Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ VIRÐIST vera kominn hug- ur í fólk að breyta stjórnarskrá Ís- lands. Stjórnmálaflokk- arnir vilja að sjálfsögðu hafa sín áhrif. Tryggja verður fullkomið lýð- ræði einstaklingsins og það verður að gerast með faglegum hætti. Ýmsir hafa áhuga á að þjóðaratkvæða- greiðslur verði auknar og að frekar auðvelt verði að koma málum á þann vettvang. Ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu um málefni hljóta að verða veiga- mikið grundvall- aratriði. Til að tryggja lýðræðisréttindi ein- staklingsins þurfa ákvæði um kosningar að vera einföld og skýr. Þar kemur því ekkert annað til álita en að hreinan meirihluta kjósenda á kjörskrá þurfi til að samþykkja mál eða fella. Skiptir þá ekki máli þátttakan í kosningunni. Helmingur kjósenda á kjörskrá hið minnsta er eina lýðræðisvaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það ætti að vera óumdeilt. Annað vekur upp deil- ur og jafnvel varanlegan ófrið og flokkadrætti. Öðru máli gegnir þegar verið er að kjósa fólk til trúnaðarstarfa. Þá hlýt- ur fólk kosningu sem flest atkvæði hlýtur eftir þar til settum reglum. Meginhluti mála henta ekki í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Mál sem tengjast sérhagsmunum einstaklinga, fyr- irtækja, hópa, staðarlegu umhverfi og fleira henta ekki. Þannig má lengi telja. Í slíkum málum verðum við að treysta á Alþingi, sveitarstjórnir og önnur stjórnsýslustig. Stjórnarskráin verður að tryggja frið, öryggi og stöð- ugleika. Stjórnarskráin þarf að vernda mannréttindi, frelsi og jafnrétti fólks. Háttvísi þarf að vera ríkjandi í um- gengni við samborgarana og að þeir sem til forystu veljast njóti skilnings og stuðnings í stað þess að reyna að niðurlægja þá með einhverjum hætti. Það bætir ekki stjórnarfarið. Ekki má þó draga úr virkri málefnalegri gagnrýni. En hana þarf að setja fram með rökum og sæmilega virðulegum hætti. Þar sýnist mér að skikkanlegar siðareglur séu ekki virtar sem skyldi. Ég vil ekki missa for- setaembættið. Full- veldið og óskorað sjálf- stæði þjóðarinnar er mér heilagt mál. Það er það dýrmætasta sem við eigum. Það væri ris- lítið að eiga ekki forseta í samstarfi frjálsra þjóða. Forsetinn þarf að njóta virðingar og sitja á friðarstóli. Það þarf stjórnarskráin að vernda. Réttindi hans, valdsvið og skyldur þarf að marka með skýrum hætti. Það er ljóst að því meiri völd sem hann hefur því meiri hætta er á að um hann verði deilt. Ég vil sjá hann sem mann sátta og frið- ar. Fjölmiðlamálið Fjölmiðlamálið á síðasta ári var dæmigert um það sem ekki má ger- ast. Lögin sem samþykkt hlutu voru í raun um fjölmiðlastarfsemi og þar með var takmörkuð eignaraðild auð- kýfinga. Það líkaði ekki stórum eign- araðila í einu slíku fyrirtæki. Það reis upp að því er virtist í valdi auðsins. Fyrirtækið leyfði sér að halda því fram að lögin væru sérsmíðuð til að eyðileggja sitt fyrirtæki. Það hótaði m.a. að segja fjölda manns upp störf- um og fara í mál við ríkið. Enda má segja að þetta einkafyrirtæki stjórn- aði gangi málsins meira og minna í krafti fjárveldis síns. Það kom skýrt fram að fólk mætti óttast um vinnu sína og afkomu, fréttaflutningur fjöl- miðilsins var einlitur, skoðanakann- anir rugluðu almenning og ofan á allt þetta bættist að allir þingmenn stjórnarandstöðunnar bættust í hóp- inn og börðust fyrir hið auðuga fyr- irtæki af miklum krafti og samstill- ingu. Fjölmiðlafrumvarpið varð að lög- um. Þá var athyglinni beint að forseta Íslands með áróðri, skoðanakönn- unum