Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FRIÐRIK Sigtryggsson, einn af velunnurum Barnaspítala Hrings- ins, hefur ákveðið að láta allar sínar eigur renna til spítalans eftir sinn dag. Ákvörðun Friðriks má rekja til þess að fyrir nokkrum árum lýsti spítalinn eftir fjármunum til tækja- kaupa. Þá tók Friðrik sig til og tók út úr banka hundrað þúsund krónur í seðlum sem hann afhenti spít- alanum. Í kjölfarið hafði Friðrik samband við Hauk Björnsson, frænda sinn, sem útbjó erfðaskrá þar sem spítalanum eru gefnar allar eigur Friðriks. Þá var stofnaður sjóður sem sinnir nú hlutverki fræðslusjóðs og hefur þegar komið að góðum notum. Friðrik hefur haft það fyrir sið að gefa Barnaspítala Hringsins gjöf á afmælisdegi sínum. Í gær fagnaði hann 88 ára afmæli sínu með því að færa spítalanum ávísun upp á fjórar milljónir króna sem bætist í sjóðinn sem nú hefur að geyma einar fjór- tán milljónir. „Þar sem ég á engan lögerfingja hefðu þessir fjármunir dreifst út um allt og ekki komið neinum að gagni ef ég hefði dottið út án þess að gera þessar ráðstaf- anir,“ segir Friðrik sem aldrei hefur kvænst og er barnlaus. Hann hefur hingað til ekki viljað koma fram í fjölmiðlum en vonar að sú breyting eigi eftir að fá fleiri í hans stöðu til að taka sér hann til fyrirmyndar. „Ef menn í mínum sporum gera ekki ráðstafanir og ganga frá sínum málum áður en þeir falla frá geta orðið alls kyns leiðindi í kjölfarið.“ Ómetanleg gjöf Gylfi Óskarsson, barnalæknir og formaður fræðslusjóðs Barnaspítala Hringsins, segir gjöf Friðriks vera ómetanlega þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinum kostnaði varðandi fræðslu og endurmenntun starfs- fólks í fjárframlögum til barnaspít- alans. „Í vor var veitt úr sjóðnum til þess að koma af stað mjög öflugri fræðslu til starfsfólks um hvernig skuli staðið að verkjameðferð ný- bura og reyndar eldri barna einnig. Í þeim tilgangi fengum við til liðs við okkur tvo sérfræðinga sem eru í fremstu röð í heiminum á sínu sviði og þeir héldu fyrirlestra og voru með vinnubúðir fyrir starfsfólk. Einnig fóru þeir yfir það hvernig við stöndum að verkjameðferð ný- bura og þetta var í raun gjörbylting á því hvernig er staðið að þeim mál- um,“ segir Gylfi og bætir við að hugmyndin sé sú að nýta fræðslu- sjóðinn til þess að fá þekkingu að utan í stað þess að starfsfólkið sé sent til útlanda til að sækja þekk- ingu. Með þessu móti sé hægt að fræða fleiri í einu og á hagkvæmari máta. En ekki er nóg að veita aðeins fé til þess að fræða starfsfólkið heldur verður einnig að fræða foreldra og aðra aðila sem gætu haft hag af því að fá skipulagða fræðslu um barna- sjúkdóma og bráðasjúkdóma barna. En fyrst og fremst hafi starfið snúið að því að efla fræðslu innan spítalans og ekki hafi verið vanþörf á þar sem spítalinn byggist upp á því að starfsfólkið hafi framúrskar- andi kunnáttu innan síns sviðs. Stofnaði sjóð til fræðslu Morgunblaðið/RAX Á leið sinni um spítalann hitti Friðrik Sigtryggsson fyrir ungan sjúkling, Hugin H. Guðmundsson, og föður hans, Guðmund Guðbergsson, en fyrir aftan þau standa Rakel Jónsdóttir gæðastjóri og Gylfi Óskarsson barnalæknir. Friðrik Sigtryggsson hefur gefið Barnaspítala Hringsins 14 milljónir króna AFLAMARK sem nam 270.173 tonnum var flutt milli óskyldra aðila á síðasta fiskveiðiári. Verðmæti þessa aflamarks var um 8,8 millj- arðar króna. Þetta er 15.000 tonn- um minna magn en fiskveiðiárið þar á undan, en verðmætin eru meiri þar sem leiguverðið hefur hækkað. Alls voru flutt 61.315 tonn af þorski með þessum hætti milli skipa og báta og er verðmæti þeirra um 5,7 milljarðar króna. Leiguverð er miklu hærra í afla- markskerfinu en í krókakerfinu. Er verðmunurinn reyndar allt frá því að vera óverulegur upp í 250%. Í þorski er verðmunurinn 58%, þar sem verðið er 122,33 krónur á hvert kíló í aflamarkskerfinu en 77,62 krónur í krókaaflamarkinu. Hæst var borgað fyrir leigu á humri, 894,68 krónur að meðaltali, en lægsta verðið var fyrir loðnu, eða 56 aurar. Humarkvóti dýrastur  Leigðu | 15 ÍSLENSKIR starfsmenn við gerð Kárahnjúkavirkjunar og lagningu Fljótsdalslínu 3 og 4 eru nú um 450. Er þetta heldur hærra hlutfall en hefur verið af heildarfjölda starfsmanna við framkvæmdirnar, sem nú er 1.636 samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið tók sam- an frá verktökum. Að sögn Sigurðar Arnalds, tals- manns Landsvirkjunar, hefur fjöldi starfsmanna sveiflast til eftir árs- tíðum, og