Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND er á hraðri siglingu frá hinu norræna módeli samábyrgs og öflugs opinbers velferðarkerfis, sem hefur einkennt Norðurlöndin, í átt að samfélagi að amerískri fyr- irmynd, sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, í setningarræðu landsfundar flokks- ins á Grand hóteli í gær. „Það verður ekki haldið uppi nor- rænu velferðarkerfi á Íslandi með amerískum skattahlutföllum,“ sagði Steingrímur, hér hafi mis- skipting, eða ójöfnuður, aukist geigvænlega síðustu ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, fyrst með Al- þýðuflokki og svo með Framsókn- arflokknum. Steingrímur gagnrýndi harðlega þá stöðu efnahagsmála sem ríkis- stjórnin hafi kallað yfir landsmenn með yfirstandandi stóriðjufram- kvæmdum. Hann minnti á að VG hafi frá upphafi varað við hættu af hringamyndunum, og flokkurinn væri tilbúinn til að styðja setningu hóflegra leikreglna um eignarhald á fjölmiðlum. Í ræðu sinni sagði formaðurinn að tilboð flokksins um að Samfylk- ing og Vinstrihreyfingin taki hönd- um saman og myndi græna velferð- arstjórn standi enn. „Markmiðið er, og verður að vera, að fella ríkis- stjórnina, koma Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum líka út úr Stjórnarráðinu. Ekkert dekur við Framsókn heldur, því hafi nú einhver flokkur einhvern tímann í samanlagðri íslenskri stjórnmála- sögunni haft mikla þörf fyrir hvíld og langa endurhæfingu, þá er það Framsóknarflokkurinn,“ sagði Steingrímur, og uppskar lófatak fundarmanna að launum. „Það er [...] umhugsunarefni í tengslum við samanburð á stöðu Ís- lands annars vegar og annarra Norðurlanda hins vegar, að skoða hvernig skattamál hafa verið með- höndluð í stjórnmálabaráttu hvers lands um sig. Í Svíþjóð, Danmörku og síðast í Noregi fyrir nokkrum vikum hafa kosningar unnist með því að hafna frekari skattalækkun- um eða lofa skattastoppi,“ sagði Steingrímur. „En hér uppi á Íslandi sitjum við uppi með afleiðingar loforðanna sem brast á með fyrir síðustu kosn- ingar. Stórfelldar skattalækkanir sem gagnast fyrst og fremst tekju- hæstu hópum samfélagsins. Það er hátekjufólk, stóreignafólk og fjár- magnseigendur sem eru dekurdýr ríkisstjórnarinnar í skattamálum, það er mikill misskilningur að allur almenningur njóti þar góðs af. Rík- issjóður hefur efni á því að fella nið- ur hátekjuskatt um næstu áramót, en ekki að borga hreyfihömluðum bensínstyrk segir í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnar Halldórs Ás- grímssonar,“ sagði Steingrímur. 40% þjóðartekna til hins opinbera Hann benti á að það hlutfall þjóð- artekna sem renni til hins opinbera sé verulega lægra á Íslandi en hin- um Norðurlöndunum. „Hér losar þetta hlutfall 40% í dag, en stefnir niður í 37–8% með skattalækkun- um á árinu 2007. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum er á bilinu 45 til 50%, með Noreg og Finnland á neðri endanum og Danmörku og Svíþjóð á þeim efri. Það stefnir sem sagt í u.þ.b. 10 prósentustiga mun á þeim hluta þjóðartekna sem geng- ur til samneyslunnar á Íslandi ann- ars vegar og á öðrum Norðurlönd- unum hins vegar. Þetta segir líka mikla sögu um það á hvaða leið ís- lenska samfélagið er eftir langvar- andi valdatíð hægri manna.