Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NORSK FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS Til sölu ósamansett frístundahús/sumarhús frá Noregi. Verð frá 3,5 millj. Fulltrúar frá verksmiðunni í Noregi eru staddir á Íslandi. Upplýsingar veitir Sigurður í síma 893 2990 og Páll, á skrifstofutíma, í síma 550 3000 hjá Fasteignamiðstöðinni, Hlíðasmára 17, Kópavogi. Opið Hús Skólagerði 36 efri sérhæð ásamt bílskúr Opið hús er í dag laugardag 22 okt. hjá Rósu og Borgþór. Þau taka vel á móti áhugasömum milli kl. 16- 17. Verið velkomin. UMRÆÐAN um jafnrétti tekur á sig ýmsar myndir. Mest fer fyrir umræðu um jafnrétti kynjanna en það er einnig tekist á um annars konar jafnrétti, meðal annars rétt- indi samkynhneigðra. Hér ætla ég að draga fram nokkur atriði sem ég tel vera meginatriði í umræðu um jafnrétti. Í næstu grein ræði ég um „eðlilegan launamun kynjanna“, sem tengist þessari umræðu. Allir jafnir fyrir lögum Ég er jafnréttissinni og tel að réttur ein- staklinga, samkvæmt lögum og reglugerð- um, eigi að vera óháð- ur kynferði, kyn- hneigð, trú og mörgu öðru. Í grófum dráttum ríkir jafnrétti kynjanna á Íslandi og litlir möguleikar á að breyta lögum þannig að jafnrétti kynjanna verði meira en það er. Reyndar væri fróðlegt að sjá lista yfir helstu breyt- ingar á lögum sem hægt væri að gera til að auka jafnrétti kynjanna, ef þær eru þá einhverjar. Tveir einstaklingar sem vilja vera lífsförunautar ættu að hafa sama rétt óháð því hvort þeir eru af sama kyni eða ekki. Þetta ætti að gilda um ættleiðingar eins og allt annað. Í vet- ur mun réttur samkynhneigðra verða ræddur á Alþingi og frumvarp eða frumvörp lögð fram. Það ætti ekki að vera þörf á mikilli umræðu um hvort rétturinn eigi að vera sá sami fyrir alla, en hugsanlega þarf að velta fyrir sér útfærsluatriðum. Þar gæti orðanotkun og textasmíð valdið einhverjum heilabrotum, t.d. ef orð eins og hjón og eiginkona koma fyrir í lagatexta eða reglugerð. Lög geta ekki tryggt að stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar komi jafnt fram við alla óháð t.d. kyni og kyn- hneigð. Fyrirtæki og einstaklingar ættu að hafa sem mest frelsi, með þeim takmörkunum að þeir skaði ekki aðra. Það er hins vegar óþolandi þegar opinberir aðilar mismuna fólki, til dæmis eins og þjóðkirkjan mis- munar núna einstaklingum eftir kynhneigð. Jafnrétti kynjanna Af og til gerist það að hugtakið „jafnrétti kynjanna“ er notað um ýmislegt sem hefur lítið með jafnrétti að gera. Ef þetta hugtak er not- að yfir mjög margt verður erfiðara að ræða markvisst um jafnrétti. Ef, svo dæmi sé tekið, barátta fyrir fækkun ofbeldisglæpa er kölluð jafnréttisbarátta þá er erfiðara að halda upp markvissri umræðu um jafnréttisbaráttu. Lög og reglugerðir geta falið í sér jafnrétti eða misrétti. Ekki er langt síðan algengt var í ís- lenskri löggjöf að réttur einstaklinga væri háður kyni en nú er þetta mis- rétti nánast horfið úr íslenskri lög- gjöf. Í öðrum löndum er ástandið mjög misjafnt og í sumum löndum er mikill munur á rétti kvenna og karla. Eðlilegt er að nota hugtakið „jafnrétti kynjanna“ þannig að það nái einnig yfir það hvort fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök mismuni einstaklingum eftir kynferði, jafnvel þjóðfélagið allt. Mér sýnist hins vegar að það torveldi umræðuna um jafnrétti kynjanna að útvíkka hugtakið enn frekar og þar með útvatna það. Það að mun fleiri karlar en konur starfa sem sjómenn ætti til dæmis ekki að taka sem dæmi um skort á jafnrétti þótt munur sé á kynjunum hvað þetta varðar. Jöfn tækifæri kvenna og karla Þó baráttu fyrir jafnrétti kynjanna sé að mestu lokið á Íslandi þá er mikið verk óunnið í baráttunni fyrir jöfnum tækifærum kynjanna. Sú barátta er flókin og felst í mörgu. Hún snýst um viðhorfsbreytingar og margt annað. Ef vilji er til að breyta ástandinu þá þarf