Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 44

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 44
44 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FEMÍNISMI hefur átt hug minn allan í allnokkur ár. Það að konur og karlar eigi skilið sömu tækifæri, sömu laun og sömu réttindi í lífinu eru ekkert nema blákaldar staðreyndir í mínum augum. Þessu eru flestir sammála í okkar samfélagi og telja um 80% þjóðarinnar að jafnrétti ríki á Íslandi. Þrátt fyrir það er það svo að konur hafa ein- ungis um 65% af tekjum karla. Því er ljóst að það ríkir ekki jafnrétti hér á landi og við í ungliðahópi Fem- ínistafélags Íslands erum ein- staklega meðvituð um þá staðreynd. Eftir að hafa rætt þetta fram og aftur á fundum þá komum við að lausn á málinu. Frábært! Við sáum að þegar við notum sömu mynt og karlmenn erum við að draga upp villandi mynd af íslensku samfélagi í dag. Okkur datt því í hug að skapa nýja mynt; krónu konunnar. Hún lítur að mestu leyti út eins og sú króna sem allir Íslendingar nota í dag, nema hún er ekki heil. Í hana vantar 35%. Þegar konur byrja svo að nota þessa mynt er loksins því óréttlæti sem felst í launamisrétti kynjanna eytt. Vissulega borgum við jafnmargar krónur og karlmenn fyrir hvern mjólkurpott en okkar krónur hafa minna vægi. Vissulega virðist þetta vera frá- leit hugmynd í fyrstu en þar sem launamis- rétti hefur enn ekki verið eytt og við innan áðurnefnds ungliða- hóps teljum að það muni ekki gerast áður en við sjálfar komumst á vinnumarkaðinn nema með róttækum aðgerðum. Þetta rökstyðjum við með því að hver einasta kynslóð kvenna síðan 1975 hefur haldið að jafnrétti á þessu sviði muni nást áð- ur en dætur þeirra fari á vinnu- markaðinn. Því miður voru bankarnir ekki á því að þetta væri framkvæmanleg hugmynd en vegna þess hversu áhrifamikil hún er gátum við ekki sleppt henni svo auðveldlega. Þar af leiðandi munum við gefa þetta form krónunnar út sem barmmerki og að sjálfsögðu munum við selja konum þau á 65 krónur en körlum á 100 krónur. Með því að skarta þessu barmmerki erum við að segja að launamisrétti á milli kynjanna sé ekki ásættanlegt. Því miður er eitt barmmerki samt ekki nóg til þess að láta þessum 80% þjóðarinnar snúast hugur og sjá að það ríkir ekki jafnrétti á Ís- landi. Þess vegna ættu allar konur að hætta vinnu klukkan 14:08 þann 24. október því ef konur fengju sömu laun á tíma og karlar væru þær þá búnar að vinna sér inn sín dagslaun. Síðan skulum við öll, bæði konur og karlar, mæta á Ingólfs- torg klukkan 16.00 sama dag og sýna í verki að við munum ekki þola launamismun kynjanna lengur. Króna konunnar Eftir Rakel Adolphsdóttur ’…munum við gefaþetta form krónunnar út sem barmmerki og að sjálfsögðu munum við selja konum þau á 65 krónur en körlum á 100 krónur.‘ Rakel Adolphsdóttir Höfundur er nemi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Kvennafrídagurinn ÉG TÓK virkan þátt í baráttudegi kvenna hinn 24. október árið 1975. Saug í mig stemmninguna og bar- áttuandann sem vissulega einkenndi þennan dag. Þá starfaði ég á skrif- stofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og það truflaði lítið karlana á skrifstof- unni að við kvenfólkið skyldum ganga út, ég held bara að þeim hafi fundist þetta nokkuð skemmtileg til- breyting! Síðan eru liðin 30 ár. Í dag er ég menntaður sjúkraliði og starfa sem slík á sambýli fyrir einstaklinga með minnissjúkdóma. Hvað geri ég og vinnufélagar mín- ir, sem allt eru konur, hinn 24. októ- ber 2005? Getum