Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 25 MINNSTAÐUR Kálfatjarnarkirkja 10:00-10.40 • Menningardagur settur: Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. • Saga örnefna í Vatnsleysustrandarhreppi. Viktor Guðmundsson segir frá. • Frank Herlufsen, kirkjukór Kálfatjarnarkirkju o.fl. flytja tónlist frá Vatnsleysuströnd. • Séra Carlos Ferrer flytur blessun. Njarðvíkurkirkja 11:30-12:10 • ,,Arfurinn". Ævi og störf Jóns Þorkelssonar skólameistara. Guðmundur Ingi Leifsson skólastjóri flytur erindi. • Barnakór Akurskóla syngur nokkur lög. • Ávarp: Séra Baldur Rafn Sigurðsson. Keflavíkurkirkja 13:00-13:40 • Forníslenskur menningararfur í kórtónlist á 19. og 20. öld í tali og tónum. Hákon Leifsson organisti og kirkjukór Keflavíkurkirkju. • Ávarp. Hvalsneskirkja 15:30-16:10 • Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur flytur ávarp. • Megas syngur til Hallgríms. Megas flytur lög sín og texta um Hallgrím Pétursson með Syðri-ár flokknum. • Lokaorð: Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir Kirkjuvogskirkja 16:40-17:20 • Landnámsminjar á Reykjanesi. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur heldur fyrirlestur og gengur með gestum að rústum landnámsbæjarins í Höfnum. • Lokaorð: Stefán Bjarkason framkvæmdastjóri MÍT svið Rnb. Ytri-Njarðvíkurkirkja 17:45-18:30 • Systkinin Ellý og Vilhjálmur Vilhjálmsbörn. Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar flytja vinsælustu lögin þeirra. Undirleikur: Valgeir Skagfjörð. • Séra Baldur Rafn Sigurðsson flytur blessun. Grindavíkurkirkja 20:00-21:00 • Ávarp: Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. • Sigvaldi Kaldalóns í tali og tónum. Kór og hljómsveit kirkjunnar. • Menningardegi slitið: Kristján Pálsson formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. MEGAS • FORNÍSLENSKUR MENNINGARARFUR LANDNÁMSMINJAR • ELLÝ OG VILHJÁLMUR • SIGVALDI KALDALÓNS SAGA ÖRNEFNA • KARLAKÓR KEFLAVÍKUR ... 11:30 sunnudaginn 23. október 2005 MENNINGARDAGUR í kirkjum á Suðurnesjum 10:00 13:00 14:15 15:30 16:4017:4520:00 Útskálakirkja 14:15-14:55 • Sjómennska og sjóslys á Suðurnesjum. Gísli Gunnarsson prófessor við Háskóla Íslands flytur erindi. • Karlakór Keflavíkur syngur lögin: Brennið þið vitar, Stjáni Blái og Suðurnesjamenn. • Lokaorð: Séra Lilja Kristín Þorsteinsdóttir FYRST skal reyna á vilja bæjaryf- irvalda Dalvíkurbyggðar til að sameina í raun á ný byggðalagið með því að koma til móts við Svarfdælinga og kröfur þeirra um endurheimt Húsabakkaskóla. „Við teljum þetta ágætis grunn til að ná saman á ný,“ segir Þorkell Á. Jó- hannsson, formaður samtakanna Áfram, sem stofnuð voru að Rim- um í Svarfaðardal í vikunni. Upp- haf þess að samtökin voru stofnuð má rekja til væringa um skólamál, en sem kunnugt er var starfsemi Húsabakkaskóla í Svarfaðardal hætt og börn úr dalnum sækja skóla á Dalvík. „Þá telur fundurinn að nú í kjöl- far sameiningarkosninganna þ. 8. okt. sl. sé lag til að reyna á ný að sætta og sameina Dalvíkurbyggð. Tillaga okkar nú er því sú að í stað áframhaldandi baráttu Svarfdæl- inga um nýtt sjálfstæði verði tekin upp á ný tillaga Félags foreldra og velunnara Húsabakkaskóla um áframhald á rekstri grunnskóla að Húsabakka, sem hugsa má með ýmsu öðru rekstrarfyrirkomulagi en verið hefur og með þátttöku foreldra og íbúa dalsins, og e.t.v. félaga og fyrirtækja. Skólinn nyti framlags frá bæjarsjóði með hverj- um nemanda sem a.m.k. svarar til þess sem tiltekinn nemendafjöldi myndi kosta við nám í Dalvík- urskóla. Útfæra má þessa hug- mynd þannig að vel fari við fram komnar hugmyndir um menning- ar- og náttúrufræðasetur að Húsa- bakka. Til að mynda eru góðir möguleikar á að tengja við þessa hugmynd aðra þætti, s.s. skólabúð- ir og ýmis þemu út frá t.d. nátt- úrufræði og umhverfisvernd. Slík samvinna skóla og menningarset- urs mun tvímælalaust styrkja bæði, fyrir utan að tryggja góða nýtingu húsakostsins að Húsabakka. Vand- séð er með hvaða hætti öðrum verði hægt að koma á sáttum milli fylkinga, en hins vegar teljum við að þetta sé kjörin leið,“ segir í ályktun stofnfundarins. Hagsmunasamtökin Áfram vilja reyna sættir í stað baráttu fyrir sjálfstæði Skólinn verði rekinn með þátttöku foreldra Morgunblaðið/Kristján Svarfdælingar mótmæltu flutningi skólahalds frá Húsabakka til Dalvíkur. HÁTÍÐAR- og baráttufundur