Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 34

Morgunblaðið - 22.10.2005, Side 34
34 LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG settist niður og skipulagði ferða- tilhögun. Flug, bílaleigubíll og gist- ing var pantað á Netinu og ekki reyndist gistingin dýr þegar upp var staðið. Að meðaltali kostaði hver nótt – tveggja manna herbergi með morgunverðarhlaðborði á góðu hót- eli – 5.000 krónur fyrir hjónin. Lagt var af stað í ágústlok og tók ferðin tíu daga og allt stóðst eins og stafur á bók. Flogið var til München og ekið sem leið liggur upp í Ziller-dalinn til Mayrhofen í Austurrísku ölpunum, þar sem gist var í tvær nætur hjá Elísabetu Kröll, í einu af fallegu gistihúsum bæjarins. Haft var á orði að Íslendingarnir hefðu komið með góða veðrið því dagana á undan rigndi heil ósköp, en um leið og rennt var í hlað stytti upp með sól- skini sem hélst þar til haldið var heim á leið. Þau eru þrettán í göngu-hópnum, sem hittist þrisv-ar í viku, á þriðjudags- ogfimmtudagskvöldum og á sunnudagsmorgnum til að ganga saman. „Við köllum okkur Labba- kúta,“ segir Hanna María Baldvins- dóttir, ein úr hópnum. „Við komum hvert úr sinni áttinni og höfðum flest gengið með öðrum hópum þeg- ar við byrjuðum á þessu fyrir þrem- ur árum. Þetta er mjög hress og skemmtilegur hópur.“ Það var í einni slíkri gönguferð í júní síðastliðnum, sem upp kom hugmynd um gönguferð um Tre- mosine-héraðið og þjóðgarð við Gardavatn á Ítalíu. Einn úr hópn- um, sem þekkir vel til svæðisins, „Við tókum skíðakláf frá aðalgötu Mayrhofen og fórum upp í 1.700 metra hæð á Penken og síðan var gengið í 2.100 metra hæð um afar skemmtilegt svæði,“ segir Hanna. „Þarna eru ótal gönguleiðir og greinilega mikið um innfædda á göngu þegar við vorum á ferðinni. Þetta er rosalega hress hópur sem alltaf er til í spaug og þegar við tók- um kláfinn upp fjallið kom í ljós að tvö okkar eru sérlega lofthrædd og leið ekki vel en til að dreifa hug- anum var farið að syngja og farið í leik eins og „… hver vill vera ag- úrka, ég vil vera hreðka …,“ sem vakti mikla kátínu með þeim afleið- ingum að kláfurinn fór virkilega að sveiflast til en þau gleymdu sér samt og þar með var tilganginum náð. Svipurinn á samferðafólkinu sem ekkert skildi í íslensku var hins vegar óborganlegur.“ Frá Mayrhofen var stefnan tekin á Limone við Gardavatn og þaðan upp til Bassanega, sem er einn af átján smábæjum sem eru í hinu fagra Tremosine-héraði. Gist var fimm nætur á Hotel Garni Maxi, litlu vinalegu hóteli, með sundlaug, í herbergjum með svölum og fallegu útsýni yfir Gardavatnið. „Við vöknuðum alltaf snemma á morgnana, mættum í morgunmat upp úr klukkan átta og lögðum af stað um níu í dagsgöngu um Tre- mosine-héraðið, en þar eru ótal gönguleiðir sem kallaðar eru „Nord- ic Walking Park“. Gönguleiðirnar eru mis erfiðar og mis langar, ýmist í dölum eða eftir fjallshryggjum, sem fara hæst í tvö þúsund metra. Þetta er afar fjöl- breytt svæði og stórt og býður upp á marga möguleika, hátt í fjörutíu gönguleiðir. Sumir voru að ganga eins og við en aðrir hjóluðu. Leið- irnar eru allar vel merktar og ekk- ert erfitt að rata,“ segir Hanna. „Eftir að hafa borðað eitt kvöldið á sérlega skemmtilegum veit- ingastað, sem heitir Agritur Val d’Egoi, og er í skógivöxnum Bondo- dalnum, þar sem eingöngu var boðið upp á náttúrulegt fæði, miðuðum við gönguleiðirnar við að koma þar við og fá okkur hressingu að göngu lok- inni og var okkur boðið upp á gott borð utandyra. Fararstjórinn og skipuleggjand- inn fann staðinn á Netinu áður en við lögðum af stað að heiman og pantaði borð eitt kvöldið án þess að hafa hugmynd um út í hvað hann var að draga okkur. Við ókum eftir sveitavegi út í myrkrið og óvissuna, þar til við duttum allt í einu niður á staðinn sem stendur nokkuð af- skekkt. Seinna fréttum við að þetta er vel þekktur veitingastaður í hér- aðinu og verðlaunaður fyrir sérlega góðan mat. Staðurinn var einstakur og verðlag hlægilega lágt.“ Að jafnaði gengu Labbakútarnir um fjóra tíma á dag sem er hæfilegt, að mati Hönnu. „Við vorum jú í fríi,“ segir hún. „Það er nauðsynlegt á svona gönguferðum að velja sér hót- el sem hefur upp á sundlaug að bjóða, eins og við gerðum. Við gát- um náð úr okkur harðsperrum eftir göngu dagsins og náðum að hvílast á bekkjum í sólinni.“  FERÐALÖG | Labbakútarnir fóru í skemmtilegar gönguferðir um Alpana og við Gardavatn =  >    >> ?           =@ =  =   A  >>   >>   >>    BB B                        NO/     ,> $O Ljósmynd/Sigmundur Ó. Steinarsson Hluti af Labbakútunum er hér á toppi Monte Bestone sem er í 917 m hæð fyrir ofan bæinn Limone. Guðbjörn Þór Ævarsson, Sveinsína, Guðlaug, Hanna María, Lára, María og Ágúst Ingi Jónsson eru með Gardavatnið í baksýn. Það var ævintýri að heimsækja sveitaveitingastaðinn Agritur Val d’Egoi í Bondo-dalnum. Löfðurnar, Hanna María Baldvinsdóttir, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, Sveinsína Ágústsdóttir, María Haraldsdóttir og Lára I. Ólafsdóttir, fá sér hressingu í Limone eftir erfiði dagsins í döl- unum fyrir ofan bæinn. www.gaestehaus-elisabeth.at Sími: 43 (0)5285/63301-0 Fax: 43 (0)5285/63301-10 www.hotelmaxi.it Sími: 0365/917181 Fax: 036/917171 www.agriturvaldegoi.com Sími/fax: 39 0365 918320 „Hver vill vera agúrka? …“ Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.