Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR Verkfræðinemi HÍ Formaður Heimdallar 2. varaformaður SUS Fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er 4.- 5. nóv. Bolli Thoroddsen 5. sæti www.bolli.is Allir velkomnir Tónlist, veitingar og skemmtilegur félagsskapur. laugardag kl. 16.00 að Borgartúni 6, gömlu Rúgbrauðsgerðinni. Borgartún 6, opið virka daga kl. 12.00-22.00, um helgar 13.00-22.00. Símar 823 5223 og 847 1312. Kosningaskrifstofan opnar í dag OSTA- og smjörsalan ræður ekki verði á undanrennudufti heldur er sú ákvörðun í höndum verðlagsnefndar búvöru og því er ekki um það að ræða að fyrirtækið hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni gagn- vart Mjólku. Þetta segir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar. Mjólka lagði í gær fram kæru á hendur fyrirtækinu til Samkeppnis- eftirlitsins. Í kærunni kemur fram að Mjólku hafi í upphafi verið seldur 25 kílóa poki af undanrennudufti á 8.475 krónur en síðan hafi verðið verið hækkað án skýringa í 10.463 krónur. Með þessu hafi Osta- og smjörsalan neitað Mjólku um sömu kjör og aðrir sambærilegir viðskiptavinir njóti. Þá hafi Ostahúsinu/Ostamanninum ver- ið selt undanrennuduft á lægra verð- inu. Magnús Ólafsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að samkvæmt ákvörð- un verðlagsnefndar væri mjólkur- og undanrennuduft á sérstöku verði til almenns matvælaiðnaðar, en ekki til mjólkuriðnaðar. Þannig kaupi bakarí og sælgætisgerðir, svo dæmi væru nefnd, mjólkur- og undanrennuduft á lægra verði en í viðskiptum milli aðila í mjólkuriðnaði væri farið eftir hærra verðinu, þ.e. sama verði og Mjólka væri krafin um. Mistök leiðrétt Aðspurður hvers vegna Ostahúsið/ Ostamaðurinn hefði fengið duftið á lægra verðinu, sagði Magnús að það hefðu verið mistök sem hefðu verið leiðrétt eftir að Mjólka benti á þetta. Ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort fyrirtækið myndi fá bakreikn- ing, þetta væri ekkert stórmál enda hefði það keypt fremur lítið af und- anrennudufti. Magnús bætti við að mjólkur- og undanrennuduft væri niðurgreitt af mjólkuriðnaðinum. Það væri því svo- lítil þversögn í því að Mjólka, sem hygðist framleiða osta án styrkja, virtist hafa áhuga á því að komast bakdyramegin inn í kerfið með því að fá að kaupa niðurgreidda vöru. Osta- og smjörsalan ræður ekki verðinu Mjólka fær duftið á sama verði og aðrir í mjólkuriðnaði  Meira á mbl.is/ítarefni ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff voru í gær í heimsókn í Hafnarfirði og tóku Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafn- arfjarðarbæjar á móti forsetahjón- unum við bæjarmörkin í gærmorg- un. Fyrst komu forsetahjónin við á Hrafnistu og heilsuðu meðal annars upp á Margréti Sigurðardóttur, 103 ára. Þá skoðuðu þau ýmsar stofn- anir í bænum, t.d. leikskóla og Flensborgarskólann. Heimsókninni lauk svo í gærkvöldi með fjöl- skylduhátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Morgunblaðið/Golli Heimsóttu Hrafnistu Athugasemd frá Geðlækna- félagi Íslands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn Geðlæknafélags Íslands: „Í kjölfar úrskurðar samkeppn- isstofnunar um að ganga eigi til samninga við sjálfstætt starfandi klíníska sálfræðinga birti Mbl. í leiðara sínum 15. október síðastlið- inn áskorun til stjórnvalda um að semja nú þegar við sálfræðinga. Segir Mbl. „óumdeilt að sálfræð- ingar og geðlæknar starfi á sama samkeppnissviði“. Í sama leiðara gefur blaðið sér þær forsendur annars vegar að geðlæknar stundi einungis lyfjameðferð og hins veg- ar að val á meðferð við geðsjúk- dómum sé annaðhvort lyfjameðferð eða sálfræðimeðferð. Geðlækna- félagið finnur sig knúið til að leið- rétta þennan misskilning og benda á að menntun geðlækna og sál- fræðinga er gjörólík. Geðlæknar hafa lokið 6 ára námi í læknadeild HÍ, 1 ári í almennri klínískri þjálf- un (kandídatsár) og síðan að jafn- aði 5 ára framhaldsnámi í geðlækn- ingum eftir að þeir hafa fengið lækningaleyfi. Í sérnámi í geð- lækningum er m.a. innifalin þjálfun og kennsla í viðtalsmeðferð. Marg- ir geðlæknar hafa að auki bætt við sig fleiri árum í að dýpka sig í sér- stökum viðtalsmeðferðarformum eins og t.d. sállækningum og hug- rænni atferlismeðferð. Það er því óumdeilt að geðlækn- ar hafa mun breiðari og alhliða menntun en sálfræðingar og starfa ekki „á sama samkeppnissviði“ og sálfræðingar. Þeir hafa möguleika á að gera nákvæma læknisfræði- lega greiningu á vandamálum sjúk- linga auk þess að beita bæði lyfja- meðferð og samtalsmeðferð sem að jafnaði er kjörmeðferð við alla miðlungs og alvarlega geðsjúk- dóma. Fyrir vægari sjúkdóma er rétt að valið getur staðið milli við- talsmeðferðar og lyfjameðferðar og þar hafa geðlæknar bestu þekk- inguna að greina á milli. Geðlæknar hafa líkt og margir aðrir sérfræðingar í læknastétt unnið á einkastofum skv. samningi við TR í áratugi og einnig unnið náið með og í góðu samstarfi við sálfræðinga bæði inni á sjúkrahús- um og á einkastofum. Geðlækna- félagið hefur ávallt stutt það að heilbrigðisráðuneytið semji við Sál- fræðingafélagið um greiðsluþátt- töku í viðtalsmeðferð og tekur und- ir með Mbl. að tímabært er að stjórnvöld láti loks verða af því að semja við klíníska sálfræðinga og auki þannig aðgengi að viðtalsmeð- ferð. F.h. stjórnar Geðlæknafélags Íslands Guðlaug Þorsteinsdóttir, formaður.“ KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, gagnrýndi það í umræðum á Alþingi í fyrradag að Þorsteini Pálssyni sendiherra skyldi hafa verið falið að ritstýra og rita sögu þingræðis á Alþingi. Krist- inn sagði að þessi ákvörðun ork- aði tvímælis „bæði út frá fagleg- um forsendum og kannski ekki síður vegna þess að sá sem val- inn var var þátttakandi í þeirri sögu,“ sagði hann. Það voru því ekki bara þing- menn stjórnarandstöðuflokk- anna sem gagnrýndu þá ákvörð- un að ráða Þorstein til verksins, eins og skilja mátti af frásögn Morgunblaðsins af umræðunum í gær. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sögðu hins vegar í um- ræðunum að Þorsteinn væri vel hæfur til verksins. Gagn- rýndi val á Þorsteini Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.