Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 49
kosið voru símtöl okkar dýrmæt. Það var svo oft gott að heyra í þér á síðkvöldum. Háttaður ofan í rúm en syngjandi glaður. Og kannski kom vísa í leiðinni. Svo sagðir þú ,,Ertu að hlæja að honum afa þínum?“. Nei sagði ég, ég er bara að hlæja með þér afi. Bestu minningar mínar af Hvols- velli eru morgnarnir. Hvergi er betra að vakna en á Hvolsvegi 19. Í fyrsta lagi vaknar maður í bestu rúmfötum sem til eru, enginn sér um línið sitt eins og amma. Úti er fuglasöngur og kannski hæglát rign- ing. Nett fótatak heyrist fram á gangi og brak í viðargólfi og kaffi- vélin fer í gang. Svo heyrist þyngra fótatak, eitthvert hvísl og svo er strax farið að hlæja. Bara yfir ein- hverju. Heimili ykkar var og er höll. Höll full af endalausri og skilyrð- islausri hlýju og gleði. Hvergi er betra að vera en á Hvolsvegi 19. Þar finnur maður í hverju skoti fyrir hamingju ykkar og gæfunni yfir því að hafa átt hvort annað. Af minn, ég er ekkert hissa að amma hafi orðið skotin í þér, ég var það bara líka. Hvernig var annað hægt. Og ekki fór á milli mála að gæfa þín var að eiga ömmu, sem satt skal segja bar þig á höndum af fórnfýsi og hóg- værð, eins og þekkist ekki í dag. Svo þekki ég líka lítinn hund sem saknar þín sárt. Ég gleymi því ekki hvað ég varð glöð er ég lá á meðgöngudeildinni forðum, þegar ég heyrði í rödd þína fram á gangi. Þá varst þú í einni ferðinni í bæinn að koma af BSÍ og kíktir inn. Þá voru miklir fagnaðar- fundir. Já afi minn, það er margs að minnast, margt að þakka. Þú varst einstakur maður, maður með léttari lund finnst ekki. Þú lifir í hjarta mínu um ókomna tíð. Ég segi nú að lokum: Hafðu það eins gott og þú átt skilið afi minn. Og svo skulum við seinna dansa og hlæja. Hrefna Guðmundsdóttir. „Kysstu nú elskulegan afa þinn.“ Þessi orð fengum við alltaf að heyra þegar við hittum afa okkur sem ávallt tók á móti okkur með opinn faðminn. Þessi kveðja gefur góða mynd af afa Pálma sem var í senn afar gamansamur maður og hlýleg- ur. Við systkinin vorum svo lánsöm að þekkja afa vel enda ólumst við upp á Hvolsvelli þar sem afi var stoltur frumbyggi. Þar hóf hann sinn búskap með ömmu að Hvols- vegi 19, beint á móti foreldrum hennar, systur, bróður og fjölskyld- um þeirra. Afi bjó í sama húsinu sem hann og amma byggðu, alla tíð. Þar var allt í föstum skorðum, hann átti sitt sæti, sinn legubekk og sína skrifstofu. Það var fastur punktur í tilveru okkar systkinanna að heimsækja afa og ömmu á Hvolsveginn. Alltaf vor- um við velkomin og tóku þau okkur ávallt fagnandi. Við værum mun fá- tækari ef við hefðum ekki notið þeirra forréttinda að fá að alast upp í nágrenni við afa og ömmu. Afi var mikill persónuleiki og sagði sögur með sínum hætti af stakri snilld og hafði hann sjálfur og þeir sem á hlýddu gaman af. Oft þurfti hann að taka sér pásur í sögunum vegna eig- in hláturroka og var hláturinn smit- andi, það vita þeir sem til þekkja. Oftar en ekki fékk hann okkur til að hjálpa sér við ýmislegt, enda var afi einkar laginn við að fá fólk til að hjálpa sér. Við þetta notaði hann einstaka tækni og byrjaði ávallt á því að hrósa áður en hann bað um greiðann. Það var alltaf gaman að hjálpa afa því hann var svo þakk- látur og ánægður með allt sem við gerðum. Sá afi er vandfundinn sem er jafn stoltur af barnabörnunum og afi. Allt sem við gerðum og lærðum var að hans mati alveg