að leggja áherslu á uppeldi og menntun barna og ung- linga. Með mikilli einföldun má segja að þjóðfélagið gefi börnum tækifæri og þar leika foreldrar lykilhlutverk, en fullorðið fólk skapar sér sín tæki- færi sjálft. Stundum getur munur á körlum og konum í tilteknum hópi (til dæmis allir félagsmenn í VR) virst vera vís- bending um að konur og karlar fái ekki jöfn tækifæri vegna kynferðis. Venjulega er þó skýringin sú að það er mikill munur á viðhorfum, áherslum og venjum kynjanna og þess vegna er munur á því hvaða tækifæri konur og karlar skapa sér. Kynjamunur Það er munur á kynjunum. Karlar eru til dæmis að meðaltali hærri en konur þótt auðvelt sé að finna konu og karl þar sem konan er hærri. Karlar eru að jafnaði sterkari en konur. Konur lifa lengur en karlar. Konur eru næmari á tilfinningar og mynda sterkari tilfinningatengsl við ungbörn en karlar. Þetta eru dæmi um kynjamun sem telst vera eðlileg- ur. Konur eyða að jafnaði hærri fjár- hæð í snyrtivörur en karlar. Karlar hafa að jafnaði meiri tekjur en kon- ur. Strákar eyða meiri tíma í tölvu- leiki en stelpur. Stelpur og strákar leika sér ekki eins. Það getur verið mikill munur á kynjunum þótt full- komið jafnrétti sé til staðar. Jafnrétti og frelsi Jafnréttið má setja í samhengi við frelsi einstaklinga. Einstaklingar ættu að hafa sem mest frelsi til að lifa sínu lífi á þann hátt sem þeir kjósa, svo fremi sem þeir hefta ekki frelsi annarra eða brjóta lög og regl- ur. Ef frelsið er haft að leiðarljósi er ekki unnt að ganga langt í að gera Íslendinga sem einsleitasta, t.d. með því að minnka mun á því hvernig karlar og konur verja lífi sínu. Þann- ig er til dæmis mjög hæpið að stefna að því að eyða alfarið launamun kynjanna, en sjálfsagt að reyna að minnka hann með ýmsum ráðum. Jafnrétti á Íslandi Snjólfur Ólafsson fjallar um jafnréttismál ’Í grófum dráttum ríkirjafnrétti kynjanna á Ís- landi og litlir mögu- leikar á að breyta lögum þannig að jafnrétti kynjanna verði meira en það er.‘ Snjólfur Ólafsson Höfundur er prófessor í Háskóla Íslands Á VORDÖGUM var kynnt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar á Háskóla Íslands. Hún var rædd í fjölmiðlum, t.d. hér í Morgunblaðinu, þar sem meðal annars var sagt að „Háskóli Ís- lands hefði brugðist við breyttum að- stæðum“ og fleiri lof- samleg orð höfð um skólann. En hvernig ætla stjórnendur Há- skóla Íslands að nýta sér þessa skýrslu? Í henni kom nefni- lega margt mjög merkilegt fram. Þar má meðal annars finna kafla þar sem tekjur Háskóla Ís- lands eru bornar saman við tekjur er- lendra háskóla í al- mannaeigu sem eru sambærilegir HÍ. Þar er þjóðskólinn okkar neðstur ef frá er tal- inn háskólinn í Rij- eka í Króatíu (og reyndar gerir Rík- isendurskoðun fyr- irvara við allar tölur um þennan tiltekna króatíska háskóla). Tekjur á nemanda við Háskóla Íslands eru helmingi lægri en tekjur á nemanda í háskólunum í Uppsölum í Svíþjóð, Aberdeen í Skotlandi og Björgvin í Noregi. En þessir háskólar eru raunar allir kunnir af metnaði sem lítið gætir í skiptum yfirvalda við Háskóla Íslands. Hlutfall rann- sóknartekna hjá Háskóla Íslands er einnig mun lægra en hjá þeim samanburðarskólum þar sem sér- stök áhersla er lögð á framhalds- nám og rannsóknir, s.s. í Lundi og Uppsölum. Til að kóróna þetta er hlutfall annarra tekna en ríkisframlaga til- tölulega hátt hjá Háskóla Íslands (sem fær um þriðjung tekna sinna frá Happdrætti Háskóla Íslands) og er hann með hlutfallslega mestu sértekjurnar af öllum nor- rænu skólunum í samanburðinum. Baráttuþrekið horfið? Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir því glögglega að þó að fram- lög ríkisins til háskólastigsins hafi aukist hafa stjórnvöld látið Há- skóla Íslands fá stjúpmóðurhlut- inn. Reynt hefur verið að þröngva honum til að taka skólagjöld með því að veita honum ekki nægilegt fé enda sýna tölurnar svart á hvítu að hann fær mun lægri rík- isframlög en sambærilegir skólar í Evrópu (nema þá í Króatíu sem hingað til hefur ekki þótt vera við- miðunarland fyrir Ísland). Ennþá verra er að fjárframlögin til skólans bera fyrst og fremst vitni þeim fádæma þjösnaskap stjórnvalda að knýja með yf- irgangi fram þá stefnu sína að op- inberar menntastofnanir skuli líða skort og hvetja fremur til auk- innar gjaldtöku og einkavæðingar í almannaþjónustu. Á þessu gætu stjórnendur Há- skóla Íslands byggt og blásið til sóknar gagnvart stjórnvöldum til að sækja meira fé til skólans. Staðreyndin er hins vegar því mið- ur sú að það langvarandi fjársvelti sem Háskóli Íslands hefur búið við um margra ára skeið virðist hafa slævt baráttuþrek manna þar á bæ. Stjórnendur skólans virðast ætla að nýta skýrslu Ríkisend- urskoðunar til að reyna að þókn- ast þeim stjórnvöldum sem hér hafa ráðið ríkjum undanfarin fjór- tán ár. Hvernig þá? Jú, nú hafa þeir sagt upp nokkrum af þeim iðn- aðarmönnum sem starfa í Háskóla Íslands frá og með 1. nóvember næstkomandi. Ástæðan er sögð sú að að í sömu skýrslu er um það rætt að betra sé að fá verk- taka til að sinna slík- um verkum en fasta starfsmenn en eins og allir með grunnþekk- ingu á hagfræði vita lækkar það svokall- aðan fastakostnað í bókhaldinu. En nú er Háskóli Íslands stór stofnun og þar eru mörg við- haldsfrek hús og því er mér það stórlega til efs að þessi ráðstöfun verði til að spara fé og enn furðulegri er hún á tímum þar sem gríð- arlegur skortur er á iðnaðarmönnum í sam- félaginu. Þeir iðn- aðarmenn sem hafa unnið innan veggja Háskólans hafa dyttað að öllu, stóru jafnt sem smáu, og það vita allir að ekki er hlaupið að því að fá verktaka utan úr bæ nema til að sinna stærri verk- um. En fastakostn- aður í viðhald lækkar á pappírum og líklega vilja stjórn- endur þóknast ríkisstjórninni með þessum hætti — að segja upp iðn- aðarmönnum sem margir hverjir hafa verið starfsmenn Háskólans svo árum skiptir. Einkavæðing ekki endilega hagkvæm Í rannsóknum á einkavæðing- arferli hefur iðulega komið fram að þegar opinber þjónusta er einkavædd á þennan hátt getur kostnaður aukist og gæði þjónust- unnar um leið minnkað enda er þá oft minni samfella í þjónustunni, fleiri ótengdir aðilar eru kallaðir til og hún er rígbundin útboðsskil- málum þar sem hugsanlega er ekki tekið á öllu því sem kann að koma upp á samningstímanum. Að sama skapi er ekki hægt að tala um að þessi kostnaður hafi vaxið upp úr öllu valdi hjá Háskóla Ís- lands að undanförnu samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar. Árs- verkum iðnaðarmanna hefur að- eins fjölgað um 10,5% hjá skól- anum frá 1994 til 2003 en á sama tíma fjölgar ársverkum almennt við skólann um 31%. Þá kemur fram að hlutfall starfsmanna Há- skóla Íslands við stjórnsýslu, tæknistörf og aðra þjónustu virð- ist tiltölulega lágt hjá skólanum miðað við þá erlendu háskóla sem hann er borinn saman við. Spá mín er því sú að viðhalds- kostnaður HÍ eigi heldur eftir að vaxa en hitt og gæði þjónustunnar eigi eftir að minnka. Fullvissa mín er sú að stjórn- völd Háskólans ættu fremur að draga annan lærdóm af skýrslu Ríkisendurskoðunar en að segja upp nokkrum iðnaðarmönnum. Þau ættu að blása til nýrrar sóknar eftir fjármagni en ekki láta þröngva sér inn á leið heimsku- legrar einkavæðingarkreddufestu. Ég vona að sverð þeirra séu ekki orðin svo deig eftir margra ára fjársvelti að þau hyggist láta ber- ast stjórnlaust með þeim straumi eins og allt of margar stofnanir í samfélaginu. Illa ígrundaðar uppsagnir í Háskóla Íslands Katrín Jakobsdóttir fjallar um mennta- og kjaramál Katrín Jakobsdóttir ’Þau ættu aðblása til nýrrar sóknar eftir fjármagni en ekki láta þröngva sér inn á leið heimsku- legrar einka- væðingar- kreddufestu.‘ Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.