Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 31
MENNING
Skólavörðuhátíðin
fyrsta vetrardag 2005
Laugardaginn 22 október
Kl. 11:00 Klukknaspil í Hallgrímskirkju verk eftir Áskel Másson.
Menningarganga Birnu Þórðardóttur fer frá Hótel Leif Eiríkssyni.
Shanko silki með sýningu á Japönskum brúðarkápum og kimono.
Sýning í listhúsi Ófeigs.
Kl. 13:00 Klukknaspil í Hallgrímskirkju verk eftir Áskel Másson.
Menningarganga Birnu Þórðardóttur fer frá Hótel Leif Eiríkssyni.
Eggert Feldskeri sýnir nýjustu línuna í mokkafatnaði og loðfeldum.
Tæknihornið heldur uppá eins árs afmæli á heimilislegan hátt. Mæðurnar bjóða uppá vöfflur eins
og þegar strákarnir voru ungir.
12 Tónar, tónleikar með The Viking Giant Show.
Kl. 13:30 10 ára krakkar úr Austurbæjarskóla syngja 10 lög.
Kl. 14:00 Ellen Kristjáns, Helgi Björns, Daniel Ágúst, Ragnar Kjartans og Steindór Andersen skenkja gestum
og gangandi kjötsúpu að hætti Sigga Hall við Hegningarhúsið og hjá Eggert Feldskera.
Sjöfn Har. Art gallery. Ný málverk og kynning á verkum skosku listakonunnar Ishbel Macdonald -
Silkiþrykk.
12 Tónar, tónleikar með Jakobínarína.
Fyrir krakkana er Töfraveröld tóna og hljóða í verslun Kristínar Cardew.
Kolbrún S. Kjarval leirlistakona rennir leir.
Kl. 14:30 Kramhúsið verður með Afríska dansa og fleiri atriði á Kjaftaklöpp.
Kl. 15:00 Klukknaspil í Hallgrímskirkju verk eftir Áskel Másson.
Mennigarganga Birnu Þórðardóttur fer frá Hótel Leif Eiríkssyni.
Opnun á sýningu verka eftir Ásu Ólafsdóttur í gallerí Hún og Hún.
12 Tónar, tónleikar með Architecture in Helsinki.
Kl. 16:00 Kolbrún S. Kjarval leirlistakona rennir leir.
Kristína Berman dansar magadans fyrir utan Verksmiðjuna.
12 Tónar, tónleikar með Au Reavoir Simone.
Kl. 18:00 Samhringing klukkna Hallgrímskirkju í tilefni 331. ártíðar séra Hallgríms Péturssonar.
Verið velkomin á Skólavörðustíginn
Spron/Ögurvík - Landssamband sauðfjárbænda/markaðsráð kindakjöts - Þróunarfélag Miðborgar
Ofangreindir vildaraðilar styrkja hátíðina
Bragðlaukar kitlaðir í Ostabúðinni allan daginn.
Ýmsar uppákomur hér og þar á Stígnum!
BLÁTT hraunblóm er titillinn á
einu málverka Elsa Alfelt, máluðu
hér á landi sumarið 1948, en hún
kom hingað til lands ásamt manni
sínum, Carl-Henning Pedersen, þá
um vorið. Tilefni heimsóknar þeirra
var að þau voru hluti af sýning-
arhópi sem nefndi sig Höstudstill-
ingen og hafði sýnt í Kaupmanna-
höfn haustið áður. Svavar
Guðnason var einn af hópnum og
kom því til leiðar að sýningin hafði
viðkomu hér á landi á ferð sinni um
Norðurlöndin. Á sýningunni sem
haldin var í Listamannaskálanum
voru verk eftir 12 listamenn, Else
Alfelt var eina konan og Svavar
eini Íslendingurinn. Aðrir voru m.a.
Asger Jorn, Ejler Bille og Egill Ja-
cobsen.
Haustsýningin var tímamótasýn-
ing hér á landi og vakti mikla at-
hygli, mestmegnis jákvæða þó sum-
ir yrðu hissa á myndum sem
kallaðar voru óhlutbundnar. Mörk-
in á milli hins óhlutbundna og
raunsæja voru þó óljós og þó að
þessir málarar hafi tilheyrt þeim
sem kallaðir voru „de abstrakte“ í
Danmörku, Svavar þar meðtalinn,
innihéldu verkin flest tilvísanir í
hlutbundinn eða ímyndaðan raun-
veruleika.
