Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 39 Ríkisstjórnin hefur samþykkt aðhafin verði skoðun á því meðhvaða hætti megi standa aðgerð og framkvæmd heild- stæðrar aðgerðaáætlunar gegn heimilis- ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi hér á landi. Lagt er til að sjónum verði sér- staklega beint að börnum sem verða fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Sérstaklega verði skoðað hvernig styrkja megi barnaverndaryfirvöld, fé- lagsmálayfirvöld, skóla, heilbrigðiskerfið, lögregl- una og fleiri með það að markmiði að efla fræðslu og samhæfa vinnubrögð, verkferla og úrræði þess- ara aðila. Mikilsverð umræða Væntanlega hefur eng- inn fylgst ósnortinn með þeirri umræðu, sem fram hefur farið í þjóðfélaginu undanfarið um kynferð- islegt ofbeldi gegn börn- um. Það ber að þakka þeim, sem umræðuna hófu, fyrir þann kjark og persónulega styrk sem framganga þeirra ber vitni um. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn en ekki síst ber að þakka þeim systrum Svövu og Sigríði Björnsdætrum sem unnið hafa að verk- efninu Blátt áfram og svo Thelmu Ásdísardóttur og systrum hennar fyrir að hvetja til opinnar umræðu um þessi mál með því að hleypa þjóðinni að eigin lífi. Eftir þessa umræðu er íslenskt samfélag með- vitaðra en áður um þessi mál. Okkur er nú ljósari en nokkru sinni fyrr nauðsyn þess að taka höndum saman um að gera það sem í okkar valdi stendur til þess koma í veg fyrir þessi hörmulegu afbrot og til þess að tryggja að viðbrögð séu sem skilvirkust og markvissust þegar grunur vaknar. Sérstakur starfsmaður ráðinn Frá sjónarhóli stjórnsýslunnar koma margar stofnanir við sögu í þessum mál- um. Þar reynir á barnaverndaryfirvöld og félagsmálayfirvöld, öll stig skólakerfisins, sem heyra undir menntamálaráðuneyti, heilbrigðiskerfið og lögregluna. Hér er um að ræða stofnanir sem heyra undir fjögur ráðuneyti og sveitarfélögin í land- inu. Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að samráðsnefnd félagsmálaráðherra, sem starfað hefur frá árinu 2003 og var upphaflega falið að fjalla um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum mun nú einnig fjalla sérstaklega um þau verkefni sem getið er hér að framan. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- málaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ákveðið hefur verið að sérstakur starfsmaður muni starfa tímabundið með samráðsnefndinni næstu fjóra mánuði og vinna að þeim verkefnum, sem ekki hafa þegar verið sérstaklega falin öðrum. Mið- að er við að eigi síðar en 3. mars 2006 verði ríkisstjórninni skilað tillögu að að- gerðaáætlun gegn heimilisofbeldi og kyn- ferðislegu ofbeldi. Við undirbúning þeirrar áætlunar skal m.a. hafa samstarf við hagsmunaðila og frjáls félagasamtök en fulltrúar Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Íslands- deildar Amnesty International, Mann- réttindaskrifstofu Íslands og Unifem á Íslandi kynntu sl. vor forsætisráðuneyti, dómsmálaráðuneyti og félagsmálaráðu- neyti tillögur um hvernig standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar að- gerðaáætlunar gegn kynbundnu ofbeldi. Hliðstæðar aðgerðaáætlanir hafa verið samþykktar í nágrannalöndum okkar svo sem í Danmörku og Noregi. Í tillögum hinna íslensku samtaka um aðgerðaáætl- un eru m.a. nefnd eftirfarandi atriði sem líta beri sérstaklega til:  Styrking Neyðarmóttöku vegna nauðgunar.  