frábært. Afi hafði einstakt lag á því að skemmta öðrum og í kring um hann var alltaf gleði og glaumur og ekki má gleyma því að honum fannst alltaf nauðsyn- legt að taka lagið við öll hátíðleg tækifæri enda var hann söngmaður mikill og hélt sinni góðu söngrödd til dauðadags. Afi lét sér aldrei leiðast, hann var mikið fyrir ferðalög hvort sem þau voru stutt eða löng. Hvenær sem tími gafst til fór hann í gönguferðir og bíltúra, hann hafði mikinn áhuga á bílum og keyrði allt til dauðadags. Bílarnir hans afa skipuðu veigamik- inn sess í lífi hans og ef einhver sást á gljáfægðum bíl á Hvolsvelli þá var það afi. Síðustu mánuði ævi sinnar ferðaðist afi mikið. Fór hann í fjöl- margar ferðir innanlands, til Fær- eyja og loks í Evrópuferð þar sem hann kvaddi þetta líf. Eftir á að hyggja er e.t.v. svolítið táknrænt að þessi mikli ferðamaður skyldi ein- mitt leggja upp í þá langferð sem allra bíður undir þessum kringum- stæðum. Afi var mikill dýravinur og fór gjarnan með hundinn okkar, Mola, í ýmsar ævintýraferðir. Þeir voru perluvinir og víst er að Moli á eins og við hin eftir að sakna afa mikið. Oftar en ekki stakk Moli af að heim- an til að heimsækja afa og ömmu enda átti hann alltaf von á Frónkexi þegar þangað var komið. Afi lagði líf sitt að veði á níræðisaldri er hann bjargaði lífi Mola sem féll niður um vök í Markarfljóti og var nærri drukknaður. Afa varð ekki meint af en át þó að eigin sögn óvenju mikið af heitri baunasúpu eftir volkið. Við erum honum ævinlega þakklát fyrir þessa hetjudáð. Afi sagði oft við okkur að það væri ekki sorglegt þegar gamalt fólk deyr, sorgin væri þegar unga fólkið færi. Hann sagði hins vegar að það væri söknuður af gamla fólkinu og því kveðjum við afa okkar með sökn- uði. Minningar um hann eiga eftir að lifa með okkur um ókomna tíð. Nú getur afi loksins áttað sig á því hvort það er fallegra í himnaríki eða á Hvolsvelli. Takk fyrir allt gamalt og gott, elsku afi. Við erum rík að eiga jafn góðar minningar um þig og raun ber vitni og enn eigum við hana ömmu Margréti sem alla tíð var þín stoð og stytta í lífinu þannig að ríki- dæmi okkar varir enn. Pálmi Reyr, Margrét Jóna, Kolbeinn og Birta Ísólfsbörn. „Mikið ertu myndarlegur, þú ert að verða jafn myndarlegur og hann afi þinn,“ sagðir þú alltaf við mig þegar við hittumst. Því næst gafstu mér rennblautan koss á kinnina, tókst utan um mig og hlóst þannig að þú hristist allur. Þannig tókst þú alltaf á móti mér og ég held að ég hafi aldrei hitt þig nema í góðu skapi. Það var alltaf gaman að umgang- ast hann afa því það var líf og fjör í kringum hann. Afi var mikill sögu- maður og kunni margar skemmti- legar sögur. Þó að sagan sem sögð var hljómaði kunnuglega var alltaf hlegið mikið, bæði vegna þess að sagan var oftast mjög góð og ekki síður vegna þess hve hlátur hans var smitandi. Afi var duglegur að fara með okk- ur bræðurna í bíltúr. Okkur þótti skemmtilegast þegar farið var að skoða gamlar ónothæfar bíldruslur en hann hafði jafnan mikla þolin- mæði á meðan við lékum okkur í þeim. Held jafnvel að hann hafi skemmt sér jafn vel og við. Seinna þegar ég fékk bílpróf leyfði hann mér að keyra en það þótti mér mikill heiður. Það var vegna þess að ég vissi hvað honum þótti vænt um bíl- ana sína og einnig grunar mig að ekki hafi allir fengið að keyra þá. Hann sagði gjarnan „Maður er öruggur með þér í bíl“ en samt fann maður alltaf fyrir smááhyggjum hjá farþeganum. Afi var með eindæmum forvitinn og var því oft mjög spennandi að vera með honum en það kom fyrir að maður fór hjá sér. Hann átti til að byrja að spjalla við ókunnuga og spyrja ýmissa spurninga. Þá heyrð- ist gjarnan „Hverra manna ert þú?