“ Ekki norrænt velferðarkerfi með amerískum sköttum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hundruð landsfundargesta fögnuðu með lófataki þegar Steingrímur J. Sigfússon sagði markmið flokksins að koma ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá völdum og að VG og Samfylking ættu að standa að myndun grænnar velferðarstjórnar eftir næstu Alþingiskosningar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, setti fjórða reglulega landsfund flokksins í gær Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Segir tilboð til Samfylkingarinnar um græna velferðarstjórn standa TVÆR samfélagsbreytingar voru Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hugleiknar, í setning- arræðu hans á landsfundinum í gær, Annars vegar aukið misrétti í sam- félaginu, en hins vegar hringamynd- un í íslensku samfélagi, gríðarlega samþjöppun auðs og valda. „Það er kostulegt að heyra sjálfa höfuðpaura einkavæðingarinnar, þá sem hafa verið samfellt við völd í einn eða einn og hálfan áratug og haft meirihluta á Alþingi, tala sig hása af áhyggjum yf- ir því að fjármagn og völd færist á fárra hendur í samfélaginu. Nema hvað, nema hvað!“ „Hvar eru t.d. ráðstafanirnar sem til stóð að gera í upphafi til að tryggja dreift eignarhald á bönkum? Þær gufuðu upp og snerust upp í andhverfu sína. Sú leið var valin að afhenda bankana, ráðandi hlut frá byrjun, einum þóknanlegum aðila hvorn, sem síðan hefur skilað við- komandi óhemju gróða og völdum í viðskiptalífinu,“ sagði Steingrímur. „Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur frá upphafi varað við þessu, það er ekki Morgunblaðið eða Sjálfstæðisflokkurinn sem eru að finna upp hætturnar af hringamynd- un á Íslandi. Við erum eini flokkurinn sem höfum flutt á Alþingi margvísleg þingmál, tillögur og frumvörp af mis- munandi toga til þess að reisa skorð- ur við einmitt þessu; hringamynd- un.“ Nefndi Steingrímur, máli sínu til stuðnings, frumvarp um þak á há- markseign í viðskiptabanka, þings- ályktunartillögu um að endurnýjuð verði úttekt á einkennum samþjöpp- unar og hringamyndun í viðskiptalíf- inu, frumvarp um að aðskilja starf- semi viðskiptabanka og fjárfestingabanka, auk hugmynda um styrkingu samkeppniseftirlits og fjármálaeftirlits. Af einkavæðingu leiðir einokun „Við höfum lagst gegn einkavæð- ingu, m.a. af þeim ástæðum að fyrir lá að af henni leiddi einkavædd ein- okun eða fákeppni. Þannig að það stendur ekki upp á okkur. Og það er reyndar kostulegt líka að til dæmis Morgunblaðið talar iðulega eins og aðal vandamálið við að koma lögum yfir, eða böndum á, auðhringana, sem „hér eigi ekki að gína yfir öllu“, eins og það var orðað í Reykjavík- urbréfi sunnudaginn síðasta, og var eins og talað út úr mínu hjarta. Mogginn talar stundum eins og aðal vandamálið sé stjórnarandstaðan. […] Sérstaklega er það Samfylkingin sem er skömmuð mikið í þessu sam- bandi í Mogganum. Það kann vel að vera að Samfylk- ingin sé eitthvað mjúk í hnjáliðunum [...] í þessum efnum, en það skiptir bara bókstaflega engu máli, það skiptir engu máli. Stjórnarflokkarnir hafa haft alla möguleika til að grípa til aðgerða, ef hugur fylgdi máli, ef þetta væri eitthvað meira en í nös- unum á þeim,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað veltir maður því fyrir sér hvort í þessari sérkennilegu um- fjöllun um hætturnar á hringamynd- un og samþjöppun í viðskiptalífinu sé fólgin ákveðin iðrun í bland við eft- irsjá hjá sjálfstæðismönnum, þeir óttist afleiðingar eigin gerða og stefnu. Það sé að myndast hérna allt annað þjóðfélag, að minnsta kosti allt annað viðskiptasamfélag, og aðrir menn fara með undirtökin en til stóð.