Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 65

Morgunblaðið - 22.10.2005, Page 65
Salthúsið | Hljómsveitin Tilþrif spilar. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sér- sveitin skemmtir. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Haustfagnaður Breiðfirðingafélagsins verður í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, kl. 22–03. Hjóm- sveitin Klassík leikur fyrir dansi. Fundir ADHD-samtökin | Fundur um málefni full- orðinna félagsmanna með adhd verður haldinn að Háaleitisbraut 11, 4. hæð, kl. 11– 13. www.adhd.is. Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Svæð- isfundur Reykjavíkursvæðis verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju kl. 11 14.30. KFUM og KFUK | Málfundur verður í fé- lagsheimilinu kl. 11–13 á Holtavegi 28. Er- indi flytja Elísabet Haraldsdóttir hjúkr- unarfræðingur og Marteinn Steinar Jónsson sálfræðingur. Aðgangur er ókeyp- is og öllum heimill. OA-samtökin | OA-fundur fyrir matarfíkla kl. 11.30–12.45, í Gula húsinu, Tjarnargötu 20. Nýliðamóttaka kl. 11. Reykjavíkurdeild SÍBS | Aðalfundurinn verður haldinn í Síðumúla 6, fundarsal SÍBS, 25. okt. kl. 15. Fyrirlestrar Háskólabíó | Fyrirlestur í tilefni af ári eðl- isfræðinnar verður kl. 14 í sal 2. Þá flytur Þorsteinn Þorsteinsson fyrirlesturinn Líf í geimnum? M.a. verður fjallað um leitina að lífi á Mars og annars staðar í sólkerfinu og sagt frá nýjum geimsjónaukum o.fl. Oddi – félagsvísindahús HÍ | Haukur I. Jónasson flytur fyrirlesturinn Veit andinn af efninu? þar sem hann mun sýna fram á hvernig nokkrir af kenningasmiðum sál- greiningarstefnunnar líta meðvitund mannsins, tilurð hennar og þróun bæði í mannkynssögunni og í lífi okkar sem ein- staklinga. Fyrirlesturinn er kl. 14–15. Raunvísindadeild HÍ | Hafrún Eva Arn- ardóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í næringarfræði 25. okt. kl. 12.20 í stofu 158 í VR–II við Hjarð- arhaga. Fyrirlesturinn nefnist: Mataræði og holdafar 9 og 15 ára Íslendinga. Námskeið Gigtarfélag Íslands | 3ja kvölda fræðslu- námskeið fyrir fólk með iktsýki/liðagigt hefst 24. okt. Uppl. og skráning í síma 5303600. Háskóli Íslands | Námskeið Endurmennt- unnar Háskóla Íslands og Vinafélags Ís- lensku óperunnar fara fram 25. okt., 1. nóv. og 8. nóv.; Fyrirlestrar í húsnæði Endur- menntunnar. Kennari er Gunnsteinn Ólafs- son. Nánari uppl.á www.endurmennt- un.hi.is og www.opera.is. Kópavogsdeild RKÍ | Námskeiðið Slys á börnum verður 24. og 26. október kl. 19– 22 í Hamraborg 11. Þátttakendur læra að þekkja varnir gegn slysum á börnum, or- sakir slysa almennt o.fl. Rauði kross Íslands | Heimsóknarþjón- ustunámskeið verður 24. okt. kl. 18–21 í húsnæði Reykjavíkurdeildar, Laugavegi 120. Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur áhuga á að kynna sér og/eða taka þátt í heimsóknarþjónustu Rauðakrossdeilda á höfuðborgarsvæðinu. Nánari uppl. og skráning í síma 565 2425/864 6750 eða á netfangið jon@redcross.is. ReykjavíkurAkademían | Hvernig eiga uppteknir afar og ömmur að rækta sam- bandið við barnabörnin? Umsjón: Jón Björnsson sálfræðingur. Námskeiðin verða 26. og 2. nóv. kl. 20–22. Sjá nánar: www.akademia.is. Ráðstefnur Hótel Loftleiðir | Ráðsfundur og náms- stefna I.ráðs ITC verður kl. 10 á Hótel Loft- leiðum. Skráning og uppl. arb@visir.is og í síma 8628465. OA-samtökin | Helgina 28.–30. október verður haldin OA-ráðstefna í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58, Reykjavík. Nán- ari uppl. er að finna á heimasíðu samtak- anna, www.oa.is. Orkustofnun | Orkustofnun stendur fyrir ráðstefnu um umhverfiskostnað fimmtu- daginn 27. október kl. 8.30–15. Öllum er heimill aðgangur að kostnaðarlausu en skráning er nauðsynleg. Nánari uppl. og skráning á www.os.is eða í síma 5696000. Markaður Hallveigarstaðir | Bandalag kvenna í Reykjavík efnir til flóamarkaðar og hluta- veltu í dag og á morgun kl. 13–18 á Hall- veigarstöðum við Túngötu 14. Til styrktar Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna. Frímerkjasafnarar | Safnaramarkaður verður í félagsheimili Félags frímerkjasafn- ara í Síðumúla 17, 2. hæð, 23. okt. kl. 13–16. Uppákomur Tæknihornið | Tæknihornið er eins árs og í tilefni þess ætla mæður okkar að halda af- mælisveislu, baka vöfflur og bjóða gestum og gangandi að samfagna okkur. Afmælið verður haldið í dag, fyrsta vetrardag, kl. 12–16. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2005 65 MENNING Staðurogstund http://www.mbl.is/sos frá kl. 13 vegna kvennafrídags. Nánari uppl. í síma 568 3132. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi | Fé- lagsvist kl. 13 í Sjálfstæðishúsinu, Hlíðarsmára 19 (við hlið Sparisjóðs Kópavogs). Góð verðlaun og heild- arverðlaun eftir 4 skipti. Spilað verð- ur 22. okt., 5. nóv., 19. nóv. og 3. des. Stjórnendur: Bragi, Arnór og Guðni. Vinabær | Félagsvist og dans verður í Vinabæ, Skipholti 33, kl. 20. Að lok- inni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Fjölmennum og tök- um með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20, www.gospel.is. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Munið sam- veru í Víkurskóla kl. 11.15–12. Söngur, gleði og gaman. Brúðuleikhús o.fl. Kirkjuskólinn í Skaftárhreppi | Sam- vera fyrir börn í Skaftárhreppi kl. 13.30 í Minningarkapellunni á Kirkju- bæjarklaustri. Ath. tímasetninguna. Selfosskirkja | Alþjóðleg bangsavika bókasafna er framundan og fáum við heimsókn frá Bæjar- og héraðs- bókasafninu á Selfossi miðvikud. 26. okt. kl. 11. Gaman væri að börnin hefðu bangsann sinn með. Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Miðvikudag 3. okt. kl. 14 kemur séra Bjarni Karlsson í sönginn með Lýð Benediktssyni. Dal- braut 21–27 býður alla velkomna á handverksstofu sína alla virka dag kl. 8–16. Lokað verður á Dalbraut 18–20 frá kl. 13 á kvennafrídaginn. Eskfirðingar og Reyðfirðingar | Eldri borgarar frá Eskifirði og Reyðarfirði búsettir í Reykjavík og nágrenni halda árlegt vetrarkaffi sunnudaginn 23. okt. kl. 15 í Félagsheimili eldri borgara, Gullsmára 13, Kópavogi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí–tríó leikur fyrir dansi. Árshátíð FEB verður haldin 4. nóv. nk. í Ako- gessalnum við Sigtún, fjölbreytt dag- skrá. Skráning hjá FEB 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Leikhúsferð, lagt af stað frá Garða- bergi kl. 19.30, fyrir þá sem taka rút- una. Félagsstarf Gerðubergs | Mánud. 24. okt. fellur niður kóræfing hjá konum í tilefni dagsins. Miðvikud. 26. okt. kl. 14 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn á Hjúkrunarheimilið Eir. Fimmtud. 27. okt. kl. 13.15 „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Fellaskóla. Fimmtud. 3. nóv. leikhúsferð í Borgarleikhúsið. Hraunsel | Dansleikur fyrsta vetr- ardag í Hraunseli laugard. 22. okt. kl. 20.30. Hljómsveit Guðmundar Stein- gríms leikur fyrir dansi. Hæðargarður 31 | Gönuhlaup alla föstudaga kl. 9.30. Út í bláinn alla laugardaga kl. 10. Fullkominn skiln- aður 6. nóv. kl. 20. Lokað mánudag RÚSSNESKI dansflokkurinn Rossiyanochka kemur fram í Saln- um, Tónlistarhúsi Kópavogs, og á fjölskylduhátíð í Smáralind um helgina í tilefni Rússneskrar menningarhátíðar í Kópavogi. Í flokknum eru um 200 atvinnudans- arar á aldrinum 6–25 ára en þar af koma tíu pör til landsins. Hóp- urinn hefur hlotið athygli víða um heim og dansar hans eru taldir endurspegla einkenni rússnesku þjóðarsálarinnar, skapsmuni og ást þjóðarinnar á föðurlandinu. Rossiyanochka-dansflokkurinn hefur komið fram víðs vegar í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Kína og bæði hlotið heiðurstilnefningar og margs konar viðurkenningar. Hann hefur hlotið fyrstu verðlaun á alþjóðlegum danshátíðum í Búlg- aríu, Danmörku, Rússlandi, Frakklandi, Kína og Búlgaríu. Listrænn stjórnandi Rossiya- nochka