Kynningarátak sem beint er að heil- brigðisstéttum og almenningi.  Setning vinnureglna fyrir heilbrigðisstofnanir og skráning tilvika stöðluð.  Fræðsla fyrir allt starfs- fólk dómstóla, saksóknara og löggæslu um kynbundið ofbeldi.  Unnið verði að heildarend- urskoðun löggjafar, m.a. hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði á kyn- bundnu ofbeldi sér- staklega.  Setning heildstæðra vinnureglna fyrir lögreglu og skráning tilvika stöðluð.  Lögfest verði ákvæði sem heimilar lögreglu brott- flutning ofbeldismanns af heimili í tiltekinn tíma beiti hann ofbeldi.  Nálgunar- og heimsóknab- ann verði gert virkt.  Markvisst verði unnið að fjölgun kvenna í starfs- stéttum sem vinna við með- ferð ofbeldismála.  Stuðlað verði að samvinnu réttarkerfis, fagaðila og málsvara fórnarlamba til að koma í veg fyrir kyn- bundið ofbeldi.  Stjórnvöld vinni gegn mansali og styðji fórn- arlömb þess.  Lög gegn klámi verði virt.  Bæjar- og sveitarfélög geri aðgerðaáætlanir gegn kyn- bundnu ofbeldi.  Fórnarlömbum kynbund- ins ofbeldis verði gefinn kostur á fjárhagslegum stuðningi.  Meðferðaráætlun fyrir ofbeldismenn verði styrkt. Konum kynnt réttindi sín og úrræði.  Kynningarátak með þátttöku fjöl- miðla, fagaðila, almennings og kenn- ara.  Stjórnvöld stuðli að rannsóknum á eðli og orsökum kynbundins ofbeldis á Ís- landi. Karlar til ábyrgðar Um leið og greint er frá því að rík- isstjórnin hefur ákveðið að hefja und- irbúning aðgerðaáætlunar er rétt að halda því til haga að nú þegar er unnið að margvíslegum verkefnum á þessu sviði þar sem meðal annars er tekist á við mörg þeirra verkefni, sem að ofan greinir. Þar má nefna að í félagsmálaráðuneyti og í fyrrnefndri samráðsnefnd hefur verið fjallað um verkefni sem fram koma í til- lögum um gerð heildstæðrar aðgerða- áætlunar gegn kynbundnu ofbeldi. M.a. hefur þegar verið lagt til að verkefnið „Karlar til ábyrgðar“ verði endurvakið með 6,5 milljóna króna framlagi á fjár- lögum. Einnig hefur verið gefið út upplýs- ingakort á íslensku og ensku þar sem kynnt eru mismunandi úrræði þegar of- beldi hefur verið beitt. Verkefni á vegum dómsmálaráðuneytis Í dómsmálaráðuneyti er einnig unnið að hertum aðgerðum gegn heimilisofbeldi og kynferðislegu ofbeldi með endur- skoðun á gildandi löggjöf. Dómsmálaráð- herra hefur falið ríkislögreglustjóra að setja lögreglu verklagsreglur um meðferð og skráningu mála er varða heimilis- ofbeldi. Ennfremur vinnur Ragnheiður Bragadóttir prófessor nú að því að endur- skoða ákvæði almennra hegningarlaga um nauðgun, kynferðisbrot gegn börnum og vændi og verður frumvarp þess efnis lagt fram síðar í vetur. Löggjöf um vændi og mansal er sérstaklega til umræðu í starfshópi dómsmálaráðherra og jafn- framt eru í undirbúningi lagabreytingar vegna fullgildingar nýs Evrópuráðssamn- ings gegn mansali. Aðgerðir gegn kyn- ferðislegu ofbeldi og ofbeldi á heimilum Eftir Árna Magnússon ’Miðað er við aðeigi síðar en 3. mars 2006 verði ríkisstjórninni skilað tillögu að aðgerðaáætlun gegn heimilis- ofbeldi og kyn- ferðislegu of- beldi. Lagt er til að sjónum verði sérstaklega beint að börnum sem verða fórn- arlömb kynferð- islegs ofbeldis.