“ Leikreglur um fjölmiðla Steingrímur sagði Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð hafa verið tilbúið til að setja leikreglur til að koma í veg fyrir óhóflega sam- þjöppun á sviði fjölmiðlunar. Þær reglur þurfi þó auðvitað að samrým- ast viðskiptaumhverfi og veru- leikanum hér á landi, og standast all- ar kröfur um góða stjórnsýslu og meðalhóf. Þar sé öflugt ríkisútvarp úrslitaatriði til að tryggja fjölbreytta, faglega og óháða fjölmiðlun í landinu. Framganga lögreglu og ákæru- valds í Baugsmálinu er ekki upp á marga fiska, að mati Steingríms, sem sagði bæði ýmsa stjórnmálamenn og fjölmiðla hafa blindast í því moldroki. Aðalatriði málsins sé að gera verði þær kröfur til réttarkerfisins að það sé þeim vanda vaxið að takast á við mál af þessu tagi og leiða þau til lykta. Varað við samþjöppun auðs og valda frá upphafi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kolbrún Halldórsdóttir, Álfheiður Ingadóttir og Stefanía Traustadóttir hlýddu á setningarræðu Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ræddi þá stöðu sem komin er upp í efna- hagsmálum í setningarræðu á landsfund- inum í gær. Hann sagði flesta hugsandi og ábyrga menn, sem og flestar stofnanir og samtök sem láti sig efnahagsmál varða, hafa miklar áhyggjur af ástandinu. „Það er aðeins einn aðili undir sólinni sem að því er virðist er ónæmur fyrir því jafnvægisleysi og þeim skýjaklökkum sem hrannast upp við sjóndeildarhring efnahagsmála í land- inu, og það er ríkisstjórnin.“ Íslendingar súpi nú seyðið af ruðnings- áhrifum stóriðjuframkvæmda, sem hafi ver- ið troðið inn í hagkerfið með handafli. „Við erum í öðru lagi að upplifa áhrifin af stór- felldum skattalækkunum sem lofað var og lögfest langt fram í tímann ranglátar og á arfavitlausum tíma. Þær eru auðvitað sem olía á eldinn. Í þriðja lagi hefur verið hér mikil útlánaþensla og mikil verðsprenging á fasteignamarkaði, sem meðal annars rek- ur rót sína til ábyrgðarleysis Framsóknar- flokksins, sem keypti sér atkvæði í síðustu kosningum út á loforð um 90 ef ekki 100 prósent húsnæðislán,“ sagði Steingrímur. „Loks er það dauðyflisháttur ríkisstjórn- arinnar sem menn taka sem skilaboð um að hér verði áfram látið vaða á súðum. Það verði haldið við þá stóriðju-, skattalækkana- og viðskiptahallaveislu sem hér hefur stað- ið, og lán slegin fyrir veisluföngunum.“ „Vinstrihreyfingin – grænt framboð hef- ur eitt flokka lagt fram tillögur um aðgerð- ir til þess að endurheimta efnahagslegan stöðugleika í landinu. Við viljum stór- iðjubindindi, við viljum falla frá ranglátum og illa tímasettum skattalækkunum, við vilj- um samstilltar aðgerðir Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og ríkisvalds til að tryggja fjár- málastöðugleika og við viljum víðtækt sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins, samtök aldraðra og öryrkja og svo framvegis.“ Hagsveiflur úr takti við ESB Steingrímur gagnrýndi hugmyndir um upptöku evrunnar, sem formaður Samfylk- ingarinnar viðraði, og sagði það óumdeilt að það kæmi ekki nema í kjölfar inngöngu í Evrópusambandið. Væntanlega færu ein- hver ár í samningaviðræður og fullgilding- arferlið, og því mætti líkja þeirri lausn á efnahagsvandanum við að „kljást við þak- leka með því að veðja á að það hætti að rigna eftir svona sex til átta ár. Í stað þess að drífa sig út og gera við þakið.“ Staðreyndin sé sú að oft á tíðum sé álíka fáránlegt að nýta sömu hagstjórnarmeðöl hér á landi og á meginlandi Evrópu eins og að nota sömu veðurspá fyrir þessi svæði. Hagsveiflur hér í landi séu úr takti við hagsveiflur í Evrópusambandinu, ekki síður en hagsveiflur í Svíþjóð og Danmörku séu úr takti við sveiflurnar í sambandinu. Súpa seyðið af ruðnings- áhrifum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.