Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Africa United Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 4 og 8 Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök “Fótfrá gamanmynd” Variety Gamanmynd úr íslenskum raunveruleika frá framleiðendum Blindskers ENGINN SLEPPUR LIFANDI HEIMSFRUMSÝNING FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Tom Stall lifði fullkomnu lífi... þangað til hann varð að hetju.  VJV Topp5.is  Kóngurinn og Fíflið, XFM Sýnd kl. 4 og 6 B.i. 16 ára Sýnd kl.10 og 12 B.i. 16 ára l. .i. rSýnd kl.10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2 Sýnd kl. 2 Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU HÖRKU SPENNUTRYLLIR FRÁ WES CRAVEN LEIKSTJÓRA SCREAM MYNDANNA. Sýnd kl. 6, 8, og 10 B.i. 14 ára Skemmtileg ævintýramynd með íslensku tali. 450 kr. Sýnd kl. 2 og 4 í þrívídd Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sími 564 0000 Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Þeir eru hér til að spila fótbolta, ekki til að gera mistök Africa United FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA FRÁ FRAMLEIÐENDUM THE PROFESSIONAL OG LA FEMME NIKITA kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Gamanmynd úr íslenskum raunveruleika frá framleiðendum Blindskers “Fótfrá gamanmynd” Variety Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2 og 3.50 ísl tal Hörku hasarmynd byggð á einum vinsælasta og hrottalegast tölvuleik allra tíma! Stuðsveitin Nortón stígur á svið á Pravda íkvöld kl. 21 en sveitin er á fullu þessa dag- ana við að semja lög á væntanlega plötu hennar sem kemur út snemma á næsta ári. Á tónleik- unum í kvöld munu gamlir slagarar heyrast á borð við „Bankastræti nr. 0“ og „Rokkum meira en Mínus“ í bland við nýtt efni og nýjar útsetningar af eldri lögum. Nortón hefur getið sér gott orð á síðastliðnum mánuðum fyrir kraftmikla og skemmtilega sviðsframkomu sem þykir henta vel dansvænum tónum þessarar ljóshærðustu hljómsveitar landsins.    Sérstakur Rolling Stones-dagur verður íNonnabúð í dag og er það við hæfi á yf- irstandandi tónlistarhátíð. Plötusnúðurinn Steingrímur verður í búðinni frá kl. 12–20 og spilar hann bara lög með þessari sígildu bresku rokksveit. Hann verður með gömul „bootleg“ undir höndum og má fólk búast við því að heyra fágæt lög. Hátt í tíu mismunandi bolaprent tengd Stones verða til sölu í takmörkuðu upp- lagi.    Ein af stærri vonarstjörnum íslenskrarrokktónlistar, Jan Mayen, kemur fram í kvöld á Gauknum, á því sem virðist ætla að verða með sveittari rokkkvöldum hátíðarinnar. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar Home of the Free Indeed kom út í fyrra og hlaut hún frá- bæra dóma víðast hvar en síðan hefur sveitin vakið athygli fyrir þétta og kraftmikla spila- mennsku. Það óhapp henti söngvara og gít- arleikara sveitarinnar, Valgeir Gestsson, að hann ristarbrotnaði á dögunum á hægri fæti (pedal-fætinum) og mun hann því væntanlega skakklappast á svið í kvöld.    