Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 63 DAGBÓK Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Fjölbýli í Garðabæ Okkur hefur verið falið að útvega fjársterkum kaupanda íbúð í fjölbýli í Garðabæ, t.d. Sjálandi. Sérstaklega koma eignir til greina sem eru á efri hæðum, helst „penthouse“- íbúðir. Íbúðin þarf að vera 120-160 fm að stærð. Rýming eignarinnar er samkomulag. Um er að ræða staðgreiðslu fyrir réttu eignina. Íbúð við Þorragötu óskast Traustur kaupandi óskar eftir íbúð við Þorragötu. Rýming er samkomulag. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Íbúð við miðborgina óskast - t.d. í 101 Skuggi, við Klapparstíg eða Skúlagötu. Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgar- svæðinu - einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða - traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: Nú er lag í Glæsibæ! Harmonikudansleikur af bestu gerð í Glæsibæ kl. 21.30 í kvöld Hljómsveitir undir stjórn Garðars Ólafssonar, Þorleifs Finnssonar og Ingvars Hólmgeirssonar ásamt söngvaranum Þorvaldi Skaftasyni. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík. F.H.U.R Afmælisþakkir Öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og heiðruðu mig á 90 ára afmæli mínu, sendi ég hjartans þakkir. Karl Helmut Brückner Kortsson, Hellu. Ídag verður haldin Skólavörðuhátíð í til-efni fyrsta dags vetrar, sem er í dag, ogkennir ýmissa grasa. Undanfarin fimm árhafa búðareigendur á Skólavörðustíg staðið fyrir alls kyns uppákomum en að sögn Eggerts Jóhannssonar, sem betur er þekktur sem Eggert feldskeri, var í fyrra ákveðið að festa niður tvo árlega viðburði. Annars vegar blómadaginn á vorin og svo Skólavörðuhátíðina fyrsta vetrardag til að fagna Vetri konungi. Á sjötta þúsund manns komu á Skólavörðustíginn á hátíðinni í fyrra og að sjálfsögðu er vonast eftir jafngóðri ef ekki betri mætingu í dag. „Við fengum til samstarfs við okkur í fyrra Lands- samband sauðfjárbænda og Markaðsráð kinda- kjöts sem hjálpuðu okkur að gera magnaða kjötsúpu þar sem Siggi Hall spilaði stórt hlut- verk. Þar með vorum við komin af stað með kjötsúpu og vetrardag.“ Ráðist var í að gera nokkur hundruð lítra af kjötsúpu en það verða þau Ellen Kristjáns- dóttir, Helgi Björnsson, Daníel Ágúst, Ragnar Kjartansson og Steindór Andersen sem sjá um að skenkja gestum og gangandi súpunni, sem er að hætti Sigga Hall, við Hegningarhúsið og svo hjá Eggerti feldskera klukkan tvö í dag. Að auki verður opið í öllum verslunum á Skóla- vörðustígnum og tekið vel á móti öllum þeim sem kíkja í heimsókn. Þá verður Birna Þórð- ardóttir með menningargöngu um Skólavörðu- stíginn en hún þekkir vel til sögu hans og þeirra húsa sem við stíginn standa. Eggert seg- ir að afar vel hafi verið mætt í gönguna í fyrra, um fimmtíu til sextíu manns í hverri göngu, og býst hann við að jafnvel fleiri mæti í ár. Gangan hefst með klukknaspili í Hallgrímskirkju í um fimm mínútur en eftir það er gengið niður Skólavörðustíginn frá Hótel Leifi Eiríkssyni. Af öðrum atburðum sem eru á dagskrá Skólavörðuhátíðarinnar má nefna eins árs af- mæli Tæknihornsins sem heldur upp á afmælið á heimilislegan hátt og munu mæðurnar bjóða upp á vöfflur eins og þegar strákarnir voru ungir. Þá verður opnun sýningar á verkum Ásu Ólafsdóttur í galleríinu Hún og Hún, Kristína Berman mun dansa magadans fyrir utan Verk- smiðjuna, krakkar úr Austurbæjarskóla syngja nokkur lög og á vegum Shanko silki verður haldin sýning á japönskum brúðarkápum og