Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 14

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 14
14 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                 !   ! "   !            ! " #   $$   % & '(  " " #! ") !*  +,! ! #   - ) .          ! / " #   $$   %     01 2  3   ! / " #    2   %        ! #      $         !    ! % &'   () $ (& > ! #! !' (6 #  ? ># #! ===                       á morgun Fæstir sem falla í stríði eru hermenn  Skrautlegar jarðsprengjur eiga að höfða til barna og gera líklegra að þau taki þær upp. Strandflutningaskipið Jaxlinn hefur verið selt til danska skipafyrirtækis- ins Janus Andersen & Co. Einar Vignir Einarsson, skipstjóri Jaxlsins og talsmaður fyrirtækisins Sæskipa ehf., segir reksturinn hafa gengið erf- iðlega þrátt fyrir samning um gáma- flutninga fyrir Eimskip. Sé um byrj- unarörðugleika að ræða, sem öll fyrirtæki standi frammi fyrir í fyrstu. Forsvarsmenn leita nú kjölfestu- samninga til að tryggja rekstur skips- ins. Einar hefur stærra skip í sigtinu. Einar fór út til Noregs í marslok á síðasta ári og náði í Jaxlinn. Skipið sinnti síðan flutningum frá Hafnar- firði til Vestfjarða og einnig Norður- lands þar til því var siglt til Danmerk- ur í vikunni. Að sögn Einars var reksturinn þungur og ótraustur, sér í lagi þar sem fyrirtækið hafði ekki bindandi flutningasamninga við fleiri en Eim- skip og hafi því verið mikið tap á rekstrinum. Nú verði reynt að fá fleiri hluthafa inn í fyrirtækið og tryggja rekstrargrundvöllinn. „Við höfum staðið okkur þokkalega þó ég segi sjálfur frá,“ sagði Einar en hann kom aftur til landsins á fimmtu- dag eftir að hafa siglt Jaxlinum út. „Samstarfið við Eimskip gekk mjög vel og er enn í gangi. Það er fullur vilji að halda þessu áfram,“ sagði Einar og bætti við að Sæskip hafi nýtt skip í sigtinu. Jaxlinn var smíðaður árið 1978 og tekur 18 tuttugu feta gáma. Einar hefur augastað á skipi, sem smíðað var árið 1984 og tekur 140 tuttugu feta gáma. Það hefur verið í siglingum á Eystrasalti og er skemmtileg skip, að sögn Einars. Sagðist hann búast við að málin skýrist fljótlega í næstu viku og ætti að taka skamman tíma að fá nýja skipið hingað til lands verði rekstr- argrundvöllur tryggður. Nýtt skip mun taka við af Jaxlinum verði reksturinn tryggður Morgunblaðið/Golli Strandflutningaskipið Jaxlinn hefur verið selt. MENNTARÁÐ Reykjavíkur hefur falið menntasviði að efna til um- ræðu við fagfólk og foreldrasamtök um hlutverk skólanna í umræðu og fræðslu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Var þetta samþykkt á fundi menntaráðs á fimmtudag. Kannað verður hvort æskilegt geti talist að skipa starfshóp með fulltrúum úr ráðinu, frá mennta- sviði, fulltrúum skólastjórnenda, kennara og foreldra sem hefði það hlutverk að leggja fyrir ráðið til- lögur um hvernig skólarnir geti gegnt hlutverki í þessu sambandi. Til dæmis hvernig fræðslu sé þörf á að fara með inn í skólana, hvernig kennarar og annað starfsfólk skól- anna sé í stakk búið að greina máls- atvik tengd kynferðislegu ofbeldi og takast á við þau. Hlutverk skóla í umræðu um kynferðisofbeldi RÉTTARHÖLDUM yfir karli og konu, sem ákærð eru fyrir að bana Gísla Þorkelssyni í bænum Boks- burg í Suður-Afríku í júlí sl., hefur verið frestað í annað sinn skv. suður- afrískum fréttamiðli. Haft er eftir saksóknara málsins að sakborning- arnir, Willie Theron og Desree Lo- uise Oberholzer, sem eru í lögreglu- varðhaldi, muni koma fyrir dóm í næstu viku og þá verði ákveðið hve- nær málsmeðferð hefst fyrir dómi. Krufning leiddi í ljós að Gísli var skotinn í höfuðið. Theron og Ober- holzer eru ákærð um morð, þjófnað, fjársvik og að hindra framgang rétt- vísinnar. Manndrápsmál- inu í S-Afríku frestað öðru sinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.