“ eða „Hver á þig?“. Stundum var keyrt um Fljótshlíðina eða aðrar sveitir og þá var oft stoppað á bæj- um til að hitta fólk, fólk sem í sum- um tilfellum voru skrítnir karlar að mér fannst sem bjuggu við fornar aðstæður. Það var nefnilega einn af helstu kostum hans afa að hann gat talað við fólk af öllu tagi og á öllum aldri og sýndi ætíð viðfangsefnum þess og hugðarefnum áhuga. Ekki var hann heldur spar á hrósið þegar fólk átti það skilið, enda sá hann allt- af það besta í fari manna. Ég hitti þig síðast daginn sem þú varst að leggja í ævintýraferð til út- landa. Fyrir framan mig stóð lífs- glaður maður og það var ekki að sjá að hann væri 85 ára gamall. Það síð- asta sem ég heyrði þig segja var: „Það verður nú gott að koma aftur heim.“ Ekki flaug það mér í hug á þeirri stundu að þú ættir ekki eftir að snúa heim aftur. Elsku afi minn, nú er komið að kveðjustund. Minning þín mun lifa í hjarta mínu og ylja mér um ókomin ár. Megi góður Guð blessa þig og styrkja hana ömmu við þessar nýju aðstæður. Þinn Pálmi Haraldsson. Ein besta fyrirmynd mín hefur lagt upp í sitt síðasta ferðalag. Afi minn og nafni, Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli, er látinn. Þar með hverf- ur á braut mikill merkismaður sem átt hefur langa glæsilega ævi og snart fólk hvert sem hann fór. Lífs- gleði, náungakærleikur og næmni fyrir umhverfinu eru orð sem lýsa afa mínum vel en hann var einnig mikill gleðigjafi. Síðasta kvöldið áð- ur en hann veiktist reytti hann af sér brandara fyrir framan stóran hóp af fólki á ferðalagi sem flest allt var mun yngra en hann og tók meira að segja smásnúning á dansgólfi. Þessi síðasti dans er einkennandi fyrir líf hans allt sem var fullt af gleði og hamingju. Afi Pálmi var mikill og góður leið- beinandi sem var óspar á að gefa samferðafólki sínu ráð og styðja það af heilum hug. Ég fór ekki varhluta af því. Þolinmæði, kærleikur, virðing og óvenju jákvæð sýn á lífið er eitt- hvað sem afi tamdi sér og aðrir lærðu af. Afi var ríkur þátttakandi í lífi mínu og leit aldrei augum af því sem ég var að gera. Meiri hvatningu og umhyggju er varla hægt að hugsa sér. Ég mun hafa hugfast það sem afi minn kenndi mér og miðla því til komandi kynslóða eins vel og ég get. Afi ólst upp í fátækt og missti móður sína ungur að aldri. Það er ómet- anleg gjöf og kærkomið veganesti að hafa þegið ráð frá manni með slíka lífsreynslu. Þegar ég og kona mín ákváðum að gifta okkur í sveitinni hjá afa og ömmu áttum við þann draum heit- astan að afi Pálmi næði að lifa það og upplifa. Okkur varð að ósk okkar því í sumar var slegið upp sveita- brúðkaupi á Uppsölum rétt utan við Hvolsvöll en þangað fór ég í margar heimsóknir með afa mínum þegar ég var hjá þeim ömmu sem ungur drengur. Í brúðkaupinu flutti afi ógleymanlega ræðu, stjórnaði fjöldasöng, flutti vísur og skemmti gestum betur en nokkur orð fá lýst. Stundir sem þessar eru dýrmætar í minningunni. Ég þakka Guði fyrir að við erum þrír nafnarnir sem fengið höfum það verkefni að halda nafni afa á lofti því það gerir enginn einn maður. Björk dóttur minni hlotnaðist svo sá óvænti heiður að eiga sama afmæl- isdag og afi Pálmi. Við munum hér eftir kveikja á kerti afa Pálma til heiðurs á afmælisdegi þeirra beggja um ókomna tíð. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa kynnst afa Pálma, þegið ráðleggingar hans og notið allra þessara dýrmætu stunda sem ég átti með honum. Blessunar- lega hittumst við daginn áður en hann lagði upp í sína síðustu ferð. Við kvöddumst líkt og að við báðir vissum hvað í vændum var. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til að kveðja afa með virkt- um og bið góðan guð að gæta ömmu Möggu nú þegar hún sér á eftir ævi- félaga sínum. Pálmi Guðmundsson. Vinur minn Pálmi Eyjólfsson f.v. sýslufulltrúi er látinn. Foreldrar hans voru Guðríður Magnúsdóttir og Eyjólfur Gíslason innheimtumað- ur, ættaður úr Árnessýslu. Guðríður sem átti ættir til Borgarfjarðar var lærð rjómabústýra og veitti rjóma- búinu að Baugsstöðum, Árnessýslu, forstöðu um árabil. Rjómabúið er nú minjasafn. Þau Guðríður og Eyjólf- ur eignuðust fjögur börn; Trausta, Reyni, Svölu konu mína og Pálma. Þau systkinin munu hafa átt erfiða barnæsku. Foreldrarnir skildu, þeg- ar þau voru ung börn og þegar Guð- ríður andaðist 2. desember 1930 tvístraðist heimilið. Pálmi fór á fá- tækt heimili undir Eyjafjöllum og dvaldi þar við þröngan kost þar til hann sjálfur kaus að fara að vinna fyrir sér um fjórtán ára aldur. Hann vann ýmis tilfallandi störf eins og við varnargarðinn við Markarfljót. Pálmi lauk prófi við Héraðsskólann á Laugarvatni og hóf síðan störf hjá Kaupfélagi Rangæinga, á Hvolsvelli. Pálma kynntist ég skömmu eftir að ég kvæntist systur hans, Svölu konu minni, árið 1938 og var hann þá tíður gestur á heimili okkar, og síðar þau hjónin bæði eftir að hann kvæntist Margréti Ísleifsdóttur. Þau Margrét eignuðust þrjú börn; Guðríði, Ingi- björgu og Ísólf Gylfa. Þau hjónin komu sér fljótt upp góðu íbúðarhúsi á Hvolsvelli þar sem þau bjuggu alla sína tíð. Pálmi starfaði til fjölda ára sem fulltrúi sýslumannsins í Rangár- vallasýslu hjá Birni Fr. Björnssyni sýslumanni sem jafnframt var al- þingismaður. Um þingtímann var Björn jafnan langtímum fjarverandi og kom það þá í hlut Pálma að inna af hendi margvísleg störf sem til- heyrðu sýsluskrifstofunni sem hann gerði með miklum sóma. Pálmi var glaðlyndur og félagslyndur maður og starfaði í mörgum nefndum og stjórnum og var oftar en ekki for- maður þeirra. Þau hjónin voru trúuð og störfuðu mikið í söfnuði kirkj- unnar sinnar að Stórólfshvoli og voru í söngkór hennar. Bæði höfðu þau mikinn áhuga á skógrækt eins og garðurinn umhverfis hús þeirra ber vitni um. Þegar Pálmi varð sjö- tugur var gerður fallegur skógar- lundur sem nefndur er Pálmalundur og staðsettur er í kauptúninu til heiðurs honum. Pálmi var kvæða- maður góður og liggja eftir hann tvær ljóðabækur; „Undir dalanna sól“ og „Í ljósaskiptunum“ sem gefin var út árið 2000 á áttræðisafmæli hans. Á áttræðisafmæli mínu orti hann afmæliskveðju til mín sem endurspeglar vinarhug hans. Í fyrri ljóðabókinni: „Undir dalanna sól“ yrkir Pálmi til konu sinnar Mar- grétar: Í fimmtíu ár hefurðu fetað þín tilverustig, og farið um þannig að ljós er þinn heiður og sóminn. Og þá er víst mál að ég þakki nú fyrir mig, sem þú hefur meðhöndlað einna líkast og blómin. Með þessum orðum vil ég votta Margéti og fjölskyldu hennar mína innilegustu samúð. Hákon Fr. Jóhannsson. Pálmi er dáinn. Pálmi, maðurinn hennar Möggu móðursystur minnar. Söknuðurinn er sár en minningarnar