Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 67 MENNING Þ egar nýr nágranni flytur í hverfið umturnast líf samkynhneigðra hjóna í Grafarvogi heldur bet- ur … Með óvæntum af- leiðingum. Þannig er rammi nýs leikverks úr smiðju þeirra Gauts G. Gunnlaugssonar og Gunnars Krist- mundssonar, sem verður frumflutt í Iðnó í dag kl. 16. Verkið ber nafnið Gestur – Síðasta máltíðin og er kóm- ísk óperetta fyrir nokkuð óvenjulega raddskipan – þrjá barítóna. Tólf ár í smíðum Að sögn höfundanna hefur verkið verið í smíðum um nokkurra ára skeið eða í um það bil tólf ár, þegar þeir byrjuðu að semja fyrstu núm- erin í óperettunni og flytja fyrir smærri hópa. Á tímabili lá verkið þó í salti, en fyrir áeggjan vina og ætt- ingja ákváðu þeir að taka upp þráð- inn aftur fyrir ári og fullvinna verk- ið, og gefur að heyra afrakstur þess í dag. „Á sínum tíma hituðum við í tví- gang upp fyrir Rússíbanana, vorum aðeins viðriðnir Hlaðvarpann og fluttum þó nokkrum sinnum atriði í brúðkaupum og þess háttar. Fólk hefur síðan þá verið að ýta á okkur að gera alvöru úr þessu, heilt verk, sem nú er orðin raunin,“ segir Gaut- ur í samtali við Morgunblaðið. Höfundarnir stunduðu báðir kennaranám við Tónlistarskólann í Reykjavík þegar fyrstu smíðar óper- ettunnar hófust, en það var raunar hún sem kveikti áhuga þeirra beggja á söngnámi og lögðu þeir því leið sína í Söngskólann í Reykjavík, þar sem barítónraddir þeirra voru þjálf- aðar. Raunar fór svo að Gautur lauk ekki námi, en Gunnar kláraði skól- ann. Engu að síður ætlar Gautur að taka að sér að syngja eitt af hinum þremur hlutverkum óperunnar. „Ég leik ómenntaðan heimavinnandi hús- föður, þannig að það hentar hlut- verkinu kannski ágætlega,“ segir hann og hlær, en Gautur fer með hlutverk hins heimavinnandi Lauga, sem er giftur bankamanninum Ólív- er, sem Gunnar leikur. Sér til full- tingis hafa þeir síðan fengið Hrólf Sæmundsson til að syngja hlutverk nágrannans Gests, sem setur líf hjónanna talsvert úr skorðum. Háir tónar ekki útilokaðir Öll þrjú hlutverk óperettunnar eru skrifuð fyrir barítónrödd, sem hlýtur að vera nokkuð óvenjuleg samsetning. „Jú, hún er það vissu- lega,“ viðurkennir Gautur, en segir þó að háir tónar séu ekki alveg úti- lokaðir í verkinu. „Hrólfur spennir sig alveg upp í hæstu mörk barítóns- ins, þannig að það nálgast að verða einskonar tenór-klang.“ Það er Þröstur Guðbjartsson sem leikstýrir verkinu og segir Gautur þá samvinnu hafa verið sérlega góða. „Hann er mikill fagmaður og kann vel að starfa með fólki. Við er- um gríðarlega heppin að hafa fengið hann til liðs við okkur, með alla sína reynslu,“ segir hann, en píanóleik- arinn Raúl Jiménez leikur undir í verkinu. Gautur segir Gestur – Síð- asta máltíðin vera verk sem ætlað sé öllum. „Ég hugsa að fólk á öllum aldri geti haft gaman af þessu, jafn- vel krakkar. Tónlistin er í stíl Moz- arts og Rossinis, textarnir nútíma- legir og grípandi og verkið sjálft er farsakennt – þarna fljúga margir brandarar bæði í textum og tónlist. Við teljum að verkið geti verið fyrir flesta, í það minnsta alla þá sem hafa gaman af leik og söng,“ segir hann að síðustu. Brandarar fljúga í texta og tónlist Morgunblaðið/Eggert Gestur kemur heldur betur róti á líf þeirra Ólivers og Lauga, samkynhneigðra hjóna í Grafarvoginum. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Leikhús | Gestur – síðasta máltíðin, ný kómísk óperetta fyrir þrjá barítóna, frumsýnd í Iðnó í dag Óperettan Gestur – síðasta mál- tíðin verður frumsýnd í Iðnó í dag kl. 16. HUGLEIKUR hefur fengið inni í nýjum skemmtiklúbbi Þjóðleikhúss- ins, í kjallara sama húss, og er það vel. Til stendur að sýna stutta frum- samda þætti mánaðarlega í vetur en leikfélagið hefur gert tilraunir með þetta síðustu árin við góðar und- irtektir. Um síðustu helgi voru fyrstu fimm þættir vetrarins settir á svið og voru þeir allra sæmilegasta blanda af gríni og alvöru. Fyrsti þátturinn var eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Árna Friðrikssonar og nefndist hann Helgin. Í honum segir frá móður sem fær tvö uppkomin börn sín í ár- lega helgarheimsókn svo hægt sé að heimsækja leiði föður þeirra í kirkju- garðinum. Eitthvað finnst móðurinni börnin áhugalaus um látinn föðurinn svo hún rekur þau á dyr undir því yf- irskini að hún hafi ákveðið að hitta elskhuga sinn. Stefnumótið reynist svo vera við minningarnar um eig- inmanninn. Þátturinn er prýðilega saminn en efni hans er viðamikið og hefði leikstjórinn þess vegna þurft að gefa leikurum meira rými og leyfa hinu ósagða að njóta sín meira, kannski með því að flýta sér hægt. Hinn þátturinn fyrir hlé var ein- leikur eftir Nínu Björk Jónsdóttur og leikstýrt af Sesselju Traustadótt- ur. Nefndist hann Snyrting. Það er líklegt að leikstjórinn hafi brugðið á leik með því að láta konuna sem snyrtir vera að undirbúa eigin dauða og það var sláandi hvernig hún hæddi sjálfa sig í orðum og æði. Sig- ríður Birna Valsdóttir lék konuna prýðilega og stundum vantaði lítið upp á að um glansandi frammistöðu væri að ræða. Sennilega vó þungt hin þunglamalega depurð sem dró niður kaldhæðnina. Texti Nínu Bjarkar var fallegur og stundum slá- andi en örlítið meiri upplýsingar vantaði til leikþátturinn yrði heil- steyptur. Hefur einhver sagt þér hvað þú ert líkur Robert Redford? nefndist fyrsti þáttur eftir hlé. Höfundur þessa einleiks, Jón Guðmundsson, er nýgenginn til leiks við Hugleik og byrjar nokkuð vel. Persónan er karl- kyns sundlaugarvörður sem hefur lítið við að vera í starfi sínu og metur sjálfan sig eftir því. Árna Friðriks- syni var hér leikstýrt af Hrefnu Friðriksdóttur sem valdi það erfiða form fyrir leikarann að hafa sviðið strípað og engir voru leikmunirnir. Það eina sem leikarinn hafði var húfa nokkur. Árni átti nokkra góða spretti, sérstaklega þegar sundlaug- arvörðurinn fór í töffarahlutverkið en þátturinn var of orðmargur og endurtekningarsamur og galt heild- in fyrir það. Snemma beygist krókurinn var annar þátturinn þetta kvöld eftir Nínu Björk og leikstýrt af Sigurði H. Pálssyni. Það var mjög gaman að sjá hér Steindór úr leikriti Nínu frá í fyrra; Enginn með Steindóri. Þetta var leikþáttur úr bakgrunni þess- arar sjúku persónu; gróteskur, fynd- inn og mjög vel saminn þáttur þar sem drengurinn sem er sendur til skólastjórans fyrir að pissa í súpu- pottinn er studdur af ástríkri og kengruglaðri móður til loka. Sigurði, sem leikstýrði hér í fyrsta sinn, tókst fjarska vel upp með gróteskuna og leikararnir Fríða B. Andersen, Júlía Hannam og hinn ungi Jóhann Páll Jóhannsson voru öll mjög góð. Síðasti þátturinn var Stefnumót eftir Þórunni Guðmundsdóttur; skemmtilegur þáttur og gróteskur, um karl og konu sem fara á blint stefnumót eftir kynni við óljósan að- ila á netinu. Þórunn er mjög flink að semja þætti með orðaleikjum þar sem verða óvænt endalok og hér var engin undantekning á því. Leik- stjórn Rúnar Lund studdi textann einkar vel, kyrrð var yfir persónun- um og persónusköpun merkilega djúp í svo stuttum þætti enda um reynda leikara að ræða, þau Sigurð H. Pálsson og Hrefnu Friðriks- dóttur. Stefnumót var ánægjulegur endir á fjölbreyttu kvöldi hjá Hugleik í Þjóðleikhúskjallaranum og það verð- ur spennandi að sjá hvort hægt verð- ur að halda úti svo miklu höfund- astarfi í allan vetur. Gleði og alvara LEIKLIST Hugleikur Örleikrit eftir nokkra höfunda. Þjóðleikhúskjallarinn, 7. október 2005 Þetta mánaðarlega Hrund Ólafsdóttir