‘ Árni Magnússon Höfundur er félagsmálaráðherra. verkþættir eru nokkurn n en frost og snjóalög settu nginn hjá fyrirtækjunum, gerð við Desjará og vega- felli. sem verður hluti af svo- árveitu, veitir vatni úr Ufs- á í Fljótsdal. Arnarfell þarf rengja nærri 3,5 km löng átt frá Jökulsá og í átt að BM1. Að auki leggur Arn- km langan veg með bundnu rahnjúkavegi að lóninu og duá. Sigurbergur Konráðs- da og verkstjóra Arnarfells gir verkið ganga vel en fi tafið vegagerðina. Vetur- óeðlilega snemma. ga 50 starfsmenn hjá Arn- endingar, en voru yfir 70 í sumar. „Við höfum bless- pið við að ráða erlenda okkar huga er ekki margt “ sagði Sigurbergur. enn eru búnir að bora 1.700 num og að sögn Sigurbergs er það verk átta vikum á undan áætlun. Hann sagði bergið hafa á stundum verið erfitt viðureignar og kallað á miklar styrkingar. Arnarfell á að hafa lokið sín- um verkþáttum í október árið 2007, eða eftir tvö ár. Sigurbergur sagði mikið þurfa að gerast til að sú áætlun stæðist ekki. Fyrirtækið hyggst skila inn tilboði í Jök- ulsár- og Hraunaveitu þegar útboð hefst í næsta mánuði en Arnarfell er einnig að grafa fyrir botnrás Jökulsárveitu. Frostið fór í 20 gráður Guðmundur Ólafsson, staðarstjóri Suð- urverks við Kárahnjúka, sagði frostið í haust einkum hafa strítt þeim í Desjarár- stíflu. Fór frostið mest í 20 gráður en síð- ustu daga hafa vinnuvélarnar verið keyrð- ar af krafti í þíðunni. Stíflan við Desjará stendur hærra en hin hliðarstíflan og verður sú næststærsta á landinu eftir Kárahnjúkastíflu, um 60 metra há. Báðar stíflurnar sem Suðurverk gerir eru grjót- stíflur með þéttikjarna, Sauðárdalsstíflan verður 25 metra há og í hana fara 1,4 millj- ónir rúmmetra af efni. „Veturinn var mánuði fyrr á ferðinni ef við miðum við síðasta ár en þetta raskar ekki heildaráætluninni hjá okkur. Við er- um eitthvað á eftir með Desjarárstíflu en vinnum það áreiðanlega upp,“ sagði Guð- mundur. Um 65% eru að baki í Sauðárdal og hátt í 60% við Desjará, en í þá stíflu fara um 2,8 milljónir rúmmetra af efni. Fyrir Suðurverk starfa þarna um 130 manns, þar af 18 Pólverjar, sem hafa verið í fréttum undanfarið vegna deilna um kjör þeirra hjá starfsmannaleigu sem réði þá fyrir Suðurverk. Guðmundur sagði menn- ina hafa verið ráðna í þrjá mánuði og þeir fari af landinu í byrjun nóvember. „Við höfðum ætlað okkur að ráða ein- göngu Íslendinga til verksins en gáfumst upp á að auglýsa þegar svörunin var eng- in. Svona er bara ástandið í landinu,“ sagði Guðmundur. Hann reiknaði með að grjótvinnslu yrði haldið áfram hjá Suður- verki í vetur og til þess þyrfti 30–40 manns. Flestir aðrir starfsmenn fyrirtæk- isins fara á ný niður í Reyðarfjörð, þar sem jarðvinna heldur áfram á álverslóð- inni. 100 manns við Fljótsdalslínur Til viðbótar áðurtöldum framkvæmd- um þá er í fullum gangi uppsetning á und- irstöðum háspennumastra fyrir Fljóts- dalslínur 3 og 4 frá Fljótsdal yfir í Reyðarfjörð, alls um 50 km leið. Aðalverk- taki í þessu fyrir Landsnet er Héraðs- verk. Framkvæmdir hófust í sumar og eiga að standa