Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Eldsmiður að víkingasið Böðvar Guðmundsson mótar málma yfir opnum eldi Minn staður Lesbók | Brothætt samband Norðmanna við Munch  Efnið og andinn Börn | Uppáhaldið mitt  Gátur og þrautir Íþróttir | KA lagði Fram  Hugarfar Eiðs í lagi GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði í gær að Sameinuðu þjóð- irnar yrðu að bregðast hratt og kröft- uglega við skýrslu sem gerð var fyrir stofnunina um að- draganda morðs- ins á Rafik Hariri, fyrrverandi for- sætisráðherra Líbanons. Í skýrslunni er sagt að háttsettir emb- ættismenn Sýr- lendinga hafi, ásamt líbönskum leyniþjónustumönn- um, komið að morðinu í febrúar. „Fram koma sterkar vísbendingar um það í skýrslunni að þetta pólitíska morð hefði ekki getað verið framið án þátttöku Sýrlendinga,“ sagði Bush. Forsetinn sagði skýrsluna valda „miklum áhyggjum“ en útskýrði ekki nánar hvaða viðbrögð hann ætti við. Fréttaskýrendur telja sumir að ef til vill verði samþykkt viðskiptabann á Sýrland á fundum SÞ í næstu viku. Sjálfir vísa Sýrlendingar niðurstöðum skýrslunnar á bug og segja að þær séu af pólitískum rótum runnar. Fleiri en ein útgáfa af skýrslunni var gerð. Í einni þeirra, sem fjöl- miðlar komust yfir, var haft eftir vitni að Asef Shawkat, yfirmaður leyni- þjónustu sýrlenska hersins og mágur Bashars Assads Sýrlandsforseta, og bróðir forsetans, Maher Assad, væru meðal þeirra sem tekið hefðu þátt í samsærinu gegn Hariri. Þýski dóm- arinn Detlev Mehlis stjórnaði gerð skýrslunnar. Hann segir að um mis- tök hafi verið að ræða þegar menn- irnir tveir voru nafngreindir. Ekki megi líta svo á að grunur um aðild þeirra hafi verið staðfestur. SÞ refsi ríkisstjórn Sýrlands Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is George W. Bush  Sýrlandsstjórn | 20 LJÓST er að óútkomin glæpa- saga Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja táknið, verður gefin út í að minnsta kosti þrjátíu löndum á komandi misserum en samningar tókust í gær milli bókaforlagsins Veraldar og spænsku útgáfu- samsteypunnar Santillana um út- gáfu á bókinni í átján spænsku- mælandi löndum. Santillana er með aðalbækistöðvar á Spáni en rekur sjálfstæð dótturforlög í tuttugu öðrum löndum. Áður hef- ur verið gengið frá samningum um útgáfu á Þriðja tákninu á átta tungumálum með söluheimildum til að minnsta kosti tólf landa. Pétur Már Ólafsson, sem stend- ur að Veröld ásamt Ólafi Ragn- arssyni, veit ekki til þess að gengið hafi verið frá útgáfu á ís- lensku skáldverki jafn víða áður en það kemur út hér á landi. Hann segir að þetta sé vitaskuld fljúgandi start fyrir nýjan höfund en Þriðja táknið er fyrsta skáld- saga Yrsu fyrir fullorðna. Að hans dómi er nærtækasta skýr- ingin á þessum góðu viðbrögðum sú að bókin er mjög góð. „Við höfðum strax mikla trú á þessari bók. Yrsa virðist hitta þarna á einhvern tón sem ekki hefur ver- ið til staðar á þessu sviði bók- menntanna. Þess vegna falla menn svona víða fyrir bókinni. Ég vonaðist til að ná samningum í fimm löndum í haust en þetta er framar villtustu draumum,“ segir Pétur Már. Þriðja táknið kemur út hér á landi í byrjun nóvember. Í sög- unni finnst þýskur sagnfræðinemi myrtur í húsi á svæði Háskóla Ís- lands. Fjölskylda hans er ósátt við rannsókn lögreglunnar og fær ungan íslenskan lögmann til að kynna sér málavöxtu upp á eigin spýtur. Kemur þá sitthvað óvænt upp úr kafinu. Samið um útgáfu glæpasögunnar Þriðja táknsins víða um heim Yrsa Sigurðardóttir Kemur út í 30 löndum  Glæpasaga Yrsu | 29 TILBOÐ Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til Samfylkingar- innar um að taka höndum saman, koma ríkisstjórninni frá völdum og mynda græna velferðarstjórn stend- ur enn, sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, í setningarræðu landsfundar í gær. „Markmiðið er, og verður að vera, að fella ríkisstjórnina, koma