Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 40

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 40
40 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM 500 Íslendingar eru ætt- leiddir frá öðrum löndum og hóp- urinn fer ört vaxandi. Þessir Íslend- ingar koma víða að úr heiminum en líklega eru flestir þeirra frá Indlandi, Sri Lanka, Kólumbíu og Kína. Við sem höfum orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að ættleiða barn viljum flest hver auka umfjöllun og skilning samfélagsins á að- stæðum og uppruna barnanna okkar. En um leið viljum við gefa öðru fólki hlutdeild í gleðinni sem fylgir því að eiga ættleitt barn. Þá er mikilvægt að innan mennta-, félags- og heilbrigðiskerfisins sé byggð upp fagleg þekking á ættleið- ingum og þörfum kjör- barna. Kjörbarnið og leikskólinn Félagið Íslensk ætt- leiðing gaf nýverið út upplýsingaritið kjörbarnið og leik- skólinn, sem ætlað er leikskólakenn- urum og öðru starfsfólki leikskól- anna. Þar er á skýran og hnitmiðaðan hátt fjallað um helstu atriði sem starfsfólk leikskólanna þarf að hafa í huga þegar barn hefur göngu sína á leikskóla. Að sjálfsögðu á margt sem þar er sagt við um öll börn en engu að síður er mikilvægt að starfsfólk leikskólanna sé upplýst um ýmis atriði sem varða kjörbarnið sérstaklega, t.d. hvernig sé best að tala um uppruna barnsins við það og önnur börn. Ég hvet leikskólastjóra um allt land til þess að hagnýta sér upplýsingaritið um kjörbarnið og leikskólann en það má nálgast hjá Íslenskri ættleiðingu. En fleiri þurfa að huga að þörfum ættleiddra barna en starfsfólk leik- skólanna. Ekki er síður mikilvægt að grunnskólakennarar, hjúkrunar- fræðingar, læknar, sálfræðingar og félagsráðgjafar, sem vinna með börnum, hugi að þessum börnum sérstaklega. Hér á landi er lítið sem ekkert fjallað um ættleiðingar í námi þessara stétta og sérfræðiþekking á þörf- um ættleiddra barna er mjög lítil. Félagið Ís- lensk ættleiðing og ein- staklingar innan þess hafa haft forgöngu um að kynna og fjalla um aðstæður ættleiddra barna, t.d. með því að efna til fræðslufunda um tengslaröskun. Þeir fundir hafa verið vel sóttir og upplýsandi. En betur má ef duga skal. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að í námi þeirra stétta sem hér um ræðir sé gert ráð fyrir fræðslu um að- stæður og uppeldi kjör- barna. Þekkingin er fyrir hendi, t.d. í Banda- ríkjunum og á Norð- urlöndum, hana þarf hins vegar að nálgast og laga að íslenskum aðstæðum. Fjölskylduhátíðin okkar Á sunnudag, 23. okt., efnir Íslensk ættleiðing til fjölskylduhátíðar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Heið- ursgestir hátíðarinnar verða forseta- hjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Hátíðin hefst kl. 14 og er ætluð fjölskyldum ætt- leiddra barna hér á landi. Mig langar að hvetja félagsmenn til þess að fjöl- menna og alveg sérstaklega langar mig að hvetja uppkomna ættleidda Íslendinga til þess að taka þátt í há- tíðinni. Ættleidd börn á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar um ættleiðingar Þórunn Sveinbjarnardóttir ’Það þarf aðauka skilning samfélagsins á aðstæðum og uppruna barnanna okkar.‘ Höfundur er félagi í Íslenskri ættleiðingu. SÓLVEIG Péturs- dóttir, forseti Al- þingis, ritar grein í Morgunblaðið hinn 15. október síðastlið- inn um gagnrýni á ákvörðun forsæt- isnefndar um að láta sendiherra og fyrrum ráðherra hafa með höndum skrif sögu þingræðis á Íslandi. Að mati Sólveigar byggist gagnrýnin á misskilningi. Til að greiða úr meintum misskilningi útskýrir hún því þingræð- isregluna í nokkrum orðum og er það vel – það er alltof algengt að íslenskir stjórn- málamenn þekki ekki muninn á hugtökunum þingræði og lýðræði. Jafnframt bendir Sólveig á að þar sem ætlunin sé að skrifa sögu þingræðis en ekki almenna stjórnmálasögu sé verkefnið á mótum þriggja fræði- greina, lögfræði, sagn- fræði og stjórn- málafræði. Allt er þetta satt og rétt og enginn ágreiningur um það. Sólveig kýs á hinn bóginn að svara í engu gagnrýni sem sett var fram í ályktun Hag- þenkis, félags höfunda fræðirita og kennslu- gagna. Ályktunin ætti þó að vera henni vel kunn þar sem hún fékk hana senda í tvígang, auk