Réttur - 01.02.1917, Side 22
24
Réttur
Áður en farið er lengra út í þá sáltna, er réttast að
athuga, í hvaða horfi skattamálin eru hjá okkur.
* *
*
Mikill meiri hluti allra skatta á íslandi eru úbeinir
skattar eða tollar: útfluthingsgjald af íiski, lýsi o. fl.,
aðýlutningsgjald af sykri, kaffi o. fl., almennur vörutollur
af aðfluttri vöru og striðsskattur (verðhækkunargjald af
útfluttri vöru).
■ Beinu skattarnir (ábúðarskattur, lausafjárskattur, tekju-
skattur o. s. frv.) eru hverfandi í samanburði við tollana,
og þetta er alltaf að færast meir og nieir í þá stefnu, að
tollarnir aukast, en beinu skattarnir eigi. Það er sem sé
stefna íhaldsmanna, sem hér er efst á baugi, því að stefna
þeirra er aukning tollanna, en stefna framsóknarmanna
aukning beinu skattanna en afnám tollanna.
Er tollstefnan heppileg?
Áður en þeirri spurningu er svarað, verður að gjöra
sér Ijóst, hvaða kröfur skattarnir verða að uppfylla.
Sá skattur er heppilegur, sem uppfyllir þessi aðal-
skilyrði:
1. Hann verður að koma réttlátlega niður á gjald-
endur, svo að liver greiði sinn rétta hlut að tiltölu
við aðra.
2. Skattheimtan þarf að vera einföld og ódyr og skatt-
urinn að leggjast svo beint sem unnt er á þá, sem
skattskyldir eru, svo að sem allra minnst sé tekið
af gjaldendum fram yfir það, sem rennur í sjóð
hins opinbera,