Í TILEFNI þess að Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs í ár býður Norræna húsið til dagskrár á sunnudaginn kl. 16. Fimm handhafar bók- menntaverðlaunanna fyrr og nú lesa úr verkum sínum. Öll eru skáldin margfaldir verðlaunahaf- ar en eiga það sammerkt að hafa unnið til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Sjón mun lesa úr skáldsögu sinni Skugga-Baldri sem hefur þegar verið gefin út á Norð- urlöndum og er væntanleg í Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu, Serbíu og Frakklandi. Antti Tuuri, verðlaunahafi 1985, les úr bókinni Dagur í Austurbotni. Hann er þekkur Ís- landsvinur og hefur þýtt bæði Egils sögu og Njáls sögu á finnsku og skrifað bók um Ís- land. Árið 1993 var honum veitt- ur riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Bækur Antti Tuuri hafa verið þýddar á 15 tungumál, m.a. eru nokkrar þeirra til í ís- lenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Sænska skáldkonan Eva Ström fékk verðlaunin 2003 fyrir ljóðabókina Revbensstäderna. Hún er einnig þekkt fyrir skáld- sögur og leikritun svo og bók- menntagagnrýni og nú síðast ljóðrænan texta í bókinni Pål Svensson, skulptör. Auk þess að lesa úr verðlaunabókinni les Eva úr ljóðabókinni Rött vill bli rött. Kjartan Fløgstad, verðlauna- hafinn frá 1978, hefur skrifað á fimmta tug bóka. Hann les úr Dalen Portland. Kjartan skrifar á nýnorsku, sem er honum hug- leikin, og fjallar nýjasta bók hans, Brennbart, um stöðu ný- norskunnar. Fulltrúi Dana er Dorrit Will- umsen sem fékk verðlaunin 1997 fyrir Bang: Skáld- sagan um Herman Bang. Hún hefur vakið athygli fyrir sögulegar skáldsög- ur sínar og les hún nú úr einni þeirra, Bruden fra Gent. Einnig kynnir Jenny Fossum Grønn, ritstjóri, Litteratur i Nord- safnritið sem geym- ir gullmola frá ýms- um höfundum er til- nefndir hafa verið til Bókmenntaverð- launa Norð- urlandaráðs. Ekki er einungis um að ræða bókmenntadagskrá heldur verða einnig flutt tvö verk Hauks Tóm- assonar en hann fékk Tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs 2004. Verkin eru Pendúll, ein- leiksverk fyrir selló, sem leikið er af Sigurði Bjarka Gunn- arssyni, en það er nú frumflutt á Íslandi, og Vorhænsn, einleiks- verk fyrir klarínett sem Ármann Helgason leikur. Dagskráin er í samvinnu við NORDBOK og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Dagskrá með verðlauna- höfum í Norræna húsinu SjónHaukur Tómasson L. RON Hubbard er sá rithöf- undur heims sem þýddur hefur verið á flest tungumál samkvæmt tilkynningu sem Heimsmetabók Guinness sendi nýverið frá sér. Bækur hans hafa verið þýddar á 65 tungumál og slær Hubbard þar með metið frá árinu 1997 þegar Sidney Sheldon trónaði á toppnum. Auk þess er óstaðfest að Harry Potter-bækurnar hafi verið þýddar á 63 tungumál, þótt jafnvel það slái Hubbard ekki við. Bækur Hubbards hafa selst í 233 milljónum eintaka og hafa meðal annars verið þýddar á ís- lensku. Fréttirnar um heimsmetið voru gjörðar heyr- inkunnar á bókastefnunni í Frankfurt, stærstu bóka- stefnu heims, sem stendur yfir um þessar mundir. Alistair Burtenshaw, framkvæmdastjóri Reed Group og stjórnandi bókastefnunnar í London, afhenti forleggjara Hubbards, Author Services Inc., yfirlýsinguna formlega og sagði við það tækifæri að bækur Hubb- ards væru öflug tæki á ýmsum ólíkum sviðum. Dæmi um það væri bók hans Battlefield Earth, sem 8,5 millj- ónir manna hefðu lesið. „Nú hef- ur verið opinberlega staðfest af æðstu stofnun á sviði meta af öllu tagi að verk þessa höfundar hafa verið þýdd á fleiri tungumál en nokkurs annars og slá fyrra met upp á 51 tungumál.“ L. Ron Hubbard mest þýddur L. Ron Hubbard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.