Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Stapahrauni 5 Sími 565 9775 ✝ Sigurður Valdi-mar Olgeirsson, fæddist á Húsavík 23. maí. 1942. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga á Húsavík laugar- daginn 15. október síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ol- geir Sigurgeirsson, fv. útgerðarmaður, f. 22.5.1924 og Ragnheiður Frið- rika Jónasdóttir húsmóðir, f. 28.4.1924, í Skálabrekku á Húsa- vík. Ragnheiður og Olgeir eignuð- ust 11 syni og komust 10 þeirra upp. Þeir eru, auk Sigurðar sem var elstur, Hreiðar Ófeigur, f. 26.5. 1943, Pétur Sigurgeir, f. 12.10. 1945, Jón, f. 6.5. 1947, Skarphéðinn Jónas, f. 6.6. 1948, Egill, f. 24.8. 1949, Aðalgeir, f. 2.4. 1952, Kristján Bergmann, f. 1.7. 1960, Björn, f. 23.2. 1962 og Heiðar Geir, f. 18.7. 1967. Eiginkona Sigurðar er Auður Þórunn Hermannsdóttir, f. á Húsa- vík 25.9. 1945, þau gengu í hjóna- band 6. júní 1964. Foreldrar henn- ar eru Hermann Þór Aðalsteinsson bifreiðastjóri, f. 31.12. 1923 og Ásta Jónsdóttir húsmóðir, f. 29.3. 1926, d. 22.9. 1997. Börn Sigurðar og Auðar eru: 1) Ásta stuðnings- fulltrúi, f. 1.6. 1962, maki Páll L. Björgvinsson, f. 26.2. 1959. Börn Ástu og Guðlaugs Laufdal eru Katrín, f. 10.7. 1978, hún á tvær dætur með Pálma V. Harðarsyni, Birtu L., f. 15.1. 1999 og Isabellu L., f. 26.9. 2001, Sigurður Kristján, f. 11.10. 1983, og Aðalsteinn Arn- ar, f. 20.5. 1985. Dóttir Ástu og Páls er Anna Björg, f. 9.2. 1992. 2) Olgeir skipstjóri, f. 15.11. 1963, maki Jakobína Gunnarsdóttir, f. 30.9. 1961. Börn þeirra eru Sigurð- ur Valdimar, f. 10.9. 1985, Hafrún, f. 7.9. 1991, og Sæþór, f. 6.4. 1998. félagið Korri hf., en bræðurnir Sigurður og Hreiðar voru skip- stjórar á bátunum. Síðar voru þeir einnig með fiskverkun en þá var þriðji bróðirinn Jón kominn inn í fyrirtækið. Þannig var útgerðar- munstrið til fjölda ára, og stærð bátanna frá því að vera litlir dekk- bátar upp í afkastamikla togara, er báru alla tíð nöfnin Kristbjörg ÞH 44 og Geir Péturs ÞH 344. Árið 1994 stofnar Sigurður útgerð með sonum sínum um togskipið Geira Péturs ÞH sem þeir keyptu af Korra hf. og stunduðu næstu árin rækjuveiðar og frystu aflann um borð. Síðar þegar þeir feðgar hættu rekstri Korra hf. keypti Sig- urður fyrirtækið og fiskvinnslu- húsið og stofnaði Saltfiskverkun GPG á Húsavík ásamt Gunnlaugi Hreinssyni, sem í dag er orðið öfl- ugt fiskvinnslufyrirtæki. Hlut sinn í GPG seldi Sigurður svo árið 2001. Síðustu árin stýrði Sigurður út- gerðinni í landi, en synir hans skip- inu, Olgeir skipstjóri en Hermann og Kristján Friðrik stýrimenn. Út- gerð þeirra á rækjufrystiskipi fór ekki varhluta af erfiðleikum og hruni rækjuveiða á Íslandi og lauk útgerð þeirra í upphafi árs 2004. Það var Sigurði alla tíð mikið kappsmál að hafa skip sín vel útbú- in og í góðu lagi, hann fylgdist vel með öllum nýjungum í veiðarfær- um, vélbúnaði og siglingatækni. Þá var honum umhugað um öll ör- yggismál sjómanna og lagði mikla áherslu á að öryggisbúnaður í skipum sínum væri vel við haldið og áhöfnin þjálfuð og upplýst um notkun hans. Þá bar hann mikla virðingu fyrir mikilvægu starfi björgunarsveita og reyndi eftir mætti að styðja starf þeirra gegn- um árin. Sigurður hafði stundað sjóinn og rekið útgerð samfellt í um 45 ár, hann var alla tíð feng- sæll og farsæll skipstjóri, og á löngum ferli hafði hann marga unga og duglega sjómenn undir sinni stjórn og skilaði hann þeim öllum heilum heim. Á sjómannadaginn síðasta vor var Sigurður og Auður kona hans heiðruð fyrir sinn þátt og framlag til sjávarútvegs á Húsavík. Útför Sigurðar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 3) Hermann Arnar stýrimaður, f. 30.1. 