kimono. Þá verður einnig tónleikadagskrá í húsakynn- um tónlistarverslunarinnar 12 tóna en þar koma meðal annars fram The Viking Giant Show, með Heiðar úr hljómsveitinni Botnleðju fremstan og einan í flokki, Jakobínarína úr Hafnarfirði treður einnig upp og Architecture in Helsinki. Hátíð | Ýmsar uppákomur á Skólavörðustíg í dag til að fagna vetrarkomu Kjötsúpa fyrir gesti og gangandi  Eggert Jóhannsson er fæddur í Reykjavík hinn 8. mars 1953. Hann lagði stund á sjó- mennsku eftir lands- próf en fluttist til Lund- úna í Englandi eftir tvö ár á sjó. Þar lærði Egg- ert feldskurð en varð frá að hverfa eftir tveggja ára dvöl þar sem atvinnuleyfi hans var ekki endurnýjað. Frá Englandi hélt hann til Svíþjóðar þar sem hann lagði stund á nám í feldskurði hjá virtum feldskerum. Árið 1997 hóf hann eigin rekstur í Reykjavík og hefur gert allar götur síðan. 1. Rf3 d5 2. g3 c5 3. Bg2 Rc6 4. O-O Bf5 5. d3 h6 6. Rbd2 Rf6 7. He1 e6 8. b3 Be7 9. Bb2 O-O 10. h3 Dc7 11. e4 Bh7 12. e5 Rd7 13. De2 b5 14. h4 Db6 15. Rf1 c4 16. dxc4 bxc4 17. Hed1 Hfc8 18. Re3 Bc5 19. Rxc4 Dc7 20. Re3 Bxe3 21. Dxe3 Rb4 22. Re1 Rxc2 23. Rxc2 Dxc2 24. Ba3 Dc3 25. Dxc3 Hxc3 26. f4 Hxg3 27. Hac1 Be4 28. Hd2 Rb6 29. Kh2 Hxg2+ 30. Hxg2 Bxg2 31. Kxg2 Hc8 32. Hxc8+ Rxc8 33. Bc5 f6 34. a4 Kf7 35. b4 fxe5 36. fxe5 Kg6 37. b5 Kf5 38. a5 Kg4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Guð- björn Sigurmundsson (1845) hafði hvítt gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (2110). 39. Bxa7! Rxa7 40. b6 Rc6 41. a6 svarti riddarinn getur ekki eins síns liðs stöðv- að frípeð hvíts en þrátt fyrir það var svartur ekkert á þeim buxunum að gef- ast strax upp. 41...Kxh4 42. a7 Rxa7 43. bxa7 Kg4 44. a8=D Kf5 45. Da1 Ke4 46. De1+ Kf5 47. Dg3 g5 48. Dh3+ Kxe5 49. Dxh6 Kf5 50. Kf3 d4 51. Df8+ Ke5 52. Dc5+ Kf6 53. Dxd4+ Kf5 54. De4+ Kf6 55. Kg4 og svartur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Tour de France á göngustíg GÖNGUSTÍGARNIR vestast á Sel- tjarnarnesi eru vinsælir af útivist- arfólki: Gangandi fólki, skokkandi fólki, hjólreiðafólki og fólki á línu- skautum, og fer þetta yfirleitt allt vel saman. Einn hjólreiðamaður sker sig þó úr og hjólar á slíkum hraða að líkast er því að hann hafi villst úr Tour de France inn á stíg- inn. Ekki nóg með það, maðurinn stærir sig af því að hafa drepið tvo hunda sem voru lausir á stígnum. Maður spyr sig: Hvað drepur hann næst? Þeirri spurningu er auð- vitað ósvarað en svör ættu að vera til við eftirfarandi spurningum: Hver er hámarkshraði reiðhjóla á göngu- stígum? Hvernig ber hjólreiðamanni að bregðast við þegar hann mætir eða fer fram úr gangandi vegfar- endum á göngustíg? Hér með er óskað eftir þessum svörum. Nesbúi. Athyglisverð grein Í DAG, 17. október, birtist í Morg- unblaðinu stutt en mjög athyglis- verð grein eftir 12 ára gamla stúlku. Greinin nefndist „Mín skoðun“. Ég dáist mjög að þessari grein og höfundi hennar. Ég man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma lesið grein í dagblaði eftir svo ungan höfund. Höfundurinn heitir Harpa Dís Há- konardóttir. Mig undrar mjög að svona ungmenni skuli skrifa svona skynsamlega grein og þora að láta birta hana í víðlesnasta blaði lands- ins. Ég veit að við Íslendingar eigum mikið af börnum og unglingum sem eru mjög vel gefin og snemma búin að taka út andlegan og líkamlega mikinn þroska, en ég efast mjög um að við eigum margt af svona ungu fólki sem hefur á þessum aldri myndað sér jafn afdráttarlausar skoðanir á ýmsum þjóðmálum