við gengið út og tekið virkan þátt í „hátíðahöldunum“ sem verða til að minnast baráttu- dagsins fyrir 30 árum? Hvað gerðu konur í umönn- unarstörfum hinn 24. október 1975? Ég efast ekki um að þær sem voru á vakt þennan dag hafi bara unnið sín störf, því það var enginn tiltækur, til að leysa þær af, nema starfssystur þeirra og kannski í einhverjum til- fellum dætur skjólstæðinga þeirra! Það er viðurkennd staðreynd að umönnunarstörf eru vanmetnustu störf samfélagsins og þessum störf- um er að stærstum hluta sinnt af ófaglærðum yndislegum konum. Það fæst ekki starfsfólk til að vinna umönnunarstörf á hjúkrunarheim- ilum eða elliheimilum og ekki heldur til að sinna yngstu kynslóðinni á leik- skólunum eða á dagvistarheimilum vegna lélegra launa. Það er skamm- arleg staðreynd í velferðarþjóðfélagi. Um er að ræða stórar kvennastéttir þar sem karlar vinna að jafnaði ekki sambærileg störf. Til þess að kjör láglaunakvenna við umönnunarstörf á elliheimilum, grunn- og leikskólum, sjúkrastofnunum og víðar taki nauðsyn- legum breytingum þarf að verða til op- inber og viðurkennd neysluviðmiðun hér- lendis, svipað og ger- ist á hinum Norð- urlöndunum. Með þeim hætti eru kjör skilgreind sem duga eiga til lág- marksframfærslu eins og Harpa Njáls félagsfræðingur benti á í bók sinni Fátækt á Íslandi (2003). Það hlýtur að fara að verða viðurkennd staðreynd að það að „plástra“ hlut- ina, þegar allt er komið í óefni í launamálum hinna lægstlaunuðu, er ekki lausn á málinu. Opinber og við- urkenndur framfærslugrunnur hlýt- ur að þurfa að koma til og verða end- urskoðaður með reglulegu millibili, t.d. við gerð kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði. Það hlýtur að vera jafnréttismarkmið að allir hafi möguleika á að framfleyta sér og sínum með mannsæmandi hætti! En aftur að þessum baráttudegi kvenna þar sem m.a. launamisrétti kynjanna verður mótmælt. Dag- urinn á svo sannarlega rétt á sér, því vekja verð- ur landann til umhugs- unar um ástandið eins og það er. En góðu systur, hugsið til þeirra kvenna, sem alls ekki geta komið og tekið þátt í deginum með ykkur þótt þær flestar vildu. Starfsfólk heilbrigð- isstofnana gengur ekki út af sínum vinnustað þennan dag, því þar er enginn til að leysa það af og við getum ekki komið þannig fram við skjólstæðinga okkar. Leikskólum ætti frekar að vera hægt að loka og starfsfólk gæti gengið út, því sú ánægjulega hugarfarsbreyting hefur orðið á síðustu 30 árum að sjálfsagt þykir að pabbarnir geti bara sótt börnin sín og verið með þeim þennan dagpart, sem um ræðir. Starfsfólk heilbrigðisstofnana á vakt hinn 24. október 2005 verður örugglega með ykkur í anda! Áfram stelpur! Áfram allar stelpur Sigrún Jónsdóttir fjallar um kvennafrídag og launamisrétti ’Það hlýtur að verajafnréttismarkmið að allir hafi möguleika á að framfleyta sér og sínum með mannsæmandi hætti.‘ Sigrún Jónsdóttir Höfundur er sjúkraliði og situr í jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar. SÚ VAR tíðin að frá Norðurlönd- unum komu ferskir vindar inn í al- þjóðastjórnmálin. Svíar voru þar í fararbroddi og um alllangt skeið stóð Olov Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, í stafni þegar gagnrýnin alþjóðaumræða var annars vegar. Enda þótt stjórnarráðin á hinum Norðurlöndunum væru oft býsna íhaldssöm er óhætt að segja að á Norðurlöndunum öll- um hafi um tíma ver- ið gróskumikil og gagnrýnin umræða um alþjóðastjórnmál. Þetta er liðin tíð. Sannast sagna rak mig í rogastans þeg- ar