Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.10.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING „ÞAÐ sem aldrei er rætt virðist ekki vera til,“ segir Thelma Ásdísardóttir á blaðsíðu 215 í frásögn sinni af kyn- ferðisofbeldi sem hún og systur hennar fjórar þurftu að þola af hendi föður síns og fleiri barnaníðinga alla sína barnæsku og fram á unglingsár. Nú hefur Thelma rofið þögnina með afgerandi hætti og bókin sem hefur að geyma frásögn hennar, skráða af Gerði Kristnýju, hefur þegar valdið stormi í íslenskri samfélagsumræðu. Vonandi mun það ekki reynast stormur í vatnsglasi heldur leiða til varanlegra breytinga á málefnum þolenda kynferðisofbeldis og stöðu þeirra gagnvart réttarkerfinu jafnt sem almenningsálitinu. Bókin hefur alla burði til þess; frásögn Thelmu er hreinskilin og áhrifarík og texti Gerðar Kristnýjar er einkar læsileg- ur og bókin í heild mjög vel upp byggð. En það sem skiptir kannski mestu máli er sú staðreynd að hér er ekki dregin upp svarthvít mynd af of- beldismanni og fórnarlömbum hans, heldur tekst þeim Thelmu og Gerði Kristnýju að draga upp mynd sem er full af blæbrigð- um og sýnir les- endum hversu óendanlega flókin tilfinningatengsl geta verið á milli misnotaðra barna og sjúkra feðra þeirra. Það var skynsamlegt af Thelmu að fá reyndan rithöfund á borð við Gerði Kristnýju til að skrá frásögn sína, því Gerður ljær henni stíl sem er fyrst og fremst einfaldur og skýr en jafn- framt skáldlegur þar sem slíkt á við. Vissulega er sú mynd sem Thelma dregur upp af föður sínum hreint út sagt skelfileg og allt að því óskilj- anleg þeim sem ekki hafa reynslu af slíkum málum. Siðblindan og grimmdin sem hann sýnir dætrum sínum virðist benda til þess að geð- læknirinn sem úrskurðaði hann geð- villtan (psychopat) hafi haft á réttu að standa. En Thelma lýsir mörgum öðrum hliðum föður síns: Hún lýsir loftkastalasmiðnum og draum- óramanninum sem dreymdi um frægð og frama en nennti aldrei að leggja neitt á sig; hún lýsir alkóhól- ista og ofbeldismanni sem var svo mikið jólabarn að hann fór í bindindi bæði á áfengi og ofbeldi yfir hátíðir og jós gjöfum yfir dætur sínar; hún lýsir manni með sjúklega drottn- unargirni; hún lýsir manni sem varð sem átta ára drengur fyrir hrotta- legri nauðgun og tvisvar síðar á ung- lingsaldri; og hún lýsir förnum, brjóstumkennanlegum manni, dauð- vona af ólifnaði og krabbameini. Eins og mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum síðan bókin kom út eru það ekki bara afhjúpanirnar á hinu óhugnanlega ofbeldi sem vekja óhug heldur ekki síður sú nöturlega stað- reynd að enginn gat komið stúlku- börnunum og móður þeirra til hjálp- ar þótt það væri á margra vitorði hvað var á seyði innan veggja heim- ilisins. Ef þessi bók verður til þess að vekja fólk til vitundar um samfélags- lega ábyrgð þeirra gagnvart öllum börnum og velferð þeirra er til mikils unnið. Þótt bókin beri titilinn Myndin af pabba er satt að segja önnur og mun áhrifaríkari mynd sem einnig teikn- ast upp í verkinu og það er myndin af Thelmu sjálfri. Frásögn Thelmu er kannski lokapunkturinn á margra ára ferli sem hófst þegar hún steig sín fyrstu spor inn fyrir veggi Stíga- móta. Hroðaleg er lýsing hennar á því hvernig hægt er að brjóta niður barn þannig að það fyllist sjálfsfyr- irlitningu, sjálfseyðingarhvöt og sjálfshatri sem lamar einstaklinginn til frambúðar ef ekkert er að gert. Heiðarleg er lýsing hennar á hægum batanum eftir að hún komst í kynni við Stígamótakonur. Aðdáunarverð