Sjálf- stæðisflokknum og Framsóknar- flokknum líka út úr Stjórnarráðinu. Ekkert dekur við Framsókn heldur, því hafi nú einhver flokkur einhvern tímann í samanlagðri íslenskri stjórnmálasögunni haft mikla þörf fyrir hvíld og langa endurhæfingu, þá er það Framsóknarflokkurinn,“ sagði Steingrímur. Steingrímur boðaði endurskoðun á stefnu flokksins, þar sem megi dýpka og breikka hugsjónagrundvöll hreyfingarinnar og flokkurinn verði skilgreindur, fyrstur starfandi ís- lenskra stjórnmálaflokka, sem flokk- ur kvenfrelsis, eða femínisma. „Í reynd er hér um að ræða að nálgast jafnréttisbaráttuna frá sjón- arhóli grundvallarréttinda, mann- réttinda og frelsis í ríkara mæli en ella er gert,“ sagði Steingrímur. „Gegn öllu þessu, gegn hvers kyns kynbundnum forréttindum, gegn hvers kyns kynbundinni mismunun, viljum við skera upp herör og vera róttæk í nálgun okkar eins og þessi tillaga ber með sér. Það fer vel á því að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð taki þessa ákvörðun á afmælisári í kvenréttindabaráttunni.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ávarpaði landsfund flokks síns á Grand hóteli í gærkvöldi. Markmiðið græn velferðarstjórn Steingrímur J. Sigfússon á fjórða landsfundi Vinstri grænna Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Ekki norrænt | 10 Ósló. AP. | Norsk vísindakona, Anita Lill Hansen, hyggst nú í samstarfi við fangelsisyfirvöld rannsaka hvort hægt sé að draga úr glæpatíðni með því að auka hlut fiskmetis í fæðu fanga. Hansen hyggst kanna hvort neysla á feitum fiski geti dregið úr fljótræði, ofbeldisfullum bræðisköst- um og skorti á einbeitingu. Hansen, sem starfar við háskól- ann í Bergen, segir að skapgerðar- einkenni af áðurnefndu tagi séu al- geng meðal fanga. Hún segir að fyrri rannsóknir hafi gefið til kynna að tengsl væru milli ástands hjartans og þess hve vel fólki gangi að hafa stjórn á sér. Fita í fiski, sem er með lágt hlutfall af Omega 3 fitusýrum, er talin góð fyrir hjarta- og æðakerfi. Bornir verða saman tveir hópar, annar fær mikið af feitum fiski en hinn ekki. Kannað verður hvort greina megi mun á hátterni hópanna. Fiskát gegn glæpum? RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp um að nema úr gildi und- anþágur um tóbaksnotkun á veit- ingahúsum og skemmtistöðum. Frumvarpið fer nú til þingflokka stjórnarflokkanna og ef þeir sam- þykkja það verður það lagt fram sem stjórnarfrumvarp á Alþingi. Ef af verður taka lög um bann við tób- aksnotkun á veitinga- og skemmti- stöðum gildi um mitt ár 2007. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, segir að frumvarpið, sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina, sé samhljóða frum- varpi sem Siv Friðleifsdóttir og fleiri þingmenn lögðu fram á þingi í fyrra. Eina undantekningin sé sú að gild- istökuákvæðið sé um mitt ár 2007. Banni eins og þessu hefur verið komið á í nokkrum nágrannalöndum okkar, m.a. á Írlandi. Þar í landi tók bannið gildi í byrjun árs 2004 og í nóvember sama ár hafði sala á sígar- ettum dregist saman um 17,6%. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, fagnar samþykktinni. „Ég er sátt, enda er þetta í samræmi við óskir veitingamanna innan Samtaka ferðaþjónustunnar, bæði að banni verði komið á og að veitingamenn fái langan aðlögunarfrest.“ Vill að fólk hafi val „Ég er ekki sáttur við að allir séu settir undir sama hatt, ég vil að fólk hafi val,“ segir Kormákur Geir- harðsson, annar eigenda Ölstofu Kormáks og Skjaldar, þegar hann er spurður álits á reykingabanni. „Ég er beggja blands í þessu máli, ég styð bann á sumum stöðum, skil það þar sem verið er að borða og þar sem börn eru, en ég tel ekki rétt að setja algert bann.“ Reykinga- bann á veit- ingahúsum árið 2007? Eftir Bryndísi Sveinsdóttur og Jón Aðalstein Bergsveinsson Lesbók, Börn og Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.