Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 61
KIRKJUSTARF
Fræðslustund í
Seltjarnarneskirkju
MESSA kl. 11:00 í Seltjarnar-
neskirkju,. Auður Hafsteinsdóttir,
bæjarlistamaður Seltjarnarness,
leikur á fiðlu fallega tónlist,
Kammerkór kirkjunnar leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Pavel
Manasek, organista. Ræðumaður
er Gunnar Einar Steingrímsson,
BA í guðfræði og leiðtogi í barna-
og æskulýðsstarfi kirkjunnar.
Gunnar mun einnig aðstoða í
messunni. Sunnudagaskólinn er á
sama tíma og eru yngri börnin
hvött til að mæta og taka með sér
gesti í skemmtilegt starf.
Fermingarbörnin eru beðin um
að mæta kl. 10 þennan sama morg-
un í safnaðarheimili kirkjunnar til
fræðslustundar. En þá munu
Kusse Koshoso og Hirut Beyene
frá Eþíópíu koma á vegum Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og segja
fermingarbörnunum frá að-
stæðum í sínu heimalandi.
Eftir fræðslustundina er ferm-
ingarbörnunum boðið til messu.
Eftir helga stund er gestum boðið
upp á kaffi og djús í safnaðarheim-
ili kirkjunnar. Verið velkomin.
Seltjarnarneskirkja.
Æðruleysismessa
í Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA verður í
Dómkirkjunni næstkomandi
sunnudag kl 20 og er það sam-
kvæmt þeirri reglu að æðruleys-
ismessurnar eru næst síðasta
sunnudag hvers mánaðar.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og
Sr. Karl V. Matthíassn annast
þessa messu ásamt Herði Bragsyni
sem sér um undirleik að venju, en
Sylvia Rún Omarsdóttir mun
syngja einsöng og leiða söng. Þá
mun einn félagi deila reysnlu sinni
með öðru fólki í kirkjunni.
Allir eru hjartnanlega velkomn-
ir í æðruleysismessurnar og þær
sækir mikið af fólki sem vill eign-
ast gleði og von fyrir tilstyrk trú-
arinnar.
Menningarvaka eldri
borgara í Seljakirkju
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 25. októ-
ber er mánaðarleg menning-
arvaka eldri borgara kl. 18.00 í
Seljakirkju. Vakan hefst á helgi-
stund. Kolbrún Karlsdóttir for-
maður Bergmáls flytur erindi. Sig-
urður Skagfjörð syngur einsöng.
Léttur málsverður á vægu verði.
Skráning í síma kirkjunnar
5670110. Verið velkomin.
Strandbergsmót
og skákmessa í
Hafnarfjarðarkirkju
Í DAG, laugardaginn 22. okt. og
sunnudaginn 23. okt. mun Strand-
bergsmótið í skák 2005 fara fram í
Strandbergi og Hafnarfjarð-
arkirkju.„Æskan og ellin“ munu
þar leiða saman hesta sína á hvít-
um reitum og svörtum, upprenn-
andi skákmenn 15 ára og yngri og
skákmenn 60 ára og eldri. Mótið
hefst kl. 13 á laugardaginn.
Sunnudaginn 23. október kl. 11
fer fram messa í Hafnarfjarð-
arkirkju í tengslum við mótið.
Prestur er sr. Gunnþór Þ. Ingason,
sóknarprestur. Guðmundur G.
Þórarinsson, fyrrum forseti Skák-
sambands Íslands, prédikar. Skák-
menn munu lesa ritningarorð og
leiða bænir. Eftir hádegisverð
þátttakenda Strandbergsmótsins
og gesta þeirra í Hásölum fer þar
fram verðlaunafhending sem Sig-
urjón Pétursson formaður sókn-
arnefndar stýrir. En kl.13.00 mun
Friðrik Ólafsson stórmeistari tefla
fjöltefli við verðlaunahafana.
Hafnarfjarðarkirkja stendur að
þessum skákviðburði ásamt Skák-
félaginu Hróknum í samvinnu við
Skákdeild Hauka, skákfélagið
Kátu biskupana, skákklúbbinn
Riddarann og skákfélög eldri
borgara í Hafnarfirði og Reykja-
vík.
Skráning á Strandbergsmótið
2005 fer fram hjá Skákfélaginu
Hróknum á netfangið: hrokurinn-
@hrokurinn.is og hjá Hrafni Jök-
ulssyni í síma 867770. Allir eru
velkomnir.
Afi og amma –
hvað kemur þeim
uppeldið við?
Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall-
grímskirkju n.k. sunnudag kl. 10
mun séra Sigurður Pálsson flytja
erindi sem hann nefnir: Afi og
amma – hvað kemur þeim uppeld-
ið við? Í erindinu verða ræddar
ýmsar spurningar varðandi hlut-
verk, réttindi og skyldur afa og
ömmu varðandi uppeldi barna-
barnanna, svo sem: Hafa afi og
amma leyfi til að skipta sér af upp-
eldinu? Hvaða skyldum ber þeim
að gegna? Hvaða rétt hafa þau ef
eitthvað kemur fyrir foreldrana?
o.s.frv. Ennig verður rætt um
hvernig ólíkir einstaklingar gegna
þessu hlutverki.
Að erindinu loknu verður svig-
rúm til umræðna, áður en messa
hefst kl. 11.00. Messan er barna-
og fjölskyldumessa í umsjá séra
Sigurðar Pálssonar og Magneu
Sverrisdóttur djákna. Einnig mun
séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir
sóknarprestur í Hrísey taka þátt í
messunni og Karen Ösp Pálsdóttir
verður fermd. Drengjakór Reykja-
víkur, Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Friðriks Krist-
inssonar. Organisti er Hörður Ás-
kelsson kantor.
Verkefnisstjóri
Leikmannaskólans
MIÐVIKUDAGINN 26. október
hefst í Leikmannaskóla kirkjunnar
námskeið í sálgæslu. Yfirskrifti er
„Að hugga og hlusta“ og kennari
er sr. Gunnar Rúnar Matthíasson
sjúkrahúsprestur. Á námskeiðinu
verður fjallað um veruleikann sem
mætir fólki sem glímir við dauðs-
föll, veikindi og annan vanda sem
ristir djúpt í lífi þess. Einnig verð-
ur skyggnst inn í þennan veruleika
og rætt um það hvað það er sem
hjálpar okkur að nálgast fólk í
sorg eða erfiðleikum.
Námskeiðið er í Grensáskirkju
og hefst kl. 18.00. Kennt er í fjög-
ur skipti, tvo tíma í senn. Skráning
fer fram á Biskupsstofu í síma
535 1500 eða á vef skólans,
www.kirkjan.is/leikmannaskoli .
Fyrirlestur
í Landakoti
„Í VOTTA viðurvist – Heilög
messa í vitnisburði helgra manna“.
Sr. Jürgen heldur áfram fyr-
irlestri sínum mánudaginn 24.
október kl. 20.00 í safnaðarheim-
ilinu. Að þessu sinni fjallar erindið
um Pétur Claver: Blökkumenn í
kirkjunni – Óskað friðar í messu.
Auk þess verður sýnd mynd um
heilagan Frans og reglu hans.
Tónlistarveisla í
Grindavíkurkirkju
Á MENNINGARDEGI kirkna á
Suðurnesjum verður kvöldstund í
Grindavíkurkirkju, sunnudag kl.
20, tileinkuð tónskáldinu Sigvalda
Kaldalóns.
Kór Grindavíkurkirkju. Kór-
stjóri og organisti: Örn Falkner.
Einsöngur: Guðbjörg Björnsdóttir.
Örn Falkner leikur undir á píanó.
– Hljómsveitin Meðbyr. Sókn-
arprestur kynnir söngdagskrá.
Aðalgeir Jóhannsson, formaður
Kaldalónsklúbbs Grindavíkur, les
um Grindavíkurár S. Kaldalóns.
Kristján Pálsson, formaður Ferða-
málasamtaka Suðurnesja, flytur
ávarp. Kaffiveitingar í safn-
aðarheimilinu. Allur ágóði af
kaffisölu rennur í orgelsjóð. Ath!
munið barnastarfið alla sunnu-
daga kl. 11. Hvetjum fólk til að
fjölmenna.
Sóknarnefnd og sóknarprestur.
Ferð aldraðra í
Grensáskirkju
Á MIÐVIKUDAGINN kemur, 26.
okt., verður haustferð í starfi aldr-
aðra í Grensáskirkju.
Að þessu sinni er um stutta ferð
að ræða, farið frá kirkjunni kl. 13,
ekið um jaðar höfuðborgarsvæð-
isins og skoðuð ný hverfi sem eru í
uppbyggingu.
Miðdegiskaffi verður drukkið í
Digraneskirkju. Heimkoma er
áætluð upp úr kl. 16:30.
Þátttaka í ferðinni kostar kr.
1.000, og skráning fer fram í síma
5 800 800, í síðasta lagi á mánu-
dag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Vetrarhátí›
á Skólavör›ust ígnum
V e r s l a n i r o p n a r k l . 1 1 - 1 8
í dag
fyrsta vetrardag
guide2 reyk jav ík
Skólavör›ustíg 4 • 551 5050 Skólavör›ustíg 20 • 561 5910Skólavör›ustíg 5 • 551 5215
EasyWalker
Vinsælustu kerrurnar í Evrópu í dag
15% afsláttur af öllum vörum um helgina
Veri› velkominn
Láttu þér ekki verða
kalt í vetur
Gull í Grjóti
Pelsar
Skinnúlpur
Mokkakápur
o.fl.