þess sem fjallað hefur verið um hana í fjölmiðlum. Kjarni málsins er ekki sá hvort lögfræð- ingur, sagnfræðingur eða stjórnmálafræð- ingur sé best til þess fallinn að skrifa fræði- rit um sögu þingræð- isins á Íslandi. Þarna hefur Sólveig misskilið eitthvað. Kjarni máls- ins er sá sem Hag- þenkir benti á: Það geta ekki talist eðlileg vinnubrögð að ráða til ritunar jafn viðamikils fræðirits og hér um ræðir mann sem enga reynslu hefur af slíkum ritstörfum. Slík ráðstöfun sýnir ekki aðeins vanvirðingu (eða í besta falli misskilning) forsæt- isnefndar á störfum rithöfunda á sviði sagnfræði, heldur einnig á sviði lögfræði og stjórnmálafræði. Félagsmenn í Hagþenki eru um 450, höfundar vísindarita, kennslu- bóka og fræðirita fyrir almenning. Þó er langur vegur frá því að allir höfundar slíkra rita séu í félaginu. Höfunda fræðirita er víða að finna, í háskólum, á einkamarkaði, sumir eru sjálfstætt starfandi, aðrir starfa í stjórnkerfinu. Meðal þeirra er fólk sem hefur sérþekkingu og reynslu á sviði þess verkefnis sem forsætisnefnd kaus að ráða reynslulausan mann til. Hið opinbera kemur að ritun fræðirita á margvíslegan hátt: Hluti af fjárveitingum til rann- sókna nýtist til slíkra rita; Náms- gagnastofnun semur við kennslu- gagnahöfunda um ritun námsefnis og Launasjóður fræðiritahöfunda styrkir nokkra fræðimenn á ári. Sá sjóður er raunar alltof lítill miðað við fjölda umsókna sem berast í hann á ári hverju og hægt gengur að ná eyrum ráðamanna um mál- efni hans. Flest fræðirit sem að einhverju leyti eru skrifuð fyrir opinbert fé eiga þó eitt sameiginlegt: Höf- undar þeirra þurfa að sanna sig, oftast í samkeppni við aðra, áður en þeir eru ráðnir til verka eða þeim úthlutað fé. Þetta eru eðlilegar leikreglur í lýðræðislegu samfélagi sem vill kosta nokkru til menningar sinnar. Þetta virðist forsætisnefnd Alþing- is ekki hafa skilið. Þar liggur mis- skilningurinn. Misskilningur um sögu þingræðisins Jón Yngvi Jó- hannsson og Sverrir Jakobsson svara Sólveigu Pétursdóttur, for- seta Alþingis ’Það geta ekki talisteðlileg vinnubrögð að ráða til ritunar jafn viðamikils fræðirits og hér um ræðir mann sem enga reynslu hefur af slíkum ritstörfum.‘ Sverrir Jakobsson Sverrir er sagnfræðingur og formaður Hagþenkis, Jón Yngvi er bókmenntafræðingur og framkvæmdastjóri Hagþenkis. Jón Yngvi Jóhannsson ÞAÐ ÞARF ekki að fara mörgum orðum um það hve Landhelg- isgæslan skiptir okkar þjóð miklu máli. Hún hefur m.a. það hlutverk að halda uppi margvíslegu eftirliti með okkar gríðarstóru fiskveiðilögsögu, sinna öryggis- og björgunarmálum á sjó og á landi auk ann- arra fjölbreyttra verk- efna. Okkar gjöfulu fiskimið og fisk- veiðiflotinn með fjöl- mörgum dugmiklum sjómönnum sem manna fiskiskipin okk- ar eru þvílík þjóð- arverðmæti að við verðum að hafa burði til að halda utan um það allt saman, það er eitt af mikilvægustu verkefnum Landhelg- isgæslunnar. Saga Landhelgisgæslunnar er um margt glæst og merkileg. Þar ber ef- laust hæst frækileg framganga í þorskastríðunum við stórherveldið Breta, þegar þjóðin barðist fyrir yf- irráðum sínum yfir allt að 200 mílna lögsögu umhverfis landið. Þar að auki hefur Landhelgisgæslan marg- oft sýnt af sér frækilega framgöngu í öryggis- og björgunarmálum á sjó og á landi. Þá má minnast barátt- unnar fyrir því að Landhelgisgæslan eignaðist fullkomna og öfluga þyrlu, sem hefur margoft sannað gildi sitt. Skipakostur og flugvél Landhelg- isgæslunnar er fyrir löngu orðinn gamall og um margt úreltur floti sem lengi hefur verið rætt um að endurnýja. Leitað hefur verið ým- issa leiða til þess en hingað til hefur málið verið strand vegna þess að við höfum ekki haft fjármuni til þess að ráðast í þetta brýna og mikilvæga verkefni. Nú eftir að gengið hefur verið frá sölu á eignarhlut ríkisins í Landssíma Íslands hf. hefur verið lagt upp með það að nota hluta af söluandvirðinu til þess að fjárfesta í nýju og fullkomnu varðskipi og að endurnýja flug- vélina. Fyrir Alþingi liggur lagafrumvarp frá ríkisstjórn sem ger- ir ráð fyrir þessu og er von til að málið verði afgreitt fljótlega sem lög. Hér er um gríðarlega mikilvægan áfanga að ræða og mikið þjóðþrifamál. Þannig skapar salan á