og fjöldaundirskriftum þar sem var skorað á forseta að staðfesta ekki lögin og láta þau fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Það gekk svo langt að stjórnarandstaðan á Alþingi studdi þessar aðfarir að forseta. Forsetakosningar Stutt var til forsetakosninga. For- setinn var í framboði í þriðja skipti. Hann rak hógværa og drengilega kosningabaráttu. Vitnaði til starfa sinna tvö síðastliðin kjörtímabil. Öll uppákoma í þjóðfélaginu og stjórnarandstöðunnar á Alþingi út af fjölmiðlafrumvarpinu hlaut að valda forsetanum áhyggjum. Þótt hann þyrfti ekki að óttast um kjör sitt þá gátu áhrifin orðið afgerandi. Forset- inn átti um tvo kosti að velja og hvor- ugan góðan í viðkvæmri stöðu. Hann valdi að synja staðfestingu laganna. Forsetaembættið var í sviðsljósinu með öðrum hætti en áður hafði gerst. Var þetta leiðin til að bjarga því? Það má vel vera. En rammalög atvinnu- fyrirtækja áttu ekki erindi í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Stjórnvöld aft- urkölluðu lögin og komu þar með í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sýndi það mikla stjórnvisku því hvar værum við stödd ef auðfyrirtæki gætu einokað ótakmarkað vald sitt í þjóðaratkvæðagreiðslum? Þá er hætt við að lýðræði einstaklingsins yrði lið- in tíð. Verndum embætti forseta Íslands Úrslit forsetakosninganna voru óvenjuleg. Moldviðrið sem þyrlað var upp í kringum fjölmiðlafyrirtækið Norðurljós og bakhjarla þess hefur eflaust villt mörgum sýn. Það vantaði verulega upp á að forsetinn fengi meirihluta atkvæða á kjörskrá. Ég þykist vita að hann sé ekki sáttur við það. Það erum við sem viljum vernda forsetaembættið ekki heldur. Ég er þess fullviss að núverandi forseti vill bæta úr þessu og við þurfum að taka á með honum í því efni. Grundvöllur undir því starfi er stjórnarskrá sem byggist á fullkomnu lýðræði ein- staklingsins og að friður sé tryggður um embættið. Þá sé óheimilt að reyna að hafa áhrif á gjörðir forseta enda ekki til þess ætlast að hann standi í deilum um menn og málefni. Stjórnarskráin og embætti forseta Íslands Páll V. Daníelsson fjallar um stjórnarskrárbreytingar ’Grundvöllurundir því starfi er stjórnarskrá sem byggist á fullkomnu lýðræði ein- staklingsins og að friður sé tryggður um embættið.‘ Páll V. Daníelsson Höfundur er viðskiptafræðingur. KVENNAFRÍDAGURINN verð- ur endurvakinn mánudaginn 24. október næstkomandi. Þá eru liðin 30 ár frá því að konur lögðu niður störf og þrömmuðu niður í bæ. Mæður okkar, ömmur, frænkur og systur fjöl- menntu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á mál- stað sínum. Þær vildu að störf þeirra yrðu metin að verðleikum og heimtuðu betri kjör. Nú er verið að hvetja konur til að endurtaka leikinn. Þær eiga að leggja niður störf kl. 14.08 þennan dag og þramma niður í bæ. Til hvers? Það er ekki eins og konur séu í sömu spor- um nú og fyrir 30 ár- um. Nú eru konur næstum með sömu laun og karlar, þá skildu himinn og haf þau að. Nú sjá karlar og konur jafnt um heimili og börn (er það ekki ann- ars?), þá var það algjörlega á ábyrgð kvenna. Til hvers að leggja niður störf og berjast fyrir bættum kjör- um kvenna? Ég skil það ekki alveg. Ég meina, nálægt 46% fyrirtækja hafa konur í stjórn. Það þýðir að það eru bara 64% stjórna fyrirtækja sem eingöngu eru skipaðar körlum. Launamunurinn er ekki svo mikill, aðeins 28%. Það þýðir að ef kona er með 216.000 í laun þá er karl með 300.000. Er það ekki alveg sann- gjarnt? Finnst þér það sanngjarnt? Mér finnst það ekki. Mér