þá um leið fjöldi Íslend- inga. Þeir hafa að jafnaði verið um fjórðungur vinnuafls þegar allt er tekið en hlutfallið nú er tæp 28%. Erlendir starfsmenn eru nú tæp- lega 1.200 og gæti þeim átt eftir að fjölga á næstunni. Þannig er von á tíu Pólverjum í næstu viku til starfa í stöðvarhúsinu í Fljóts- dal. Alls eru nú tíu verktakar að störfum við mannvirkjagerð hvers konar, og nokkrir undirverktakar til viðbótar. Þá er miðað við ganga- og stíflugerð, vegagerð, línu- og strengjalögn, uppsetningu vélbúnaðar og byggingu stöðvar- húss, tengivirkis og hlaðhúss. Sem kunnugt er þá er Impregilo langstærsti verktakinn, með um 1.150 starfsmenn, þar af aðeins um 100 Íslendinga. Íslensk verktaka- fyrirtæki á svæðinu eru Suður- verk, Arnarfell, Héraðsverk, Ístak, Keflavíkurverktakar, Myllan og Ís- lenskir aðalverktakar, sem eru hluti af alþjóðlega verktakahópn- um Fosskrafti. Þá eru nokkrir undirverktakar að störfum, eins og t.d. Malarvinnslan á Egilsstöðum. Um 450 Íslendingar við Kára- hnjúka  Flest annað | Miðopna 40*  ,12) 4/-!  )  -   !! # )%$ $    "#" . /-$$ P  & -$% $! HAUKUR Björnsson aðstoðaði frænda sinn Friðrik Sigtryggsson við að stofna sjóð til styrktar Barnaspít- ala Hringsins. Haukur segir Friðrik hafa komið á sinn fund þar sem hann hafi fyrir fimmtán til tuttugu árum aðstoðað föðurbróður hans sem var, líkt og Friðrik, ókvæntur, barnlaus og kominn á sín efri ár, við stofnun sjóðs til styrktar söngmenntun – söngmenntasjóð Mar- ínós Péturssonar. Að sögn Hauks er ekki mikið mál að stofna slíkan sjóð, það þurfi að útbúa erfðaskrá, gera samþykktir fyrir sjóðinn og fá samþykki frá dómsmálaráðuneytinu til að öðlast löggildingu en einnig þarf að setja saman stjórn sjóðsins. Jafnframt segir Haukur það mikið gleðiefni að fá að koma að svona málefni, sem er svo gott að það geri mann mjúkan. „Það myndi gera mig hamingjusaman að hjálpa fleiri aðilum við að stofna sjóði á borð við þann sem Friðrik stofnaði. En annars er hægt að leita til lögfræðings eða einhvers lögfróðs manns,“ segir Haukur sem er viðskiptafræðingur að mennt. Lítið mál að stofna styrktarsjóð LANDSPÍTALA – háskólasjúkra- húsi (LSH) hefur verið falið að und- irbúa framleiðslu lífsnauðsynlegra innrennslisvökva á vegum spítalans. Er það m.a. gert í ljósi hættu á að skæður inflúensufaraldur geti breiðst út um heimsbyggðina og tek- ið fyrir möguleika á að flytja inn inn- rennslisvökva í nægilegu magni og nægilega hratt fyrir landsmenn. Þessi ákvörðun var tekin í fram- haldi af samþykkt ríkisstjórnarinnar nýverið og fundi í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Innrennslislyfin eru til hefðbund- inna nota á heilbrigðisstofnunum ríkisins auk þess að koma upp næg- um birgðum til að geta mætt far- aldri. Búið er að skipa starfshóp til að undirbúa verkefnið. „Um er að ræða vökva sem gefnir eru í æð, ýmist saltvatn eða syk- urvatn,“ sagði Jó- hannes M. Gunn- arsson, lækninga- forstjóri LSH. Á árum áður fram- leiddi Lyfjaversl- un ríkisins inn- rennslislyf, en framleiðslu þeirra var hætt hér á landi. LSH hefur síðan boðið út kaup á þessum vökvum og hafa þeir verið fluttir inn og engin innlend framleiðsla verið um árabil. „Menn hafa haft af þessu miklar áhyggjur, alveg burtséð frá öllum farsóttum,“ sagði Jóhannes. „Birgðir í landinu eru takmarkaðar og þetta er vara sem þarf alltaf að vera til. Það má ekki mikið út af bregða að það gæti hugsanlega komið upp skortur á þessu. Við hugsanlegan faraldur myndi eftirspurn í heimin- um verða svo mikil að það yrði al- mennur skortur. Við slíkar aðstæður er hver sjálfum sér næstur og hætt við að það yrði erfitt að fá þetta. Í versta falli gætu samgöngur lamast til landsins og þessi vara, sem er þung í flutningi, bærist ekki. Þetta er heilmikið alvörumál og áhyggju- efni að þessi lyf skuli ekki vera fram- leidd í landinu.“ Víða um heim hafa sjúkrahús komið sér upp eigin framleiðslu á innrennslislyfjum. Jóhannes nefndi að það væri t.d. nokkuð algengt í Danmörku og sjúkrahúsið í Þórs- höfn í Færeyjum væri með eigin framleiðslu. Hann sagði að dagskip- unin væri að vinna verkið eins hratt og mögulegt er. Taldi Jóhannes að starfræksla verksmiðju af þessu tagi gæti hafist á næsta ári. LSH falið að framleiða lífsnauðsynlega innrennslisvökva Áhyggjuefni að lyfin séu ekki framleidd hér  Viðbragðsáætlun | 4 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Jóhannes Gunnarsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.