Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF „ÞÖRFIN fyrir líknarmeðferð er sífellt að aukast svo mikilvægt er að heilbrigðisyfirvöld á Íslandi marki sér skýra stefnu um hvernig þeirri þróun verði best mætt. Ís- lensk stjórnvöld þurfa að skil- greina hvaða markmið og stefnu á að setja varðandi líknarmeðferð ís- lenskra sjúklinga og í öðru lagi er mikilvægt að skilgreina mögulegar leiðir að settum markmiðum,“ seg- ir Þóra Björg Þórhallsdóttir, sem er starfandi hjúkrunarfræðingur á Kingston-spítalanum í Bretlandi. Þóra Björg var fengin hingað til lands fyrir skömmu ásamt breskri starfssystur sinni, Jo Wells að nafni, til þess að flytja fyrirlestra í málstofu á vegum Hjúkrunarþjón- ustunnar Karitas. Báðar hafa þær meistaragráðu í líknandi meðferð og hafa sérhæft sig í henni. Þær kynntu m.a. á fundinum ýmsar nýjungar, sem Bretar hafa verið að taka upp á sviði líkn- armeðferða. Samræming á landsvísu „Bresk stjórnvöld hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir mik- ilvægi líknarþjónustu og hafa markvisst lagt fram fé til þjónust- unnar svo hún megi þróast í takt við þarfir þeirra, sem á þurfa að halda. Gefnar eru út leiðbeiningar til þeirra sem veita fullorðnum einstaklingum líknarþjónustu. Þær eru byggðar á nýjustu rannsókn- arniðurstöðum og endurskoðaðar reglulega. Þeir sem þurfa á líkn- andi meðferð að halda eiga rétt á upplýsingum, stuðningi og umönn- un til að takast á við sjúkdóm sinn, meðferð og afleiðingar,“ seg- ir Þóra Björg. „Hjúkrunarfræðingar, sem starfa við líknarþjónustu í Bret- landi, geta nú skrifað upp á lyf eftir að hafa sótt sértækt sex mán- aða námskeið. Fyrirkomulagið stuðlar enn frekar að sjúklinga- miðaðri þjónustu sem eykur líkur á að sjúklingar fái hraðari aðgang að þeim lyfjum, sem þeir þurfa á að halda. Sjálfboðaliðar gegna stóru hlutverki Í Bretlandi gegna sjálfboðaliðar stóru hlutverki á líknarheimilum og í líknarheimahjúkrun. Þeir að- stoða við daglegan rekstur og að- stoða sjúklinga og aðstandendur við dagleg störf. Mikinn fjölda líknarheimila í Bretlandi má að hluta til þakka líknarfélögum, en þau veita talsverðu fjármagni til flestra líknarheimila þar í landi. Kappkostað er að leita til sjúk- linga og aðstandenda þegar verið er að búa til ný úrræði enda talið sjálfsagt að raddir þeirra, sem á þjónustunni þurfa að halda, heyr- ist vel svo að hægt sé að koma til móts við þarfir þeirra. Í fjórða lagi þarf eftir fremsta magni að jafna aðgang sjúklinga að líkn- armeðferð, en hingað til hafa krabbameinssjúklingar verið mun líklegri til að fá líknarþjónustu en sjúklingar með aðra langvinna ólæknandi sjúkdóma, svo sem hjartabilanir, lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og öldrunarsjúk- dóma. Oft eru þessir sjúklingar með mikil einkenni og mikla þörf fyrir andlegan stuðning,“ segir Þóra Björg og bætir við að Bretar hafi unnið að mjög merku fyr- irbæri, sem þeir kalli „Liverpool Care Pathway“. Þar er um að ræða ákveðna staðla, sem stuðla að því að deyjandi sjúklingar fái viðeigandi líknarmeðferð, hvort sem þeir eru í heimahúsum, á sjúkrahúsum eða á hjúkr- unarheimilum. Að sögn Þóru er í Bretlandi gerður greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. „Allir heilbrigðisstarfsmenn, sem koma að umönnun sjúklinga, þurfa að vera vel að sér í almennri líkn- armeðferð og stuðla þarf að því að þeir fái grunnmenntun í einkenna- meðferð og hugmyndafræði líkn- armeðferðar. Sérfræðingar í líkn- armeðferð eru þeir, sem eru sérhæfðir í að sinna flóknari ein- kenna- og stuðningsvandamálum.“ Stórar siðferðisspurningar Að sögn Hrundar Helgadóttur, hjúkrunarfræðings hjá Karitas, þarf íslensk líknarþjónusta að vera betur skipulögð en hún er nú og ná til víðtækari sjúklingahóps en krabbameinssjúklinga nær ein- vörðungu. „Fólk deyr úr ótal sjúk- dómum. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hefur boðað að á meðan ekki finnist betri lækningar en raun ber vitni við ýmsum sjúkdómum skuli lagt aukið fjármagn í að breiða út líknarþjónustu svo fólk þurfi ekki að deyja þjáð og þjakað. Sér í lagi þurfum við að huga að því að standa vel að menntun þeirra, sem stefna að því að starfa við líknarþjónustu, jafnt lækna sem hjúkrunarfræðinga, enda stöndum við nánast daglega and- spænis miklum siðferðislegum spurningum.“ Auk líknardeildar í Kópavogi og á Landakoti starfa fjögur teymi hjúkrunarfræðinga að líkn- armálum í heimahúsum hérlendis og eru þau nær einvörðungu að sinna krabbameinssjúkum. Það eru Hjúkrunarþjónustan Karitas, Heimahlynning Krabbameins- félags Íslands, Heimahlynning Ak- ureyrar og Heimahjúkrun Reykja- nesbæjar. Um það bil fimmtán hjúkrunarfræðingar tengjast þess- um teymum. „Við höfum staðið í ótrúlegri baráttu fyrir tilveru okk- ar undanfarin ár. Brýnt er að hugsa íslenska líknarþjónustu upp á nýtt. Við þurfum að svara því hvernig við viljum reka þjón- ustuna, hver á að reka hana, hvernig á að kosta hana, hvaða menntunarkröfur á að gera til starfsfólks og hvaða kröfur ber al- mennt að gera til líknarþjónustu á Íslandi,“ segir Hrund.  HEILSA | Mikilvægt er að veita líkn þegar lækning dugir ekki lengur Þörfin fyrir líknarmeðferð eykst stöðugt Allir deyjandi sjúkling- ar eiga að fá rétta umönnun við lífslok, að mati hjúkrunarfræðing- anna Þóru Bjargar Þór- hallsdóttur og Jo Wells, sem kynntu fyrir Ís- lendingum þær leiðir, sem Bretar hafa farið í þessum efnum. Jóhanna Ingvarsdóttir kynnti sér málið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjúkrunarfræðingarnir Þóra Björg Þórhallsdóttir og Jo Wells hafa sér- hæft sig í líknandi meðferð og starfa báðar í Bretlandi. join@mbl.is LÍKNARMEÐFERÐ er heild- ræn meðferð fyrir fólk með langvinna, ólæknandi sjúk- dóma. Meðferðin tekur til verkja og annarra einkenna og í henni felst andlegur og fé- lagslegur stuðningur. Markmið líknarmeðferðar er að stuðla að sem bestum lífsgæðum fyrir sjúklinginn og aðstandendur hans. Hugmyndafræðina má rekja til bresku hjúkrunarkon- unnar Cicely Saunders, sem síðar lærði bæði félagsráðgjöf og til læknis, en hún tók til sinna ráða snemma á sjötta áratugnum eftir að hafa upp- götvað þá staðreynd að þörfum deyjandi sjúklinga var ekki sinnt sem skyldi. Saunders var öðluð fyrir störf sín og fékk þá nafnbótina Dame Cicely Saund- ers, en hún lést þann 14. júlí sl., 87 ára gömul. Hvað er líknarmeðferð? LÁGVÖRUVERÐSVERSLUNIN Krónan við Hvaleyrarbraut í Hafn- arfirði opnaði í gær stækkaða búð. Flatarmál verslunarinnar er nú yfir fimm hundruð fermetrar og hefur verslunin því stækkað um nánast helming. Vöruúrvalið hefur aukist umtalsvert, afgreiðslukössum hefur fjölgað, kælt grænmetistorg er kom- ið til sögunnar auk þess sem allt frysti- og kælipláss hefur margfald- ast, að sögn Árna Þórs Freysteins- sonar, rekstrarstjóra Krónubúð- anna. „Við réðumst í stækkunina fyrst og fremst vegna þess að búðin var lítil áður og réði ekki við umfangið lengur. Því þurftum við að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar með stærri, bjartari og flottari búð enda er það markmið okkar að gera búðirnar fallegri, bjartari og sam- keppnisfærari,“ segir Árni Þór. Alls eru Krónubúðirnar orðnar tólf á landinu öllu. Að sögn Árna Þórs er markmiðið það eitt að seilast í stærri sneið af matvörumark- aðnum með virkri verðsamkeppni við Bónus. „Við erum að slást við Bónus allan daginn, alla daga og hvikum ekkert frá því að svara sam- keppninni af fullum þunga.