Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 51
framlags hans, ekki síst ótal ljóða- stunda í lok funda og við hátíðleg tækifæri á vegum klúbbsins, sem minnst er þakklátum huga. Pálmi var ekki aðeins velvirkur á skrifstofunni og í félagsmálunum. Hann var alls staðar sýnilegur, alltaf á ferðinni. Á seinni árum var hann mikið á ferð um þorpið á hjólinu sínu og kom víða við. Nú eða þá á bílnum með Margréti sína sér við hlið. Margoft mátti líka sjá þau nostra við gróðurinn í ræktarlegum skrúð- garði sínum. Pálmi þekkti alla og all- ir þekktu Pálma. Hann vildi vita deili á fólki að gömlum sveitasið. Hann hafði áhuga á fólki og lét sér annt um gleði þess og sorgir. Sá áhugi kemur fram í ljóðum hans, sem og aðdáun hans á landinu okkar og dásemdum þess. Pálmi Eyjólfsson var hamingju- maður í sínu einkalífi. Hann og Mar- grét eiginkona hans voru einstak- lega samhent og farsæl hjón – og börn þeirra og afkomendahópurinn bera þeim fagurt vitni – svo sem fremst má til sæmdar verða. Við Ingibjörg þökkum Pálma vin- áttu og samfylgd gegnum árin og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum ljóss og lífs. Eiginkonu hans og afkomendum vottum við dýpstu samúð og biðjum þeim styrks og huggunar í þeirra mikla missi. Sváfnir Sveinbjarnarson. „Ljúflyndi yðar sé öllum mönnum kunnugt.“ Þessi forna setning bregður birtu á líf vinar míns og vel- unnara, Pálma Eyjólfssonar, sem nú er kvaddur hinstu kveðju. Eigi síður á hún við hans ágætu eiginkonu, Margréti Ísleifsdóttur. Til þeirra hef ég sótt hugarstyrk og marg- þætta gleði um langt árabil. „Það lofar hver sína hýru“, sagði gamla fólkið. Fréttin um andlát Pálma kom mér mjög að óvörum, þótt æviárin væru mörg orðin. Síðasta koma hans hingað að Skógum nú í sumar var meira í ætt við æsku en elli. Hér sannast hið gamalkveðna að „fótmál dauðans fljótt er stigið“. Með Pálma kvaddi einn mætustu sona Rangár- þings og að honum er mikill sjón- arsviptir. Æskuár sín átti hann í skjóli gamallar og góðrar sveita- menningar í Dalshverfi undir Eyja- fjöllum. Hún fylgdi honum á leið- arenda með ívafi nýrra lífshátta, þar sem hverri framför var fagnað feg- ins hugar. Síðar varð Pálmi einn af frumbyggjum fjölbýlis í Hvolsvelli og hafði alla sögu þess á hraðbergi. Í starfi sínu sem sýslufulltrúi um ára- tugi kunni hann glögg skil á mannlífi í Rangárþingi, reiðubúinn þess að leysa hvers manns vanda þar sem til hans kasta kom. Það leiddi af starfi Pálma að mál- efni Byggðasafnsins í Skógum voru löngum inni á borði hans. Húsbænd- ur á sýsluskrifstofu, sýslumennirnir Björn Fr. Björnsson, Böðvar Braga- son og Friðjón Guðröðarson hlúðu með honum að vexti og viðgangi safnsins. Um allmörg ár áttum við Pálmi samstarf í sýslunefnd Rangárvalla- sýslu. Sýnu lengur starfaði hann í safnstjórn í Skógum, framsýnn og tillögugóður. Með margra góðra manna atfylgi gerðist hér þá safn- ævintýri í stórbættum húsakosti og glæsilegum safnauka og allt skilar það sér í auknu aðstreymi gesta og bættum hag Skógasafns. Í kynnum tók enginn fram Pálma í því að strá um sig gleði og skemmt- an, deyfð og drungi þrifust aldrei í návist hans. Allan fjöldann kunni hann af spaugsögum úr fortíð og nú- tíð og fór jafnan svo með að engan meiddi. Glettinn og hlýr næmleiki hans á umhverfi og það sem með öðrum bjó vakti mér oft undrun. Báðir sóttum við yndi í söng og það var næsta sjálfgefið að taka saman lagið er fundum bar saman. Alloft kom það fyrir að Pálmi seiddi hingað að Skógum söngvini okkar, Oddgeir Guðjónsson í Tungu og Sigþór Sig- urðsson í Litla-Hvammi og þá voru lög tekin svo að kvað við í húsi. Þetta var eitthvað í ætt við það sem gamla sálmaskáldið austur í Heydölum nefnir að leggja lífsins krydd ekki inn í kistur. Pálmi var ljóðskáld af gömlum og góðum skóla. Hann samdi ljóð af leikni og