Réttur - 01.02.1917, Blaðsíða 25
Skattamál
27
1916) hafa bændur neyðst til að kaupa fóður frá út-
löndum til að bjarga búpeningi sínum frá dauða. Af
þessu fóðri hafa þeir orðið að gjalda vörutoll. Af því að
þeir þurýtu að kaupa þetta fóður, urðu þeir fátækari en
áður. En einmitt á þetta tap þeirra var tollurinn lagður.
Þá er að athuga, hvernig útflutningsgjaldið uppfyllir
kröfurnar.
1. Kemur útflutningsgjaldið réttlátlega niður?
Útflutningsgjaldið er frábrugðið aðflutningsgjald-
inu að því leyti, að það er lagt á tekjur en ekki á
útgjöld. Þó kemur það ranglátlega niður, og liggja
til þess ýms rök.
a. Það er lagt eingöngu á þá, sem framleiða vör-
una úr skauti náttúrunnar.
b. Jafnframt því sem framleiðendur verða að
greiða gjaldið af útfluttri vöru, verða þeir að
greiða gjald af því, sem selst innanlands, og
það rennur í vasa kaupendanna, sem ekki
framleiða vöruna (embættismanna, verzlunar-
manna o. s. frv.), því að erlenda markaðs-
verðið skapar innlenda markaðsverðið, og
þegar útflutta varan er tolluð, fá framleiðend-
ur minna fyrir hana, innlenda markaðsverðið
lækkar þá, og rennur það, sem sú lækkun
nemur, í vasa kaupenda.
c. Það er lagt jafnt (sama hundraðsgjald) á tekj-
ur bláfátæka barnamannsins, sem engar tekj-
ur hefir afgangs brýnustu lífsnauðsynjum, og
á tekjur botnvörpungseigandans og síldar-
kóngsins.
d. Það er lagt á »brúttó< tekjur, án tillits til
þess, hvort kostnaður við framleiðsluna er
mikill eða lítill.
2. Er innheimta útflutningsgjaldsins einföld og ódýr,
og er það tekið beint af gjaldendum?
Nei. Um það er sama máli að gegna og að-