Réttur - 01.02.1917, Page 1
Henry George.
— Æfiágrip. —
Nú flytur »Réttur* lesendum sínum mynd af þjóð-
megunarfræðinguum og mannvininum Henry George. *
í fyrsta hefti þessa tímarits f. á. var skýrt frá nokkrum
atriðum skoðana hans og kenninga og útbreiðslu þeirra.
En myndinni fylgir hér ágrip af æfiatriðum lians og
starfsferli. Verður þó fljótt yFir sögu farið, sökum rúm-
leysis. Æskilegt hefði verið að fá æfisögu hans ýtarlega
ritaða á íslenzku og útgefna sérstaklega. Er eg þess full-
viss, að sú bók mundi verða lesin með athygli, og bezt
fá skýrt hinar eðlilegu orsakir og frumdrætti til kenninga
hans. — Hér verður aðeins bent á vegarmerkin, og að
nokkru leyti miðað við, að það geti orðið byrjun á yfir-
liti yfir sögu |aeirrar stefnu, sem kend er við H. George
— Georgismann —.
Henry George er fæddur árið 1839 í Fíladelfíu í Banda-
ríkjunum. Fore.ldrar hans voru bæði af enskum borgara-
ættum. þau voru af góðu bergi brotin, dável mentuð,
starfsöm, trúrækin og siðavönd. Faðir hans, Richard
George, var fyrst í nokkur ár bókaútgefandi, en síðar
tollstjóri. Fjölskyldan var stór — börnin tíu — og heim-
ilið því fremur fátækt.
* Af sérstökum ástæðum getur rnyndin eigi komið fyr en með næsta
hefti.