Símanum möguleika til að hrinda þessu í framkvæmd, sem að öðrum kosti væri nánast sem fjarlægur draumur. Eitt af því sem fylgir með í þess- um málum er tillaga í frumvarpi til fjárlaga ársins 2006 um að hið gamla varðskip Óðinn verði seldur úr eigu ríkisins vegna fjárfestingar á nýju varðskipi. Í því sambandi væri ekki úr vegi að skoða þann möguleika að við eigum Óðin áfram og varðveitum hann með einhverjum hætti í tengslum við söguna. Óðinn kom mjög við sögu í þorskastríðunum og hann á sér langa og merkilega sögu sem varðskip okkar. Um þetta hafa komið fram hugmyndir og það væri vert að taka þetta mál sérstaklega til umfjöllunar. Nú hillir undir endurnýjun á varð- skipi og flugvél Landhelgisgæsl- unnar, þökk sé sölunni á Símanum. Í tengslum við hana verður fjölmörg- um stórum og mikilvægum málum komið í höfn. Má þar m.a. nefna fjar- skiptasjóð, sem gefur aukna mögu- leika á að koma landsmönnum til sjós og lands í gott fjarskiptasam- band, stórkostlegar úrbætur í sam- göngumálum, þjóðarsjúkrahús, hús- næðismál geðfatlaðra o.m.fl. Það er alltaf ánægjuefni og mikilvægt að ná til hafnar á farsælan hátt, hvort sem um er að ræða mikilvæg málefni eða skip. Uppbygging og efling Landhelgisgæslunnar Magnús Stefánsson fjallar um málefni Landhelgisgæslunnar ’Nú hillir undir end-urnýjun á varðskipi og flugvél Landhelgisgæsl- unnar, þökk sé sölunni á Símanum.‘ Magnús Stefánsson Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. VIÐ heyrum í fréttum og lesum í dagblöðum að sífellt fleiri grein- ist með krabbamein. Sem betur fer fleygir læknavísindum fram og baráttan við sjúkdóminn eflist jafnt og þétt. Að greinast með krabba- mein er mikið áfall og óvelkomin breyt- ing sem umbyltir lífs- skilyrðum. Áfallið snertir ekki aðeins einstaklinginn sjálfan heldur alla fjölskyld- una. Meðferðir í kjöl- far sjúkdómsins hafa oft í för með sér orkuleysi, þreytu og frumkvæðisleysi þannig að fólk getur í sumum tilfellum ekki stundað sína daglegu iðju. En það er manninum eðlislægt að viðhalda vellíðan og orku með því að taka þátt í daglegum viðfangsefnum sem skipta máli. Hús með sál og hjarta Núna árið 2005 er alveg ljóst að það vantar fleiri úrræði þegar kemur að stuðningi og end- urhæfingu fyrir krabbameins- greinda einstaklinga. Stór hópur fólks, bæði þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra, vilja sjá þjónustu og stuðning eflast frá því sem nú er. Að hafa þjónustuna í fallegu og heimilislegu húsnæði, þar sem fólk kemur á eigin for- sendum, fær andlegan, félagslegan og líkamlegan stuðning til að tak- ast á við lífið á ný, er draumur sem verður að rætast. Hlýlegt við- mót, umhyggja og tækifæri til að vinna með eigin styrkleika, í húsi sem iðar af lífi en veitir jafnframt ró og slökun er hugmyndafræði sem á vel við svona starfsemi. Fólk á að geta komið saman til að spjalla, hlæja, vinna í lista- smiðjum, fara í slök- un, jóga, dans, garð- rækt eða það sem hugurinn girnist og fengið þann stuðning sem það þarf. Húsið má ekki vera stofn- analegt og þar á að fara fram þverfagleg vinna, auk þess sem sjálfboðaliðastörf frá til dæmis fyrrum skjólstæðingum eiga að vera í boði, því margir vilja hjálpa og miðla af eigin reynslu. Iðjuþjálfun er einn hlekkurinn í hinu fag- lega starfi og stuðlar að því að auka virkni og þar með þátttöku einstaklingsins í þjóð- félaginu. Stefna iðju- þjálfunar er að hinn krabbameinsgreindi takist á við verkefni sem hafa gildi og þýð- ingu fyrir hann og stuðli þannig að því að hann sé fyrr fær um að komast aftur til fyrri vinnu, skóla, eða finna nýjan vettvang í lífshlaup- inu. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur hópur fólks unnið að því að gera þennan draum að veruleika. Við erum nú að leita að hentugu hús- næði og fjármagni til að hægt sé að byggja upp starfsemi sem áður hefur verið lýst. Hús fyrir krabba- meinsgreinda og aðstandendur þeirra Erna Magnúsdóttir fjallar um aðbúnað og endurhæfingu krabbameinssjúkra Erna Magnúsdóttir ’Iðjuþjálfun ereinn hlekkurinn í hinu faglega starfi og stuðlar að því að auka virkni og þar með þátttöku einstaklingsins í þjóðfélaginu.‘ Höfundur er iðjuþjálfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.