Á undan Jan Mayen í kvöld leikur hljóm-sveitin Vinyl með þá Kidda og Gulla Júní- ussyni í broddi fylkingar. Mikið hefur hins veg- ar mætt á gítarleikara sveitarinnar, Agli „Snake“ Tómassyni, undanfarnar vikur en hann hefur staðið í ströngu við skipulagningu Airwaves-hátíðarinnar og staðið sig með prýði þrátt fyrir allar vökustundirnar og neyð- artilvikin sem fylgja hátíðum sem þessari. Airwaves- molar HLJÓMSVEITIN The Zutons kemur frá Liverpool þar sem allir tónlistarmenn reyna að gera eitthvað frumlegt og öðru- vísi til að sleppa við að vera sífellt bornir saman við Bítlana. Um þetta og fleira upplýsti Sean Payne, trommuleikari The Zutons, blaðamann Morgunblaðsins á dögunum. Hljómsveitin leikur rokkaða sálartónlist að eigin sögn og hefur verið þekkt fyrir að blanda saman ólíkum tónlistarstílum. „Við sjáum þetta reyndar bara allt sam- an sem tónlist. Þó það sé hægt að greina tónlistina okkar í mismunandi stíla þá gerum við það ekki meðvitað. Við spilum bara það sem okkur finnst virka vel og vonum að hlustendur séu á sama máli,“ segir Payne. Áheyrendur virðast vera þeim nokkuð sammála um gæði tónlistarinnar en þrátt fyrir stuttan lífaldur sveitarinnar, eða þrjú ár, hefur hún haft í mörgu að snúast. „Við gáfum fyrst út tvær smáskífur en hjólin fóru fyrst að rúlla þegar við gáfum út fyrstu plötuna okkar, Who Killed The Zutons? Þá fór fólk að kannast við okkur og kaupa plötuna,“ segir Payne. „Ég býst við að það hafi tekið til- tölulega stuttan tíma hjá okkur að ná þetta langt miðað við marga aðra og ég veit ekki af hverju það er. Við gerum bara okkar besta.“ Bornir saman við Bítlana Payne segir það þó hafa tekið hljóm- sveitina talsverðan tíma að stilla saman strengi sína og finna hinn sanna tón. Vís- ar hann meðal annars til áðurnefnds þrýstings frá því umhverfi sem hún kem- ur úr í Liverpool. „Hér í borg er mjög erfitt að reyna að koma sér áfram verandi hljómsveit með tvo gítarleikara, söngvara og trommara eins og Bítlarnir. Við ákváðum að bæta við okkur saxófónleikara til að skera okk- ur aðeins úr,“ segir Payne. Hann tekur þó fram að tónlistarsenan í Liverpool sé afar fjölbreytt og að þar kenni ýmissa grasa. Þegar samtalið fer fram eru þeir fé- lagar staddir í hljóðveri í London við upp- tökur á annarri breiðskífu sveitarinnar. Síðastliðið hálft annað árið hafa fimm- menningarnir í The Zutons verið á þeyt- ingi um heiminn að fylgja fyrstu plötunni eftir. „Já, það er ekki ofsögum sagt! Við er- um búnir að spila á um 300 tónleikum síð- an í apríl á síðasta ári og erum því búnir að vera lítið heima hjá okkur síðan platan kom út. Við erum mjög ánægðir með að vera komnir aftur í upptökuver. Eftir svona langan tíma á tónleikaferðalögum er gaman að vera svolítið skapandi aftur og vera að gera eitthvað,“ segir hann. Sveitin fór meðal annars í tónleika- ferðalag með sveitinni Keane, sem lék á Iceland Airwaves í fyrra, en auk þess hef- ur hún haldið tónleika með sveitum á borð við The Killers, Muse, REM og U2. „Við erum búnir að fara víða en ekki enn til Íslands en við vitum að það koma margar hljómsveitir til ykkar og halda tónleika. Við hlökkum mikið til að koma.“ Þeir félagar stoppa þó ekki lengi í þetta sinn, rétt yfir helgina. „Við vonum að þið verðið ánægð með okkur. Við ætlum að leika fyrir ykkur gamalt efni og svo líka nokkur ný lög,“ segir Payne og spyr að endingu hvort það sé kalt í veðri á Íslandi. „Ég tek allavega með mér vetrarfrakkann minn.“ Tónlist | The Zutons spilar á Iceland Airwaves Við gerum okkar besta Tónleikar The Zutons eru í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 23.30. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Meðlimir The Zutons bregða á leik í Liverpool.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.