yfir þar til um mitt næsta ár. Verkinu miðar vel, að sögn Sigurðar Grétarssonar hjá Héraðsverki, en alls er hann með 57 manns í þessu, þar af 10 Íra. Stærsti undirverktakinn er Malarvinnsl- an á Egilsstöðum, sem sér um steypuvinn- una. Héraðsverk er einnig að leggja veg að Hálslóni fyrir Landsvirkjun þar sem um 10 manns vinna. Ef átta manns hjá Myllunni, sem vinna við strengjalögn frá Hryggstekk til Reyð- arfjarðar, og 30 menn hjá Ístaki, sem eru að leggja línuveginn, eru taldir með þá vinna hátt í 100 manns við lagningu Fljótsdalslínanna með einum eða öðrum hætti. Fyrir hvora línu verða möstrin um 160 talsins, en uppsetning þeirra á að hefjast í mars 2006 af erlendum fyrirtækjum. Ljósmynd/Ólafur Ágúst Axelsson uðurverks vinna við að fylla sprungu, sem er við Desjarárstíflu, af steypu og tilheyrandi járnvirki. nblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir 0*  ,12)   (  -  '  - !! !$ !$ # $ $ $! $  # )%$ $        "#" . /-$$ P  & -$% $! bjb@mbl.is, steinunn@mbl.is Sigurður Arnalds, talsmaður Lands-virkjunar vegna Kárahnjúkavirkj-unar, segir að enn sé vonast til þess að borun aðrennslisganganna verði lokið haustið 2006 og að unnt verði að fylla þau með vatni úr Hálslóni í lok janúar 2007. Til að tryggja betur að áætlanir standist verði frágangsvinnu í göng- unum flýtt og hún unnin sem mest samhliða bor- uninni, eins og t.d. þétting og steypusprautun á gangaveggjunum. Sam- kvæmt þessu eigi raf- orkuframleiðsla við Kára- hnjúka að geta hafist í apríl árið 2007. „Á heildina litið er verkið á áætlun, ekki síst stöðvarhúsið og Kára- hnjúkastíflan, en gerð hlíðarstíflna við Desjará og Sauðárdal er aðeins á eftir áætlun eftir kuldakastið í haust. Við erum áhyggjufullir yfir að- rennslisgöngunum en játum okkur ekki sigraða á þessu stigi málsins á neinn hátt. Enn er hægt að klára göngin á umsömd- um tíma. Eftir áramótin verðum við í betri stöðu til að meta þetta vegna þess að þá eiga allir borarnir þrír að vera á góðri siglingu. Því eru vangaveltur um frestun á gangsetningu virkjunarinnar ekki tímabærar,“ segir Sigurður. Miðað við þær tafir sem þegar hafa orðið í að- rennslisgöngunum hefur Impregilo þurft að leggja út fyrir talsverðum aukakostn- aði. Að sögn Sigurðar hefur Impregilo lagt fram einhverja slíka reikninga eftir tafir í upphafi framkvæmda, einkum vegna vatnsleka, og eru þeir til skoðunar hjá Landsvirkjun. Sigurður segir að ekki verði í raun hægt að gera dæmið upp fyrr en í lok fram- kvæmda, þegar allur kostn- aður liggi fyrir. Landsvirkjun hafi í sínum áætlunum gert ráð fyrir aukakostnaði, en viðræður um slíkt séu ávallt viðkvæmar. Miðað við stöð- una í dag bendi allt til að kostnaðaráætlanir upp á um 85 milljarða króna standist. Er þá miðað við verðlag við upphaf verksins en síðan bætast við verð- bætur á byggingartíma. Stórt útboð framundan Eftir er að bjóða út eitt stórverkefni við Kárahnjúkavirkjun, þ.e. Jökulsár- og Hraunaveitur, en útboð fer fram í næsta mánuði. Þar þarf m.a. að bora og sprengja fyrir 8,4 km löngum göngum þannig að gangagerðinni er langt frá því lokið. „Vangaveltur um frestun eru ekki tímabærar“ Sigurður Arnalds samstæðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.