og aðalballettmeistari er Alexander Nosikhin. Nadejda No- sikhina er ballettmeistari hópsins sem hingað kemur. Sýningar Rossiyanochka-dans- flokksins verða í Salnum í dag og á morgun kl. 17. Flokkurinn kemur auk þess fram á rússneskri fjöl- skylduhátíð í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. Rússneskur dans í Kópavogi Lalli lævísi. Norður ♠G63 ♥KD7 S/Enginn ♦Á53 ♣Á1076 Vestur Austur ♠Á5 ♠109742 ♥G963 ♥10542 ♦D104 ♦62 ♣KDG8 ♣95 Suður ♠KD8 ♥Á8 ♦KG987 ♣432 Vestur Norður Austur Suður Lauria Duboin Versace Bocchi – – – 1 grand * Pass 3 grönd Allir pass * 12–14 HP Lorenso Lauria var enn eina ferðina í banastuði í keppninni um Evrópubik- arinn í Brussel. Þeir félagar, hann og Alfredo Versace, voru langefstir í But- ler-reikningi mótsins, nokkru á undan samsveitungum sínum í landsliðinu – þeim Georgio Duboin og Norberto Bocchi. Ítalir áttu tvær sveitir í Brussel og er spilið að ofan frá innbyrðis við- ureign þeirra í undanúrslitum. Og það verður að segja hverja sögu eins og hún er – Lorenso fór illa með vin sinn Nor- berto. Lauria valdi að spila út laufdrottn- ingu, frekar en kóngnum. Ástæðan var öðrum þræði sú að kóngurinn hefði lof- að sterkari lit, en fyrst og fremst var til- gangurinn sá að villa um fyrir sagnhafa. Vestur á það mikinn styrk að hann býst ekki við neinni hjálp frá makker og því kemur varla að sök þótt austur vaði í villu og svíma. Bocchi drap strax á laufás, tók tíg- ulás og svínaði gosanum. Lauria fékk slaginn á tíguldrottningu og spilaði … laufáttu! Bocchi átti von á því að kóngurinn væri annar í austur og dúkkaði. Versace fékk þannig slag á laufníu og svo komst Lauria inn á spaðaás til að taka tvo slagi í viðbót á KG í laufi. Einn niður. Sigurður Sverrisson hitti naglann á höfuðið þegar hann gaf Lorenso Lauria íslenska heitið Lalli lævísi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Laugavegi 54, sími 552 5201 Póstsendum Síðasti dagur 1.000 kr. tilboð * pils * peysur * gallabuxur * jakkar * bolir - og margt fleira * 20% afsláttur af öðrum vörum Árshátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin 4. nóvember í Akogessalnum við Sigtún Dagskrá: Fjölbreytt skemmtiatriði s.s. hátíðarræða, kórsöngur, leikþáttur, danssýning og almennur söngur. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Þriggja rétta hátíðarmatseðill. Verð kr. 4.200. Miðar seldir á skrifstofu félagsins í síma 588 2111 ÁSA Ólafsdóttir opnar sýningu í galleríi húnoghún í dag kl. 15. Verkin eru unnin með blandaðri tækni á striga. Rauði þráðurinn í myndverkunum eru pöntunar- seðlar frá bændum árið 1890 til verslunar Lefolii á Eyrarbakka. Opnunin er hluti af dagskrá vetr- arhátíðar Skólavörðustígsins. Ása Ólafsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969–1973 og við Konstindustr- iskolan Göteborgs Universitet 1976–1978. Hún er í Félagi íslenskra mynd- listarmanna (FÍM) og í Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna (SÍM). Árið 2002 hlaut hún styrk úr sjóði Listahátíðar. Hún hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýn- ingum heima og erlendis. Ása Ólafsdóttir í galleríi húnoghún Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ART Gallery Sjöfn Har., Skólavörðustíg 25a, kynnir verk skosku listakonunnar Is- hbel Macdonald D.A. í dag kl. 14.00 á Skólavörðustígshátíð- inni. Ishbel fæddist í Skotlandi og lauk myndlistarnámi við Listháskólann í Glasgow 1980. Undanfarin 20 ár hefur Ishbel búið á norðurströnd Skotlands í Sutherland og opnaði þar eigið stúdíógallerí 1987. Verkin sem Ishbel sýnir hér á landi eru silkiþrykk, innblásin af dulmagnaðri náttúrufegurð Norður-Skot- lands og fuglalífi. Ishbel hef- ur haldið fjölmargar sýningar í Skotlandi og verk hennar er víða að finna í einkaeign jafnt sem í opinberum stofnunum í heimalandi hennar sem og er- lendis. Skosk listakona kynnt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.