Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 27 MINNSTAÐUR Selfoss | Heilbrigðisstofnun Suð- urlands var sameinuð í eina stofn- un 1. september 2004 og nær yfir allar heilsugæslustöðvar á Suður- landi, Heilbrigðisstofnunina á Sel- fossi með sjúkrahúsið þar og Rétt- argeðdeildina á Sogni í Ölfusi. Heildarfjöldi íbúa á svæðinu sem hin nýja stofnun nær yfir er ríf- lega 18 þúsund. Nýlega kom út ársskýrsla fyrir Heilbrigðisstofn- unina á Selfossi fyrir árið 2004 en fyrir sameiningu náði hún yfir starfsemi heilsugæslunnar á Sel- fossi, Sjúkrahúsið á Selfossi og Réttargeðdeildina á Sogni. Í skýrslunni kemur fram mikill fróð- leikur um starfsemi stofnunarinn- ar og hversu umfangsmikil sú starfsemi er. Þar gera stjórnend- ur, framkvæmdastjóri og forstöðu- menn deilda grein fyrir starfinu og þeim áhersluþáttum sem nauðsyn- legt er að líta til í náinni framtíð svo koma megi til móts við þarfir íbúa á Suðurlandi. Í skýrslunni koma fram ýmsar athyglisverðar tölur fyrir árið 2004. Hjá stofnuninni störfuðu 330 launamenn. 300 sjúklingar voru innritaðir á sjúkrahúsið, legudagar voru 18.500, nýtingin á Réttargeð- deildinni á Sogni var yfir 100%, samskipti við heilsugæslustöðina voru 70.200. Það voru gerðar 63.500 þvag- og blóðrannsóknir á árinu og 5.300 ómskoðanir og rönt- genrannsóknir, rúmlega 1.500 skoðanir voru gerðar í mæðra- skoðun og 460 sónarskoðanir. Það fæddust 147 börn á árinu sem er svipað og undanfarin 3 ár. Samskipti heimahjúkrunar við sjúklinga voru 3.400 og það voru gerðar 950 skurðaðgerðir á sjúkra- húsinu auk 350 blöðru- maga- og ristilspeglana. Um 1.700 komur voru til háls-, nef- og eyrnalæknis. Lyfjakostnaður lækkaði úr 33 í 26,7 milljónir. Sjúkraflutninga- menn fóru í 250 ferðir með sjúk- linga og eldhús sjúkrahússins framreiddi 70 þúsund máltíðir og þvegin voru 113 tonn af þvotti á sjúkrahúsinu. Í skýrslunni kemur einnig fram að góð tengsl eru við íbúa á Suður- landi og að þeir bera hag stofn- unarinnar fyrir brjósti. Þetta kem- ur fram í mörgum góðum gjöfum sem félagasamtök og einstaklingar færa stofnuninni. Á árinu 2004 fékk heilbrigðisstofnunin á Sel- fossi gjafir að verðmæti 8,3 millj- ónir króna. Aðrar stofnanir, heilsugæslustöðvar, Hsu hafa fengið merkar gjafir en í skýrsl- unni kemur fram að sú stefna hafi verið mörkuð að þær haldi sínum sjóðum til ráðstöfunar. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjölþætt starfsemi 2004 og rausnarleg- ar gjafir ÁRBORG Selfoss | Fyrstu íbúðirnar í fjölbýlis- húsi fyrir eldra fólk við Árveg á Sel- fossi voru afhentar um síðustu helgi. Húsið er eitt stærsta íbúðarhús á Suðurlandi, 5 þúsund fermetrar að stærð, með 47 íbúðum, auk sam- komusalar og bílageymslu. Það er Ljósaborg sem á húsið en aðaleigandi þess er Guðjón Sigfússon verkfræð- ingur. Að sögn Guðjóns munu íbúar hússins ákveða hvort það verður nafn hússins. Fyrst til að fá lykla afhenta voru systkinin frá Uppsölum í Hraungerð- ishreppi, Jóna Sigurbjörnsdóttir og Guðjón Sigurbjörnsson, en þau voru fyrst til að festa kaup á íbúð í húsinu. Fyrsta daginn voru afhentir lyklar að 30 íbúðum en íbúar annarra íbúða flytja inn á næstu dögum. Um 60% íbúa hússins eru frá Selfossi, 20% annarstaðar af Suðurlandi og 20% koma af höfuðborgarsvæðinu. Húsið er hið vandaðasta að gerð og með gott aðgengi fyrir fatlaða og séð er fyrir þörfum eldra fólks. Hljóðein- angrun er óvenju mikil og styrkur hússins mjög góður með tilliti til jarð- skjálfta. Guðjón frá Uppsölum sagði við af- hendingu lykilsins að hann myndi eft- ir því þegar á Selfossi voru eingöngu 6 hús. Uppbyggingin hefði hafist fyrir alvöru með tilkomu Kaupfélags Ár- nesinga og Mjólkurbús Flóamanna. Síðar hefði Sláturfélagið komið og byggðin vaxið hratt. Þau systkinin seldu jörðina sem er í næsta nágrenni við Selfoss, til bónda í Hraungerð- ishreppi. Guðjón Sigfússon og faðir hans Sigfús Kristinsson eru með áform um frekari uppbyggingu sunnan við fjöl- býlishúsið, við Austurveg og síðan hafa þeir skipulagt íbúðasvæði upp með Ölfusá þar sem útsýni er mjög fallegt og gera má ráð fyrir að verði eftirsótt þegar til kemur og skipulag hefur verið staðfest en mikil eft- irspurn er eftir íbúðalóðum á Selfossi en engar lóðir að fá, hvorki hjá sveit- arfélaginu né á skipulögðum svæðum einkaaðila. Flutt inn í 5 þúsund fermetra fjölbýlishús á Selfossi Guðjón Sigfússon afhendir Jónu Sigurbjörnsdóttur og Guðjóni bróður hennar lyklana að íbúðinni í Ljósuborg við Árveg á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.