1969, maki Ásta Birna Gunnarsdóttir, f. 18.1. 1968. Börn þeirra eru Arnþór, f. 15.4. 1993, og Haf- þór, f. 1.2. 2000. Dótt- ir Ástu og stjúpdóttir Hermanns er Anna Björg Leifsdóttir, f. 31.10. 1985, kærasti Kristinn Jóhann Lund, f. 17.2. 1984. 4) Kristján Friðrik stýrimaður, f. 29.10. 1981, maki Sylvía Rún Hallgríms- dóttir, f. 3.5. 1983. Sigurður ólst upp í foreldrahús- um í Skálabrekku á Húsavík í stórum bræðrahóp, en þar búa for- eldrar hans enn. Eins og títt var á þeim árum þurftu börn og ung- lingar snemma að taka þátt í brauðstritinu og var Sigurður í sveit öll sumur frá 6 ára aldri til 15 ára hjá Olgeiri, ömmubróður sín- um á Höskuldsstöðum í Reykjadal. Hann hlaut hefðbundna skóla- göngu á Húsavík í Barnaskóla Húsavíkur og Gagnfræðaskóla. Þá aflaði hann sér réttinda til for- mennsku á minni fiskibátum, en síðar settist hann á skólabekk og lauk réttindanámi til skipstjórnar á skipum allt að 200 tonnum. En hugur hans stóð til sjósóknar sem varð hans ævistarf, fyrst lengi sem skipstjóri og síðustu árin í landi við stjórn eigin útgerðar með son- um sínum og konu. Sigurður fór fyrst 15 ára til sjós, var hann á síld á sumrin og á vetrarvertíðum. Þá hóf hann útgerð á Húsavík 1961 með Olgeiri föður sínum og bróður sínum Hreiðari er þeir keyptu mótorbátinn Njörð ÞH 44, 10 lesta mótorbát, og var Sigurður skip- stjóri þá aðeins 18 ára. Bátarnir urðu fleiri og stærri, fjölskyldu- faðirinn Olgeir stýrði útgerðinni í landi, en lengst af hét útgerðar- Elsku hjartans afi Siggi. Mikið vorum við heppin að hafa þig í lífi okkar. Þú varst alveg ein- stakur maður og alltaf fyrstur til að hjálpa þeim sem áttu erfitt. Þú varst með hjarta úr gulli. Ég mun aldrei gleyma því, þegar foreldrar mínir voru að skilja og ég var svo óhamingjusöm (9 eða 10 ára gömul). Og þú sagðir við mig: „Komdu bara og vertu hjá afa og ömmu.“ Ég var svo fegin, tók þig á orðinu og átti yndislegan vetur hjá ykkur ömmu og Kristjáni. Ég gleymi því heldur aldrei þegar ég var í framhaldsskóla og að vinna fyrir mér sjálf, og var svo stolt að ég lifði frekar á kexi og mjólk í heila viku en að biðja for- eldra mína um pening. Þegar ég fór í bankann einn daginn til að gá hvort ég ætti 500 kall fyrir mat, sagði gjaldkerinn að það hefðu verið lagðar inn 50.000 kr. undir þínu nafni. Ég hringdi í þig úr næsta tí- kallasíma og þú sagðir mér að þetta væri gjöf með hamingjuóskum um „daginn minn“, af því ég hafði tekið þátt í fegurðarsamkeppni stuttu áð- ur. Þú veist ekki hvað ég var þakk- lát! Svo lifir lengi sagan um þegar ég datt af hjólinu einu sinni og meiddi mig. Þú varst svo yndislega samúðarfullur, tókst fram sjúkra- kassann þinn og bjóst af alúð um hnén mín (stórslösuðu!). Elsku afi minn. Hjartans þakkir fyrir þær ómetanlegu stundir sem við stelpurnar áttum með þér í jan- úar – og svo aftur í sumar. Þær munu aldrei gleymast. Þú varst svo góður maður og ég á þér svo mikið að þakka. Við elskum þig og sökn- um þín svo mikið. Guð blessi sál þína, elsku afi, og gefi þér frið. Elsku amma, mamma, Kristján, Hermann, Olli og fjölskyldur, amma Ragna, afi Olli og allir bræður afa og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Katrín, Birta, Isabella og Pálmi. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Svo orti Bubbi Morthens í ljóði sínu. Ég er viss um, kæri bróðir, að þú sefur vært á þeim stað sem þú ert nú kominn til. Þú háðir langa en hetjulega baráttu við illvígan sjúk- dóm sem sigraði að lokum. Þú tókst veikindum þínum af æðruleysi og hjálpaði mikið til hve trú þín var sterk. Siggi var elstur í okkar stóra bræðrahópi. Sem ungur drengur var hann í sveit á sumrin hjá frænda sínum, Olgeiri Jónssyni á Höskuldsstöðum. Hann sagði mér oft frá þeim tíma og ég veit að vera hans þar var honum gott veganesti. Ungur fór Siggi til sjós á vetr- arvertíðum suður með sjó og síld- veiðar á sumrin. Hann gerðist skip- stjóri einungis 19 ára gamall við útgerð sem hann átti og rak ásamt föður okkar og okkur tveimur bræðrum. Siggi var farsæll skip- stjóri, dugmikill og góður útgerð- armaður. Hann var sjómaður af Guðs náð og sást það glöggt ár hvert þegar hátíðisdagur sjómanna nálgaðist. Hann lagði alltaf mikla áherslu á við sína skipshöfn að skip hans væri útbúið sem best og það fært í hátíðarbúninginn fyrir skemmtisiglinguna um flóann. Siggi var mikill fjölskyldumaður, börnin fjögur og barnabörnin öll voru gullmolarnir í lífi hans. Hann hafði einstakt lag á börnum sem hændust að honum, bæði hans eigin sem og okkar hinna bræðranna. Hlýja og góðvild hefur ávallt verið ríkjandi á heimili þeirra hjóna og öllum þar vel tekið. Í Aðaldalnum byggðu þau hjónin sér fallegan sumarbústað þangað sem þau hafa sótt mikið og dvalið með börnum og barnabörnum. Hversu mikið sem hann vann þá var fjölskyldan alltaf í forgangi og eyddi hann öllum sínum frístundum í faðmi hennar.Hann hafði alltaf gaman að því að veita vel og þó hann væri orðinn veikur var honum alltaf mikið kappsmál að allir sem kíktu við myndu þiggja veitingar. Siggi hafði stórt hjarta og hugsaði hann hlýtt til þeirra sem áttu erfitt eða um sárt að binda og sýndi hann það oftar en ekki í verki með því að rétta fram hjálparhönd. Elsku Auður, missir þinn er mik- ill. Baráttan hefur verið ykkur löng og erfið en aðdáunarvert var að sjá að þó mótlætið væri mikið þá sner- uð þið bökum saman, ákveðin í að njóta augnabliksins og gefast ekki upp. Þið hafið alltaf verið einstak- lega samheldin hjón, miklir vinir og sannir sálufélagar. Megi Guð vera með þér í þessari miklu sorg. Elsku Ásta, Olgeir, Hermann og Kristján Friðrik. Við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Megi minningin um traust- an og góðan föður vera ykkur styrk- ur í sorginni. Guð veri með ykkur. Elsku bróðir, ég vil þakka þér áratuga farsælt samstarf og allar góðar samverustundir sem við, ásamt fjölskyldum okkar, höfum átt í gegnum árin. Ég kveð þig, kæri bróðir, með línum lokaerindis úr ljóði Bubba Morthens sem ég hóf orð mín á. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Jón og fjölskylda. Ég kynntist Sigga Valla þegar bátur hans Geiri Péturs ÞH landaði fiski hjá Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Oft tókumst við á því Siggi Valli vildi ná sínu fram. Hvort sem það var í fiskverði, löndunar- dögum eða kvóta. En ekki var há- vaðanum fyrir að fara. Öllum mál- um var fylgt eftir með hógværð en festu. Mér líkaði fljótt vel við þenn- an þéttholda skipstjóra og áttum við eftir að eiga margra ára viðskipti. Fátt var Sigga Valla kærara en fjölskyldan og Húsavík. Þegar hann tók þá stóru ákvörðun að endurnýja Geira Péturs ÞH sem rækjufrysti- togara sá hann það sem framtíð fyr- ir syni sína og þar með tryggja veru þeirra á Húsavík. Allt var lagt und- ir. Rækjuveiðin átti að standa undir framtíðartekjum fjölskylduútgerð- arinnar. Ekkert vantaði uppá að vel væri gert út. Hvort sem Siggi Valli var sjálfur um borð eða synirnir. Geiri Péturs ÞH var ávallt með hæstu bátum. Aflabrestur og lágt verð hefur síðan kallað á erfiðleika hjá þeim útgerðum sem höfðu lagt allt sitt undir á rækjuveiðar eins og vinur minn Siggi Valli gerði. Sam- keppni frá rækjueldi og minnkandi veiði gerðu að lokum útgerð á rækju óframkvæmanlega. Það fór svo að Geiri Pétur ÞH hvarf úr eigu fjölskyldunnar fyrir rúmu ári. Bar- áttan við náttúruna og samkeppnin við rækjueldið tapaðist. Í baráttunni við að halda útgerð- inni á floti hafði Siggi Valli fundið til óvanalega mikillar langþreytu til nokkurra mánaða. Þrátt fyrir þrá- beiðni sinna nánustu fékkst hann ekki til að vitja læknis. Vinnan við að halda Geira Péturs ÞH hafði al- gjöran forgang. Það var síðan í fyrravor að Siggi Valli greindist með krabbamein. Krabbamein sem að öllu jöfnu hefði verið hægt að vinna á hefði það fundist á forstigi. Þessi óvættur dró hann síðan til bana hinn 15. október sl. Þegar ég kveð þig nú hinsta sinni, kæri vinur, þá vil ég þakka fyrir öll símtölin, góð ráð og samverustundirnar sem við áttum. Ég vil votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð og bið þau að varð- veita vel minninguna um góðan dreng. Róbert Guðfinnsson. Með vini mínum Sigurði Valdi- mari Olgeirssyni er genginn góður drengur, höfðingi sem við kveðjum með söknuði. Ég var svo lánsamur að fá að kynnast Sigurði bæði í leik og starfi. Vinátta okkar var tímalaus þar sem ekkert rúm var fyrir þann aldursmun sem á milli okkar var. Sigurður bjó yfir miklum dugn- aði, eljusemi og atorku. Heiðarleiki og umhyggja fyrir náunganum og umhverfinu, voru kostir sem allir tóku eftir við kynni á honum. Þá hafði hann óbilandi trú á heima- byggð sinni og fólkinu sem þar bjó. Sigurður hóf sjósókn ungur að ár- um. Þegar á leið gerðist hann skip- stjóri og rak útgerð á Húsavík með fjölskyldu sinni og starfsmönnum, byggðarlaginu til heilla. Störf Sig- urðar voru mjög mikilvægur hlekk- ur í atvinnulífi Húsvíkinga. Sigurð- ur var þess meðvitaður að oft gat verið erfitt að láta hjól atvinnulífs- ins ganga snurðulaust. Við lausn vanda sem upp kom í rekstrinum skiptu afdrif starfsmanna hans mestu við val ákvarðana sem teknar voru. Sigurður hafði ákveðnar skoðanir en var tilbúinn að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni ef nýja vitneskju rak á fjörur. Hann var elstur af 10 bræðrum og vafalaust mótaði sú staða og uppvaxtarár Sigurðar við- mót hans síðar meir. Hjá Sigurði var stutt í kímnina og alltaf gat ég gengið að því vísu að það „rigndi ekki í Reykjadal“ þegar ég spurði um útivistarveður í Þingeyjar- sýslum. Þeirri sveit unni hann svo mjög, allt frá því að hann dvaldi þar ungur að árum, í níu sumur frá sjö ára aldri hjá ömmubróður sínum. Sigurður var lánsamur að eignast Auði sem stóð sem klettur við hlið hans í blíðu og stríðu og voru þau hjónin ætíð samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þeim varð fjögurra barna auðið og hefur fjöl- skyldan ætíð staðið saman í leik og starfi og sýnt styrk sinn þegar á móti hefur blásið. Fjölskyldu og vinum skipaði Sigurður í öndvegi og veitti af visku sinni. Margar ógleymanlegar ánægju- stundir áttum við saman bæði hér- lendis og erlendis. Heimili fjölskyld- SIGURÐUR VALDIMAR OLGEIRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.