Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yndisleg bók handa stelpum Emma og Alice fæddust á sama deginum og hafa verið vinkonur alla tíð síðan. Þær hittast á hverjum degi og eru harðákveðnar í að vera vinkonur að eilífu. En dag nokkurn uppgötvar Emma að Alice býr yfir mögnuðu leyndarmáli … Stórskemmtileg saga eftir metsöluhöfund bókanna Stelpur í stressi, Stelpur í stuði, Stelpur í strákaleit, Stelpur í sárum og Lóla Rós sem notið hafa gríðarlegra vinsælda. á aldrinum 9–13 ára www.jpv.is HINN heimsþekkti enski kylfingur, Nick Faldo, hefur verið ráðinn til þess að hanna golfvöll í Þorláks- höfn, sem áætlað er að taka í notk- un haustið 2008. Faldo er nú stadd- ur á Íslandi og ræddi við fjölmiðlamenn á Nordica hóteli í gær. Áætlaður stofnkostnaður við verkið er um 800 milljónir króna en einnig á að rísa þar úrvalsklúbbhús og öll aðstaða í kringum völlinn á að vera í hæsta gæðaflokki. Á fundinum kom fram að einka- hlutafélagið Golf ehf. hefði samið við fyrirtæki Faldos, Faldo design, um hönnun vallarins sem rísa á við hlið núverandi golfvallar í Þorláks- höfn. Talsmaður Golf ehf. er Mar- geir Vilhjálmsson, framkvæmdar- stjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Í máli hans kom fram að félagið hefði jafnframt samið við Sveitarfélagið Ölfus og eigendur Hraunstorfunnar í Ölfusi varðandi leigusamninga á landinu, auk þess sem MP fjárfest- ingarbanki myndi halda utan um fjárhagslegan þátt verkefnisins og laða að fjárfesta. Um er að ræða metnaðarfullt verkefni, en stefnt er að því að völlurinn verði á heims- mælikvarða þannig að sá möguleiki verði fyrir hendi að halda hér stór- mót á evrópskan mælikvarða. Faldo sagði á fundinum að verk- efnið væri mikil áskorun fyrir sig: ,,Þetta er afskaplega spennandi fyr- ir okkur því við þurfum að móta golfvöll úr landi sem er ólíkt öllu öðru sem við þekkjum. Möguleik- arnir eru óþrjótandi og ljóst að við þurfum að vanda okkur við upp- bygginguna.“ Miklir möguleikar Faldo sagði að miklir möguleikar væru fyrir hendi: ,,Aðstæðurnar sem um ræðir bjóða upp á gífurlega mikla möguleika, en strandvellir á borð við þennan eru ekki nema um 115-120 á heimsvísu. Auk þess er svartur sandur fyrir hendi, sem er mjög eftirsóknarvert, og því höfum við alla möguleika á því að hanna völl sem vakið gæti heimsathygli. Ég sé fyrir mér mikla litardýrð þar sem blandast saman grænt gras, gyllt strá, svartur sandur, blár him- inn og hvítir golfboltar. Veðurfarið er ekki sérstakt áhyggjuefni þar sem við erum að gera völl við sjáv- arsíðuna og þeir bera þess merki að vera í köldu loftslagi stóran hluta ársins,“ sagði Faldo. Nick Faldo hannar golfvöll á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Hönnuðurinn Nick Faldo. Eftir Kristján Jónsson DRÖG að nýrri viðbragðsáætlun Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH) voru kynnt sviðsstjórum, landlækni og sóttvarnalækni ásamt fleirum í gær. Áætlunin tekur til þriggja atburðaflokka. Það er hóp- slysa og hópveikinda, t.d. af völdum farsótta, eitrana og geislunar. Einn- ig vegna rekstrartengdrar vár, sem getur t.d. stafað af bruna, jarð- skjálfta og bilunum. Og loks ófyr- irséðra atburða sem geta valdið álagi á sjúkrahúsið. Áætlunin gerir ráð fyrir stigskiptingu í viðbragði sjúkrahússins og eru stigin fjögur eftir alvarleika atburðanna. Viðbragðsstjórn LSH var skipuð í mars 2004 og hófst strax und- irbúningur viðbragðsáætlunarinnar, sem nú er komin á lokastig. Ing- ólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna LSH, er formaður stjórnarinnar. Hann taldi að um- ræðan um HABL-vírusinn hafi ýtt undir stofnun viðbragðsstjórnarinn- ar. Nú séu þessi mál mikið í sviðs- ljósinu vegna umræðunnar um fuglaflensu. „Við höfum verið með hópslysa- áætlun en nú bætast við eitranir, geislavá og farsóttir í þessari nýju viðbragðsáætlun,“ sagði Ingólfur. „Einnig viðbrögð við bilun á sjúkra- húsinu sem getur valdið því að það verði ekki eins vel starfhæft. Þessi áætlun er sett upp eftir kerfi sem stundum er kölluð SÁBF, það er stjórnun, áætlanir, bjargir og fram- kvæmd. Það er í samræmi við áætl- anir Almannavarna.