finnst það hreint og beint ósanngjarnt. Ég er ekki ánægð með að vinna við hlið karl- manns sem er á hærri launum en ég bara vegna þess hann er karlmaður. Ég er ekki ánægð með að eiga litla sem enga von um að komast í stjórn- unarstöðu. Ég er ekki ánægð með að vera minna metin en karl- maður. Ég ætla að berj- ast fyrir framtíð dætra minna. Ég ætla að verða mömmu minni til sóma. Mömmu minni, ömmu, frænku og syst- ur sem börðust fyrir minni framtíð fyrir 30 árum. Mánudaginn 24. október geng ég út. Ég ætla ekki að húka á skrifstofunni minni með nagandi samviskubit yf- ir að bregðast kyn- systrum mínum og vona innst inni að þær nái fram ein- hverjum kjarabótum fyrir mig. Ég ætla ekki að láta vaða yfir mig á skít- ugum skónum heldur arka niður í bæ á slaginu 14.08 og berjast fyrir mínum rétti, rétti dætra minna, dætra þinna og þessa lands. Hvað með þig? Kvennafrí – til hvers? Lára Ómarsdóttir fjallar um kvennafrídaginn 24. október Lára Ómarsdóttir ’Ég er ekkiánægð með að vera minna met- in en karlmaður. Ég ætla að berj- ast fyrir framtíð dætra minna.‘ Höfundur er kennari og starfar sem innkaupastjóri Office 1. SJÁLFSTÆÐISFLOKK- URINN heldur prófkjör hinn 4. og 5. nóvember nk. Þar ræðst hvaða hópur leiðir flokkinn í næstu borg- arstjórnarkosningunum. Miklu varðar að í þeirri forystu end- urspeglist breidd Sjálfstæðisflokksins. Þeir eldri og reyndari vinni með þeim sem yngri eru, fólk úr sem flestum þjóðfélags- hópum sé með í för og þar séu bæði konur og karlar. Í starfi mínu fyrir ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins hef ég lagt áherslu á að fjölga félagsmönn- um í hópi þeirra sem yngri eru. Ég hef lagt áherslu á að tengja þá yngri eldri grasrót flokksins með sam- starfi við hverfafélög flokksins og fundum með kjörnum fulltrú- um hans. Með þátt- töku í prófkjörinu 4. og 5. nóvember nk. þarf ég hins vegar stuðning allra aldurshópa í Sjálfstæðisflokknum og allra þeirra sem ætla að taka þátt í prófkjörinu. Opna skrifstofu í dag Mitt kosningastarf er að hefjast og í dag kl. 16.00 opna ég kosn- ingaskrifstofu í Borgartúni 6, gömlu Rúgbrauðsgerðinni. Þangað við ég bjóða öllum sjálfstæð- ismönnum og þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í prófkjörinu. Þar geta þeir hitt mig og stuðnings- menn mína. Ég hef einnig opnað heimasíðu þar sem helstu áherslur mínar og baráttumál í prófkjörinu eru kynnt. Síðan er á slóðinni bolli.is. Ungt fólk til áhrifa, ásamt þeim sem eldri eru Eins og fyrr sagði þarf sá hópur sem leiðir Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningar að endurspegla breidd flokksins, en í því liggur hans styrkur. Í Reykja- vík búa ríflega fjörutíu þúsund manns sem eru 25 ára eða yngri. Um fjórtán þúsund þeirra eru á aldrinum 18–25 ára og munu kjósa í næstu borg- arstjórnarkosningum. Þess vegna er mik- ilvægt að sjálfstæð- ismenn hafi í öruggu sæti einstakling sem þekkir vel aðstæður, áhugamál og hagsmuni þessa unga fólks. Þetta er ekki aðeins mik- ilvægt í því skyni að auka stuðning meðal ungra kjósenda, heldur ekki síður til þess að virkja ungt fólk til þátttöku í starfi Sjálf- stæðisflokksins fyrir kosningarnar. Mitt framboð, mitt framlag Á grundvelli fjöl- þættrar reynslu í stjórnmálum og félagsstarfi með ungu fólki og í þágu ungs fólks í Reykjavík vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja sigur Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Kosið verður á milli áframhaldandi samstarfs R-listaflokkanna eða for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Skoð- anakannanir sýna möguleika á meirihluta Sjálfstæðisflokksins, við skulum vinna þann sigur og tryggja borginni okkar farsæla forystu á næsta kjörtímabili. Allir velkomnir Eftir Bolla Thoroddsen Bolli Thoroddsen ’Ég býð allavelkomna í opn- un kosninga- skrifstofunnar í dag.