smekkvísi. Marga góðvini sína sæmdi hann ljóðum á tímamót- um og lifa þau höfund sinn til kom- andi tíma. Að fornum hætti sótti hann menn þá heim og flutti ljóðið til lofs og heilla. Hér á það við að eft- ir lifir minning mæt þótt maðurinn deyi. Ég harma Pálma Eyjólfsson. Svo marga gleðistund veitti hann mér á förnum ævivegi. Að eiga sanna og góða vini er guðsgjöf. Ég sendi Margréti Ísleifsdóttur og fjölskyldu hennar hlýjar samúð- arkveðjur mínar, Byggðasafnsins í Skógum, framkvæmdastjóra þess og safnstjórnar, jafnframt því að þakka horfnum vini okkar allt sem hann lét í té í samstilltu átaki til að vernda menningararfinn og fyrir marga glaða og góða stund. Þórður Tómasson. Góðvinur minn, Pálmi Eyjólfsson, er horfinn yfir móðuna miklu, og við sem eftir stöndum kveðjum hann með söknuði og trega, en jafnframt miklu þakklæti fyrir langa og góða samfylgd. Hann er okkur sannar- lega minnisstæður fyrir margt, en þó alveg sérstaklega fyrir þá miklu hlýju og vinsemd sem hann ætíð sýndi samferðafólki sínu. Heiðurs- hjónin Pálmi og Margrét voru meðal landnema í þéttbýlinu unga sem byrjaði að rísa á Hvolsvelli laust fyr- ir miðja síðustu öld. Þau byggðu hús sitt við þjóðbraut þvera og áttu þar síðan heima alla tíð. Fagurt heimili þeirra varð frá upphafi sannkölluð miðstöð góðvildar og gestrisni sem ótaldir nutu um langan aldur og geyma um minningar sem hvorki mölur né ryð fá grandað. En góðir eiginleikar Pálma nutu sín einnig vel á starfsvettvangi hans, fyrst í verslun og síðan um áratuga skeið á sýsluskrifstofu Rangárvalla- sýslu. Þar lagði hann sig sífellt fram um að greiða götu fólks og leysa hvers manns vandræði. Þá var hann líka sívirkur í margvíslegu fé- lagsstarfi og áhugasamur um hvað- eina sem til heilla horfði og upp- byggingar í atvinnu- og menningarlífi héraðsins og sam- félagsins alls. Pálmi var maður hress í bragði og hafði til að bera kímnigáfu. Þá var hann listfengur í besta lagi og hafði sérstakt yndi af söng og hljómlist. Einnig var hann ágætlega skáldmæltur og birtust ýmis kvæði hans í blöðum og tíma- ritum og síðast en ekki síst í ljóða- bókinni góðu, Í ljósaskiptunum, sem út kom fyrir fáum árum og vakti verðskuldaða athygli. Að leiðarlokum þökkum við Guð- rún og börn okkar Pálma Eyjólfs- syni áratuga tryggð og vináttu. Bjartar og fagrar minningar um sannan drengskaparmann og öðling munum við geyma með okkur um ókomin ár. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Margréti Ísleifs- dóttur, og börnum þeirra, þeim Guð- ríði, Ingibjörgu og Ísólfi Gylfa, og fjölskyldum þeirra, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón R. Hjálmarsson. Árið 1947 réðst til starfa við sýslu- mannsembættið í Rangárvallasýslu Pálmi Eyjólfsson. Fyrst var hann þar einn með sýslumanninum Birni Fr. Björnssyni og sá þá um alla af- greiðslu hjá embættinu og var á þeim árum m.a settur sýslumaður. Síðar kom Margrét, kona Pálma, til starfa og smátt og smátt með aukn- um verkefnum og umfangi fjölgaði starfsliðinu. Pálmi var þó ávallt and- lit embættisins í afgreiðslunni þar sem hann tók á móti viðskiptavin- inum með bros á vör og vildi hvers manns götu greiða. Hann þekkti allt og alla og upplýsti fólk jafnt um ætt- ir þess, sem hann rakti oftast í Rangárþing, sem og stöðu þess við embættið. Hann gaf sér tíma til að spjalla, gefa mönnum kaffi og gerði skrifstofur embættisins heimilisleg- ar og hlýjar. Við sem vorum svo heppin að starfa með honum nutum umhyggju hans, góðlátlegrar kímni og hagyrðingurinn var aldrei langt undan. Í ferðum og á samkomum var hann hrókur alls fagnaðar og söngmaður mikill. Þó svo Pálmi hafi látið af störfum fyrir um 14 árum síðan, eða árið 1991 eftir að hafa starfað við embættið í 44 ár, leit hann reglulega við og heilsaði upp á gömlu starfsfélagana um leið og hann kynntist þeim nýju. Þannig ræktaði hann vinaböndin og sam- skiptin við sinn gamla vinnustað. Við viljum að leiðarlokum þakka sam- veruna um leið og við sendum Mar- gréti og afkomendum þeirra hjóna okkar innilegustu samúðarkveðju. Starfsfólk sýslumanns- embættisins á Hvolsvelli. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Fallinn er nú frá „héraðshöfðing- inn“ á Hvolsvelli, Pálmi Eyjólfsson. Það var fyrir nokkrum árum, að við hjónin ásamt vinafólki okkar fór- um í ferðalag sem var m.a. sigling niður Dóná og nokkrir dagar í Búda- pest og Prag. Um borð í skipinu kynntumst við tvennum yndislegum hjónum og voru Margrét og Pálmi önnur þeirra. Okkur varð vel til vina þrátt fyrir rúmlega 30 ára aldursmun. Pálmi var hvers manns hugljúfi, mikill sögumaður og fór einnig með mikið af ljóðum í rútuferðum á milli staða. Hann var hrókur alls fagn- aðar og alltaf glaður í sinni, sama á hverju gekk. Minningar hrannast upp þegar setið er og hugsað um liðna tíð, t.d. gönguferðirnar um Prag, Pálmi leiðandi Grím öðrum megin og Hjalta hinum megin, síðan hófst sögustund og hlátrasköllin eft- ir því. Það er spurning hvort að þeir hafi nokkuð tekið eftir fegurð borg- arinnar því hún bliknaði í fjörinu hjá þeim, slík var innlifunin og gleðin í kringum Pálma. Einnig kemur upp í hugann dagur einn í vor er við hjónin fórum og heimsóttum þessi heiðurshjón, Mar- gréti og Pálma, og fengum heimsins bestu pönnukökur. Við keyrðum um Landeyjarnar og Fljótshlíðina með þeim, þau fræddu okkur um alla bæi og menn sem þar bjuggu og forfeður Gríms sem bjuggu á Kirkjubæ og Móeiðarhvoli. Var það yndislegur dagur sem aldrei gleymist. Pálmi var vel hagmæltur og var fljótur að kasta fram vísum. Einnig skrifaði hann mikið af góðum minn- ingargreinum sem hann var mjög stoltur af um samferðamenn sína. Elsku Pálmi, nú er komið að kveðjustund og viljum við hjónin þakka forsjóninni fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér og Margréti þinni. Megi allir Guðs englar halda verndarhendi yfir þér og vaka yfir þér og lýsa þér leið. Elsku Margrét, megi góður Guð styrkja þig og fjölskyldu þína í sorg ykkar, en þakka ber það sem gefið var. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson.) Grímur Jón Grímsson og Helga Guðjónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Pálma Eyjólfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Aðalbjörn Kjartansson; Þór Jakobsson; Auð- unn Bragi Sveinsson; Björn Frið- geir Björnsson; Tryggvi Ingólfsson; Kjartan Þorkelsson; Svanfríður, Borgþór og fjölskyldur; Eggert Óskarsson og Helgi Ormsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 51 MINNINGAR ✝ Jóhann Her-mannsson fæddist á Bakka við Húsavík 6. október 1921. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga 16. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Friðný Óladóttir, f. í Sveinungsvík í Þistilfirði 9. janúar 1889, d. 1. febrúar 1964, og Hermann Stefánsson, f. í Landamóti í Ljósavatnshreppi 24. júlí 1887, d. 7. október 1957, ábúendur á Bakka. Jóhann ólst upp á Bakka og var hann fimmti í röð átta systk- ina. Eldri voru Jónína, Óli, Guð- björg og Þórunn en yngri Stef- án, Anna og Gunnar. Anna er nú ein á lífi af systkininum. Jóhann kvæntist 12. nóvember 1947 Guðrúnu Sigurbjörgu Tryggvadóttur frá Garði í Húsa- vík, f. 23. október 1923. Þau eignuðust þrjá syni: 1) Tryggvi, f. 10. apríl 1949, kvæntur Guð- laugu Sigmarsdóttur, f. 14. júlí 1948. Börn: Sigmar, Guðrún og Ágústa. Barnabörnin eru fimm. 2) Hermann, 26. maí 1954, kvæntur Gerði Gísladóttur, f. 20. mars 1955. Börn: Borgar Þór, Gísli Arnar, Olga María og Jó- hann. 3) Óskar, f. 7. febrúar 1962, kvæntur Yuliu Gogasc- heva, f. 27. febrúar 1967. Börn: Ásrún, Andrés, Ester, Friðný Karitas, Ísólfur Unnar og Eyja Alexandra. Jóhann eignaðist jafnframt dótturina Hjördísi