Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 45
UMRÆÐAN
Skóverslun - Kringlunni
Sími 553 2888
www.skor.is
Teg. 35871
Stærðir 36-41.
Litir: Svart, og koníak.
Verð 16.995.
Teg. 1731
Stærðir 36-41.
Litir: Svartur
Verð 19.900.
Teg. 17F 13
Stærðir 36-41.
Litir: Svart, brúnt
og koníak
Verð 16.995.
Teg. 10092
Stærðir 36-41.
Litir: Svart, brúnt
og koníak
Verð 12.995.
Teg. 33053
Stærðir 36-41.
Litir: Svart og brúnt.
Verð 16.995.
Leðurstígvél
Mikið úrval
Í DAG, 22. október, er alþjóð-
legur upplýsingadagur
um stam og á vefnum
er í gangi ráðstefna af
því tilefni, sem er að-
gengileg frá
www.stam.is.
Talið er að um einn
af hundraði manna
stami. Það ættu því
nærri 3.000 Íslend-
ingar að stama. Þrátt
fyrir þetta verðum við
sjaldan vör við fólk
sem stamar. Hvers
vegna skyldi það vera?
Stama ef til vill færri á
Íslandi en annars stað-
ar? Samkvæmt rann-
sóknum er enginn
munur á þjóðfélögum
eða tungumálasvæðum.
Um eitt prósent fólks
stamar.
Hvers vegna heyrum
við svona sjaldan í fólki
sem stamar? Ég tel að
ástæðan sé sú að fólk
sem stamar forðast fram í rauðan
dauðann að tala. Við erum hrædd
um að festast og koma ekki upp
orði. Við jafnvel vitum að við mun-
um tafsa á þriðja hverju atkvæði,
festast í upphafi flestra orða og
kreista afganginn út með tilheyr-
andi grettum og annarlegum svip-
brigðum. Það sjá allir að þegar
svona bagalega gengur að koma frá
sér orðunum hlýtur fólk að hafa sig
minna í frammi en annars væri.
Þrátt fyrir að lífið sé svona hjá
sumum sem ég þekki er samt von.
Vonin felst í tvennu: Í fyrsta lagi að
fara í talþjálfun og í öðru lagi að
sækja félagslegan stuðning hjá öðr-
um sem stama í gegnum Mál-
björgu.
Það er augljóst að þeir sem
stama þannig að það háir þeim í
samskiptum, bæði félagslega og á
annan hátt, ættu að sækja sér að-
stoð hjá talmeinafræðingi sem sinn-
ir stami. Og þótt manni líki ekki við
fyrsta talmeinafræðinginn sem
maður talar við eru til fleiri. Skrá
yfir talmeinafræðinga sem sinna
stami er að finna á www.stam.is.
Félagslegi þátturinn verður seint
ofmetinn. Mjög margir þeirra sem
stama búa við einhverja og stund-
um mjög mikla félagslega ein-
angrun. Þess vegna ættu þeir sem
stama að leita félagslegrar hvatn-
ingar og stuðnings með Málbjörgu
og félögum. Koma sér smám saman
út úr einangruninni í góðum hópi
traustra stuðningsmanna og jafn-
ingja.
Málbjörg mun í vetur standa fyr-
ir stamspjalli í þessu augnamiði.
Upplýsingar um stamspjallið verða
á vef félagsins. Einnig er hægt að
skrá sig á netfangalista félagsins
með því að senda ósk
um það til malbjorg-
@stam.is. Félagslega
einangrunin er að
mínu mati það sem
þarf að skoða og ráða
bót á. Í þeim anda hef-
ur Málbjörg nú stofn-
að til samstarfs við
þrjá háskóla, þ.e. Há-
skóla Íslands, Kenn-
araháskólann og Há-
skólann á Akureyri,
um að styrkja höfunda
lokaritgerða sem fjalla
um stam. Verða þessir
styrkir veittir í fyrsta
sinn að vori ef sótt
verður um styrki til
áhugaverðra lokarit-
gerða. Hér með eru
nemendur í kennslu-
fræði og félagsfræði
framangreindra skóla
hvattir til að skrifa
lokaritgerðir tengdar
stami og sækja um
styrk til verkefnisins.