‘ Höfundur er verkfræðinemi og formaður Heimdallar og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík ÞAÐ ER erfitt fyrir fólk að lifa í fá- tækt í landi þar sem flestir virðast lifa í alls- gnægtum. Fólk sem lendir í fátækragildru af ýmsum ástæðum er úti- lokað frá venjulegu lífi og jafnvel brotin á því mannréttindi. Sumir sérfræðingar halda því fram að hægt sé að vinna sig útúr fátækt ef vilji er fyrir hendi, jafn- vel halda því fram að fá- tækt fólk eigi það skilið að standa í basli, en málið er að það er mjög auðvelt lenda í fátækt. Fullfrískt fólk í dag getur orðið ör- yrkjar á morgun af ýmsum ástæðum og hvernig á þá að standa í skilum með öll lán og skuldbindingar á rúm- um 80.000 kr frá Tryggingastofnun? Því miður fer þessi hópur vaxandi sem ekki getur fætt sig né klætt í vel- ferðarþjóðfélaginu. Það er því skylda ríkis og sveitarfélaga að sjá til þess að fátæklingar á Íslandi hafi laun til að geta lifað mannsæmandi lífi, geta veitt sér nauðsynlega læknisþjón- ustu, séð börnum sínum farborða á sómasamlegan hátt, eins og nesta þau upp fyrir skólann, staðið undir nauðsynlegum kostnaði við íþrótta- iðkanir o.fl. Það ætti ekki að líð- ast hér í velferðarrík- inu að fólk þurfi að vera rekið grátandi út frá fé- lagsmálastofnun og þurfa að beygja sig í duftið til að þiggja ein- hverja ölmusu frá góð- gerðastofnunum. Til þess að breyta þessu þurfa laun öryrkja og ellilífeyrisþega að hækka upp í 150.000 kr. lágmark eftir skatta. Af minni upphæð lifir enginn. Í dag er ör- yrkjum og ellilífeyrisþegum gert að flagga allskyns skírteinum sem sanna að þeir eru annars flokks þegnar, m.a. í apótekum, strætó, hjá heilbrigðisstofnunum þar sem staða þessa fólks er kirfilega merkt. Þetta er niðurlæging. Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir aðkasti vegna þessa. Eins og greinilegt er lifa þrjár stéttir í landinu. Sú sem er mest áberandi eru ungir jakkafataklæddir menn, sem fjölmiðlar hossa í öllum fréttatímum og fáum við alltaf ná- kvæmar upplýsingar um fjár- málaafrek þeirra út í heimi. Laun þeirra eru talin í milljónum á mánuði. Lítið ber á konum í þessum hópi, enda passa þær varla í illa sniðin jakkafötin. Svo er það millistéttin sem er að reyna að lifa íslenska góð- ærið akandi um á glæsijeppum sem flestar eru á bílaláni. Búið að taka 100% íbúðalán eða skuldbreyta til að kaupa plasmasjónvörp upp á 1/2 milljón. Eru með 3-4 kreditkort upp á vasann, fara 3-4 sinnum á ári til út- landa og eru sífellt að hrósa sér yfir „eignunum“ og hafa engar áhyggjur af gluggapóstinum. En hin gullna skuldasnara hangir yfir þeim til framtíðar. Það er því skýlaus krafa nýstofnaðra „samtaka um velferð“ að lífskjörin verði jöfnuð í þjóðfélaginu og það er pólitísk ákvörðun sem hvíl- ir á öllum stjórnmálamönnum að leið- rétta þessi mál. Því má ekki gleyma að þeir eru í vinnu hjá okkur, þegn- um þessa lands. Staðreynd: Fátækt í velferðarríkinu Haraldur Páll Sigurðsson fjallar um málefni öryrkja ’Það er því skylda ríkisog sveitarfélaga að sjá til þess að fátæklingar á Íslandi hafi laun til að geta lifað mannsæmandi lífi…‘ Haraldur Páll Sigurðsson Höfundur er formaður „Samtaka um velferð“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.