Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 50

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sem hauststormur ryki um Rangárþing og rökkvaði grundir og tinda, barst fregnin um lát þitt með fjallanna hring og féll sem haustskúr á býlin í kring. Fallinn er skógarins hæsti hlynur, vor höfðingi, læknir og vinur. Þannig kvað Sigurður Einarsson skáld um Helga Jónasson lækni þeg- ar hann féll frá, en Helgi var einn af forystumönnum Rangæinga og góð- ur vinur Pálma og hans fjölskyldu. Pálmi Eyjólfsson var að vísu ekki lærður læknir, samt sem áður var sterkasti þáttur í lífi hans að gleðja, hjálpa og hugga samferðamenn sína. Vandamál heimsins væru færri ef skapgerð manna og lífsskoðanir flestra væru líkar þeim eiginleikum sem Pálmi bjó yfir í mannlegum samskiptum. Var hann þó skapríkur og viljasterkur maður. Svo sterkum böndum var Pálmi bundinn við Rangárþing og Hvolsvöll að mörg- um fannst hann hluti af landslaginu og setti hann sterkan svip á mann- lífið og lét sig ekki vanta á mann- fundi og skemmtanir í héraði; þar var hann hrókur alls fagnaðar. Pálmi var alinn upp í einni feg- urstu sveit þessa lands undir Vest- ur-Eyjafjöllum. Hugur hans mótað- ist á kreppuárunum þar sem lífsmottóið var að menn björguðust af dugnaði sínum en veittu náunga sínum alla þá samhjálp sem þeir gætu og alheimtu ei daglaun að kveldi. Lífið snýst um svo margt annað en peninga. Engin kynslóð hefur í raun með dugnaði sínum, framsýni og lífsgleði breytt jafn miklu á Íslandi eins og kynslóð Pálma. Söngvar og lífsgleði ungmennafélaganna, stórhugur og umbótaþrá bændanna, svo ekki sé talað um sókn og djörfung kaup- félaganna sem umbreyttu Íslandi á síðustu öld. Öll þessi þróun hafði mikil áhrif á líf og hugarfar Pálma í uppvexti. Hann varð einlægur sam- vinnumaður og þrátt fyrir aðrar skoðanir á æskuheimili hans gerðist hann bæði samvinnu- og framsókn- armaður. Hann fór á Laugarvatn í Héraðsskólann, kynntist Bjarna Bjarnasyni skólastjóra og viðhorfum hans og Jónasar frá Hriflu, þeim hugsjónaríku mönnum. Pálmi og Margrét eiginkona hans voru frumbyggjar á Hvolsvelli, sem reis sem nýr og umsvifamikill versl- unar- og þjónustustaður í miðju Rangárþingi. Pálmi varð afgreiðslu- maður og verslunarstjóri í Kaup- félagi Rangæinga og þótti í því starfi einstakur, bæði lipur og hjálpsamur að leysa hvers manns vandræði og margur hefur nefnt það að aldrei gerði hann sér mannamun og var einstakur í garð barnanna sem hann virti og talaði við ekki síður en þá fullorðnu. Ég sé hann fyrir mér stinga brjóstsykursmola upp í börn- in. Vinnustaðurinn í áratugi varð svo sýsluskrifstofan, þar sem hann varð nokkurs konar ígildi sýslumanns, einstaklega húsbóndahollur og úr- ræðagóður. Hann stóð við hlið þriggja sýslumanna, þekkti allt fólk- ið í héraðinu og lagði gott til mál- anna. Sjálfur kom ég stundum á sýsluskrifstofuna og fann þá hlýju sem geislaði frá þeim hjónum, en þar unnu þau bæði. Það voru mikil verkefni sem hvíldu á sýslumanns- embættunum hér áður, þar áttu þeir vin og hauk í horni sem lent höfðu í erfiðleikum, mann sem leiðbeindi og gerði flókin mál einföld. Pálmi var oft glettinn; einhvern tíma kom ástfangið par og bað hann að gifta sig, en Björn sýslumaður var fjarri. „Nei, það má ég ekki,“ sagði Pálmi. Vonbrigði parsins ást- fangna voru mikil, en þá sagði Pálmi: „Þetta verður allt í lagi, elsk- urnar mínar, ég skal gefa ykkur bevís upp á að þið megið sofa sam- an.“ Pálmi var um margt sérstakur, einlægur og glaður hvert sem hann fór, sagnabrunnur og listrænn en um það vitna mörg falleg ljóð og tækifærisvísur til að gleðja vini á tímamótum. Hann var mikið á ferð- inni, skaust á milli húsa á reiðhjólinu sínu eða ók um landið í Volvónum með konu sinni og þekkti fólk í hverju byggðarlagi. Enginn var betri leiðsögumaður um Rangár- þing. Þar naut sagnagleðin sín best og hversu lífsfjörið var mikið til að fá fólkið til að syngja og segja sögur. Þau hjón dvöldu oft erlendis til hvíldar og skemmtunar, voru ný- komin frá Færeyjum og stödd í Austurríki í bændaferð þegar hið sviplega fráfall átti sér stað. Í einkalífi var Pálmi einstakur hamingjumaður og þau Margrét mjög samtaka og