Björn Tryggvason fjallar um
vandamál þeirra sem stama og
úrbætur í þeim efnum
Björn Tryggvason
’Félagslegaeinangrunin er
að mínu mati
það sem þarf að
skoða og ráða
bót á.‘
Höfundur er formaður Málbjargar,
félags um stam. – btrygg@stam.is.
Hvernig er það,
stamar enginn? –
Tala allir reip-
rennandi?
ÞEGAR þetta geðorð kemur upp
í huga minn þá hugsa ég um það
hversu hreyfing er
mikilvæg fyrir okkur
öll, því hreyfingin ein
og sér veitir okkur út-
rás frá amstri dagsins
í dag. Að taka nokkr-
ar mínútur á dag í að
hreyfa sig léttir lund-
ina því að á meðan
getum við unnið í okk-
ur sjálfum. Með göng-
unni í sumar hringinn
í kringum Ísland vor-
um við einmitt að
segja það að flestir ef
ekki allir geti hreyft
sig á einhvern hátt
þ.e.a.s. miðað við getu
einstaklingsins. Nú er
ég ekki að biðja um að
allir taki sig til og
gangi hringinn, ég er
einfaldlega að segja
að ef þig langar til að láta þér líða
betur þá skaltu hafa 5. geðorðið
hugfast en mundu að Róm var ekki
byggð á einum degi. Þannig að smá
hreyfing alla daga veitir þér sem
einstaklingi meira og meira þrek.
Gefðu sjálfum þér bara tíma.
Þetta geðorð er búið að sanna
gildi sitt fyrir mér vegna þess að
með hreyfingunni hef ég tekið eftir
því að ég er meira tilbúinn að tak-
ast á við daginn eins og hann kem-
ur fyrir. Hreyfingin ein og sér hef-
ur bjargað lífi mínu. Hún hefur
kennt mér það að ég sem ein-
staklingur er ekkert öðruvísi en
hver annar með væntingar og getu
til lífsins. Því að mitt
mottó er „aldrei að gef-
ast upp“ Ef ég hefði
setið alla daga og ekki
viljað gera neitt fyrir
sjálfan mig þá veit ég
alveg hvar ég stæði;
hún hefur hjálpað mér
til víðsýni.
Þetta geðorð getur
hjálpað manni á svo
margan hátt, t.d. segir
það manni að ekkert
kemur af sjálfu sér, og
ef við viljum láta okkur
líða vel þá er hreyfing
það besta sem völ er á.
Það er gott að setja sér
raunhæf markmið og
enn betra að fylgja
þeim eftir. Við hvert
markmið sem maður
vinnur að og nær, þá
eflir það sjálfstraustið sem um leið
eykur vellíðan og maður verður all-
ur léttari í hreyfingum. Hreyfing
styrkir líkamann og eykur þol. Þess
vegna segi ég í staðinn fyrir „góð
íþrótt gulli betri“ „góð hreyfing
göfgar hvern mann“. Og eitt að lok-
um: stærstu sigrarnir vinnast skref
fyrir skref.
Hreyfðu þig
daglega, það
léttir lundina
Bjarki Birgisson skrifar um
geðorð nr. 5
Bjarki Birgisson
’Hreyfingin einog sér hefur
bjargað lífi
mínu.‘
Höfundur er göngugarpur og
fyrrverandi afreksmaður í sundi.
Eggert B. Ólafsson: Vega-
gerðin hafnar hagstæðasta til-
boði í flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan siðblind-
an mann fyrri tíma má nefna
Rockefeller sem Hare telur
einn spilltasta mógúl spilltustu
tíma …
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
PRÓFKJÖR
Páll Gíslason læknir styður
Vilhjálm G. Vilhjálmsson.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar