolla í kringum hana Dísu, oft glatt á hjalla hjá okkur í vinnunni og hlut- irnir látnir ganga og Dísa litla brosandi út að eyrum. Börnin sem komu í húsið hændust að henni og enn finnst okkur að Dísa komi til vinnu með brúnu litlu töskuna sína með oststykkið sitt og brauðsneið- ina og alltaf að passa línurnar. Svo var hlegið að öllu saman og sagt nú verður tekið á því og við verðum að vera duglegar kellurnar að mæta í þrek þegar haustdagskráin fer í gang. Svona sjáum við Dísu fyrir okkur svo ljóslifandi. En núna er komið að kveðju- stund í bili. Elsku Steini og fjöl- skylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingar um góðan vinnufélaga geym- um við á góðum stað í hjörtum okk- ar. Starfsmenn Íþróttamiðstöðv- arinnar í Borgarnesi. Elsku hjartans dúllan mín. Þá er komið að leiðarlokum. Mikið á ég eftir að sakna þín,en samt óska ég þér góðra ferðar í betri heim eftir allt sem þú hefur þurft að þola núna á þessu ári, þetta er búið að vera snörp og erfið barátta hjá þér, en alltaf var nú stutt í húmorinn. Þú ert sko hetja í mínum augum. Ég þakka þér fyrir öll árin okkar sem við áttum saman, sérstaklega síðustu mánuðina, þeir eru mér svo dýrmætir, við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum börn, alltaf varst þú tryggur og góður vinur. Ég er mjög ánægð með að eiga heima á gamla æskuheimilinu þínu, þar á ég margar góðar minningar um þig, Dísa mín. Manstu (má Dísa koma út), eins þegar við fórum með lillana okkar og karlana til Spánar og svo til Kanarí í vetur. Elsku Dísa mín, að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir að vera til fyrir mig öll þessi ár, þau hefðu mátt vera miklu fleiri. Elsku Steini, Gummi, Inga og Arnar, missir ykkar er mikill og bið ég góðan guð að vernda ykkur. Erla, Þorgeir og fjölskyldur, sendi ykkur mínar bestu samúðarkveðj- ur og megi góður guð vera með ykkur öllum. Far þú í friði, þín vinkona, Sigríður Þórisdóttir. Haustið skall á með hvelli þetta árið, septembermánuður kom aftan að okkur með offorsi, kulda og trekki. Það haustaði líka skyndi- lega hjá Dísu vinkonu minni sem greindist með MND-sjúkdóm í jan- úar á þessu ári og lést hinn 17. október sl. á líknardeildinni í Kópavogi langt langt um aldur fram. Kynni mín af Dísu hófust fyrir mörgum árum eða þegar hún kynntist eftirlifandi eigimanni sín- um, Þorsteini Benjamínssyni, frænda mínum og góðum vini. Ég varð þess svo aðnjótandi að fá að búa hjá þeim Dísu og Steina á Þórðargötunni í nokkur ár og naut þar ástar og umhyggju. Þessi dvöl mín á Þórðargötunni stendur mér enn í fersku minni og yljar mér um hjartarætur þegar ég hugsa til baka, enda má segja að þau Dísa og Steini hafi mótað líf mitt að ein- hverju leyti og komið mér til manns. Þá fékk ég tækifæri til að umgangast og fylgjast með eldri börnunum þeirra, þeim Gumma og Ingu Dögg, vaxa og dafna en yngsta barnið, Arnar, var þá ófætt. Þegar ég hugsa til baka á þessari stundu kemur margt upp í hugann og liðnar minningar hrannast upp í hugskotinu. Dísa var frábær kona og hafði alla þá góðu kosti sem geta prýtt eina manneskju og þeim sem umgengust hana leið vel í ná- vist hennar. Dísa var traust sínum vinum og fjölskyldan var henni allt. Samband þeirra Dísu og Steina var afar sterkt og virðing og kærleikur í fyrirrúmi. Málin voru oft rædd í eldhúsinu á Þórðargötunni, þar voru bæði al- vöru- og gleðimál rædd í mesta bróðerni. Mér er í fersku minni glaðværð og smitandi hlátur Dísu, einnig hvernig hún gat hrifið aðra með sér í kátínu og hressleika og létt þeim lundina sem þungir voru. Á gamlársdag árið 1984 fórum við Hanna Lára til Reykjavíkur í brúðkaup og báðum þá Dísu og Steina að passa frumburð okkar, Sævar Birni, sem var þá þriggja mánaða. Um kvöldið gerði brjálað veður þannig að við komumst ekki upp í Borgarnes og Sævar var því fyrstu áramótin sín hjá þeim Dísu og Steina á Þórðargötunni. Við vorum alveg róleg yfir þessu þar sem við vissum að Sævar væri í góðum höndum. Þegar við náðum í Sævar á nýársdag sagði Dísa að þau Steini hefðu verið að æfa sig í afa- og ömmuhlutverkinu, þau höfðu einnig sett aukahamborgar- hrygg í ofninn á gamlárskvöld ef við skyldum koma heim um kvöldið eða nóttina. Endalaust gæti ég talið upp at- vik og minningar tengdar Dísu en læt hér staðar numið. Elsku Dísa, það er komið að kveðjustund, minningin um þig verður ætíð hjá mér, þakka þér fyrir allt, Guð blessi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku, Steini, Gummi, Inga, Kjartan og Arnar, við Hanna Lára og börn sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk á sorg- arstund og um ókomna framtíð. Steinar Þór Snorrason. EYDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.