Nú vill Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar varpa einhverju ljósi á
þetta tímabil íslenskrar listasögu
og þá sérstaklega á tengslin milli
Danmerkur og Íslands, en bæði
Svavar Guðnason og Sigurjón
Ólafsson lærðu í Danmörku og
urðu fyrir áhrifum frá straumum
og stefnum þess tíma. Á fjórða ára-
tugnum urðu danskir listamenn
fyrir auknum alþjóðlegum áhrifum
og nokkrir héldu til Parísar, m.a.
Egill Jacobsen, Asger Jorn, Ejler
Bille og Carl-Henning Pedersen. Á
fimmta áratugnum varð til al-
þjóðlegt samstarf listamanna undir
nafninu Cobra, en þeir máluðu
flestir í abstraktexpressjónískum
stíl undir ýmsum áhrifum, m.a. frá
súrrealisma og primitivisma en
listamenn sóttu gjarnan til svokall-
aðra frumstæðra þjóða í leit að ein-
hverju hreinu, sönnu og barnslegu.
Sumir sóttu innblástur í grímur
eða önnur frumstæð tákn og aðrir
sóttu í ævintýri eins og Carl-
Henning Pedersen gerði. Þessi
áhrif bárust einnig hingað til lands,
til að mynda með Haustsýningunni.
Verk þeirra fjögurra sem sýnd
eru saman í Listasafni Sigurjóns,
nú undir titlinum Hraunblóm, eru
ágætir fulltrúar hinna ýmsu
áherslna í tíðarandanum í kringum
1950 í Danmörku. Málverk Svavars
Guðnasonar eru okkur kunn en hér
sjáum við allnokkur smærri verk
sem sýna vel hvernig hann virkjar
hinn frumstæða kraft sem lista-
menn þessa tíma sóttust svo eftir,
til að skapa sinn eigin íslenska ab-
straktlandslagsheim þar sem
stundum er eins og myndefnið sé
sjálfur kraftur náttúruaflanna.
Myndir hans kallast á við nátt-
úrustemmningar Else Alfelt sem
eru geysifallegar og búa yfir sér-
stakri og sterkri hrynjandi, þær
minna á storminn, öldurnar, fjalls-
hlíðarnar og vindinn allt í senn en
eru um leið vandlega uppbyggðar.
Hún málar ekki eftir fyrirmynd
heldur tilfinningu en nær að grípa
vel íslenskt umhverfi. Myndirnar
hér eru allar málaðar hér á landi
sumarið 1948, fæstar eru nákvæm-
lega staðsettar en augljós áhrifin
frá íslenskri birtu. Þær njóta sín
sérstaklega vel við undirspil hafsins
á efri hæðinni í Sigurjónssafni.
Málverk Carl-Henning Pedersen
eru síðan á neðri hæð og hans hlut-
ur stærstur á sýningunni, mynd-
irnar einnig a.m.k. flestar unnar
hér á landi og sumar bera titil þess
til vitnis. Þær eru unnar með olíu-
krít og birta ævintýraheim sem er
tengdari tíðarandanum sem þá ríkti
en málverk hinna tveggja. Fjórir
skúlptúrar eftir Sigurjón eru á sýn-
ingunni en verk hans umhverfis
safnið verða einnig nánast hluti af
henni.
Veglegur bæklingur fylgir sýn-
ingunni sem á eftir að ferðast
nokkuð áður en yfir lýkur, til Ak-
ureyrar og Danmerkur. Það sem
helst kom á óvart voru hrífandi
myndir Else Alfelt sem standans
mjög vel tímans tönn, en í heild er
hér um forvitnileg tengsl milli
danskra og íslenskra listamanna að
ræða sem áhugavert er að vekja
athygli á. Blátt hraunblóm er titillinn á einu
málverka Elsa Alfelt, en það var
málað hér á landi sumarið 1948.
Konan í hópnum
Ragna Sigurðardóttir
MYNDLIST
Sigurjónssafn
Til 27. nóvember. Opið laugard.
og sunnud. kl. 14–17.
Hraunblóm
Else Alfelt, Carl-Henning Pedersen,
Svavar Guðnason, Sigurjón Ólafsson
Fréttir í
tölvupósti