góðar. Að alast upp í húsinu beint á móti þessum heiðurshjónum var gaman. Hitta Pálma á hlaðinu, alltaf kátur, alltaf forvitinn og alltaf jákvæður. Kíkja í heimsókn, alltaf hlýtt faðmlag og koss. Eftir að heimdraga er hleypt, allt- af jafn gaman að koma á Hvolsveg- inn og hitta Möggu og Pálma. Allri fjölskyldu minni jafn vel fagnað, börn elska Pálma. Mikið hlegið og allir gengu glaðari á braut. Fróðleikskorn flugu enda Pálmi haf- sjór af fróðleik. Öllum hrósað. Takk fyrir brúðkaupsljóðið sem þú samdir fyrir okkur Kjartan. Síðasta faðmlagið í fjósinu á Upp- sölum var hlýtt og minning þess geymd. Afkomendur þínir bera lífi þínu fallegt merki. Ég kveð Pálma vin minn með virðingu og þökk. Nú er örugglega gaman á himnum. Margrét Guðjónsdóttir. Örfá orð í minningu Pálma Eyj- ólfssonar sýsluskrifara á Hvolsvelli. Þegar ég var 11 ára og Hvols- völlur var „nafli alheimsins“ bað Pálmi mig um smá viðvik og í stað- inn skyldi hann skrautrita fyrir mig skjal sem ég gæti innrammað og hengt upp á vegg. Ekki ræddum við hvað standa skyldi í skjalinu, en inn á þetta gekkst ég því gaman yrði fyrir mig að eiga skrautritað skjal frá sjálfum sýsluskrifaranum. „Skjalið góða“ eins og við nefnd- um það okkar á milli skilaði sér ekki strax en skjölin urðu nokkur í ár- anna rás og veittu þau mér braut- argengi í lífinu sjálfu. Enginn upp- eldis- né sálfræðingur hefði getað haft betri áhrif á mig, hávaðasaman og baldinn unglinginn. Pálmi var alltaf tilbúinn að hrósa og hvetja til góðra verka, hann spurði skemmti- legra spurninga sem leiddu til um- hugsunar og undirstrikuðu líka að hann hefði áhuga á því sem maður væri að gera hverju sinni. Pálmi var einstaklega skemmti- legur maður og mamma hefur haft það fyrir reglu í mörg ár að hringja í Möggu systur sína og Pálma mág, svona til að fá meiri gleði í sálina. Alltaf hægt að sjá spaugilegar hliðar á öllum málum, án þess að meiða nokkurn mann. Ég kveð Pálma með þakklæti í huga, veit að kátínan og gleðin mun lifa áfram í afkomendum hans og Möggu og sendi þeim mínar dýpstu samúð. Ingibjörg F. Ottesen. Pálmi móðurbróðir minn er lát- inn. Kallið kom fyrirvaralaust þegar hann var í einu af sínum mörgu ferðalögum, sem hann hafði svo mikla ánægju af. Það var einmitt eitt af því sem einkenndi Pálma, fróð- leiksfýsnin, kynnast fólki og stöðum, læra meira, vita meir. Spjalla við fólk á förnum vegi, og allir voru jafn- ingar, þingmenn eða smábóndinn. Pálmi var athafnamikill og skildi eft- ir sig stór spor en stærsta og mik- ilvægasta verkefnið fyrir hann var að koma börnum sínum vel til manns og það gerðu þau hjónin með sóma og miklu stolti. Pálmi bar með sér orku góð- mennsku og kærleika og minningu hans mun ég bera í hug og hjarta að eilífu. Katrín Hákonardóttir. SJÁ SÍÐU 50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 49 MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANTON SIGURGEIR GUNNLAUGSSON skipstjóri, Reynihólum 10, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 19. október. Útför hans verður gerð frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 28. október kl. 13:30. Jóhanna Fanney Jóhannesdóttir, Jóhannes Antonsson, Svandís H. Þorláksdóttir, Gunnlaugur Antonsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Sigurður Sveinn Antonsson, Helga Valtýsdóttir, Freyr Antonsson, Silja Pálsdóttir, Lárus Ingi Antonsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.