Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 2

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 2
2 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR 10. sæti Metsölulisti Eymundsson Skáldverk Karin Alvtegen er ein- stök meðal norrænna spennusagnahöfunda SVIK fádæma spennandi bók, enda tilnefnd glæpasaga ársins 2003 í Svíþjóð „Þetta er bók fyrir spennufíkla“ Dagbladet „Svik lætur hárin rísa á höfði manna og endirinn hefði svo sannarlega glatt Hitchcock gamla“ Expressen KREFST REFSINGAR Bandaríkjamenn sögðu í gær að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að bregð- ast strax og kröftuglega við skýrslu sem gerð var fyrir samtökin um morðið á Rafik Hariri. Fram kemur þar að háttsettir Sýrlendingar hafi átt þátt í tilræðinu gegn Hariri. Tal- ið er hugsanlegt að gripið verði til viðskiptabanns gegn Sýrlandi. Framleiðsla undirbúin Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefur verið falið að undirbúa fram- leiðslu innrennslisvökva á vegum spítalans en það er meðal annars gert í ljósi hættu á að inflúensu- faraldur breiðist út um heimsbyggð- ina sem taka myndi fyrir möguleika á innflutningi vökvans. Lögmaður myrtur í Bagdad Lögmaður sem starfað hefur fyrir einn af sakborningum í réttarhöld- unum gegn Saddam Hussein og liðs- mönnum hans, fannst myrtur í Bagdad í gær. Manninum, Sadoun al-Janabi, var rænt í fyrradag. Landsfundur VG hófst í gær Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, gagnrýndi harðlega í setn- ingarræðu landsfundar flokksins þá stöðu efnahagsmála sem ríkisstjórn- in hefur kallað yfir landsmenn og benti einnig á að ójöfnuður hefði aukist geigvænlega á undanförnum árum. Hefur gefið 14 milljónir Friðrik Sigtryggsson hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að gefa Barnaspítala Hringsins peningagjöf á afmælisdaginn sinn. Í gær fagnaði Friðrik 88 ára afmæli sínu og gaf af því tilefni ávísun upp á fjórar millj- ónir en allt í allt hefur hann gefið spítalanum 14 milljónir. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 43 Úr verinu 15 Minningar 48/55 Viðskipti 18 Skák 59 Erlent 20/23 Messur 60 Minn staður 24 Dagbók 62/65 Akureyri 25 Myndasögur 62 Suðurnes 26 Víkverji 62 Landið 26 Velvakandi 63 Árborg 27 Staður&stund 64/65 Menning28/31, 66/69 Af listum 69 Daglegt líf 32/33 Bíó 70/73 Ferðalög 34/35 Ljósvakamiðlar 74 Umræðan 36/46 Staksteinar 75 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                           HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum starfsmann sam- býlis fyrir fatlaða í tveggja ára fang- elsi fyrir kynferðisbrot gegn þroska- heftri konu sem var vistmaður á sambýlinu. Ákærði neitaði sök en var eigi að síður sakfelldur af ákæru ríkissak- sóknara fyrir samræði við konuna og að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum andlegra annmarka sinna. Framburður konunnar var stað- fastur að mati dómsins og ekkert kom fram í málinu um að hún hefði borið kala til ákærða. Þvert á móti virtist henni hafa verið fremur vel til hans. Rakið er í dómi að hún hafi borið starfsmenn heimilisins röng- um sökum en aldrei orðið uppvís að því að bera þá röngum sökum um önnur eins brot og hér um ræddi. Með vísan til stöðugs framburðar hennar auk tæknirannsókna og læknisskoðana var talið sannað að ákærði hefði brotið gegn henni. Að mati héraðsdóms voru skýring- ar ákærða á málavöxtum ótrúverð- ugar og voru brot hans talin alvar- legt trúnaðarbrot. Átti hann sér engar málsbætur að mati dómsins. Var hann auk fangelsisrefsingarinn- ar dæmdur til að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur auk sakar- kostnaðar upp á 754 þúsund krónur. Málið var dæmt 13. október af héraðsdómurunum Arnfríði Einars- dóttur dómsformanni, Guðjóni St. Marteinssyni og Kristjönu Jónsdótt- ur. Verjandi var Lilja Tryggvadóttir hdl. og sækjandi Sigríður J. Frið- jónsdóttir frá ríkissaksóknara. Braut gegn þroskaheftri konu NÓG hefur verið um að vera á tónlistarhátíðinni Ice- land Airwaves sem fram fer í Reykjavík. Hátíðinni lýk- ur í kvöld en í gærkvöldi var mikill mannfjöldi saman kominn á skemmtistaðnum NASA þar sem Stórsveit Nix Noltes tróð upp. Mannskapurinn var í góðu stuði en svo var einnig víðar um bæinn enda ótal skemmtilegir viðburðir á dagskránni. Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag er farið fögrum orðum um söngkonuna Bryndísi Jakobsdóttur, sem sögð er eitt mesta efni sem sést hafi árum saman. | 69 Morgunblaðið/Árni Torfason Mikil stemmning á Airwaves VIÐRÆÐUR um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling, sem er í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Krist- inssonar, eru nú á lokastigi og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins á aðeins eftir að ganga frá formsatrið- um. Standa vonir manna til að hægt verði að tilkynna mjög fljótlega um kaupin, væntanlega strax á morgun. Fons keypti Sterling í mars í vor fyr- ir 375 milljónir danskra króna, jafn- gildi nær fjögurra milljarða króna á þeim tíma og í júní var gengið frá kaupum á Maersk Air sem sameinað var Sterling í síðasta mánuði. Eftir því sem næst verður komist er stefnan sú að Sterling verði áfram rekið sem sjálfstætt flugfélag og verði það niðurstaðan er engan veg- inn víst að til samstarfsslita komi á milli Icelandair og SAS; Jørgen Lindegaard, forstjóri SAS, sagði í samtali við Morgunblaðið að verði Sterling áfram rekið sem sjálfstætt félag skipti ekki öllu máli hver eig- andi þess er. Verði af kaupunum muni SAS þó skoða vandlega hvernig uppbygging fyrirtækjanna verði. „FL Group er að verða fjárfestingarfélag og þeir geta auðvitað fjárfest í þeim félögum sem þeir vilja. En það er annar hand- leggur ef Icelandair og Sterling verða sameinuð og þá myndum við segja upp samstarfssamningnum við Icelandair,“ segir Lindegaard. Spurður um afstöðu SAS verði Sterling áfram rekið sem sjálfstætt flugfélag segir Lindegaard að menn muni þá meta það þegar og ef samn- ingar náist um kaup FL Group á Sterling. „Ef Sterling verður áfram alger- lega sjálfstætt félag þá skiptir ekki öllu máli hver á það. En það verður auðveldara að taka afstöðu til þessa máls þegar það er orðið ljóst hvað menn nákvæmlega ætla sér.“ Spurð- ur um hvort viðræður hafi verið á milli FL Group og SAS vegna hugs- anlegra kaupa á Sterling svarar Lindegaard því til að félögin hafi um 50 ára skeið rætt saman. „Þannig að auðvitað gerum við það og við höld- um áfram að vinna saman þangað til eitthvað annað kemur í ljós.“ Viðræður um Sterling á lokastigi Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Í DAG verður haldin hátíð á Skólavörðustíg til að fagna fyrsta vetrardegi en að henni standa búðareigendur við stíg- inn ásamt Landssambandi sauðfjárbænda og Markaðs- ráði kindakjöts. Einn af hápunktum dagsins verður klukkan tvö í dag þeg- ar gestum og gangandi verður boðið upp á kjötsúpu að hætti Sigga Hall. Þar að auki verða tónleikar í 12 tónum og hin ýmsu gallerí munu standa fyr- ir sýningum. Verslunareig- endur við Skólavörðustíginn hafa staðið fyrir ýmsum uppá- komum undanfarin ár, en þetta er annað árið sem boðið verður upp á heita kjötsúpu fyrsta vetrardag. Skólavörðu- hátíð í dag GÆSLUVARÐHALD yfir 16 ára gömlum dreng, sem fór fyrir hópi manna sem frömdu mannrán við Bónus á Seltjarnarnesi 2. september síðastliðinn, hefur verið framlengt um 8 vikur, eða til 16. desember næstkomandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá ríkissaksóknara, sem fer með málið, er ástæða þessa langa gæsluvarðhalds sú að um síbrota- mann er að ræða. Drengurinn fór fyrir hópi fimm manna sem námu mann á brott og neyddu hann til að taka sparifé sitt út úr hraðbanka. Notuðu mennirnir ræsibyssu við verkið. Viðurkenndu mennirnir að ástæða mannránsins hafi verið sú að þeir voru að inn- heimta skuld, þó ekki vegna fíkni- efnamála. Áfram í haldi vegna mannráns MAÐURINN sem lést á fimmtudags- morgun þegar hann lenti í drif- skafti dráttarvél- ar sinnar hét Örn Einarsson, bóndi í Miðgarði í Staf- holtstungum í Borgarfirði. Örn var fæddur 31. des- ember 1947 og lætur eftir sig eig- inkonu og fjögur börn. Lést í vinnuslysi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.