“ Áætlunin er mjög ýtarleg og nær til sjúkrahússins í heild, auk þess sem hver deild fær sinn verkþátta- lista og hver lykilstarfsmaður eða starfsmenn fá gátlista til að fara eftir verði gripið til áætlunarinnar. Þar kemur fram hvað starfsmað- urinn á að gera, hvað hann á að framkvæma, hverju hann á að stjórna og hvaða bjargir hann hefur til þess. Ingólfur sagði að tugir starfsmanna LSH hafi lagt hönd á plóginn við gerð áætlunarinnar. Stofnaðar voru vinnunefndir sér- fræðinga um viðbrögð sjúkrahúss- ins við hópslysum, eitrunum, far- sóttum, geislavá og rýmingu húsnæðis. „Út úr þessari vinnu fáum við einnig lista yfir hvað við þurfum að gera til að spítalinn verði enn betur í stakk búinn til að takast á við þessi verkefni,“ sagði Ingólfur. „Ef það kemur upp farsótt þá þarf að grípa til ákveðinna aðgerða, t.d. boða starfsfólk eftir gátlistum, yf- irfara hvaða sjúklingar geta útskrif- ast til að rýma fyrir nýjum, útbúa einangrunarrými, huga að loftræst- ingu o.fl. Komi upp eitrun eða geislaslys þá þarf t.d. að útbúa hreinsunargátt sem getur afkastað fjölda sjúklinga. Eins tekur áætl- unin á birgðahaldi ýmiss konar og hvaða búnað við þurfum að hafa til- tækan, svo sem lyf, mótefni, tæki og ýmsa rekstrarvöru.“ Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræð- ingur og fyrrverandi forstjóri Al- mannavarna, kom til liðs við við- bragðsstjórn LSH á liðnu vori. Sólveig gerði grein fyrir áætluninni á fundinum og þeim nýjungum sem í henni felast. Einnig því sem enn er óunnið. Starfsmenn LSH leggj- ast nú yfir drögin og eiga að skila athugasemdum sínum fyrir lok þessa mánaðar. Stefnt er að því að ljúka samningu áætlunarinnar um miðjan nóvember næstkomandi. Viðbragðsáætlun Land- spítala komin á lokastig Morgunblaðið/Árni Sæberg Lagðar eru línur fyrir viðbrögð við hópslysum í drögum að viðbragðsáætl- un Landspítalans. Myndin er tekin við æfingu hópslyss í Hvalfirði. GERT er ráð fyrir því að hátt í eitt þúsund manns taki þátt í þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Reykjavík, dag- ana 25. til 27. október nk. Búist er við að um fimmtíu blaðamenn frá öllum Norðurlöndunum muni fylgjast með þinginu. Rannveig Guðmundsdóttir, for- seti Norðurlandaráðs, segir mörg málefni liggja fyrir þinginu, þar á meðal málefni norðurskautsins og samstarf við Rússland. Einnig verður m.a. rætt um norræna nýsköpunar- og atvinnumálastefnu, flæði ólöglegs vinnuafls frá nýju Evr- ópusambandsríkjunum og man- sal. Þá er stefnt að því að taka ákvarðanir um skipulagsbreyt- ingar, m.a. um þær tillögur að fækka norrænum ráðherraráð- um úr átján í ellefu. Á þinginu tekur Noregur við formennsku í ráðherraráðinu af Dönum. Gert er ráð fyrir því að nýr forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg, muni í upp- hafi þingsins gera grein fyrir helstu áherslum Norðmanna á komandi ári. Þar á eftir fara fram þingumræður með þátt- töku allra norrænu forsætisráð- herranna. Rætt um málefni Færeyja Rannveig segir að málefni Færeyja, og ósk þeirra um að fá sjálfstæða aðild að Norður- landaráði, verði einnig tekin upp á fundi forsætisnefndar og for- sætisráðherra Norðurlandanna í næstu viku. Hún segir að ákvörðun í þessum efnum verði ekki tekin á þinginu, en það sé stórt skref að málið verði tekið upp við ráðherrana. Það skipti miklu fyrir Vestur-Norðurlöndin að við þessu máli verði hreyft. Þingið fer fram á Nordica Hóteli, en áður hefur það verið haldið í Háskólabíói og á Hótel Sögu. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík Búist við nær eitt þúsund þátttakendum HEITI sjónvarpsþáttaraðarinnar „Íslenski bachelorinn“, sem sýnd er á Skjá einum, verður ekki breytt þrátt fyrir að Íslensk málnefnd hafi gert athugasemd við notkun orðsins „bachelor“. Magnús Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Skjás eins, sagði of seint að breyta heiti þáttaraðar sem þegar væri byrjað að sýna. Hann sagði að með notkun enska orðsins „bachelor“ væri verið að tengja íslensku þættina við erlenda fyrirmynd þeirra, sem er vel þekkt hér á landi. Með því er farið að til- mælum í samningi við erlendan eiganda hugmyndarinnar og vöru- merkis þáttanna, „Bachelor“. Magnús benti á sambærilega nafn- gift þáttaraðarinnar „Idol – Stjörnuleit“ þar sem erlenda heitið tengdi íslenska þætti við erlenda. Í bréfi Íslenskrar málnefndar segir m.a. að nefndin hafi fengið „ábendingar um afleitt heiti á sjón- varpsþætti á Skjá einum, „Íslenski bachelorinn““. Harmar nefndin að sjónvarpsstöðin noti hráa ensku- slettu í heiti þáttarins og ekki verði betur séð en að enska orðið bache- lor eigi sér fullgilt íslenskt jafn- heiti, þ.e. piparsveinn. Magnúsi þykir piparsveinn ekki fullnægjandi samsvörun við „bachelor“. „Er ekki piparsveinn einhver sem ekki vill vera í sam- bandi,“ spurði Magnús. „Við vitum að þetta er ekki hinn fullkomni titill á þáttinn, en hyggjumst ekki breyta honum.“ Magnús sagði að Skjá einum hefðu ekki borist aðrar formlegar kvartanir vegna nafns þáttaraðarinnar en frá Íslenskri málnefnd. En hafa einhverjir kvartað óformlega? „Móðir mín,“ svaraði Magnús. „Bachelorinn“ verð- ur ekki piparsveinn Íslensk málnefnd gerir athugasemd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.