Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 22.10.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR Verkfræðinemi HÍ Formaður Heimdallar 2. varaformaður SUS Fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er 4.- 5. nóv. Bolli Thoroddsen 5. sæti www.bolli.is Allir velkomnir Tónlist, veitingar og skemmtilegur félagsskapur. laugardag kl. 16.00 að Borgartúni 6, gömlu Rúgbrauðsgerðinni. Borgartún 6, opið virka daga kl. 12.00-22.00, um helgar 13.00-22.00. Símar 823 5223 og 847 1312. Kosningaskrifstofan opnar í dag OSTA- og smjörsalan ræður ekki verði á undanrennudufti heldur er sú ákvörðun í höndum verðlagsnefndar búvöru og því er ekki um það að ræða að fyrirtækið hafi misbeitt markaðsráðandi stöðu sinni gagn- vart Mjólku. Þetta segir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsöl- unnar. Mjólka lagði í gær fram kæru á hendur fyrirtækinu til Samkeppnis- eftirlitsins. Í kærunni kemur fram að Mjólku hafi í upphafi verið seldur 25 kílóa poki af undanrennudufti á 8.475 krónur en síðan hafi verðið verið hækkað án skýringa í 10.463 krónur. Með þessu hafi Osta- og smjörsalan neitað Mjólku um sömu kjör og aðrir sambærilegir viðskiptavinir njóti. Þá hafi Ostahúsinu/Ostamanninum ver- ið selt undanrennuduft á lægra verð- inu. Magnús Ólafsson sagði í viðtali við Morgunblaðið að samkvæmt ákvörð- un verðlagsnefndar væri mjólkur- og undanrennuduft á sérstöku verði til almenns matvælaiðnaðar, en ekki til mjólkuriðnaðar. Þannig kaupi bakarí og sælgætisgerðir, svo dæmi væru nefnd, mjólkur- og undanrennuduft á lægra verði en í viðskiptum milli aðila í mjólkuriðnaði væri farið eftir hærra verðinu, þ.e. sama verði og Mjólka væri krafin um. Mistök leiðrétt Aðspurður hvers vegna Ostahúsið/ Ostamaðurinn hefði fengið duftið á lægra verðinu, sagði Magnús að það hefðu verið mistök sem hefðu verið leiðrétt eftir að Mjólka benti á þetta. Ekki hefði verið tekin afstaða til þess hvort fyrirtækið myndi fá bakreikn- ing, þetta væri ekkert stórmál enda hefði það keypt fremur lítið af und- anrennudufti. Magnús bætti við að mjólkur- og undanrennuduft væri niðurgreitt af mjólkuriðnaðinum. Það væri því svo- lítil þversögn í því að Mjólka, sem hygðist framleiða osta án styrkja, virtist hafa áhuga á því að komast bakdyramegin inn í kerfið með því að fá að kaupa niðurgreidda vöru. Osta- og smjörsalan ræður ekki verðinu Mjólka fær duftið á sama verði og aðrir í mjólkuriðnaði  Meira á mbl.is/ítarefni ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff voru í gær í heimsókn í Hafnarfirði og tóku Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, Guðmundur Sophusson sýslumaður og aðrir forsvarsmenn Hafn- arfjarðarbæjar á móti forsetahjón- unum við bæjarmörkin í gærmorg- un. Fyrst komu forsetahjónin við á Hrafnistu og heilsuðu meðal annars upp á Margréti Sigurðardóttur, 103 ára. Þá skoðuðu þau ýmsar stofn- anir í bænum, t.d. leikskóla og Flensborgarskólann. Heimsókninni lauk svo í gærkvöldi með fjöl- skylduhátíð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Morgunblaðið/Golli Heimsóttu Hrafnistu Athugasemd frá Geðlækna- félagi Íslands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá stjórn Geðlæknafélags Íslands: „Í kjölfar úrskurðar samkeppn- isstofnunar um að ganga eigi til samninga við sjálfstætt starfandi klíníska sálfræðinga birti Mbl. í leiðara sínum 15. október síðastlið- inn áskorun til stjórnvalda um að semja nú þegar við sálfræðinga. Segir Mbl. „óumdeilt að sálfræð- ingar og geðlæknar starfi á sama samkeppnissviði“. Í sama leiðara gefur blaðið sér þær forsendur annars vegar að geðlæknar stundi einungis lyfjameðferð og hins veg- ar að val á meðferð við geðsjúk- dómum sé annaðhvort lyfjameðferð eða sálfræðimeðferð. Geðlækna- félagið finnur sig knúið til að leið- rétta þennan misskilning og benda á að menntun geðlækna og sál- fræðinga er gjörólík. Geðlæknar hafa lokið 6 ára námi í læknadeild HÍ, 1 ári í almennri klínískri þjálf- un (kandídatsár) og síðan að jafn- aði 5 ára framhaldsnámi í geðlækn- ingum eftir að þeir hafa fengið lækningaleyfi. Í sérnámi í geð- lækningum er m.a. innifalin þjálfun og kennsla í viðtalsmeðferð. Marg- ir geðlæknar hafa að auki bætt við sig fleiri árum í að dýpka sig í sér- stökum viðtalsmeðferðarformum eins og t.d. sállækningum og hug- rænni atferlismeðferð. Það er því óumdeilt að geðlækn- ar hafa mun breiðari og alhliða menntun en sálfræðingar og starfa ekki „á sama samkeppnissviði“ og sálfræðingar. Þeir hafa möguleika á að gera nákvæma læknisfræði- lega greiningu á vandamálum sjúk- linga auk þess að beita bæði lyfja- meðferð og samtalsmeðferð sem að jafnaði er kjörmeðferð við alla miðlungs og alvarlega geðsjúk- dóma. Fyrir vægari sjúkdóma er rétt að valið getur staðið milli við- talsmeðferðar og lyfjameðferðar og þar hafa geðlæknar bestu þekk- inguna að greina á milli. Geðlæknar hafa líkt og margir aðrir sérfræðingar í læknastétt unnið á einkastofum skv. samningi við TR í áratugi og einnig unnið náið með og í góðu samstarfi við sálfræðinga bæði inni á sjúkrahús- um og á einkastofum. Geðlækna- félagið hefur ávallt stutt það að heilbrigðisráðuneytið semji við Sál- fræðingafélagið um greiðsluþátt- töku í viðtalsmeðferð og tekur und- ir með Mbl. að tímabært er að stjórnvöld láti loks verða af því að semja við klíníska sálfræðinga og auki þannig aðgengi að viðtalsmeð- ferð. F.h. stjórnar Geðlæknafélags Íslands Guðlaug Þorsteinsdóttir, formaður.“ KRISTINN H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, gagnrýndi það í umræðum á Alþingi í fyrradag að Þorsteini Pálssyni sendiherra skyldi hafa verið falið að ritstýra og rita sögu þingræðis á Alþingi. Krist- inn sagði að þessi ákvörðun ork- aði tvímælis „bæði út frá fagleg- um forsendum og kannski ekki síður vegna þess að sá sem val- inn var var þátttakandi í þeirri sögu,“ sagði hann. Það voru því ekki bara þing- menn stjórnarandstöðuflokk- anna sem gagnrýndu þá ákvörð- un að ráða Þorstein til verksins, eins og skilja mátti af frásögn Morgunblaðsins af umræðunum í gær. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sögðu hins vegar í um- ræðunum að Þorsteinn væri vel hæfur til verksins. Gagn- rýndi val á Þorsteini Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.