er lýsing hennar á því hvernig hún lærir smám saman að byggja upp sjálfsmynd sína og skoða fortíðina með öllum hennar skelfingum af yf- irvegun og þroska – og kannski er það eftirminnilegasta mynd bók- arinnar: Myndin af Thelmu eins og hún er í dag: Hamingjusöm móðir, hugrökk og stolt kona: Kona ársins. Myndin af Thelmu BÆKUR Endurminningar Gerður Kristný. Vaka-Helgafell 2005, 232 bls. Myndin af pabba. Saga Thelmu Soffía Auður Birgisdóttir Gerður Kristný segir hún og segir hreyfingar verks- ins minna dálítið á hreyfingar velti- dúkkna, hinna gömlu leikfanga. „Nema að verkið vaggar aldrei mjög mikið – það er að segja nema þegar Vesúvíus tekur sig til,“ segir hún og hlær. Kringlan mun standa á stórri plötu úr grágrýti, sem á eru greypt nöfn allra virkra eldfjalla á jörðinni á sögu- legum tíma, sem eru nokkur hundruð og þar af nokkur íslensk. „Ég er að vinna með þá hugmyndafræði að jörðin sé ein heild, ein vera, og að eld- virknin sé eitt heildstætt kerfi þótt VERK eftir myndlistarmanninn Rúrí verður sett upp í nýju skúlptúrsafni á Ítalíu, Creator Vesevo, sem opnað verður hinn 29. október næstkom- andi. Safnið stendur úti undir berum himni í hlíðum eldfjallsins Vesúvíus- ar, í útjaðri borgarinnar Ercolano sem er nágrannaborg hinnar fornu Pompei. Um nýtt verk er að ræða úr smiðju Rúríar, sem gert er sérstaklega fyrir safnið og mun að líkindum koma til með að heita Terra Vivax. „Það hafa verið fengnir tíu listamenn víðsvegar að úr heiminum til að gera verk fyrir þennan stað,“ segir Rúrí. „Öll verkin eru unnin í basalt, sem er líkt ís- lensku grágrýti, og hefur runnið úr Vesúvíusi. Það er dálítið skemmtileg flétta; á þessu svæði hefur Vesúvíus eyðilagt margt með sköpun sinni, en þarna í safninu eru mennirnir að um- skapa úr hrauninu og færa Vesúvíusi til baka. Þetta er dálítið skemmtileg hugsun í þessu, með þetta flæði.“ Nöfn virkra eldfjalla Að baki verki Rúríar sjálfrar liggja pælingar um jörðina sem eina heild. „Um er að ræða kringlu, sem er um tveir metrar í þvermál og 1,2 metrar á hæð, sem hægt er að láta vagga þótt hún sé um fimm tonn að þyngd,“ það skiptist niður á mismunandi svæði á jörðinni. Því svipar til þess að líkami okkar skiptist í ýmis líffæri og útlimi, eða þannig lít ég á þetta,“ seg- ir hún. Rúrí ætlar að vera viðstödd opn- unina sem fram fer hinn 29. október og verður þá í hópi hinna tíu mynd- listarmanna sem verk eiga á sýning- unni, en þeir koma frá ýmsum lönd- um. „Þetta eru þekktir listamenn og ég kannast við sum nöfnin, en önnur ekki. Og að sjálfsögðu er ég eina kon- an, en það er nú bara venjan, því mið- ur,“ segir hún að síðustu. Myndlist | Útilistaverk eftir Rúrí sett upp í Ercolano á Ítalíu Vaggar þegar Vesúvíus tekur sig til Tölvugerð skissa af verki Rúríar, Terra Vivax. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is SAMBAND íslenskra myndlist- armanna tekur ekki afstöðu til þess hvort myndlistarmenn eigi að taka þátt í samkeppni Landsvirkj- unar um sköpun listaverks við Kárahnjúkavirkjun eða ekki. Löng hefð er fyrir því að Landsvirkjun feli listamönnum að skapa verk við virkjanir landsins eftir samkeppni þar um, en heitar umræður um málið urðu á Les- bókarþingi fyrir rúmri viku. Margir listamenn hafa lýst sig andsnúna virkjunarframkvæmd- unum. Áslaug Thorlacius, formaður SÍM, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að félagið væri ekki vettvangur fyrir nátt- úruvernd. „Hins vegar er það al- veg ljóst að mjög margir fé- lagsmenn í SÍM og