“ Opnunartími stækkaðrar Krónu- búðar í Hafnarfirði hefur verið lengdur um tvo tíma. Framvegis verður þar opið frá mánudegi til og með laugardegi kl. 11–21. Á sunnu- dögum verður opið kl. 12–21.  NEYTENDUR | Krónan við Hvaleyrarbraut Stækkuð um helming Morgunblaðið/RAX Árni Þór Freysteinsson, rekstrarstjóri Krónubúðanna, á nýju grænmet- istorgi Krónunnar við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. SÝNT hefur verið fram á með rannsóknum á mörg þúsund konum að líkurnar á að brjóstakrabba- mein taki sig upp að nýju innan fjögurra ára eru 50% minni hjá þeim konum sem fá lyfið herceptin strax eftir skurðaðgerð og í tengslum við aðra meðferð en hjá þeim sem ekki fá lyfið við sömu að- stæður. Niðurstöður herceptin- rannsóknanna birtust í The New England Journal of Medicine í vik- unni „Þetta eru kærkomnar fréttir fyrir konurnar og okkur læknana sem viljum bjóða þeim það besta sem völ er á,“ segir Sigurður Björnsson, yfirlæknir lyflækn- ingadeildar krabbameina á LSH. Niðurstöðurnar eru bylting- arkenndar en þær voru kynntar á þingi bandarísku krabbameins- læknasamtakanna í Orlando sl. vor og greinar um þær hafa nú birst í New England Journal of Medicine. Lyfið gagnast þeim konum sem greinast með brjóstakrabbamein þar sem ofurtjáning á svokölluðu HER2 kemur fram í krabbameins- frumunum, en lyfið ræðst gegn því. Fjórð- ungur kvenna sem grein- ast með brjósta- krabbamein eru með þessi sérkenni. Um 150 konur á Ís- landi greinast með brjóstakrabbamein á ári og þar af gætu allt að 35 notið góðs af þeirri nýjung að nota herceptin samhliða hefðbundinni meðferð. Á Íslandi hefur lyfið verið notað í um fjögur ár samkvæmt skráningu sem lyf til notkunar við þær aðstæður þegar brjóstakrabbameinið hefur tekið sig upp að nýju en ekki eins og í rannsóknunum þar sem það er not- að samhliða annarri meðferð frá byrjun. Slík notkun er nú í start- holunum á Íslandi, að sögn Sig- urðar. Lyfið er í hópi nýrra bein- skeyttra krabbameinslyfja sem hafa litlar aukaverkanir. Herceptin þarf þó að nota varlega ef um und- irliggjandi hjarta- sjúkdóma er að ræða þar sem hugsanlegt er að það geti veiklað hjarta- vöðvann, að sögn Sig- urðar. Samkvæmt rann- sóknunum gagnast best að gefa lyfið í a.m.k. eitt ár og helst vikulega. Slík lyfjagjöf kostar 2–3 milljónir á ári fyrir hvern einstakling. Ekki er hægt að búast við því að lyfið lækki í verði á næstu árum því lyfjafyr- irtæki þurfa að greiða niður þróun- arkostnað með háu útsöluverði á meðan þau hafa einkaleyfi á lyfj- um. Að mati Sigurðar er herceptin góður kostur og ákjósanlegt að nota það bæði sem hluta af fyrstu meðferð þegar við á og þegar krabbamein tekur sig upp að nýju til að auka batahorfur sem flestra kvenna sem fá brjóstakrabbamein.  HEILSA | Lyfið herceptin gegn brjóstakrabbameini Verður gefið frá upphafi meðferðar Sigurður Björnsson ÞVÍ meira sem börn horfa á sjón- varp, því þyngri verða þau sem fullorðin, skv. breskri rannsókn sem greint er frá á vefnum WebMD. Þetta ætti ekki að koma á óvart en ekki er hægt að kenna krökkunum um allt saman. Önnur rannsókn frá Bandaríkj- unum leiðir í ljós að börn sem horfa mikið á sjónvarp eiga for- eldra sem horfa of mikið á sjón- varp. Mælt er með því að börn horfi ekki lengur á sjónvarp en tvo tíma á dag og þá er átt við gæða- efni og eftir tveggja ára aldur. Ennfremur ættu börn ekki að hafa sjónvarp inni í herberginu sínu. Hins vegar horfir meðalbarn í Bandaríkjunum á sjónvarp í tvær og hálfa klst. á dag og 38% eyða yf- ir þremur tímum í sjónvarpsgláp á dag. 40% bandarískra barna fimm ára og yngri eru með sjónvarp í herberginu sínu.  RANNSÓKN | Sjónvarpsáhorf barna Börn draga dám af foreldrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.