samhent. Það er söknuður að góðum dreng sem á að baki langan dag og mikið ævistarf. Pálmi var hraustmenni sem varla varð misdægurt. Hann unni héraði sínu og kirkju og kunni öðrum betur að rækta sinn vinahóp. Við fram- sóknarmenn kveðjum með þakklæti mann sem lagði okkur mikið lið með ráðum og góðum stuðningi. Við hjónin vottum Margréti, börnum þeirra og fjölskyldum djúpa samúð. Guðni Ágústsson. Látinn er heiðursmaðurinn Pálmi Eyjólfsson á Hvolsvelli. Einn þeirra Rangæinga sem borið hafa hróður sveitar sinnar og sýslu víða með ýmsum hætti. Margir hafa lesið ljóð- in hans, sem birst hafa m.a. í Lesbók Morgunblaðsins, tímaritum og blöð- um, auk þess sem hann sendi frá sér ljóðakver fyrir nokkrum árum. Margir af eldri kynslóð muna frétta- ritara Tímans PE á Hvolsvelli og hver ætli sé sá miðaldra og eldri Rangæingur sem man ekki eftir Pálma sýsluskrifara á sýsluskrif- stofunni á Hvolsvelli, en þar gegndi hann starfi sýslufulltrúa lengst af starfsferli sínum. Auk þess kom hann víða við í félagsstarfi af ýmsum toga, s.s. í sýslunefnd Rangæinga, stjórn Kaupfélags Rangæinga, safnamálum, sönglífi, sóknarkirkj- unni og svo mætti lengi telja. Þannig var hann óvenju lifandi maður, æv- inlega glaður og hress og átti auð- veldara með að sjá björtu hliðar til- verunnar heldur en þær dimmu, þótt hann væri í sjálfu sér alvöru- maður. Ég átti því láni að fagna í upp- vextinum að alast upp í húsaþyrp- ingu ættingja minna, þar sem Pálmi og kona hans Margrét frænka mín voru fastir punktar í tilverunni auk barnanna þeirra þriggja sem smám saman komu til sögunnar. Mikill samgangur var milli fjölskyldnanna, hjálpsemi og samvinna af mörgum toga. Pálmi var einstaklega barn- góður og gaf sér oft tíma til að ræða við okkur krakkana um aðskiljanleg- ustu hluti og spyrja margs, enda hafði hann lifandi áhuga á umhverfi sínu, bæði mannfólki og náttúru. Síðar varð ég samstarfsmaður þeirra um nokkurra ára skeið og naut nærveru þeirra og leiðsagnar. Fór þá ekki fram hjá mér hversu vinsæll hann var og vinmargur og virtist mér flestir fara glaðir af hans fundi. Átti það reyndar við um hjón- in bæði tvö. Hann hafði um langan tíma sinnt flestum þeim störfum sem sinna þurfti á sýsluskrifstofunni enda fáliðað þar um miðbik síðustu aldar og fyrstu áratugina þar á eftir, og hefur hann áreiðanlega oft þurft að leysa úr erfiðum vandamálum fólks, ekki síst meðan sýslumaður- inn, vinur hans, Björn Fr. Björns- son, sat á Alþingi og jafnvel enginn löglærður fulltrúi var til staðar um lengri eða skemmri tíma, eins og oft henti hér fyrr á árum og ekki þótti tiltökumál þá. Öll þau ár sem síðan eru liðin höf- um við fjölskyldan og fjölskylda Pálma og Möggu átt ýmislegt saman að sælda og hist á góðum stundum í hópi frændfólks og vina og ævinlega var Pálmi í aðalhlutverki, sem sögu- maður, forsöngvari og með sinni hlýju nærveru, sem jafnan var gott að njóta. Þau hafa nú átt langa samleið Margrét og Pálmi og svo samgróin eru þau í mínum huga að ég nefni þau oftast samtímis. Þau hafa ætíð verið mjög samhent og samstiga um alla hluti, fjölskylduna og heimilið, frændfólkið og alla vinina sem eru ótal margir af öllum gerðum og stærðum. Um leið og við fjölskyldan send- um Margréti og fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur þökkum við vini okkar Pálma Eyjólfssyni sam- fylgdina og allt það góða sem hann gaf okkur. Guð blessi minningu hans. Rúnar Guðjónsson. Menjar og minning munu lifa látins lengi, þótt ljóð þagni. (Matth. Jochumsson.) Það var sem dimmum skugga brygði yfir hérað og mannlíf hér um Rangárþing þegar hin óvænta fregn barst um andlát Pálma Eyjólfs- sonar, fv. sýslufulltrúa í Hvolsvelli. Hann hafði á þessum haustdögum í öllu haldið sínu andlega fjöri og fé- lagsþrótti, sett svip sinn á umhverfi og mannamót, setið samkvæmi og ferðast um sveitir og héruð í góðum félagsskap. Enn sem áður hafði hann verið hrókur fagnaðar, hnytt- inn í frásögn, forsöngvari góður og lét ferskeytlur fljúga hæfandi tæki- færinu. Og svo hélt hann með henni Margréti sinni suður um Evrópu- lönd í hópi góðra ferðafélaga til að njóta fræðandi og frjóvgandi kynna við mannlíf og menningu og nátt- úrufegurð á framandi slóðum. Slík upplifun var honum hvað dýrmætust reynsla – og ekki síður á heimaslóð- um eins og fram kemur víða í fal- legum ljóðum hans. Þá dettur yfir hinn dimmi skuggi – dáins fregn. Hugur okkar er hjá Margréti í hennar þungu raun. Við vitum að hún er sterk – og á góða að, bæði mannlega stoð og styrk af hæðum. Og „anda sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið“ sagði skáldið góða. Pálmi Eyjólfsson var eins og eitt af kennileitunum í héraðinu, – og hafði lengi verið. Við af elstu kynslóðinni munum hann ungan við verslunarstjórn og afgreiðslu í kaupfélaginu, brosmild- an og þjónustufúsan. Síðan um ára- tugi var hægt að ganga að honum vísum á sýsluskrifstofunni, þar sem hann kunni skil á allri stjórnsýslu og þekkti menn og málefni út og inn – óþreytandi að leysa hvers manns vanda. Í því starfi var hann einnig góður sálusorgari með glaðværri fram- komu og hlýjum orðum til uppörv- unar og hvatningar. Í kirkjunni sinni að Stórólfshvoli var hann lengi til trúrrar þjónustu sem meðhjálpari prestsins og söng- maður og formaður í kirkjukórnum, auk þess sem hann var um árabil í forsvari fyrir söfnuðinn sem formað- ur sóknarnefndar og safnaðar- fulltrúi. Þar að auki var hann vara- fulltrúi á leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Kirkjan og söfnuðirnir í prófasts- dæminu eiga honum þökk að gjalda fyrir farsæl störf í hennar þágu um áratugi. Eftir að Pálmi lét af störfum fyrir aldurs sakir fékkst hann talsvert við ritstörf, ritaði m.a. sögu sýslunefnd- ar Rangárvallasýslu og mikið um sögu samgöngumála í sýslunni. Pálmi er einnig kunnur fyrir ljóða- gerð sína og árið 2000 kom út ljóða- bók hans „Í ljósaskiptunum“. Fjöl- margt fleira liggur ritað eftir Pálma í blöðum og tímaritum. Félagsmálastörf Pálma voru mikil og fjölbreytt. Hann naut hvarvetna trausts og trúnaðar þar sem hann kom að verki. Hér skal aðeins nefnd formennska hans í stjórn Kaup- félags Rangæinga og Héraðsbóka- safns Rangæinga, en löngum lista mætti hér við bæta áður en til fulls yrði upp talið. Loks skal samt getið starfs hans í Rótaryklúbbi Rang- æinga, en hann var einn af stofn- félögum hans árið 1966. Var hann alla tíð mjög virkur og uppörvandi í þeim félagsskap og hafði hlotið heið- ursviðurkenningu Alþjóðahreyfing- ar Rótarý. Félagar hans í klúbb- starfinu sakna góðs félaga og PÁLMI EYJÓLFSSON Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ANTONSDÓTTUR, Lindasíðu 4, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir alúð og umhyggju. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Lárus Kristjánsson, Kristján Jakob Pétursson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Auður Hansen, Ingibjörg Anna Sigurðardóttir, Gunnlaugur Sverrisson, Harpa Hrönn Sigurðardóttir, Gunnar Viktorsson, Kristlaug María Sigurðardóttir, Loftur Guðni Kristjánsson, Íris Halla Sigurðardóttir, Jón Eggert Árnason, ömmu- og langömmubörn. Ástkær systir okkar, INGVELDUR JÓNATANSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 24. október kl. 13.00. Sigríður Jónatansdóttir, Ingibjörg Jónatansdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar og bróður, BJARNA ÞÓRIS ÞÓRÐARSONAR, síðast til heimilis í Thysted, Jótlandi, Danmörku. Sérstakar þakkir fær Hjörtur Magni Jóhannsson, Fríkirkjuprestur. Þórður Vilhjálmsson, Ægir Máni Bjarnason, Álfrún Auður Bjarnadóttir, Ísak Logi Bjarnason, Þórdís Þórðardóttir, Ægir Þórðarson, Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Kristín Þórðardóttir, Inga Hildur Þórðardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SOFFÍU I.S. SIGURÐARDÓTTUR, dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík. Halla Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Sófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÖRN EINARSSON, Miðgarði, Stafholtstungum, lést fimmtudaginn 20. október. Sigríður Númadóttir, Guðrún Arnardóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson, Þórdís Arnardóttir, Sigurþór Kristjánsson, Einar Örn Arnarson, Dagmar M. Harðardóttir, Sigríður Arnardóttir, Davíð Sigurðsson, Sara Böðvarsdóttir, Sif Sigurþórsdóttir, Kristófer Daði Davíðsson, Örn Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.