Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 24
Húsavík | Fálki einn sat sem fastast í grjótinu meðfram veg- inum á milli hafnarsvæðanna á Húsavík þegar ljósmyndari átti þar leið um fyrir skömmu. Fálkinn skeytti engu um bíla- umferðina né ágang ljósmynd- ara og sat sem fastast þar til flautað var á hann. Þarna var á ferðinni, að sögn kunnugra, ungur fálki og hafði hann verið þarna á sveimi und- anfarna daga. Viðmælandi ljós- myndara sagði fálka hafa dval- ið norðan við bæinn að undanförnu og gat sér til að um sama fugl væri að ræða. Kannski var hann að koma sér undan samkeppni við veiði- menn um rjúpuna því eitthvað hefur verið um rjúpur í og nærri bænum. Hér er meiri friður fyrir byssuglöðum veiði- mönnum en upp til fjalla og kannski auðveldara að eltast við þessar værukæru bæj- arrjúpur. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fálki á ferð Tignarlegur Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ég er flutt í gamla bæinn minn. Eftir sex ára fjarveru ákvað ég að snúa heim á æsku- slóðirnar og ala þar upp þrjá syni mína. Héðan á ég góðar minningar og hér vil ég að strákarnir mínir vaxi úr grasi og verði stór- ir og sterkir. Það var ekki auðveld ákvörðun að fara frá litla bænum mínum austur á fjörðum en svona geta rætur verið sterkar.    Fyrir sex árum bjuggu rúmlega tvöþús- und og tvöhundruð manns í Grindavík. Ég þekkti alla í kaupfélaginu og allir þekktu mig. Bærinn hefur vaxið og dafnað á þeim árum sem ég var í burtu og bæjarbragurinn breyst. Ég þekki fáa í búðinni en rekst þó stundum á kunnugleg andlit. Hef smám saman verið að finna mig á gamla staðnum mínum og átta mig á því að margt hefur breyst. Einmitt það er svo skemmtilegt, að horfa á bæinn sinn verða „fullorðinn“. Grindavík er snyrtilegur bær og hér ætti fólk á öllum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íþróttaaðstaðan er frábær, hér er góður skóli, öflugt tónlistarlíf og víða má finna merktar gönguleiðir um áhugaverð svæði. Það er stutt að fara í höfuðborgina enda hafa margir valið þann kost að búa í Grindavík og sækja vinnu til Reykjavíkur. Íbúum hefur fjölgað hratt undanfarið og má nefna að á síðasta skólaári bættust við fimmtíu og þrír nemendur í grunnskólann. Hér búa nú rúmlega 2.600 manns og heilu íbúðahverfin byggjast hratt upp.    Fyrir nokkrum árum var opnað Salt- fisksetur Íslands í Grindavík og hefur það sett svip sinn á bæjarlífið. Þar er hægt að fræðast um sölu og verkun saltfisks en Grindvíkingar hafa löngum verið drjúgir við saltfisksvinnslu og því við hæfi að hafa slíkt safn hér suður með sjó. Setrið hefur notið mikilla vinsælda bæði innlendra og er- lendra ferðamanna en ferðamannþjónusta er einmitt vaxandi atvinnugrein hér. Grindavík er þó fyrst og fremst sjávarpláss. Hér eru rekin mörg öflugustu sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins og næg atvinna. Lífið við höfnina hefur sinn sjarma og alltaf nóg að gera. Hafnarlífið einkennir fjöl- breytileiki flotans en hér landa trillur, neta- bátar, línuskip og togarar. Löndunarhöfnin er sú kvótahæsta á landinu . Innsiglingin hefur verið dýpkuð, breikkuð og varin með nýjum sjóvarnargörðum og er orðin miklu öruggari en áður. Það er því óhætt að segja að hér sé bjart framundan. Úr bæjarlífinu GRINDAVÍK EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR lagaval og skrifaði stór- skemmtilega lýsingu á lögunum í sýningunni í leikskrá. Í sýningunni Rokk í 50 ár er farið í gegnum rokksöguna og þau lög eða flytjendur teknir fyr- ir sem skiptu sköpum fyr- ir þróun rokksins. Horn- Höfn | Hornfirska skemmtifélagið frum- sýndi „Rokk í 50“ ár á Hótel Höfn um síðustu helgi í mestu úrkomu sem sögur fara af á Horna- firði. Rigning og flóð komu ekki í veg fyrir að gestir skemmtu sér hið besta á sýningunnni. Upp- selt var á frumsýninguna og fullt út úr dyrum. Fimmtíu manna hópur frá Seyðisfirði var sólarhring á leiðinni til Hornafjarðar til að sjá sýninguna og lét einn úr hópnum þau orð falla að þau sæju ekki eft- ir því ferðalagi. Heiðursgestur á frum- sýningunni varAndrea Jónsdóttir, dag- skrárgerðarmaður á Rás 2, en hún lagði á ráðin um firskir skemmtikraftar bregða sér í gervi hinna ólíkustu listamanna víðs- vegar að úr rokksögunni. 