verður hald- inn í Sjallanum þann 24. október nk. kl. 15 í tilefni af því að þá verða þrjátíu ár liðin frá kvennafrídeginum árið 1975. Markmið dags- ins er það sama og fyrir þrjátíu árum, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf, segir m.a. í frétt frá undirbúningshópi. Hvergi í heiminum er atvinnuþátttaka kvenna jafnmikil og hér á landi. Kvennahreyfingar á Íslandi hafa reiknað út að eftir fimm tíma og átta mínútur hafi konur unnið fyrir launum sínum, þar sem þær hafa 64% af atvinnutekjum karla. Þær eru því hvattar til að leggja niður störf kl. 14.08 miðað við vinnutímann 9-17. Foreldrar eru hvattir til að sækja börn sín í leikskóla um kl. 14.08 svo konur sem þar starfa hafi einnig möguleika á að sækja fundinn. Þangað eru allar konur í Eyjafirði hvattar til að mæta og sýna samstöðu í verki. Fund- urinn er að sjálfsögðu einnig opinn körlum og börnum. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara flytur ávarp, sem og Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi alþingismaður og Margrét Kristín Helga- dóttir laganemi. Þá verður söng og af ýmsu tagi, einsöng, tvísöng og fjöldasöng fléttað inn í dagskrá fundarins.    Hátíðar- og baráttu- fundur í Sjallanum Sjónþing Jóns | Í dag kl. 15 verður haldið í Deiglunni, Sjónþing Jóns Laxdal. Spyrlar verða Jón Proppé, Arna Valsdóttir og Þröstur Ásmundsson, en fundarstjóri Hannes Sigurðsson. Sjónþinginu er ætlað að veita persónulega innsýn í feril Jóns með það fyrir augum að skoða framlag hans og rifja upp farinn veg. Fjöldi mynda af verk- um listamannsins verður sýndur. Yfirlits- sýningu á verkum Jóns, undir heitinu „Ekki orð“, lýkur á Listasafninu á Akureyri á sunnudag. Hún verður síðan sett upp í Hafnarborg í Hafnarfirði og í mars á næsta ári verða verk Jóns sýnd í Berlín og í Lista- safninu í Færeyjum. RÁÐGERT er að hefja hitaveituframkvæmdir í Fnjóskadal nú í haust, ef veður og aðstæður leyfa. Norðurorka hefur gert samning við or- lofshúsabyggðina á Illugastöðum og nokkra sumarhúsaeigendur syðst í Fnjóskadal um lagningu hitaveitu að Illugastöðum, alls um 10 km leið. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, sagði að lagt yrði af stað með stofnlögn frá Reykjum sem dygði fyrir veitu alla leið til Grenivíkur. Hins vegar hefði ekki verið tekin ákvörðun um frekari framkvæmdir. Síðastliðið sumar skrifuðu fulltrúar Norðurorku, Þingeyj- arsveitar og Grýtubakkahrepps undir viljayfir- lýsingu þess efnis að kanna möguleika á að leggja hitaveitu frá Reykjum allt norður til Grenivíkur. Jóhann Guðni Reynisson,sveitarstjóri Þing- eyjarsveitar, sagði að aðilar málsins, þ.e. Þing- eyjarsveit, Grýtubakkahreppur og Norðurorka, hefðu gert mér sér samkomulag um að bera sameiginlega þann umframkostnað sem hlýst af því að leggja sverari stofnlögn en annars þyrfti, til að hafa möguleikann á að leggja þessa veitu til Grenivíkur. „Ef veitan stoppaði þarna, í Skógum eða annars staðar á leiðinni, þyrfti stofnlögnin ekki að vera þetta sver.“ Jóhann Guðni sagði að málið yrði kynnt fyrir íbúum á svæðinu með bréfi á næstu dögum og í framhaldi af því yrði fyrirhuguð hitaveitulögn kynnt á fundi með hugsanlegum viðskiptavin- um veitunnar. „Að því loknu ætti að vera ljóst hversu margir hafa hugsað sér að taka inn hita- veitu, en forsendan fyrir því að hún verði lögð er að sem allra flestir verði með. Þannig eru miklir hagsmunir í húfi varðandi það að fá íbúa í Grýtubakkahreppi með í þetta verkefni.“ Kynningarfundurinn verður haldinn í nóv- ember og væntir Jóhann Guðni þess að í kring- um jól liggi fyrir hversu margir muni taka inn hitaveitu. „Ef allt gengur að óskum ætti að vera unnt að hefjast handa við lagningu næsta vor.“ Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps, sagði að þessa dagana væri verið að senda út kynningarefni til íbúa sveitarfé- lagsins og um miðjan nóvember yrði almennur fundur með íbúum þar sem málið yrði kynnt frekar. „Það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hvort veitan kemur hingað. En ef fólk er áhugasamt, sem mér heyrist það vera, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. Ég segi að við eigum að hugsa okkur tvisvar um áður en við sleppum þessu tækifæri, því ég veit ekki hvenær við fáum annað tækifæri,“ sagði Guðný. Hitaveita lögð í Illugastaði AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.