Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                 !   ! "   !            ! " #   $$   % & '(  " " #! ") !*  +,! ! #   - ) .          ! / " #   $$   %     01 2  3   ! / " #    2   %        ! #      $         !    ! % &'   () $ (& > ! #! !' (6 #  ? ># #! ===                       á morgun Fæstir sem falla í stríði eru hermenn  Skrautlegar jarðsprengjur eiga að höfða til barna og gera líklegra að þau taki þær upp. Strandflutningaskipið Jaxlinn hefur verið selt til danska skipafyrirtækis- ins Janus Andersen & Co. Einar Vignir Einarsson, skipstjóri Jaxlsins og talsmaður fyrirtækisins Sæskipa ehf., segir reksturinn hafa gengið erf- iðlega þrátt fyrir samning um gáma- flutninga fyrir Eimskip. Sé um byrj- unarörðugleika að ræða, sem öll fyrirtæki standi frammi fyrir í fyrstu. Forsvarsmenn leita nú kjölfestu- samninga til að tryggja rekstur skips- ins. Einar hefur stærra skip í sigtinu. Einar fór út til Noregs í marslok á síðasta ári og náði í Jaxlinn. Skipið sinnti síðan flutningum frá Hafnar- firði til Vestfjarða og einnig Norður- lands þar til því var siglt til Danmerk- ur í vikunni. Að sögn Einars var reksturinn þungur og ótraustur, sér í lagi þar sem fyrirtækið hafði ekki bindandi flutningasamninga við fleiri en Eim- skip og hafi því verið mikið tap á rekstrinum. Nú verði reynt að fá fleiri hluthafa inn í fyrirtækið og tryggja rekstrargrundvöllinn. „Við höfum staðið okkur þokkalega þó ég segi sjálfur frá,“ sagði Einar en hann kom aftur til landsins á fimmtu- dag eftir að hafa siglt Jaxlinum út. „Samstarfið við Eimskip gekk mjög vel og er enn í gangi. Það er fullur vilji að halda þessu áfram,“ sagði Einar og bætti við að Sæskip hafi nýtt skip í sigtinu. Jaxlinn var smíðaður árið 1978 og tekur 18 tuttugu feta gáma. Einar hefur augastað á skipi, sem smíðað var árið 1984 og tekur 140 tuttugu feta gáma. Það hefur verið í siglingum á Eystrasalti og er skemmtileg skip, að sögn Einars. Sagðist hann búast við að málin skýrist fljótlega í næstu viku og ætti að taka skamman tíma að fá nýja skipið hingað til lands verði rekstr- argrundvöllur tryggður. Nýtt skip mun taka við af Jaxlinum verði reksturinn tryggður Morgunblaðið/Golli Strandflutningaskipið Jaxlinn hefur verið selt. MENNTARÁÐ Reykjavíkur hefur falið menntasviði að efna til um- ræðu við fagfólk og foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Var þetta samþykkt á fundi menntaráðs á fimmtudag. Kannað verður hvort æskilegt geti talist að skipa starfshóp með fulltrúum úr ráðinu, frá mennta- sviði, fulltrúum skólastjórnenda, kennara og foreldra sem hefði það hlutverk að leggja fyrir ráðið til- lögur um hvernig skólarnir geti gegnt hlutverki í þessu sambandi. Til dæmis hvernig fræðslu sé þörf á að fara með inn í skólana, hvernig kennarar og annað starfsfólk skól- anna sé í stakk búið að greina máls- atvik tengd kynferðislegu ofbeldi og takast á við þau. Hlutverk skóla í umræðu um kynferðisofbeldi RÉTTARHÖLDUM yfir karli og konu, sem ákærð eru fyrir að bana Gísla Þorkelssyni í bænum Boks- burg í Suður-Afríku í júlí sl., hefur verið frestað í annað sinn skv. suður- afrískum fréttamiðli. Haft er eftir saksóknara málsins að sakborning- arnir, Willie Theron og Desree Lo- uise Oberholzer, sem eru í lögreglu- varðhaldi, muni koma fyrir dóm í næstu viku og þá verði ákveðið hve- nær málsmeðferð hefst fyrir dómi. Krufning leiddi í ljós að Gísli var skotinn í höfuðið. Theron og Ober- holzer eru ákærð um morð, þjófnað, fjársvik og að hindra framgang rétt- vísinnar. Manndrápsmál- inu í S-Afríku frestað öðru sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.