ég las grein sem utanríkisráðherrar allra Norður- landanna sendu frá sér í sameiningu og birtist í norrænum blöðum 22. júní sl. Tilefnið var ráðstefna sem þá var haldin í Brussel um Írak og var fyrirsögn grein- arinnar Skilaboð Norðurlanda til Íraksráðstefnu. Mjög erfitt er að átta sig á hver þessi skilaboð áttu að vera að öðru leyti en því að utanríkisráðherr- arnir vonuðust til að Írakar fengju að búa við frið og öryggi, njóta mannréttinda og lifa án fátæktar og kúgunar. Hljómar vel. En síðan þeg- ar farið er að rýna í textann kemur í ljós að þessi orðsending frá norrænu utanríkisráðherrunum er lítið annað en réttlæting á innrásinni í Írak og stuðningur við sögutúlkanir Bush- stjórnarinnar bandarísku. Svona er andstaðan við hernáms- liðið afgreidd: „Öfl hryðjuverka og ótta ógna nú lýðræðisþróuninni. Fyrir þessum öflum fer sundurleitur hópur manna, allt frá ótíndum glæpamönnum, þjóðernissinnuðum uppreisnarmönnum og fylg- ismönnum Saddams Husseins, til hópa sem eru innblásnir af trúarlegu ofstæki og sækja sumir hverjir stuðning erlendis frá …“ Vissulega er það svo, að við hatursfullar að- stæður og ofbeldi er hætt við því að fram á sjónarsviðið komi öfgafullt fólk sem fær hljómgrunn sem það ella ekki fengi. Þrátt fyrir þetta hlýt- ur þeim sem til þekkja og fylgst hafa með atburðarásinni í Írak að vera ljóst hverslags einföldun fram- angreind staðhæfing er. Hvernig skyldu stríðsglæpum inn- rásarherjanna vera gerð skil, fjölda- morðunum í Fallujah, pyntingunum í Abu Ghraib eða öðrum fangelsum, í þessari grein norrænu utanrík- isráðherranna? Hvað með bænaskjöl og áskoranir frá bæjarstjórnum og verkalýðshreyfingu til Sameinuðu þjóðanna og umheimsins almennt, vegna mannréttindabrota af hálfu innrásarhersins? Hvað með stór- fellda eyðileggingu á fornminjum og menning- arverðmætum, sem ný- lega var gerð grein fyrir í skýrslu frá British Mus- eum? Ekki eitt aukatekið orð. Utanríkisráðherrar Norðurlandanna sem í sameiningu skrifa grein um þetta mesta hitamál okkar samtíðar hafa ekk- ert um stríðsglæpi, pynt- ingar og mannréttinda- brot innrásarherjanna að segja. Ekkert. Um þjáningar Íraka á undanförnum árum segja þau Per Stig Möll- er, Erkki Tuomioja, Dav- íð Oddsson, Jan Peter- sen og Laila Freivalds: „Íraska þjóðin hefur þjáðst nóg síðustu tutt- ugu árin – á meðn stríðið við Íran stóð, undir blý- þungu oki Saddams Husseins, á árum fá- tæktar og nú við erfitt öryggisástand …“ Hver eru „ár fátækt- ar“ sem hér er vísað til? Skyldu það vera árin sem Írak var haldið í heljargreipum efna- hagsþvingana, svo viðbjóðslegra að nær allir yfirmenn mannúðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem störfuðu í landinu á þessum árum, sögðu af sér, því þeir töldu augljóst að alþjóða- samfélagið væri að fremja stórfelld mannréttindabrot, sem auk þess brytu í bága við alþjóðasamninga, Genfarsáttmálann og viðauka hans? Á tímum viðskiptabannsins heyrðust aldrei, svo eftir væri tekið, hugleið- ingar frá utanríkisráðherrum Norð- urlandanna um þrengingar fátækrar þjóðar af völdum þessara þvingana. Í sameiginlegri grein þeirra nú er ekki eitt aukatekið orð um ábyrgð okkar. Hvílík niðurlæging! Og þetta á að vera skrifað í okkar nafni! Spyrja má í hvaða heimi utanrík- isráðherrar lifa sem „fagna lokum hernáms“ Bandaríkjamanna, sem nýlega hafa tilkynnt að þeir hyggist ekki fækka í herliði sínu í Írak næstu fjögur árin? Í niðurlagi greinarinnar er beðið um aðstoð Írökum til handa – nú þurfi „mikið fjármagn“, segja