Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 29 MENNING ÍSLENSKA óperan og EXTON hafa undirritað samstarfssamning sem fel- ur í sér að EXTON kemur að kostun tveggja 42 flatskjáa sem settir verða upp annars vegar í anddyri Óperunnar og hins vegar í glugga miðasöl- unnar sem snýr út að Ingólfsstræti. Óperan mun nota skjáina til upplýs- ingamiðlunar um starfsemi Óperunnar auk þess að kynna þar samstarf sitt við önnur fyrirtæki atvinnulífsins. Þar verða meðal annars birtar myndir úr sýningum Óperunnar sem og texti til upplýsinga fyrir gesti og gangandi vegfarendur. Á myndinni undirrita Bjarni Daníelsson óperustjóri og Haraldur Flosi Tryggvason, framkvæmdastjóri EXTON, samninginn. Samstarf Óperunnar og EXTON SAMNINGAR hafa tekist milli bókaforlagsins Veraldar og spænsku útgáfusamsteypunnar Santillana um útgáfu á Þriðja tákninu, óútkominni glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, í átján spænskumælandi löndum. Frá þessu var gengið á bókastefnunnni í Frankfurt í gær. Santillana er með aðalbækistöðvar á Spáni en rekur sjálfstæð dótturforlög í tutt- ugu öðrum löndum. Áður hefur verið gengið frá samningum um útgáfu á Þriðja tákninu á átta tungumálum með söluheimildum til að minnsta kosti tólf landa. Þessi nýja íslenska glæpasaga, sem kemur út í byrjun nóvember, fer því á markað í að minnsta kosti þrjátíu löndum austan hafs og vestan á næstu misserum. Pétur Már Ólafsson, sem stend- ur að Veröld ásamt Ólafi Ragn- arssyni, veit ekki til þess að geng- ið hafi verið frá útgáfu á íslensku skáldverki jafn víða áður en það kemur út hér á landi. „Þessi samningur þýðir að Yrsa fær að- gang að rosalega stórum hópi les- enda en Santillana hefur mjög góða stöðu í öllum hinum spænskumælandi heimi, betri en maður gerir sér grein fyrir í upp- hafi,“ segir Pétur Már. Útgáfufyrirtækið Santillana er með starfsemi í 21 landi, þar á meðal í öllum spænskumælandi löndum heims. Það mun, að sögn Péturs Más, í fyrstu setja Þriðja táknið á markað á fjölmennustu mörkuðunum, á Spáni, í Mexíkó, Kólumbíu, Argentínu og Chile, en hin löndin fylgja síðan í kjölfarið. „Þá er samsteypan umsvifamikil á öðrum sviðum miðlunar, rekur fjölda útvarps- og sjónvarps- stöðva, auk dagblaða á borð við El Pais, sem styður við bakið á útgáf- unni,“ segir hann. Áður hefur verið gengið frá samningum um útgáfu á skáldsögu Yrsu í Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi. Í tengslum við þá samninga hefur jafnframt verið samið um sölurétt þýskrar útgáfu bókarinnar í Aust- urríki og Sviss, hollenskrar í Belg- íu og franskrar útgáfu í Lúx- emborg og Belgíu auk ýmissa annarra landa þar sem franska er töluð. Pétur Már segir að þetta sé vitaskuld fljúgandi start fyrir nýj- an höfund en Þriðja táknið er fyrsta skáldsaga Yrsu fyrir full- orðna. Að hans dómi er nærtæk- asta skýringin á þessum góðu við- brögðum sú að bókin er mjög góð. „Við höfðum strax mikla trú á þessari bók. Yrsa virðist hitta þarna á einhvern tón sem ekki hefur verið til staðar á þessu sviði bókmenntanna. Þess vegna falla menn svona víða fyrir bókinni. Ég vonaðist til að ná samningum í fimm löndum í haust en þetta er framar villtustu draumum,“ segir Pétur Már. Þriðja táknið er nú í prentun og Pétur Már segir að menn bíði spenntir eftir viðtökum hér heima, jafnt hjá leikum sem lærðum. „Það er ekki laust við að maður sé með svolítinn frumsýningarskrekk en við erum sannfærðir um að bókin mun standa undir vænt- ingum.“ Þýskur sagnfræði- nemi myrtur Í Þriðja tákninu finnst þýskur sagnfræðinemi myrtur í húsi á svæði Háskóla Íslands við Suð- urgötu. Fjölskylda hins látna í Þýskalandi er ósátt við rannsókn lögreglunnar á morðinu og fær ungan íslenskan lögmann, Þóru Guðmundsdóttur, til að kynna sér málavöxtu upp á eigin spýtur. Há- skólastúdentinn hafði verið að bera saman galdrafárið á Íslandi á 17. öld og hliðstæðu þess á meg- inlandi Evrópu en fram kemur að hann hefur lifað afar skrautlegu lífi. Og áður en Þóra veit af hefur hún sogast inn í veröld sem hún vissi ekki að væri til. Þriðja táknið er fyrsta skáldsag- an sem Yrsa Sigurðardóttir ritar fyrir fullorðna. Hún hefur áður gefið út fimm skáldverk fyrir börn og unglinga og hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir þau verk sín. Hún er bygging- arverkfæðingur að mennt, starfar um þessar mundir sem eftirlits- verkfræðingur við virkjanafram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum og vann þar að handriti glæpasög- unnar. Íslenskar bækur vinsælar Pétur Már segir að stemmn- ingin sé góð á Bókastefnunni í Frankfurt og greinilega mikill áhugi og spurn eftir íslenskum bókum. Það komi ekki á óvart enda hafi mikið verið þýtt á er- lend tungumál á liðnum misserum og mælst vel fyrir. Þannig að er- lendir útgefendur vilja meira. Að- spurður hvort Veröld sé með fleiri samninga í burðarliðnum þar ytra verst hann frétta. „Það kemur í ljós.“ Bókmenntir | Spænskt risaforlag, Santillana, kaupir Þriðja táknið fyrir átján spænskumælandi lönd Glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur fer á markað í 30 löndum Yrsa Sigurðardóttir. Nýja glæpasagan, Þriðja táknið, kemur út hér á landi í byrjun nóvember. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is NORÐURLÖND – TORG TÆKIFÆRANNA Fjölbreytt skemmtun fyrir unga sem aldna FERÐAVINNINGAR Norrænir dagar í Smáralind 21. - 23. október kl. 13-18 Ferðir – Atvinna – Nám – Samstarf Frábært tilboð til Kanarí 5.-20. desember. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við frábæran aðbúnað í 15 nætur. Bjóðum nokkrar íbúðir á þessum vinsæla gististað á frábæru verði. Sama verð, hvort sem 2, eða 3 eru saman í íbúð. Allar íbúðir eru með 1 svefnherbergi. Skelltu þér til Kanarí, gerðu hagstæð jólainnkaup á Kanarí og búðu vel meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kanarí 5.–20. des. Sértilboð á Roque Nublo frá kr. 49.990 Frábært tilboð 5.-20. desember Verð kr. 49.990 Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn, m.v. 2, eða 3 saman í íbúð á Roque Nublo í 15 nætur 5. des. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina FREYJA Gunnlaugsdóttir leikur einleiksverk fyrir klarínettu á tón- leikum í Iðnó á sunnudaginn klukkan 15:00. Hún mun leika Þrjú smáverk eftir Igor Strav- insky, Sequnza Ixa eftir Luciano Berio, madrigal I eftir Henri Pousseur og New York Coun- terpoint eftir Steve Reich. Freyja hefur nýlokið námi við tón- listarháskólann í Berlín þar sem kennari hennar var Karlheinz Steffens, sólóklarínettuleikari við Berlínarfílharmóníuna. Freyja hefur leikið á fjölda einleiks- og kammertónleikum víða um Evrópu og í Asíu og vann fyrstu verðlaun fyrir flutning í „Hanns Eisler“- nútímatónlistarkeppninni í Berlín. Freyja hefur meðal annars leikið með Staatsorchester Frankfurt, hljómsveit Komische Oper, Berlin, Berliner Symphoniker og Óp- eruhljómsveitinni í Madríd. Hún hefur einnig unnið með myndlist- armönnum á borð við Bruce Neu- mann og Pippilotti Ritz og leikið á klarinett við Deutsches Theater í Berlín. Hljómsveitin Amina mun einnig troða upp á tónleikunum. Freyja leikur í Iðnó Freyja Gunnlaugsdóttir Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.