og þessi unga stúlka. Hún hlýtur að vera óvenju vel upp alin og vel upp- lýst og með óvenju góða yfirsýn yfir landsmálin. Ég vil að lokum óska henni hjart- anlega til hamingju og þakka henni fyrir þá djörfung að þora að skrifa þessa grein. Ég er sannfærður um að hún á eftir að skrifa margar góðar greinar í blöðin og láta mikið að sér kveða á opinberum vettvangi í fram- tíðinni. Til hamingju, Harpa Dís Hákon- ardóttir. Sigurður Lárusson frá Gilsá. Kvenhringur týndist KVENHRINGUR týndist á Broad- way sl. laugardag. Þetta er hringur á litla fingur með dökkbláum, stórum steini og hvítum steinum í kring. Skilvís finnandi hafi samband í síma 695 8547. Kettlingar fást gefins TVEIR stálpaðir kettlingar, fress og læða, óska eftir góðu heimili. Þeir eru búnir að fá allar sprautur og eru heilbrigðir og hressir. Upplýsingar í síma 697 7880. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 og 55 ÁRA afmæli. Í dag, laug-ardaginn 22. október, er fimm- tugur Hörður Hákonarson, Hvassa- leiti 20, Reykjavík. Kona hans, Margrét A. Frederiksen verður 55 ára í dag. Brúðkaup | Gefin voru saman 3. sept- ember sl. í Kópavogskirkju, af föður brúðarinnar sr. Kjartani Erni Sig- urbjörnssyni, þau Guðrún Birna Kjartansdóttir og Guðmundur Freyr Sveinsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Kjartan Sveinn. Djasskvartettinn LOS leikur á Múl- anum í Þjóðleik- húskjallaranum á sunnudaginn kl. 21.30. Kvartettinn skipa þau Ásgeir Ásgeirsson á gítar, Sunna Gunnlaugsdóttir á píanó, Scott Mclemore á trommur og Róbert Þórhallsson á kontrabassa. Kvartettinn leikur blöndu af tónlist eftir meðlimi sveitar- innar, Kenny Wheeler og John Taylor svo eitthvað sé nefnt. Djasskvartettinn Los leikur á Múlanum SJÓNÞING Jóns Laxdal verður haldið í Deiglunni á Akureyri í dag kl. 15. Spyrlar eru Jón Proppé, Arna Valsdóttir og Þröstur Ásmundsson og fundarstjóri Hannes Sigurðsson. Sjónþinginu er ætlað að veita persónulega innsýn í feril Jóns með það fyrir augum að skoða framlag hans og rifja upp farinn veg. Jafnframt því að sitja fyrir svörum og taka við fyr- irspurnum úr sal verður sýndur fjöldi mynda af verkum listamanns- ins. Á morgun lýkur yfirlitssýningu á verkum Jóns undir heitinu „Ekki orð“ í Listasafninu á Akureyri. Sýn- ingin er unnin í samstarfi við Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, og þangað fer hún er henni lýkur á Ak- ureyri. Um svipað leyti verða verk eftir Jón til sýnis í Safni, nútíma- listasal Péturs Arasonar við Laugaveg í Reykjavík. Í mars á næsta ári fara verkin síðan til Berlínar þar sem Jón sýnir í Spielhaus Morrison Galerie, sem meðal ann- arra listamanna hefur Gabríelu Friðriksdóttur á sínum snærum, en ferðin endar svo í Listasafninu í Færeyjum. Sjónþing Jóns Laxdal JPV útgáfa hefur sent frá sér sjöttu bókina um Kaftein Ofurbrók eftir Dave Pilkey. Hún heitir Kafteinn Ofurbrók og líftæknilega horskrímslið. Fyrri hluti: Hnerrað að næturlagi. Nú lenda Georg og Haraldur í virki- lega klístruðum aðstæðum. Nýjasta prakkarastrikið þeirra fer svo í taug- arnar á gáfnaljósi skólans, Sófusi séní, að hann brennur í skinninu að hefna sín. En þegar Sófus hyggst um- breyta sjálfum sér í líftæknilegan of- urgaur fer allt úr böndunum – og Líf- tæknilega horskrímslið verður til! Bjarni Fr. Karlsson þýddi bókina. Bækurnar um Kaftein Ofurbrók hafa tvívegis hlotið Bókaverðlaun ársins sem besta þýdda barnabókin á veg- um Borgarbókasafns Reykjavíkur. Börn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.