utan- ríkisráðherrarnir. Norðurlandaþjóðirnar aðstoða Írak best að mínu mati með því að krefjast brottflutnings innrásarherj- anna og að tafarlaust verði endi bundinn á pyntingar og önnur mann- réttindabrot í landinu. Varðandi efnahagsaðstoð, þá er Írak án vafa eitt auðugasta land veraldar af nátt- úruauðæfum. Þess vegna er landið nú hersetið. Þess vegna var það ný- lenda fyrr á tíð og síðar leiksoppur olíuauðhringa. Fái íraska þjóðin að nýta olíuauðæfi sín sjálf þurfa hvorki Íslendingar, Danir, Norðmenn, Finnar né Svíar að rétta þeim hjálp- arhönd. Spurningin er hvort núver- andi ríkisstjórnir Norðurlandanna þurfi ekki að endurskoða afstöðu sína til alþjóðastjórnmála og móta sér sjálfstæða stefnu í stað þess að fylgja Bush-stjórninni bandarísku nær gagnrýnislaust að málum. Slíkt myndi óneitanlega hressa upp á sjálfsvirðinguna. Þessi grein er einnig send til birt- ingar í fjölmiðlum á hinum Norð- urlöndunum. Margir ráðherrar um smáa grein Ögmundur Jónasson fjallar um alþjóðastjórnmál Ögmundur Jónasson ’Varðandi efna-hagsaðstoð, þá er Írak án vafa eitt auðugasta land veraldar af náttúruauðæf- um. Þess vegna er landið nú hersetið.‘ Höfundur er formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Á ÍSLANDI hefur jafnréttismálum kynjanna fleygt fram á undanförnum ára- tugum og ber að þakka óeigingjarnt starf fjölda samtaka sem hafa látið sig málið skipta. Fjölda- hreyfingar fylltu miðbæ Reykjavíkur og stóðu að stofnun stjórn- málaflokks sem síðar hafði áhrif á stefnu annarra flokka. Landinn lærði um launamisrétti, misrétti í stöðuveitingum, mæðrahyggju og stöðu einstæðra mæðra svo eitthvað sé nefnt. Gífurlegur árangur hefur náðst. Fyrir hönd dætra minna er ég þakklátur. Undanfarin misseri hefur verið vaxandi umræða á öllum Norð- urlöndunum um stöðu feðra sem ekki búa með börnum sínum. Margt hefur áunnist og öruggt að almennt hafa fráskildir feður tekið meiri ábyrgð á umönnun og velgengni barna sinna en áður tíðkaðist. Hlutirnir eru að þokast í rétta átt en víða er pottur brotinn í viðhorfum almennings og hins opinbera. Við- horf eru enn í gildi þar sem trúverðugleiki feðra til aukinnar ábyrgðar er dreginn í efa. Þegar deilur koma upp um forsjármál, umgengni eða fjármál er stutt í gamlar kreddur og upplifa feður gamaldags viðhorf og að hluta til úrelt lagaumhverfi. Tekist er á við stjórnsýslu sem oftar en ekki er mönnuð konum sem litaðar eru af fyrri baráttu kvenna til aukinna réttinda. Meðan feðraorlof er tal- andi dæmi um nútímann er stutt síðan að úrskurður stjórnsýslunnar féll, þar sem áhugi föður til að fylgjast með fótbolta í sjónvarpi var notaður gegn honum í forsjárdeilu! Félag ábyrgra feðra er virkt fé- lag með rödd í réttindabaráttu feðra. Félagið á bræðrafélög á öll- um Norðurlöndum sem eru ört vax- andi og eru þessi mál víðast hvar í mikilli endurskoðun. Ég vil biðla til feðra almennt um að kynna sér málstaðinn á heimasíðu félagsins: abyrgirfedur.is og gerast meðlimir í félaginu gegn greiðslu hóflegs árs- gjalds, sem er 2.900 krónur. Jafn- ræði foreldra og réttur barna til þeirra beggja er jafnréttisbarátta sem vert er að leggja lið. Fjöldahreyfing um réttindi og aukna ábyrgð feðra Lúðvík Börkur Jónsson fjallar um jafnréttismál Lúðvík Börkur Jónsson ’Margt hefur áunnistog öruggt að almennt hafa fráskildir feður tekið meiri ábyrgð á umönnun og velgengni barna sinna en áður tíðkaðist.‘ Höfundur er stjórnarmaður í Félagi ábyrgra feðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.