Ás- berg. Börn hennar eru Guð- mundur Gauti og Elísa Björg. Jóhann gekk í skóla á Húsavík og á Laugum. Hann stundaði síðar sjó- mennsku um ára- bil, var á vetrar- vertíð á Suður- nesjum og gerði út trillu frá Húsavík. Árið 1955 gerðist hann starfsmaður skattanefndar Húsavíkur og jafn- framt fram- kvæmdastjóri Út- gerðarfélags Húsa- víkur um alllangt skeið. Hann var umboðsmaður skattstjóra frá 1962 þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Jóhann var kjörinn í fyrstu bæjarstjórn Húsavíkur árið 1950. Þar sat hann óslitið til ársins 1974 og var forseti bæjarstjórnar um skeið. Hann sat í ýmsum stjórn- um, ráðum og nefndum. Jóhann var um árabil í stjórn Kaup- félags Þingeyinga og í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Hann var lengi í ritnefnd Árbók- ar Þingeyinga og árið 1993 vann hann ásamt öðrum að útgáfu kortabókar sem bar nafnið Húsavíkurland, örnefni og sögu- minjar og kom út á vegum Safnahússins á Húsavík. Hann var einnig í Sögunefnd sem skip- uð var vegna ritunar sögu Húsa- víkur. Jóhann tók mikinn þátt í félagslífi á Húsavík. Hann starf- aði áratugum saman í Rotary- klúbbi Húsavíkur, karlakórnum Þrymi og Bridgefélagi Húsavík- ur. Útför Jóhanns fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 11. Nú er afi búinn að kveðja okkur og þá koma margar góðar minn- ingar upp í hugann. Það fyrsta sem okkur dettur í hug er að hann var besti afi í heiminum. Sumarbú- staðarferðirnar með honum og ömmu standa uppúr í bernsku- minningum okkar. Þegar brunað var frá Húsavík á græna Subarun- um og byrjað að syngja áður en við komumst útúr bænum og sung- ið alla leiðina austur. Þegar við vorum komin að afleggjaranum að bústaðnum gaf afi allt í botn svo að við myndum hossast sem mest, og þá var sko hlegið, afa fannst þetta jafnvel skemmtilegra en okkur. Það var ýmislegt brallað. Afi bjó til drullumalla-horn fyrir okkur og við fórum í leiki eins og Yfir þar sem keppnisharkan gat orðið æði mikil. Við fórum oft í bíl- túra í sveitinni og varð Kópasker, eða stórborgin eins og hann kaus að kalla það, oftast fyrir valinu. Það var alltaf nóg af mat með í för í þessum bústaðarferðum og að sjálfsögðu gat maður treyst á jóla- kökuna sem enginn á eftir að toppa. Eini ókosturinn sem við systur sáum við þessar ferðir voru hroturnar í afa. Hann hélt oft fyrir okkur vöku með ægilegum hávaða og þurfti þá amma að sjá um að koma okkur í svefn. Laugardagsbíltúrar voru vinsæl- ir og þá bauð afi uppá Konga súkkulaði og Sinalco. Þegar við gistum hjá þeim í Garði fór afi allt- af úr rúminu sínu fyrir okkur og svaf sjálfur á bedda. Það er mikið búið að hlæja að því í fjölskyldunni þegar við frændsystkinin færðum þeim Lindu-buff eitt laugardags- kvöldið en skemmst er frá því að segja að afi og amma töluðu ekk- ert þetta kvöld og voru næstu daga að ná klístrinu úr gervitönn- unum. Afi veiktist tvisvar en náði sér vel af þeim veikindum með því hugarfari að gefast aldrei upp og var hann duglegur að minna okkur á að gera það ekki. Auðvitað er þetta rétt hjá honum og verðum við duglegar héðan í frá að minna hvor aðra á þessa setningu hans. Það var margt sem við lærðum af afa og margar minningar sitja eftir. Elsku afi, guð geymi þig og við þökkum þér fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur. Guðrún og Ágústa. JÓHANN HERMANNSSON Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR PÁLMADÓTTUR, Patreksfirði, lengst búsettri í Fjarðarstræti 38, Ísafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Patreksfjarðar fyrir frábæra umönnun. Höskuldur Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Einar Róbert Árnason, Oddur Guðmundsson, Kolbrún Pálsdóttir, Steinunn Jakobína Guðmundsdóttir, Gunnar Valur Jónsson, Anna Guðmundsdóttir, Benedikt Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.