allavega sumir stjórnarmenn hafa sterkar skoð- anir á málinu. Sem einstaklingur er ég sjálf í Náttúruverndarsam- tökunum, en á þessum vettvangi, í fagsamtökum myndlistarmanna, get ég ekki tekið afstöðu. Hvar ættum við þá að setja mörkin? Hefðum við þá til dæmis ekki átt að taka þátt í samkeppni vegna Vatnsfellsvirkjunar? Þyrftum við þá ekki líka að taka sambærilega afstöðu til allra annarra fyr- irtækja og stofnana sem kjósa að halda samkeppni um gerð lista- verka í samræmi við reglur SÍM? Mér finnst það verða að koma til kasta ein- stakra myndlist- armanna að ákveða fyrir sjálfa sig hvort þeir taka þátt í samkeppninni eða ekki.“ Áslaug segir Landsvirkjun á meðal þeirra fyrirtækja í landinu sem hvað oft- ast hafi efnt til samkeppni af þess- um toga, og að fyrirtækið hafi tek- ið mið af samkeppnisreglum SÍM þar að lútandi. Á þeim grunni hafi mörg listaverk orðið til við ís- lenskar virkjanir. „Það er bara ekki á verksviði samtakanna að taka afstöðu í svona máli, þetta verður fólk að eiga við sína sam- visku. Um þetta eru skiptar skoð- anir og til eru þeir myndlist- armenn sem eru hneykslaðir á því að samtökin leggi nafn sitt við samkeppnina. Á meðal markmiða samtakanna er að stuðla að því að myndlist verði ríkari þáttur í um- hverfi okkar og jafnframt að myndlistarmenn fái sem flest verkefni og að að þeim sé staðið á faglegum grunni, hver svo sem prívatskoðun einstaklinga er á virkjunarframkvæmdunum við Kárahnjúka.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, skrif- ar grein um málið í Lesbók í dag. Áslaug Thorlacius SÍM tekur ekki af- stöðu til samkeppni um listaverk við Kárahnjúka HALDNIR verða tónleikar í Nýheimum, Menningar- miðstöð Hornafjarðar, á sunnudaginn kl. 20. Þar munu píanó- leikararnir Þórarinn Stef- ánsson og Jón Sigurðsson leika 4-hent á píanó verk eftir De- bussy, Barber, Poulenc og Schu- bert. Flutningur á píanó 4-hent er ekki algengur hérlendis og vill því svo til að þetta er hérlendur frum- flutningur á danssvítu Barbers, Souvenirs op. 28. Verk frönsku tónskáldanna Debussys og Poulencs eru eins ólík og hægt er en hafa fest sig í sessi sem ein vin- sælustu verkin í 4-henta flokknum. Eftir Schubert eru til mörg 4-hent verk af öllum stærðum og gerðum en þykir mörgum Fantasía op. 103 eitt albesta verk hans að öllu leyti. Vinsældir píanósins urðu mjög miklar strax og það var kynnt til sögunnar um 1700. Á tæpum 100 árum komu ýmsir spennandi eig- inleikar hljóðfærisins fram. Þótti 4-hentur flutningur á píanó gefa mikla möguleika í kennslu og eins þótti 4-hent spil gefa rétta um- gjörð ýmsum umritunum á sinfóníum og kammertónlist. Mikil eftir- spurn var eftir stofutónlist hvers konar, tónlist sem hægt var að leika sér til ánægju og skemmtunar og helst án mikillar fyrirhafnar. Þessari eftirspurn önnuðu tónskáldin með því að semja og umrita verk fyrir þessa hljóðfæraskipan. Nærri öll þekktustu og mestu tónskáld sög- unnar lögðu þarna sinn skerf af mörkum og fyrir vikið er nú til mjög mikið af 4-hentri píanó- tónlist. Jón Sigurðsson og Þórarinn Stefánsson stunduðu báðir nám við Tónlistarskólann í Rekjavík og síð- ar framhaldsnám í Þýskalandi. Þeir hafa komið fram víða með ýmsum tónlistarmönnum. Þessir tónleikar eru samstarfs- verkefni Félags íslenskra tónlist- armanna og Menningarmiðstöðvar og menningarmálanefndar Horna- fjarðar með styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Fjórhent á Höfn Þórarinn Stefánsson Jón Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.