10 söngvarar og fimm manna hljómsveit, sem reyndar verður níu manna í sumum lögum þegar blásarar og slag- verksleikarar bætast við. Ljósmynd/Þórhildur Nanna Halldóra Imsland í gervi Janis Joplin. Tætt og tryllt á Höfn Borgfirðingar ogSkagamenn fundu sex kindur í réttum í haust sem voru úr Kjósinni og höfðu því brotið lög og reglur um sauðfjárvarnir með því að fara á milli varnarhólfa. Dauðadómur liggur við þegar ferfæt- lingar eiga í hlut. Sigrún Haraldsdóttir yrkir: Dimmt er líf og dyntótt allt, dreyri moldu farðar. Með lífi sínu Golsa galt grösin norðan fjarðar. Rúnari Kristjánssyni varð hugsað um landsins gagn og nauðsynjar: Þjóðin sér með sínum augum, svekkt á mörgum rosabaugum, lýðræðið í landsins málum langt frá réttum metaskálum! Og enn yrkir Rúnar: Daprast margt sem dafna ætti, drenglyndi og annað slíkt. Eykst á móti að aumum hætti undirlægju stimamýkt. Því vill ódyggð allra gerða eitri læða í marga sál. Þjóðlíf okkar er að verða eins og glatað hneykslismál! Í minningu kindar pebl@mbl.is Þingeyjarsveit | Sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar samþykkti á fundi sínum í fyrradag samhljóða eftirfarandi bókun varðandi þekkingarsetur Þingeyinga: „Sveitar- stjórn skorar á fjárlaganefnd Alþingis, þingmenn og ráðherra sem koma að mála- flokknum að tryggja rekstrarfé til áfram- haldandi rekstrar set- ursins og stuðla þannig að uppbyggingu mennt- unar, rannsóknastarfs og atvinnulífs á svæðinu enda hefur Þekkingar- setur Þingeyinga haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið í Þingeyjarsýslum.“ Hefur þessari áskorun verið komið á framfæri við ráðherra byggðamála, menntamálaráðherra, þingmenn norðaust- urkjördæmis og fjárlaganefnd Alþingis. Vonast sveitarstjórn til þess að gert verði ráð fyrir föstum nægum fjárveitingum til rekstrar Þekkingarseturs Þingeyinga til framtíðar þannig að starfsfólk, íbúar, fyr- irtæki og stofnanir á svæðinu búi ekki við sífellda óvissu um starfsemina sem hefur sannað gildi sitt svo um munar. Í tilkynningu frá sveitarstjórn Þingeyj- arsveitar segir ennfremur að margir há- skólanemar hafi aðstöðu í þekkingarsetr- inu. Klasi þekkingarstarfsemi og rannsókna hafi myndast kringum Þekk- ingarsetrið, sem er í sama húsnæði á Húsa- vík og Náttúrustofa Norðausturlands, Fræþing og Virkjum alla – rafrænt sam- félag. Forstöðumaður Þekkingarsetursins er Óli Halldórsson. Nánari upplýsingar má finna á www.hac.is. Þekkingar- setrið verði áfram rekið Skagafjörður | Sveitarstjórn sveitarfé- lagsins Skagafjarðar samþykkti eftirfar- andi bókun samhljóða á fundi sínum sl. fimmtudag: „Sveitarstjórn Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar fagnar því að kirkju- ráð ætli að minnast 900 ára afmælis bisk- upsstóls á Hólum á næsta ári. Hvetur sveitarstjórn kirkjuráð til að nota tækifærið og efla Hólastað sem starfsstöð vígslubiskup m.a. með því að flytja þangað störf, svo sem umsjónar- menn kirkjugarða og prestssetra. Á undanförnum árum hefur mikil upp- bygging orðið á Hólastað og væntir sveit- arstjórn þess að kirkjuráð og kirkjuþing styðji þá uppbyggingu með myndarlegum hætti á afmælisári.“ Hólastaður styrkist frekar ♦♦♦ Egilsstaðir | Ný bílasala í eigu JG- bíla hefur starfsemi á Egilsstöðum laugardaginn 22. október nk. Fyr- irtækið rekur jafnframt eitt stærsta bifreiðaverkstæði staðarins og var að sögn eigendanna, þeirra Jónasar Jónassonar og Grétars Karlssonar, ákveðið að færa út kvíarnar þegar samkomulag um umboðssölu fyrir B&L var í höfn. Í tilefni opnunarinnar verður há- tíð hjá JG-bílum um helgina, þar sem nýjustu bílarnir frá Hyundai, Renault, Land Rover og BMW og vélsleðarnir frá Arctic Cat verða sýndir. Opnunarhátíðin snýr þó ekki eingöngu að nýju bílasölunni, heldur verður einnig haldið upp á flutning JG-bíla í glænýtt húsnæði sem fyr- irtækið hefur reist við Kaupvang. Nýja húsnæðið er um 525 m² að grunnflatarmáli og skiptist grunn- flöturinn nokkurn veginn til helm- inga á milli bílasölunnar annars veg- ar og verkstæðisins hins vegar. Jafnframt hefur verið innréttuð kaffistofa ásamt fundaraðstöðu á millilofti, en alls eru sjö manns starf- andi hjá JG-bílum, þar af fimm á verkstæðinu. JG-bílar hafa verið í eigu Jónasar og Grétars frá árinu 2001. JG-bílar hefja starf- semi á Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.