Réttur - 01.02.1917, Síða 9
11
Henry George
— Háskólann í Kaliforníu vantaði kennara í þjóðmeg-
unarfræði. Kom tii orða að fá H. George í þá stöðu,
og skyldi hann halda prófsfyrirlestur. Prófessorar og
sveinar skólans hlýddu á mál hans. í ræðunni gat George
þess: »að visindi þau, sem fjölluðu um reglur og skipu-
lag framleiðslunnar og úthlutun arðsins, ræddu í raun
og veru um það efni, sem tæki upp 9/io hluta af hæfi-
leikum, hugsunum og kröftum manna. Jafnan hefir verið
vitnað í þjóðmegunarvísindin, þegar menn hafa barist á
móti samtökum og kröfum verkalýðsins til hærri launa
og styttri vinnutíma. Athugum beztu og almennustu
kenslubækurnar. Ásamt því að réttlæta óseðjandi eigin-
girni og ýms önnur ósæmileg meðul einstaklinga, til
þess að svæla undir sig auðinn — hafa þær engar aðr-
ar kenningar að veita latækum verkamönnum, en þá, að
takmarka viðkomana. Hvers getum vér eigi vænst úr þeim
höndum, sem eiga að bjóða brauð, en rétta fram stein-
inn? Er hægt að búast við því, að fátæklingarnir skeyti
þeim vísindum, sem reyna stöðugt að réttlæta rangind-
in og ala á eigingirninni? Er það furða þó að þeir, í
fákænsku sinni, hneigist að þeim öfgum, sem nefnt er
Socialismi? — Til þess að læra þjóðmegunarfræði þarf
eigi endilega sérkunnáttu, stórt bókasafn né margbrotna
efnasmiðju, og jafnvel naumast kennara eða kenslubæk-
ur, vilji maðurinn einungis hugsa sjálfur, greina aðalatriði
frá aukaatriðum og liða hið samsetta eða blandaða(kerf-
in) í frumatriði sín.« — Sveinunum líkaði vel fyrirlest-
urinn, en kennararnir tóku honum með hæversku og
þögn. H. George var eigi framar boðið að tala við há-
skólann!
* *
*
í september 1877 hóf Henry George að rita hina miklu
bók sína: »Framför og fátækt«. Fyrst ætlaði hann ein-
ungis að rita tímaritsleiðara um þetta efni. En vinur hans,
sem sá ritgerðina hjá honum, hvatti hann til þess að gera